Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 14
14 Menningin vex og dafnar Viðhorf tii menningarstarfsemi Það virðist vera viðhorf ýmissa, að menn- ing og það, sem henni tengist, svo sem listaviðburðir (tónleikar, leiksýningar, myndlistarsýningar), séu eitthvað, sem skipa eigi sæti aftar flestu öðru, sem sam- félagið leggur fé og tíma til. Þeir, sem ráða málum byggða, virðast sumir hverjir gjam- an hafa þetta viðhorf. Hugur þeirra snýst um atvinnumál, samgöngur, hafnamál og annað það, sem að hinu veraldlegu þáttum lýtur og vissulega skiptir miklu, en menn- ingarmál verða neðar á lista og jafnvel detta út af honum gersamlega í yfirvegun um forgangsröð. Hastarlegt dæmi Eitt hastarlegasta dæmi þessa viðhorfs, sem um getur, kom upp í Akureyrarbæ á því tímabili, sem þessi umfjöllun um menningu og listir á Akureyri nær til, en það er frá urn það bil júní, 1994 til sama tíma árið 1995. Einn hinna kjörnu fulltrúa í stjóm bæjarfélagsins lagðist af miklum þunga gegn styrkveitingu til kaupa á hljóð- færi, sem brýn þörl' var fyrir til endurnýj- unar á grip, sem kominn er til ára sinna og hefur lifað sitt fegursta, en einnig þjónað gífurlega mikilvægu hlutverki í menningar- lífi bæjarins. I leiðinni taldi fulltrúinn, að ýmislegt annað, sem fé hefur verið lagt til úr sameiginlegum sjóði og lýtur að vexti og viðgangi bæjarins sem menningarbæjar, mætti líka róa. Vitanlega varð uppþot á nieðal þeirra, sem vilja, að Akureyri standi undir því nafni, sem forráðamenn bæjarins gjaman gefa honum á hátíðastundum, þegar þeir nefna hann menningarbæ og skólabæ. Mál- ið hjaðnaði reyndar og virtist sem ýmsir fyndu til nokkurrar skömmustutilfinningar, að mál af þessu tagi skyldi opinberast á Akureyri, enda setti það í raun nokkurn blett á bæinn á meðan hrinan stóð. Hins vegar vaknaði sú spum, hve margir þeir gætu verið á meðal íbúa Akureyrar, sem í raun taka undir það viðhoif, sem frant var sett, og er þá ekki síst höfðað til þeirra, sem standa í forsvari á ýmsum sviðum, hvort heldur í stjórn bæjarfélagsins eða at- vinnulífi þess og félagsmálum. Menningin ómagi? Það er grunur undirritaðs, að það viðhorf, að menning og menningarstarfsemi sé nokkurs konar ómagi á samfélaginu, sé út- breiddara, en virðist vera við fyrstu sýn, og einnig, að ýmsir séu þeirrar skoðunar, að fé, sem rennur til menningarmála, sé illa varið. Það gefi ekki arð í beinhörðum pen- ingum, sem korni fram í þeirri stofnun, sem hefur menningarstarfsemina á sínum snær- um. Þetta viðhorf er furðu skammsýnt á tímum, þegar mikið er rætt um ferðamenn og það að laða þá að bænum. Það er líka skammsýnt, þegar litið er til fbúanna sjálfra og lífsfyllingar þeirra. Það er haft eftir einum menntamálaráð- hena Frakklands, að hann sagði á fundi, þar sem rætt var, hvernig rétta mætti hag þjóðarinnar: „Fjárfestið í menningu, herrar mínir.“ Hugsunin er sú, að menningarstarf- semi geri byggðir forvitnilegar fyrir þá, sem utan þeirra búa. Af leiðir ekki bara gesti á menn- ingarviðburði, heldur ekki síð- ur gesti á veit- ingahús byggð- arlagsins, gisti- hús þess og í verslanir og aðrar þjónustu- stofnanir. Af skapast líf og þróttur, sem lyftir hlutaðeig- andi byggðar- lagi og eykur íbúum þess at- hafnaþrá og framkvæmdavettvang. Það eru því ekki einungis gestir, sem njóta líforku menningarstarfseminnar í byggðinni. íbúar hennar nema líka andann í bæ sínum og hann verður þeim lífvænlegri og hvatning- arríkari verustaður, sem minni ástæða verð- ur til að yfirgefa í leit gjöfulli lenda annars staðar. Ferðamenn flykkjast ekki til Parísar til þess að skoða verksmiðjur eða hafnar- mannvirki. Þeir koma þar fyrst