Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 4
10 - DAGUR - Fimmtudagur 1. júní 1995 4 Heimisfélagar syngja hér í Básavik við Hofsós í júní á síðasta ári. Karlakórinn Heimir Starf Karlakórsins Heimis á þessu ári hefur verið mjög þróttmikið sem fyrr. Kórinn hóf æfingar upp úr miðjum október. Var þá þegar farið að æfa ný lög fyrir vetrartón- leikana og einnig voru rifjuð upp lög frá fyrra starfsári því ákveðið var að fara í tón- leikaferðir fyrrihluta nóvembermánaðar. Fyrri ferðin var síðan farin 12. nóvem- ber til Búðardals og Stykkishólms í blíð- skaparveðri og góðri færð, kórinn fékk mjög góða aðsókn og hinar ágætustu undir- tektir. Seinni ferðin var farin til Akureyrar og söng kórinn í Akureyrarkirkju fyrir troðfullu húsi við afskaplega góðar undir- tektir áheyranda og í Freyvangi um kvöld- ið. Syngjandi bændur Meðan á æfingum og ferðajögum stóð þessa fyrstu vetradaga var Ómar Þ. Ragn- arsson að vinna þáttinn „Syngjandi bænd- ur“ með Karlakómum Heimi, sem sýndur var á Stöð 2 í ársbyrjun 1995. Þátturinn þótti takast mjög vel og hafa fjölmargir lát- ið í ljós ánægju sína með þáttinn og hefur verið haft samband við forsvarsmenn kórs- ins víðsvegar af landinu í því sambandi. Hin hefðbundna þrettándaskemmtun kórsins var haldin í Miðgarði laugardaginn 7. janúar en þá var tekin formlega í notkun nýr flygill af Steinway gerð í eigu félags- heimilisins Miðgarðs. Það voru þeir Stefán R. Gíslason og Thomas Higgerson sem tóku flygilinn formlega í notkun og um leið var gamli flygillinn kvaddur, en hann er af Yamaha gerð og var gefínn af Kirkjukór Víðimýrarskóknar fyrir tæpum 30 árum og hefur staðist vel mikið álag í áranna rás en er nú nokkuð farinn að slappast. Margrét Jónsdóttir á Lönguntýri flutti ávarp við þetta tækifæri og sagði frá að- dragandanum að kaupum á gamla og síðan nýja flyglinum. Karlakórinn var með langa söngdagskrá en varð þó að syngja mörg aukalög vegna þess hve viðtökur voru góð- ar. Ómar Þ. Ragnarsson var með gamanmál og lauk skemmtuninni með dansleik þar sem Hljómsveit Geirmundar lék af miklu fjöri. Þessi skemmtun þótti takast vel í alla staði þrátt fyrir slæmt veður. Sumir voru að berjast í blindhríð í 4-5 tíma án þess að komast alla leið. Á Hótel íslandi Næst skal nefna að Ólafur Laufdal, veit- ingamaður á Hótel íslandi, hafði samband við formann kórsins og fór þess á leit að hann tæki að sér að skipuleggja dagskrá á skagfirsku kvöldi á Hótel íslandi þar sem söngur kórsins yrði aðalatriðið. Forniaður hófst þegar handa að undirbúa dagskrá sem var þannig sett upp að kórinn væri með skemmtilega söngdagskrá. hinir vinsælu Álftagerðisbræður, Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús, væru einnig með sérstaka söngskrá og síðan væru hagyrðingar kórsins með hagyrðingaþátt, Ómar Þ. Ragnarsson gam- anmál og kynnir kvöldsins sr. Hjálmar Jónsson. Loks skyldi Hljómsveit Geir- mundar leika fyrir dansi. Skemmtunin var síðan haldin 10. mars við mikla hrifningu áheyrenda fyrir fullu húsi, en áætlað var að um 1100 manns hafi verið á skemmtuninni. Sama dag hélt kórinn tónleika í hinni nýju og glæsilegu Digraneskirkju í Kópa- vogi. Aðsóknin var slfk að kirkjan