Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 16
16 námskeiðum liátíðarinnar tónleika, sem sýndu Ijóslega góða stöðu gítartónlistarinn- ar í landinu. Gítarhátíðinni lauk með tón- leikunt Kristjáns Kristjánssonar, eða KK, þar sem hann lék og söng blús, eins og honum einum er lagið. Þá má ekki láta ógetið þess mikla flokks listviðburða, sem er Kirkjulistavikan í Ak- ureyrarkirkju. A tónlistarsviðinu bar hæst afmælistónleika Kórs Akureyrarkirkju und- ir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar, sem voru að flestu vel lukkaðir, og ljóða- tónleika Jóns Þorsteinssonar og Gerrits Schuils, sent tókust vel. Loks ber að geta frumflutnings nýs tónverks; sálmforleiks eftir Hróðntar I. Sigurbjörnsson við sálm- inn í þennan helga herrans sal, sem fluttur var í hátíðaguðsþjónustu 14. maí. Fyrir utan þessa stóru flokka tónlistar- viðburða var gnótt efnis í boði fyrir tónlist- arunnendur á Akureyri og hlýtur hver mað- ur að hafa getað fundið eitthvað sér við hæfi. Þegar hefur verið getið hinna miklu tónleika Kristjáns Jóhannssonar og Sigrún- ar Hjálmtýsdóttur, sent voru mjög vel heppnaðir. Auk þessara má nefna stórgóða tónleika Guðna Franzsonar klarinettleikara og Gerrits Schuils píanóleikara 15. septem- ber í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, ný- stárlega tónleika Caput-hópsins í Listasafni Akureyrar 25. júní, Islita-hópinn frá Lecco skólanum á Ítalíu, sem lék forna tónlist af kúnst í Deiglunni 5. júlí, skemmtilega tón- leika Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar, sem haldnir voru í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju 22. september, fallega tónleika Gunnars Kvarans, selló- leikara, og Gísla Magnússonar, píanóleik- ara á sama stað 13. október, forvitnilega einleikstónleika Guðna Franzsonar, klarin- ettleikara, sem haldnir voru í Listasafni Akureyrar 8. febrúar, tónleika finnska gæðabassans Bjöms Blomquists í Safnað- arheimili Glerárkirkju 6. mars í tengslum við listahátíðina Sólstafi, stórgóða harm- ónikkutónleika Finnans Tatu Kantonaa í Alþýðuhúsinu 28. apríl og fagra tónleika Jngvars Jónassonar, víóluleikara, Sigurðar I. Snorrasonar, klarinettuleikara, og Guð- nýjar Önnu Guðmundsdóttur, píanóleikara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 21. maí. Heimamenn komu við sögu margra þessara tónleika, en þeir komu líka fram á eigin vegum. Má þar til nefna til dæmis Blásarasveit æskunnar undir stjóm Roars Kvam, sem lék í íþróttaskemmunni 19. júni og frumflutti var verk eftir einn með- lim hljómsveitarinnar, megtuga tónleika Kórs Glerárkirkju undir stjóm Jóhanns Baldvinssonar í Glerárkirkju 27. nóvember, hina miklu styrktartónleika fyrir sr. Pétur Þórarinsson, sem haldnir voru í Glerár- kirkju 14. janúar, og Davíðstónleikana, sem haldnir voru í íþróttaskemmunni 30. aprfl, þar sem fjöldi góðra listamanna lagði hönd að því að mæra skáldið. Ekki má heldur látið ógetið mikils framlags Bjöms Steinars Sólbergssonar í orgeltónleikum þeim, sem hann heldur í hádeginu mánað- arlega yfir vetrarmánuðina. Það skorti ekki tækifærin fyrir tónlistar- unnendur í Akureyrarbæ til þess að njóta vandaðs flutnings tónlistar, eins og sjá má af því, sem talið hefur verið og er þó margt, sem, ekki hefur verið til tínt. Þessi grein listanna vex og dafnar ekki síður en aðrar og leggur svo sannarlega sitt til betra mannlífs og meiri þróttar í samfélag þeirra, sem hér búa. Lokaorð Menningarstarfsemi er snar og ómissandi þáttur í lífi hverrar byggðar. Að því hlýtur hver maður að hlúa beri