Dagur - 31.05.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 31. maí 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HAL.LDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
LEIPARI
Góðæríð
Nýútkomin ársskýrsla efnahags- og framfara-
stofnunarinnar í París um efnahagsmál á íslandi
undirstrikar að bati er þegar orðinn í íslensku
efnahagslífi og fyrirséð að áfram verður haldið á
þeirri braut á þessu ári. Á hinn bóginn er áréttað
að hallarekstur ríkissjóðs og skuldasöfnun
landsmanna er það atriði sem getur girt fyrir
möguleikana á bættum lífskjörum hér á landi,
Það þarf engan að undra þó kveðið sé fast að
orði um þetta atriði í OECD skýrslunni þegar
nettóskuldir hins opinbera hafa vaxið úr 8% af
landsframleiðslu árið 1988 í um 30% árið 1994.
Og þetta gerist á þeim tíma þegar „sérstakt
átak“ er gert til að draga úr ríkissjóðshallanum.
„Einsýnt er að taka þarf ríkisfjármálin fastari
tökum en gert hefur verið undanfarin ár, “ segir í
skýrslu OECD. „Aðgerðir tíl að draga úr hallan-
um þegar á þessu ári ættu að vera ofarlega á
dagskrá nýrrar ríkisstjórnar. Fjárlög yfir-
standandi árs, eins og þau voru ákveðin í des-
ember síðstliðnum, miða einungis að því að
halda í horfinu frá fyrra ári. Við þessar aðstæður
er enn langt í land að skuldasöfnun ríkissjóðs
stöðvist.. “
Minnt er á í skýrslu OECD að ýmsar þær
skuldbindingar sera stjórnvöld hafa gripið til,
t.d. í tengslum við kjarasamninga, geta reynst
erfiðar þegar fram í sækir. En stærsta málið er
þó að stjórnvöld móti markvissa stefnu út úr
hallarekstrinum og skuldasöfnuninni og standi
fast á henni.
„Og horfur eru á öðru jafn góðu ári 1995.
Engu að síður má gera enn betur. Ef stjórnvöld
hröðuðu aðgerðum til að ná betri tökum á ríkis-
fjármálunum, hættu að auka útgjöld í tengslum
við kjarasamninga og sýndu meiri sveigjanleika
við að laga vexti að alþjóðlegri vaxtaþróun,
legðu þau sitt að mörkum til að tryggja
áframhaldandi stööugleika. í samræmi við þetta
ber brýna nauðsyn til að skipulagsbreytingum í
íslensku efnahagslífi verði haldið áfram, sérstak-
lega hvað varðar ábyrga fiskveiðistjórnun og
minni ríkisafskipti. Með því móti má skapa skii-
yrði fyrir nýsköpun í atvinnulífinu og fyrir aukn-
um hagvexti þegar til lengri tíma er litíð, “ segja
sérfræðingar OECD.
Myndlistaskólinn á Akureyri:
I fyrsta skipti efnt til sumamámskeiða 6.-14. júní
I 1 1l
Myndsmiðjan verður til húsa í húsnæði Myndlistaskólans á Akureyri í Grófargiii.
I júní verður í fyrsta skipti boóið
upp á sumamámskeið í Myndlista-
skólanum á Akureyri. Aðstandend-
ur námskeiðanna kalla þetta
„myndsmiðju fyrir böm og full-
orðna'*. Myndsmiðjan stendur frá 6.
júní til 14. júní nk.
Um er að ræða þrennskonar
námskeið.
I fyrsta lagi námskeið sem kall-
ast „Myndsmiðja - myndmótun fyr-
ir böm á aldrinum 5-8 ára og 9-11
ára.“ Um er að ræöa námskeið þar
sen kennt verður hálfan daginn,
þrjár klukkustundir á dag, í sjö
virka daga. Þemað verður norræn
goðafræði og er ætlunin að skyggn-
ast eilítið inn í þennan ævintýra-
heim á ýmsan hátt. Kenndar verða
margskonar mótunaraðferðir og
unnið í alls konar efni. Farið verður
í vettvangsferðir út í náttúruna þar
sem leitað veröur fanga. Mynd-
smiðju bama lýkur með sýningu í
Myndlistaskólanum. Kennarar
verða Jane Darowskikh frá Banda-
ríkjunum, sem er fyrsti gesturinn á
gestavinnustofu Gilfélagsins, og
Rósa Kristín Júlíusdóttir. Þátttöku-
gjald er kr. 12 þúsund.
I annan stað er boðið upp á nám-
skeið sem nefnist „Myndsmiðja -
teiknun, málun og þrykk fyrir böm
og unglinga." Þetta námskeið verð-
ur hálfan daginn í sjö daga. Farið
verður í vettvangsferðir, gerðar
skissur sem síðan verða útfæröar á
margvíslegan hátt í mismunandi
efni. Einnig verða kenndar margvís-
legar aðferðir m.a. um meðferð
vatnslita. Kennarar verða Kristján
Jóhannsson og Guðmundur Ar-
mann. Þátttökugjald er kr. 12 þús-
und.
