Dagur - 31.05.1995, Blaðsíða 16
LJOSRITUN &
TÖLVUÚTPRENTUN
-----IgJA-----JT,---yjj-------—......—...............
rlimunusio Hafnarrtr*rtí106'Simí 27422
Eignaðist fjóra kettlinga í barnavagni
Einn kaldan vordag fyrir skiimmu, gcrðist þcssi læða nokkuð ágcng við barnavagna og híbýli manna í Ásvcgi á Ak-
urcyri. Menn veittu því ckki athygli að hún var að Ieita að hcntugum stað til þess að verða léttari. Svo fór þó að lok-
um að fjórir litlir kettlingar lágu við hlið móður sinnar í barnavagni cinum við Ásveg 22. Læðan er grábröndótt með
hvíta bringu og maga og hvítan blett á baki. Hún er með Ijósbrúna ól með tvcimur bjöllum. Eigandi læðunnar og af-
kvæma hcnnar getur vitjað hennar í Ásveginn eða í síma 21296 cn ckki væsir þó um Ijölskylduna þar. Mynd: Robyn
Höfuðborgarsvæðið:
Vöruborg hf. og lager
Sjafnar undir eitt þak
- Vöruborg hf. festir kaup á rúmlega 2000 fermetra húsnæði
Um hvítasunnuhelgina sam-
einast með formlegum
hætti Vöruborg hf., markaðs- og
dreifingarfyrirtæki í Reykjavík,
sem er í eigu Kaupfélags Eyftrð-
inga, Kaffibrennslu Akureyrar,
Söltunarfélags Dalvíkur, Ako-
POB og fleiri fyrirtækja, og
vörulager Efnaverksmiðjunnar
Sjafnar hf. í Garðabæ, undir
nafni Vöruborgar hf. Jafnframt
flyst starfsemi Vöruborgar í nýtt
2035 fermetra húsnæði, að Við-
arhöfða 4, sem fyrirtækið hefur
fest kaup á.
Þessi sameining þýðir umtals-
vcrða aukningu í starfsemi Vöru-
borgar hf. og segir Rúnar Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri, að
starfsmönnum fyrirtækisins fjöigi
úr 7 í 15. Starfsmönnum Vöru-
borgar hf. og vörulagers Sjafnar
fækkar hins vegar samanlagt um
fjóra.
Rúnar segir að klukkan fimm á
föstudag verði hafist handa við
flutning Vöruborgar hf. úr núver-
andi húsnæði að Smiðjuvegi 11 í
Kópavogi í Viðarhöfða og er áætl-
að að opna í nýjum húsakynnum
þriðjudaginn 6. júní. Jafnframt
veróur vörulager Sjafnar fluttur úr
núverandi húsnæói sínu í Garða-
bæ í nýtt húsnæði Vöruborgar.
Aðalsteinn Jónsson, forstjóri
Sjafnar, segir að lagerinn veröi þó
ekki allur fluttur um helgina,
Ilutningunum verói ekki endan-
lega lokið fyrren síðari hluta júní.
Rúnar Gunnarsson segir að
með þessari sameiningu Vöru-
borgar og lagers Sjafnar náist
fram umtalsverð hagræðing á
ýmsum sviðum, t.d. á sviði vöru-
dreifmgar og reikningshalds.
„Ætlun okkar er að auka okkar
starfsemi hér á höfuðborgarsvæð-
inu enn frekar, en aukningin í
fyrra var 50%,“ sagði Rúnar.
Hann sagði að norðlenskar fram-
leiðsluvörur væru tvímælalaust í
sókn á markaðnum á höfuðborgar-
svæóinu. Þaó ætti til dæmis við
um Kjötiðnaðarstöð KEA og
Kaffibrennsluna að ekki sé minnst
á Mjólkursamlag KEA, en Rúnar
segir aö ávaxtasafinn Frissi fríski
sé enn í sókn á höfuðborgarsvæð-
inu. óþh
Iðja - félag verksmiðjufólks á Akureyri:
Þorsteinn formaður
- Kristín lætur af formennsku eftir 14 ár
, í formannsstóli
Aaðalfundi Iðju - félags verk-
smiðjufólks á Akureyri sl.
sunnudag var Þorsteinn E. Arn-
órsson kjörinn nýr formaður
Iðju í stað Kristínar Hjálmars-
dóttur, sem verið hefur formað-
ur Iðju síðustu 14 ár.