hann hag hennar fyrir brjósti og vilji veg hennar sent mest- an. Af því, sem gerist af sviði lista og ntenningar, draga menn ályktanir um lífs- þrótt hvers þess staðar, sem skoðaður er eða heimsóttur. Þar sem ríkir deyfð og drungi og fátt gerist, þykir mönnum lang- flestum leitt að vera. Því stöðvast gestir lítt við og innbyggjar hverfa af staðnum í leit að afþreyingu í skamman eða langan tíma - og sumir að fullu og öllu. Sé ekki þörf manna fyrir samkomur, listviðburði, af- þreyingu og gleðigjafa fullnægt á heima- slóð, verður los á þeim. Vitanlega hefur atvinna höfuðþýðingu sem og þjónusta og gott umhverfi, en að þessu fengnu, krefst andinn síns viðurvær- is. Fái hann það í menningarviðburðum af fjölbreyttu tagi, verða þeir ekki einungis til þess að fullnægja þörf andans, heldur líka til þess að lyfta mannlífinu öllu og þar með töldu athafnalífi á öllum sviðum. Hún er rétt hugsunin í því, sem hinn fyrrnefndi franski menntamálaráðherra á að hafa sagt. Menning borgar sig. Því skul- um við fjárfesta í menningu, herrar mínir og frúr. Haukur Agústsson Betur búið að myndlistinni Þingi, Gamla Lundi, vinnustofum lista- manna, skólum, stofnunum, félagsheimil- um og hinum aðskiljanlegu salarkynnum í bænum og jafnvel undir berum himni. Börn hafa sýnt verk sín, sömuleiðis eldri borgarar, atvinnulistamenn og frístunda- málarar, erlendir sem innlendir. Málver- kauppboð hafa verið haldin og útilistaverk afltjúpuð, nú síðast á lóð Útgerðarfélags Myndlistin hefur dafnað og blómgast á Ak- ureyri, ekki síst undanfarin ár. Tilkoma Listasafnsins í Grofargili ér náttúrlega stórt skref fram á við og öll aðstaða og starfsemi í Gilinu er lyftistöng fyrir myndlistina. Þar á Gilfélagið stóran hlut að máli. Myndlistaskólinn á Akureyri trónir efst í hinu svokallaða Listagili og þegar þessar línur eru hripaðar niður er Vorsýningu skólans einmitt að ljúka. Að þessu sinni voru það aðeins útskriftarnem- endur sem sýndu verk sín og sérstaka athygli vöktu lokaverkefni nemenda í grafískri hönnunardeild skólans. Það er Guðmundur Oddur sem hefur haldið utan um þessa nýjustu deild Myndlista- skólans, en hann er jafn- framt formaður Gilfélagsins. Sem fyrr segir hefur myndlistin dafnað mjög og ef gera ætti öllum sýningum á Akureyri síðastliðinn vetur og fylgja norðlenskum lista- mönnum hvert fótmál þyrfti að gefa út stórt og rnikið aukablað MENOR- frétta. Sýningar haía verið settar upp Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins á í Listasafninu, Deiglunni, Listhúsinu eyri, sýnir skólanemendum myndir á safninu. Akureyringa, verk eftir Kristin E. Hrafns- son, gjöf Akureyrarbæjar til ÚA. Myndlistanám og námskeið af ýmsum toga hafa hlúð að þessum frjóanga. En öll listsköpun er samspil gerenda og viðtak- enda. Þess vegna er myndlistarmönnum hollt og nauðsynlegt að setja upp sýningar og láta almenning dæma verk sín - og kaupa þau. Það eru varanleg verð- mæti í myndlistinni, ekki aðeins and- artaksnautn eða upplifun augnabliks- ins. Stöðug þróun þarf líka að eiga sér stað og því er gleðilegt að Akureyr- ingar eru famir að búa betur að myndlistinni en áður. Þar með sjá þekktir myndlistarmenn ástæðu til að beina sjónum sínum norður, burtflutt- ir Akureyringar og aðrir Norðlending- ar sem hafa haslað sér völl í höfuð- borginni eða erlendis koma með sýn- ingar á heimaslóðir og allt lyftir þetta myndlistinni á hærra stig. Akureyri er áreiðanlega að komast á kortið og Akur- engin ástæða til að kvíða framhald- inu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.