Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 7
7 Rökkurkórinn enn á ferð Rökkurkórinn fagnaði sumri á Suðvestur- landi og hél söngskemnitun í Logalandi í Borgarfirði og á Akranesi sumardaginn fyrsta. Kórinn söng einnig í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði ásamt Karlakór Ból- staðarhlíðarhrepps og endaði svo á „Norð- lenskri sveiflu" á hinu glæsilega Hótel fs- landi með söng- og skemmtidagskrá 22. apríl. Rökkurkórinn í Skagafirði er blandaður kór og var hann stofnaður árið 1978 og hefur starfað óslitið síðan. Mikill kraftur er í starfsemi kórsins. Hann æfir í Miðgarði í Varmahlíð tvisvar í viku og félagar eru 45 talsins. Þeir koma frá 9 sveitarfélögum í firðinum og eiga margir um mjög langan veg að fara til að sækja æfingar. Fyrirhugað er að gefa út geisladisk með söng kórsins og hefur starf vetrarins að hluta til miðast við það. A þessu starfsári hefur Rökkurkórinn gert víðreist, heimsótt t.d. Ólafsfjörð, Ak- ureyri, Ketilás í Fljótum, Siglufjörð, Blönduós, Hofsós, Sauðárkrók, Logaland, Akranes, Hafnarfjörð og Reykjavík. Nú verður gert hlé í maí og fram í miðjan júní vegna anna í sveitum. Ferð um Norðausturland á döfinni Starfsári Rökkurkórsins lýkur um miðjan júní með svokallaðri sumarferð. Farið verður í söng- og skemmtiferð um Norð- austurland. Ekið verður austur á Fljótsdals- hérað og gist á Eiðum. Tónleikar verða í Siglufjörður Frá Siglufirði er fyrst að nefna aðalfund MENOR sem var haldin hér 11. júní í fyrra. Þar var fjölbreytt kvöldvaka með söng, orgelleik, ljóðalestri og erindi. Kirkjukórinn hélt tónleika 24. júní og söng einnig á aðventuhátíð kirkjunnar sem er orðin árlegur viðburður. Kvennakór Siglufjarðar kom þar einnig fram. Síldarævintýrið stóð frá 29. júlí til 1. ágúst og hófst það með vígslu Roalds- brakka. Opnuð var málverkasýning Ragn- ars Páls í ráðhúsi staðarins og sýning Heimis Hólmgeirssonar í sal Nýja-bíós. Nú um páskana hélt Örlygur Kristflnns- son, listmálari og kennari, sýningu á mynd- um sínum sem eru allar héðan úr Siglu- firði. Annan dag páska hélt Bergþór Páls- son, baritonsöngvari, tónleika í Tónlistar- skólanum ásamt Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur, undirleikara. Hinir bráðsnjöllu Fílapenslar skemmtu líka bæjarbúum og gestum með söng, leik og léttu gríni í páskavikunni. Hljómsveitar- stjóri er Sturlaugur Kristjánsson. Leikfélag og kvennakór Leikfélag Siglufjarðar er nú eitthvað að Starfsári Rökkurkórsins lýkur um miðjan júní. Egilsstaðakirkju 16. júní kl. 21. Að morgni þjóðhátíðardagsins verður farin útsýnisferð um Hérað og síðan haldið til Vopnafjarðar og sungið í Miklagarði kl. 17. Síðasti kons- ertinn í ferðinni verður í Þórsveri á Þórs- höfn kl. 21 að kvöldi 17. júní. Gisting vakna af vetrardvalanum og hyggst koma á fjalirnar einskonar söngdagskrá í júníbyrj- un. Sigurður Atlason mun vinna að upp- setningunni. Svo er það Kvennakórinn. Þar er heil- mikið að gerast. Æft er undir 2. landsmót kvennakóra sem haldið verður í Reykjavík seinustu helgina í júní. Fyrstu helgina íjúlí mun svo kórinn taka þátt í að taka á móti karlakór frá Verden í Þýskalandi ásamt skagfirsku söngfólki. Sungið verður í Mið- garði í Varmahlíð og munu kórarnir syngja hver í sínu lagi og taka eitt lag santan að lokum. Þessum kór stjórnar Silke Óskars- son, en hún er stofnandi Kvennakórs Siglu- fjarðar og var hér og starfaði í nokkur ár. Hún er gift Siglfirðingnum Hlyni Óskars- syni, tónlistarmanni. Þau hjón starfa bæði sem tónlistarkennarar í Þýskalandi. Kvennakórinn heimsótti þau 1987 og söng þá ásamt þessum Verden-kór og fleirum. List orðs og tóna Ekki má gleyma orðsins list. Væntanleg er ný ljóðabók frá Bjarna M. Þorsteinssyni með haustinu. Tónskólinn starfaði á sömu nótum og undanfarna vetur og kennarar voru þeir sömu. A starfsárinu voru 85 nentendur við skólann. Talsverð gróska var í söngdeild- inni og nemendur þar 15 talsins og spannar aldur þeitTa afar vítt svið. Framundan eru svo árstíðaskipti með sól og nýju Síldarævintýri og þar munu sjálfsagt allir ofangreindir listamenn koma fram og margir fleiri. Anna Júlía Magnúsdóttir. verður í Þistilfirðinum á sveitaheimilum og heimferð 18. júní. Það er mikið tilhlökkunarefni fyrir kór- inn að heimsækja Norðausturland. Tónlistarskólinn á Sauðárkróki Kennsla í Tónlistarskólanum hófst að venju í byrjun september. A þessu skólaári stunduðu 175 nemendur á aldrinum 5-58 ára nám við skólann. Tónleikahald og músikfundir voru með hefðbundnum hætti, en auk þess komu nemendur skólans fram við ýmis tækifæri í bænum. Hljóðfæranámskeið sem aðallega er ætlað byrjendum er hyggjast hefja nám að hausti hófst 14. maí. Innan skólans er starfandi blásarasveit, léltsveit, blásara- kvartett, kór og ýmsir samleikshópar. Á þessu vori er þess minnst að þrjátíu ár eru liðin frá stofnun Tónlistarskólans. í til- efni þess samdi Eiríkur Hilmisson, kennari, lög við ljóð eftir Hilmi Jóhannesson, sem byggð eru á sögunni alþekktu um Alfinn álfakóng. Verkið er samið fyrir 6 einsöngv- ara, kór og hljómsveit. Sérstakir afmælistónleikar voru 25. maí, en þar komu fram fyrrum nemendur skól- ans, þau Sigurður Marteinsson, píanókenn- ari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Heið- dís Lilja Magnúsdóttir, sern stundar fram- haldsnám í píanókennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík, Svana Berglind Karls- dóttir, sem er í framhaldsnámi í Söngskól- anum og Ásgeir Eiríksson, sem er í söng- námi í Tónlistarskólanum í Garðabæ. Kennarar við Tónlistarskólann voru á starfsárinu auk skólastjórans Evu Snæ- bjarnardóttur, þau Rögnvaldur Valbergs- son, Guðbrandur Jón Guðbrandsson, Eirík- ur Hilmisson, Hilmar Sverrisson, Anna Sigríður Helgadóttir, Sveinn Sigurbjöms- son og Sigurdríf Jónatansdóttir. Árdís M. Björnsdóttir. Fjmmtudagur 1. júní 1995 - DAGUR - 13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.