Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 21

Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 21
21 Kátir dagar 1994. Vefarinn dansaður á stéttinni framan við Svalbarðsskóla. Þórshöfn Menningarvakan Kátir dagar var haldin dagana 7.-10. júlí 1994 á Þórshöfn á Langanesi og í Þistilfirði. Dagskráin var mjög fjölþætt og skemmtileg, s.s. kórsöng- ur, tónlistarflutningur, myndlistarsýningar, kvöldvökur, útiskemmtanir, skoðunarferðir og margt fleira. Hátíðin tókst vel og ekki skemmdi veðrið fyrir. Af einstökum sýningum á Kátum dög- um má nefna einkasýningu Freyju Önundardóttur, samsýningu Kristínar Kjartansdóttur, Eyþórs Jónssonar, Ástu Maríu Jensen og Sigurbjargar Sigurjóns- dóttur, handverkssýningu í grunnskólanum, ljósinyndasýningu Sæmundar Jóhannes- sonar og tóvinnusýningu Kvenfélags Þistil- fjarðar. Leiklist og ITC Leikfélag Þórshafnar sýndi leikritið Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson í desember og var sýnt á Þórshöfn, Vopnafirði, Húsavík og í Skúlagarði. Leikstjóri var Steinunn Jó- hannesdóttir. Fjölmennur ráðsfundur 11. ráðs ITC á ís- landi var haldinn á Þórshöfn 11. október og um leið stofnskrárfundur ITC Hnotu á Þórshöfn. Deildin hafði starfað í ár og þótti tímabært að ganga formlega í alþjóðasam- tök ITC. Dagskráin var vel skipulögð og fékk Hnotan margar góðar gjafir. Nokkur félög á Þórshöfn og í Þistilfirði héldu veglega fjáröflunarsamkomu í vetur til kaupa á hjartalínurita í Heilsugæslustöð- ina á Þórshöfn. Boðið var upp á myndar- legt kaffihlaðborð í félagsheimilinu og ým- islegt til skemmtunar, s.s. söng, ljóðalestur og tónleika finnska harmonikusnillingsins Tatu Katomaa. Kóramót og Góugleði Kirkjukór Sauðanes- og Svalbarðssóknar tók þátt í kirkjukóramóti í Skúlagarði í Kelduhverfi í byrjun apríl. Þar voru saman- komnir kórar úr Norður-Þingeyjarsýslu. Einnig má nefna æskulýðsmessu sem hald- in var í Sauðaneskirkju á svipuðum tíma. Fermingarböm og skátar tóku virkan þátt í messunni. Góugleði var haldin í mars á vegum slysavarnadeildar kvenna og björgunar- sveitarinnar Halliða. Samkoman er fjáröil- un deildanna og jafnframt góð skemmtun og árshátíð fyrir félagana og gesti. Mikil vinna er við undirbúning þessarar hátíðar og hefur verið ákveðið að halda Góugleð- ina aðeins annað hvert ár en fjölmenna á árshátíð björgunarsveitarmanna á Fjöllum og Jökuldal það árið sem gleðin er ekki haldin. Fjölbreytt menningarlíf Ýmislegt fleira nrætti náttúrlega nefna. Árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn var haldin á sumardaginn fyrsta. Þá var jóla- trésskemmtun Barnaskólans á Svalbarði haldin í samvinnu við Kvenfélag Þistil- fjarðar þar sem boðið var upp á ýmis skemmtiatriði og dans. Á þessum skennnt- unum ríkir ekkert kynslóðabil og fjölskyld- urnar gæða sér á nreðlæti sent fólk kernur með að heiman. Nemendatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri voru haldnir í Þórsveri í aptíl 1994, en þar sungu Hildur Tryggvadóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir við undirleik Guðrúnar A. Kristinsdóttur. Karlakór Akureyrar Geysir var með tón- leika í október, einnig í Þórsveri, og að síð- ustu mætti nefna þorrablót og árshátíðir hinna ýmsu félagasamtaka sem settu svip á mannlífið. Bjarnveig Skaftfeld. Raufarhöfn Hér á eftir verða raktir nokkrir helstu menningarviðburðir og samkomur á Rauf- arhöfn frá vordögum 1994 fram á vor 1995. Þar fléttast sarnan tónlist, myndlist, leiklist og veisluhöld af ýmsu tagi. Vorið 1994 hélt Kirkjukór Raufarhafn- arkirkju tónleika þar sem Einar Guðmunds- son og Jón Hrólfsson komu á heimaslóðir og léku á harmonikur og með þeini var Ingimar Sigfússon sent lék á gítar. í júlí héldu Magnús Magnússon og Guðbjörg Sigurjónsdóttir, píanóleikari, tón- leika. Hinn I. desember var 30 ára afmæli grunnskólans haldið hátíðlegt. Nemendur voru með veglega dagskrá og öllum íbúum Raufarhafnar var boðið til kaffidrykkju. Um mánaðamótin nóvember-desember sýndi Leikfélag Raufarhafnar leikritið Af- brýðisöm eiginkona í leikstjórn G. Mar- grétar Óskarsdóttur. Eftir áramót gaf Kirkjukór Raufarhafn- arkirkju Samick-flygil í félagsheimilið Hnitbjörg. Kórinn stóð fyrir fjárötlun vegna kaupanna, m.a. með þrennum tón- leikum undir stjóm Stefaníu Sigurgeirs- dóttur. I apríl hélt harmonikusnillingurinn Tatu Kantolaa tónleika og fór á kostum. Af myndlistinni eru þær fréttir helstar að Ungmennafélagið Austri hélt myndlist- arnámskeið og leiðbeinandi var Örn Ingi. Þá má nefna að Kvenfélagið Freyja stóð fyrir námskeiði í skrautskrift og þar var Jens Guðmundsson leiðbeinandi. Raufarhafnarhreppur fagnaði 50 ára af- mæli sínu 7. janúar og bauð öllunr íbúum staðarins til kaffiveislu. Við það tækifæri aflienti hreppurinn Kvenfélaginu Freyju elsta hús staðarins að gjöf, en það er svo- kallað Gamla kaupfélag. Einnig gaf hrepp- urinn skógræktardeild Freyju eina trjá- plöntu á hvern íbúa hreppsins. I sumar er svo fyrirhuguð afmælishátíð undir stjórn Arnar Inga, sem urn þessar mundir vinnur að gerð kvikmyndar í tilefni afmælisins. Líney Helgadóttir. Örn Ingi mun stjórna afmælishátíð Raufarhafn- arhrepps.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.