Þriðja námskeióið ber nafnið
„Myndsmiðja - teiknun, málun og
þrykk fyrir fullorðna". Þetta er fjöl-
breytt námskeið sem stendur allan
daginn í sjö daga. Um er að ræða
alhliða myndsmiðju (workshop)
fyrir áhugasama byrjendur. Byrjað
verður á grunnatriðum, þ.e. teiknun
grunnforma, fjarvídd, litafræði og
verkefnum þar sem teiknað verður
eftir fyrirmyndum. Síðan verða
vettvangsferðir, gerðar skissur og
þær útfærðar á mismunandi efni.
Námskeiðið ætti að henta vel þeim
sem hefur langað til að læra mynd-
list en ekki fyrr gefið sér tíma til
þess. Kennarar verða Kristján Jó-
hannsson og Guðmundur Ármann.
Þátttökugjald er kr. 23 þúsund.
Eins og áður segir hefst nám-
skeiðið nk. þriðjudag, 6. júní, og
stendur til 14. júní. Allar frekari
upplýsingar og innritun í síma
4624958 fram til 2. júní.
Þau Guðmundur Ármann og
Rósa Kristín Júlíusdóttir sögðu í
samtali við Dag að ekki hafi áður
verið efnt til slíkra sumamámskeiða
og því gætu þau ekki gert sér hug-
mynd um undirtektir. Hins vegar
sögðust þau hafa orðið vör við mik-
inn áhuga fólks, bæði hér á Akur-
eyri og ekki síst í nágrannabyggð-
um, á að sækja styttri myndlistar-
námskeið og þama væri loks komið
kærkomið tækifæri til að láta verða
af því að reyna fyrir sér í myndlist-
inni. óþh
Tíminn líður hratt. Nú eru tíu ár liðin frá útskrift fyrstu stúdenta VMA og
af því tilefni ætla tíu ára stúdentar að hittast og gera sér glaðan dag.
Tíu ár liðin frá útskrift fyrstu stúdenta VMA:
Tíu ára stúdentar
hittast í Sjallanum
Nú eru lióin tíu ár frá því Verk-
menntaskólinn á Akureyri útskrif-
aði fyrstu stúdentana. Af því til-
efni ætlar fyrsti stúdentahópurinn,
tíu ára stúdentar, að hittast í Sjall-
anum að kvöldi hvítasunnudags,
4. júní nk.
Eftir kl. 24 verður húsið opnað
og eru kennarar og nemendur,
sem samtíða voru þeim fyrst í
Gagnfræóaskólanum og síðar í
VMA, hvattir til að koma og hitta
þennan hressa hóp. Þetta sama
kvöld taka eins árs stúdentar niður
hvítu kollana. (Frétta(ilkynning)
Hvítasunnuhelgin á Akureyri:
Fjölbreytt dagskrá Hvíta-
suimumanna í Glerhúsinu
Um hvítasunnuhelgina mun
Hvítasunnukirkjan á Akureyri
standa fyrir samkomuherferð og
ýmsum uppákomum í Glerhúsinu
(Blómahúsinu) á Akureyri.
Frá föstudeginum 2. til mánu-
dagsins 5. júní verða uppákomur
af ýmsu tagi frá kl. 14 til 18 alla
dagana. Meðal annars mun Helgi
Vápni opna myndlistarsýningu og
sýnd verða og sungin ljóð Onnu
Elísu. Á hverjum heilum tíma
munu margir einstaklingar koma
fram og það verður m.a. sungið,
lesin upp ljóð, flutt bamaleikrit og
sögur og leikir fyrir yngstu börn-
in. Kaffiterían verður opin og
verslunin Jata verður á staðnum.
Öll kvöldin kl. 20 verða samkom-
ur með miklum og líflegum söng.
I tengslum viö þessa hátíð Hvíta-
sunnumanna verður rekin útvarps-
stöðin „Vonin" þar sem allri dag-
skrá frá Glerhúsinu verður útvarp-
að beint á FM 98,7 og notaleg
kristileg tónlist ilutt. Vikuna fyrir
hvítasunnuna verður kynningar-
bæklingi um Hvítasunnukirkjuna
og það sem hún hefur uppá að
bjóöa, dreift í öll hús á Akureyri.
Næstkomandi mánudag, annan
í hvítasunnu, opnar Aðalsteinn
Þórisson myndlistarsýningu í
Hótel Hjaiteyri.
Aðalsteinn útskrifaðist árið
1993 frá málunardeild Myndlista-
skólans á Akureyri. Síðan stund-
aði hann nám við Lahti Institut of
fme Arts í Finnlandi veturinn
Allir eru hjartanlega velkomnir
í Glerhúsið um þessa helgi og
njóta þess sem þar er í boói.
(Fréttatilkynning)
1993- 1994 og voru flestar mynd-
irnar á sýningunn í Hótel Hjalteyri
unnar ytra.
Myndimar eru nokkurs konar
leit að kennileitum í framandi um-
hverfi eða kannski dagbókarfærsl-
ur.
Sýningin veróur opin kl. 14-22
og stendur til 24. júní. Þetta er
fjórða einkasýning Aðalsteins.
Hótel Hjalteyri:
Myndlistarsýning
Aðalsteins Þórissonar