og fremst til þess að njóta lista og menningar. Ekki verður Akureyri jafnað við heimsborgina París, en sörnu lögmál gilda hér sem þar að því marki, sem stærð og umfang leyfa. Menntamálaráðherrann franski hafði rétt fyrir sér. Menningarstarfsemin í landi hans borgar sig. Hún borgar sig í gífurleg- um fjölda ferðamanna, aðskiljanlegri þjón- ustustarfsemi og almenni meira lífi og um- setningu. Menningin er nefnilega ekki ómagi á samfélaginu. Hún er rétt skoðað einn af mikilvægustu hornsteinum þess; sá ferski blær, sem gefur þrek og vilja langt út fyrir sýningarsali og tónleikahallir, leikhús og söfn. Það er háskaleg skammsýni og þverhyggja að líta á nokkurn veg öðrum augum á stöðu menningarstarfsemi í mann- legu samfélagi. Leiklistin blómstrar Undir stjórn Viðars Eggertssonar, leikhúss- stjóra Leikfélags Akureyrar, hefur félagið veitt Akureyringum gott leikhússár. Félag- ið hefur verið í uppsveiflu bæði í verkefna- vali, sem hefur verið skemmtilega fjöl- breytt og ekki síður metnaðarfullt, og upp- setningum, sem hafa jafnan verið vel unnar og margar gengið vel. BarPar, tvíleikur þeirra Sunnu Borgar og Þráins Karlssonar, gekk feikivel. Hann var sýndur í sérinnréttuðum sal í kaupfé- lagsversluninni við Höfðahlíð. Verkið var tekið aftur til sýningar á leikárinu 1994 til 1995, enda full ástæða til þess, svo vel var það sótt. 25. mars 1994 frumsýndi leikfélagið Óperudrauginn, en hann var síðasta verkið leikárinu 1993 til 1994. Verkið var vandað að uppsetningu og gekk talsvert vel. Leikárið 1994-95 hófst á uppsetningu bamaleikritsins Karamellukvömin í leik- stjóm Þórunnar Magneu Magnúsdóttir. Verkið hlaut allgóða aðsókn, enda fjörlegt og vel við hæfi þeirra áhorfenda, sem skemmta átti. 27. desember frumsýndi félagið saka- málaleikritið Óvænt heimsókn í leikstjóm Hallmars Sigurðssonar. Uppsetningin var vönduð á allan veg og ekki skemmdi það hana hið minnsta, að í leikendahópi var hinn landskunni leikari Amar Jónsson, sem einmitt átti sín fyrstu skref á leiklistar- brautinni á fjölum Samkomuhússins á Ak- ureyri fyrir nokkrum áratugum. Þriðja verkefni Leikfélags Akureyrar á því tímabili, sem hér er hvað mest til um- fjöllunar, var A svörtum fjöðrum; leikverk, tekið saman úr verkum Davíðs Stefánsson- ar, skálds frá Fagraskógi af Erling Sigurð- arsyni. Leikstj. var Þráinn Karlsson. Verkið var vandað í uppsetningu og metnaðarfullt, en hlaut því miður ekki verulega aðsókn. Glæsiuppsetningar Leikfélags Akureyr- ar á þessu ári voru hina tvær síðustu. Hin fyrri þessarra tveggja var uppsetning verks- ins Þar sem Djöflaeyjan rís, sem frumsýnd var 24. mars. Leikstjóri var Kolbrún K. Halldórsdóttir. Verkið hlaut mikið lof gagnrýnenda og var vel sótt. Síðari upp- setningin í þessum flokki var framlag Leik- félags Akureyrar til Kirkjulistahátíðar Ak- ureyrarkirkju, 1995, en það var leikverkið GUÐjón, sem tekið var saman af Viðari Eggertssyni og var hann líka leikstjóri. Verkið var flutt í Safnaðarheimili kirkjunn- ar og tókst uppsetningin mjög skemmti- lega. Fleiri komu við sögu leiklistarinnar á Akureyri á um það bil því tímabili, sem hér er rætt. Fyrst má nefna glæsilega og afar vel lukkaða uppsetningu Locosar, leikfé- lags Verkemnntaskólans á Akureyri á söng- leiknum Jósep, sem frumsýndur var 17. febrúar, 1994 í Gryfjunni og gekk lengi og við mikla aðsókn. Leikstjóri var Sigurþór Albert Heimisson en tónlistarstjóri Michael Jón Clarke. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýndi Siflurtunglið 4. apríl í Samkomuhúsinu. Leikstjóri var Rósa Guð- ný Þórsdóttir og var uppsetning verksins á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.