Aórir í stjóm Iðju eru Arndís
Sigurpálsdóttir varaformaður,
Margrét Marvinsdóttir ritari, Ing-
unn Pálsdóttir gjaldkeri og Jóhann
S. Baldursson meðstjórnandi.
Einn framboðslisti til stjómar og
trúnaðarmannaráðs kom fram á
aðalfundinum og var hann því
sjálfkjörinn.
Kristínu Hjálmarsdóttur voru
þökkuð góð störf í þágu verka-
íýðshreyfingarinnar á undanföm-
um árum. óþh
Húsavík:
■■ ••
Fimm fjolskyldur
til Noregs
- en íbúatala í jafnvægi
Það er almennt enginn fólks-
flótti ef tekið er mið af aðset-
urstilkynningum. Þetta er í jafn-
vægi, það er hreyfing á fólki, fólk
fer og fólk kemur í staðinn, en
það er sérstakt hvað margir fara
til Noregs,“ sagði Guðmundur
Níelsson, bæjarritari, aðspurður
um flutning fjölskyldna frá Húsa-
vík til Noregs.
„Kunningjafólk mitt í Stavangri
segir að vikulega flytjist íslenskar
fjölskyldur þangað. Við emm að
fara og flytjum á sama stað og ég
bjó á fyrir nokkmm árum,“ sagði
Jóhanna Sigurbjömsdóttir á Húsa-
vík, en fjögra manna fjölskylda
hennar er ein þeirra sem er að
flytjast til Noregs. Samkvæmt
heimildum Dags em fimm fjöl-
skyldur frá Húsavík, samtals 20
manns, fluttar eða að flytja til Nor-
egs, sú fyrsta þeirra í fyrravor.
Fleiri munu vera að hugsa sig um
og jafnvel að fara utan til að athuga
meö vinnu.
„Þetta er atvinnuástandið, smiðir
hafa t.d. ekkert að gera, og svo er
fólk ekki nógu ánægt. Það fór af
stað alda, fólk er þreytt á ástandinu
og tilbúið að stökkva af stað. En
þetta er fyrirtæki og það þarf mikið
að leggja á sig. Þetta er svo dýrt að
fólk kemur ekki til baka næstu ár-
in,“ sagði Jóhanna, aðspurð um or-
sakir flutninganna.
Það er fólk á besta aldri og flest
VEÐRIÐ
Þaó er borin von að eitthvað
hlýni á Norðurlandi í bili því í
dag verður norðaustlæg átt
og þokusúld. Síðan tekur við
hæg austan- og norðaustan-
átt með súld og jafnvel élja-
gangi á annesjum Norðaust-
anlands. Létta tekur til í inn-
sveitum og þar hægt að von-
ast eftir allt að 6 stiga hita.
Með öörum orðum, ekkert
sumar ennþá!
Laugardaginn 3. júní á sér stað
viðamikil símanúmerabreyting í
landinu og veróa öll símanúmer
frá og meó þeim degi sjö stafa.
Nýtt símanúmer Dags:
462 4222
Nýtt faxnúmer Dags:
462 7639
Seiðaskilja áskilin við allar úthafsrækjuveiðar:
Aðeins innfjarðarveiði undanskilin
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefið út reglugerð sem áskilj-
ur notkun seiðaskilju við allar
úthafsrækjuveiðar hér við land
frá og með 1. júní nk. Nokkrir
frestir eru gefnir við notkun,
m.a. til 15. júní á skuttogurum
sem eru 40 metrar eða lengri.
Frá og með 15. júlí ber öllum
rækjuskipum við úthafsrækjuveið-
ar að nota seiðaskilju. Fyrir Vest-
ur- og Suðvesturlandi er veittur
frestur til 1. janúar 1996 til jsess að
taka í notkun seiðaskilju að undan-
skildu afmörkuðu svæði í Kolluál
vestur af Snæfellsnesi.
