Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 17

Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 17
17 Menningarlíf á Húsavík Á Húsavík er fjölbreytt lista- og menning- arlíf. Gerendur eru bæjarbúar og gestir, listafólk er sækir Húsavík heim. Enn er það svo að starf af þessum toga er of árstíða- bundið. Breytinga er þörf með tilliti til ferðamanna sem í auknum mæli vilja upp- lifa fleira en náttúru og veðurfar landsins, t.d. menningu og listir. Það sem undirritaður telur bera hæst á liðnu tímabili er stofnun menningannála- nefndar á Húsavík og vonandi eiga nefnd- armenn á hverjum tíma eftir að skila ár- angri. Metnaðarfull afmælisdagskrá, vegna 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins, var í höndum Safnahússins og Húsavíkurbæjar og var hún flutt í flestum mánuðum ársins. Veit ég að margir eru þakklátir fyrir þessa listviðburði. Útilistaverk bæjarins Þá er það útilistaverk sem reist var í hjarta bæjarins á liðnu sumri, látlaust en fallegt, minnismerki um Þórð Sveinbjörnsson Guðjohnsen. Verkið er eftir myndlistar- manninn Helga Gíslason og eru fyrir fjögur útiverk eftir hann í bænum. Önnur útilista- verk eru Farfuglar eftir Sigurjón Ólafsson, Ægir eftir Hallstein Sigurðsson og Dans- inn, verk Sigrúnar Guðmundsdóttur, en það verk gáfu Kvenfélagskonur fyrir 10 árum á 90 ára afmæli félagsins. Dansinn er í Skrúðgarði Húsavíkur við Búðarána. Kon- ur hafa lagt drjúgan skerf við undirbúning og framkvæmdir í garðinum sem opnaður var 1975. Kvenfélag Húsavíkur hélt í vetur upp á 100 ára afmæli sitt með hátíðarfundi, blys- för um bæinn og söng, auk afmælishófs með blandaðri dagskrá á Hótel Húsavík. Skátafélagið Víkingur var endurvakið 22. febrúar á fæðingardegi Baden-Powells. Vígðir voru 75 nýliðar og félaginu voru færðar góðar gjal'ir. Félagið var stofnað 8. febrúar 1940 og er því 55 ára. Leiklist og sýningar Leikfélag Húsavíkur frumsýndi 1. apríl Tobacco Road, leikgerð eftir Jack Kirkland eftir sögu Erskine Caldwell. Jökull Jakobs- son þýddi. Leikstjóri er María Sigurðar- dóttir. Nokkrir félagar úr L.H. fóru til Dan- merkur í desember með leik og söng í boði Bagsværd Amatör Sene, sem hélt upp á 40 ára afmæli sitt. Barnaleikhús frá Færeyjum sýndi verkið Snata 10. júní. í september sýndi íslenska leikhúsið verkið Býr íslendingur hér?, sem byggt er á samnefndri bók Garðars Sverris- sonar. Leikgerðin er eftir Þórarin Eyfjörð. Leikarar eru þeir Pétur Einarsson og Hall- -1. júní 1994 - 1. júní 1995 dór Bjömsson. Handverkshópurinn hefur verið starfandi í ll ár. Kaðlín-handverkshús var opnað í maí 1994 og er þar vinnuaðstaða 15 kvenna, auk aðstöðu til sýninga og námskeiðahalds. Starfsemin er mjög fjöl- breytt þar, en íslenski þjóðbúningurinn er settur í öndvegi. Einnig er vefnaður stór þáttur í starfinu sem og gerð list- og minja- gripa úr ýmsum náttúruefnum. Kaðlín heimsóttu á þriðja þúsund gestir sl. sumar. Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur hélt eina ljósmyndasýningu á árinu, á Mærudögum. Fundir eru annan hvern sunnudag. Klúbb- urinn gefur út lítið tímarit sem miðlar frétt- um og fróðleik um ljósmyndun o.fl. Fjölskrúðugt tónlistarlíf Jazzþing hefur á starfsárinu haldið sína tónleika á Bakkanum í samvinnu við veit- ingastaðinn. í júlj lék tríó Ólafs Stephen- sen, í ágúst Ámi ísleifs og félagar og í lok nóvember spilaði Nafnlausi kvartettinn, Combo 5. sem skipaður er þeim Gunnari Gunnars- syni, píanó, Jóni Rafnssyni, kontrabassa, Finni Eydal, saxófón og klarinett, og Árna Katli, trommur. Með þeim var söngkonan Ragnheiður Ólafsdóttir. Djasstríóið Fitlar lék svo í desember; þeir Jón Rafnsson á bassa, Jóel Pálsson á saxófón og Ingvi Rafn Ingvason á trommur. I miðnæturdjassveislu Jazzþings að kvöldi síðasta vetrardags lék kvartett Tóm- asar R. Einarssonar; Tómas R. á kontra- bassa, Gunnar Gunnarsson á píanó, Óskar Guðjónsson á saxófón og Matthías Hem- stock á trommur. NA-12 söng nokkur lög, Hólmfríður Benediktsdóttir flutti nokkrar ballöður við undirleik Ragnars L. Þor- grímssonar og Combo 5 tróð sömuleiðis upp, en það skipa þeir Grétar Sigurðarson, saxófónn, Jón Aðalsteinsson, píanó, Elvar Bragason, gítar, Heimir Harðarson, bassi, og Stefán Helgason, trommur. Kirkjukór Húsavíkur hélt aðventuhátíð sunnudaginn 11. desember. Kórinn söng undir stjóm Roberts Faulkners og við und- irleik Juliet Faulkner organista. Natalia Chow söng einsöng við undirleik Helga Péturssonar, Valmar Valjaots lék á fiðlu og fermingarböm sýndu helgileik. Sumartón- leikar á Norðurlandi fóru fram í Húsavík- urkirkju á liðnu sumri. Karlakórinn Hreim- ur hélt vortónleika í kirkjunni og þar sungu Baldvin Kr. Baldvinsson, Baldur Baldvins- son og Einar Hermannsson einsöng. Kór aldraðra hefur starfað á Húsavík í 4 ár undir stjóm Sigurðar Sigurjónssonar, en hann stjómaði karlakómum Þrym á árum áður við góðan orðstír. Kórinn hefur komið fram og sungið við ýmis tækifæri og tekið þátt í kóramóti á Akureyri. Meiri tónlist Söngsveitin NA-12 hefur æft í vetur og sungið s.s. á tónleikum Tónlistarskólans, árshátið slysavamadeildar kvenna, djass- veislu Jazzþings á Mærudögum, I. maí og einnig voru fleiri tónleikar á dagskrá nú í maí. Stjórnandi söngsveitarinnar er Helgi Pétursson og leikur hann jafnframt á píanó. Aðrir hljóðfæraleikarar em Hallgrímur Sigurðsson, bassi, Þorvaldur Daði Hall- dórsson, gítar, og Bragi Ingólfsson, tromm- ur. Stórsveit Húsavíkur hefur ekki æft og leikið í vetur en hluti hennar myndar ásamt öðrum hljóðfæraleikurum Lúðrasveit Húsavíkur og hefur hún leikið við hátíðleg tækifæri eins og á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Af frekara tónleikahaldi má nefna Vini Dóra og Chicago Beau 17. júní á Hótel Húsavík. Þá voru í Borgarhólsskóla 13. sept. tónleikar með Guðna Franzsyni klar- inettuleikara og Gerrit Schuil píanóleikara. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari héldu tónleika 23. sept. Sinfóníuhljómsveit ís- lands hélt tónleika á Húsavík 25. sept. Ein- leikari með hljómsveitinni var Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari. Danskur átta manna kór flutti þjóðlagatónlist frá Svíþjóð og Danmörku á Hótel Húsavík. Skólalíf og fleira Lítum á menningarlífið í Framhalds- skólanum á Húsavík. Píramus og Þispa, leikfélag skólans, frumsýndi í nóvember Sjö stelpur eftir Erik Thorsteinsson í þýð- ingu Sigmundar Amar Arngrímssonar og leikstjórn Sigurðar Hallmarssonar. Óli Halldórsson, Ámi Guðmundsson og Valur Guðmundsson fluttu frumsamda tónlist í verkinu. Sýningar urðu fimm. Dillidagar voru haldnir í kennaraverkfallinu með fjöl-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.