troð- fylltist svo að um tvö hundruð manns urðu að gera sér að góðu að standa, en áætlað var að um 700 manns hafi verið á tónleik- unum. Kórnum var frábærlega tekið og varð að endurtaka mörg af lögunum og syngja öll aukalög sem hann hafði tiltæk. Tónleikarnir hófust kl. 18.30 og stóðu í fulla tvo tíma og máttu félagar ekki seinni vera til að ná skemmtuninni á Hótel íslandi í tæka tíð. Á heimaslóðum Seinnipartinn í vetur og vor hefur kór- inn haldið fjögur Heimiskvöld með blönd- uðu efni. Söng- og skemmtikvöld voru haldin í Miðgarði í Varmahlíð, Höfðaborg á Hofsósi og tvisvar í Bifröst á Sauðár- króki. Hagyrðingaflokkur kórsins kom einnig fram og flutt voru gamanmál sem þeir Einar Halldórsson og Jón Ormar Ormsson sáu um. Þá kom Harmoniku- hljómsveit Skagafjarðar fram á seinna kvöldinu í Bifröst. Heimiskvöldin voru vel sótt þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar. Konur Heimismanna sáu um glæsilegar veitingar og voru allar viðtökur mjög góðar. Hinn 24. mars hélt kórinn tónleika í Blönduóskirkju við góða aðsókn og undir- tektir. Sæluvikutónleika hélt kórinn að venju í lok vikunnar, 29. apríl, ásamt Rökkurkórnum. Gestakórar voru Samkór- inn Björk og Kór Landsvirkjunar. Troðfullt hús var og margir urðu að standa. Að lokn- um vel heppnuðum tónleikum lék Hljóm- sveit Geirmundar fyrir dansi fram eftir nóttu. Allur ágóði af skemmtuninni rann í sjóð til að greiða nýja flygilinn sem áður var nefndur. Geisladiskur og sjónvarpsþáttur Kórinn hefur nú látið hljóðrita efni sem á að koma út á geisladiski og snældu síðar á árinu. Þar verður að finna vinsæl lög af söngskrám kórsins sl. 2-3 ár og einnig ný lög sem eru á söngskránni um þessar mundir. Þá má einnig geta þess að Ómar Þ. Ragnarsson er að hefja upptöku á nýjum þætti með kórnum og fleiri kórum, sem sýndur verðu á næsta ári. Söngstjóri kórsins er Stefán R. Gísla- son, undirleikarar Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Einsöngvarar með kórn- um í vetur eru Einar Halldórsson, Pétur Pétursson, Sigfús Pétursson og Hjalti Jó- hannsson. Tvísöng og þrísöng syngja Gísli, Pétur og Sigfús Péturssynir og Bjöm Sveinsson. Söngfélagar eru 60. Eins og fram hefur komið þá hefur starf kórsins verið mjög mikið og árangursríkt í vetur og það sem er ánægjulegast er hin sí- vaxandi aðsókn að öllum tónleikum kórs- ins og hinar stórkostlegu undirtektir áheyr- enda hvar sem kórinn hefur sungið. Fyrir það erum við Heimisfélagar afar þakklátir. Okkur er það vel ljóst að stærstan hlut í þessari velgengni kórsins á Stefán R. Gíslason, söngstjóri, en sér við hlið hefur hann haft hinn ágæta tónlistarmann Thom- as Higgerson, sem einnig hefur unnið kórn- um mjög gott starf. Fyrir það eiga þeir sér- stakar þakkir skildar. Nú í maílok hefst starfið aftur að nýju eftir mánaðarhlé. Þá er áætlað að halda tónleika í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði og í byrjun júní á Siglufirði. Hinn 8. júní er áætlað að fara í fjögurra daga söngferð suður á land. Stjóm Heimis skipa: Þorvaldur G. Ósk- arsson, formaður, Ám Bjamason, gjaldkeri og Pétur Pétursson, ritari. Porvaldur G. Óskarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.