Ákvörðun um notkun seiða-
skilju cr fyrst og fremst tilkomin
vegna niðurstöðu togararalls Haf-
rannsóknastofnunar fyrr í vor. Þar
sýndi stofnmæling að stærö
tveggja ára þroskárgangs væri í
góðu meðallagi. Nauðsyn beri til
að vemda þennan eina árgang sem
mælst hefur um eða yfir meðallagi
mörg undanfarin ár, en athuganir
hafa leitt í ljós að með notkun
seióaskilju í rækjuvörpu má kom-
ast hjá því að veiða fisk af þessari
stærð.
Uthafsrækjuveiðar eru stundað-
ar utan viðmióunarlínu en á tveim-
ur svæðum eru þær leyfðar innan
viðmiðunarlínu. Á Héraósflóa inn
að línu sem dregin er frá Bjameyj-
arvita í Ósfles milli lína sem
dregnar em réttvísandi austnorð-
austur frá þcim punktum. Á Húna-
flóa er heimilt að stunda rækju-
veiðar á bátum, 100 rúmlestum og
minni, á tímabilinu 15. ágúst til
31. október utan línu sem hugsast
dregin milli Selskers, Gjögurs,
Kálfshamars, Rifsness og Asbúð-
arrifs. Úthafsrækjuveiðar verða
bannaðar fyrir Suðurlandi milli 14.
og 23. gráðu vestlægrar lengdar og
við Eldey. Ennfremur verður skip-
um sem eru 39 metrar eða lengri
bannaðar veiðar á ákveðnum
svæðum fyrir Vesturlandi og dragi
tvö skip saman rækjutroll er miðað
vió samanlagða lengd þeirra. Á
skipum sem eru 200 brúttórúm-
lestir eða stærri eru bannaðar veið-
ar fyrir Norðurlandi milli lína sem
dregnar eru réttvísandi norður frá
Homi og Rauðanúpi á tímabilinu
frá 15. maí til 31. október.
Samkvæmt þessu verða rækju-
veiðar eftir janúar 1996 aðeins
heimilar án seiðaskilju á innfjarð-
arrækjusvæðum, þ.e. á Amarfirði,
Isafjarðardjúpi, Húnaflóa, Skaga-
firði, Skjálfandaflóa og Öxarfirði.
GG
með böm sem hefur flutt út. Jó-
hanna segir að í Noregi séu betri
laun og þar vanti iðnaðarmenn. Hún
hel'ur heyrt eftir málara í Osló aö
hann gæti unnið allan sólarhringinn.
Hún segir að skattprósenta sé lægri,
eða 26%. Bamabætur með tveimur
bömum séu 18 þúsund á mánuði,
hægt væri að sækja um húsaleigu-
bætur og að fá skattafrádrátt vegna
flutninganna.
Á fimmtudagsmorguninn munu
54 konur úr Kvenfélagi Húsavíkur
fara í vikuferð til Noregs og halda
þannig upp á 100 ára afmæli félags-
ins. Vonir standa til að flestar þeirra
skili sér heim aftur eftir vikuna. IM
Loöskinnauppboö:
Vonir um verð-
hækkun á mink
Nú stendur yfir uppboð á loð-
skinnum í Kaupmanna-
höfn. Á mánudaginn var byrjað
á að selja refaskinn og lækkuðu
þau um 6% frá síðasta uppboði
en menn vona að minkaskinn
geti hækkað eitthvað í verði.
Meðalverð refaskinna var 598
danskar krónur, eða tæplega 7000
krónur íslenskar. Það er vel ásætt-
anlegt verð, að sögn Arvid Kro
hjá Sambandi íslenskra loðdýra-
ræktenda. I gær var byrjað að selja
minkaskinn og að sögn Arvid gefa
fyrstu tölur vísbendingu um að þar
geti verið á ferðinni hækkun um
sömu tölu. „Það á eftir að selja
skinn alla þessa viku og ekki
tímabært að slá neinu föstu um
þetta enn.“ HA
Innanhúss-
málning
10 lítrar
kr. 4.640,
0
KAUPLAND
Kaupangi • Sími23565