Dagur - 09.06.1995, Side 1

Dagur - 09.06.1995, Side 1
Ákveðið að auglýsa starf jafnréttis- og fræðslufulitrúa á Akureyri aftur: Óhæfudómurinn kemur mér mjög á óvart Kisa mín, kisa mín... fjórum umsækjendum um stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrar, Guðrún Reykdal, umsókn sína tii baka. Staðfesti Dóróthea Bergs, formaður jafn- réttisnefndar, að þá var undir- búningshópurinn, sem skipaður var til að undirbúa ráðninguna, búinn að ákveða að mæla með Guðrúnu við bæjarráð tii að gegna starfinu. Eftir eru þrír umsækjendur en á sameiginleg- um fundi jafnréttisnefndar og fræðslunefndar var ákveðið að auglýsa starfíð aftur. Að sögn Dórótheu telja nefnd- imar að enginn þeirra þriggja sem eftir cru búi yfir þeim hæfileikum sem óskað er eftir í starfið. Því hafi verið ákveðið að auglýsa það aftur. Hún sagöi að talað heföi verið við tvo umsækjendur og samþykkt í framhaldi af því aö mæla með Guðrúnu. - Er frekar verið að leita eftir Mynd: Robyn konu íþetta starf? - segir Þórgnýr Dýrfjörð, einn umsækjenda um starfið og hvetur sem flesta karlmenn til að sækja um „Nei, alls ekki. En viö erum að einnig mjög á óvart og sérstaklega leita eftir einstaklingi með þessa fjölbreyttu reynslu og hæfileika sem við setjum fram í auglýsing- unni um starfið. Eins og frá var greint í Degi sl. miðvikudag dró einn af Það var Þórgnýr Dýrfjörð sem vinnuhópurinn ræddi einnig við auk Guðrúnar Reykdal. Hann seg- ir að þessar fréttir komi sér mjög á óvart þar sem ekkert samband hafi verið haft við hann um niðurstöó- una. Þá komi dómurinn urn aö hann sé óhæfur íil starfsins sér einkennilegt þar sem aóeins hafi verið talað við tvo umsækjendur. „I því viótali sem ég fór í var aldrei látið í þaó skína að ég væri óhæfur til að gegna þessu starfi. Eg bíð spenntur eftir að sjá hver hreppir hnossið og hvaða hæfi- leikum sá er búinn. Að öðru leyti vil ég ekkert um þetta segja, en hvet sem flesta karlmenn til að sækja um þegar starfið verður auglýst að nýju,“ sagói Þórgnýr. HA Könnun Samkeppnisstofnunar: Veitingamenn ósáttir Ikönnun Samkeppnisstofnun- ar á verði drykkjarfanga í Maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisafbrot gagnvart stjúpdætrum sínum: Hæstiréttur þyngdi fangelsis- dóm héraðsdóms um 9 mánuði Rúmlega fertugur maður hef- ur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti, fyrir kynferðisafbrot gagnvart tveimur stjúpdætrum sínum, sem fæddar eru 1974 og 1976, á tímabilinu frá síðari hluta árs 1982 og fram í ársbyrjun 1987. Áður hafði mað- urinn verið dæmdur til 15 mán- aða fangelsisvistar í Héraðsdómi Norðurlands eystra en þar var hann jafnframt sýknaður af ákæru gagnvart yngri dótturinni. Fangelsisdómurinn er því þyngd- ur um 9 mánuði. I dómi Hæstaréttar kemur m.a. fram, að þegar það er virt að ákærði hafi orðið sannur að athæfi sömu tegundar gagnvart eldri stúlk- unni, þyki ekki varhugavert að telja, þrátt fyrir neitun hans, að nægar sönnur séu fram komnar fyr- ir sekt hans gagnvart yngri stúlk- unni. Nánast sama verðlag í Bónus og KEA Nettó Brot ákærða eru stórfelld og al- varlegs eðlis, segir ennfremur í dómi Hæstaréttar. Ákærði hafi mis- notað aðstöðu sína og trúnaðar- traust tveggja ungra stjúpdætra sinna um langan tíma. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og er honum jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað máls- ins í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 350.000.-. Fjórir hæstaréttardómarar stóðu að dómsorðinu en einn skilaöi sér- atkvæöi og taldi að staðfesta bæri hinn áfrýjaða dóm en að ákærða yrði gert að greiða áfrýjunarkostn- að málsins. KK vínveitingahúsum á höfuðborg- arsvæðinu kom á daginn að veit- ingamenn hafa ekki lækkað verð á bjór þrátt fyrir að útsölu- verð ÁTVR hafí lækkað undan- farið ár. Það eru sérstaklega erlendar bjórtegundir sem hafa lækkað í verði, t.d. hefur verð á Heineken og Becks lækkað um 12%. Dagur gerði óformlega könnun á vínveitingahúsum á Akureyri sem leiddi í ljós að verðlag er ekki lægra nú en fyrir 12 mánuðum. Veitingamenn eru þó ekki sáttir við túlkun könnunarinnar og að sögn Vignis Más Þormóðssonar var lækkun á öðrum tegundum en ofannefndum svo óveruleg að ekki tekur því að hnika verðinu um nokkrar krónur. Sem dæmi nefnir hann að verð á helstu einingu sem hann kaupi, 30 lítra bjórkút, hafi lækkað um 340 krónur, eða rúmar 11 krónur á lítrann. „Lækkunin yrði milli fimm og sex krónur á hálfum lítra og ég get ekki séð að þaó skipti viðskiptavininn höfuðmáli hvort hann greiðir 450 eóa 445 krónur fyrir glasið.“ shv í rauða botni í hitanum Samkvæmt könnun sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis hefur gert á verði í annars vegar Bónus í Reykjavík og hins vegar í KEA Nettó á Ak- ureyri kemur í ljós að vöruverð er nánast það sama í þessum tveim verslunum. Verðkönnunin verður birt í Degi á morgun. Kannað var verð á 86 vöruteg- undum og reyndist verð í Bónus vera samtals 1% Iægra en í KEA Nettó, verðmunurinn á þessum 86 vörutegundum er 225 krónur, en heildarverð matarkörfunnar er sem næst 13 þúsund krónur. Að- eins er um að ræóa tvær vöruteg- undir sem veró í KEA Nettó er teljandi hærra, þ.e. á strásykri og hökkuðum heslihnetum. Síðasta sambærilega könnun var gerð fyrir réttum níu mánuð- um og er athyglisvert að á þeim tíma hefur verðlag lækkað um sem næst 2%. Vilhjálmur Ingi Ámason, for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, segir að þessi verð- lækkun hafi ekki komið sér á óvart, en hins vegar megi búast við að verð hækki eitthvað á næstu mánuðum þegar áhrifa ný- gerðra kjarasamninga fari að gæta. Vilhjálmur Ingi segir að teljandi hækkun hafi orðið á tveim vöru- tegundum frá því að verð var síð- ast kannað, annars vegar á ís- lensku kexi og hins vegar á kaffi. Vilhjálmur Ingi segir þaó ánægjulegt að þessi könnun stað- festi að forsvarsmenn KEA Nettó hafi staðið við þau orð sín að verólag myndi ekki hækka þótt Bónus hætti starfsemi á Akureyri. Ástæða sé til að hrósa KEA- mönnum fyrir það, þetta sé mik- ilsverð kjarabót fyrir almenning. Greinilegt sé að verðstríð Bónuss og KEA Nettó hafi haldið áfram þótt Bónus hafi hætt rekstri á Ak- ureyri og það sé gott mál fyrir neytendur. óþh að er engum vafa undir orp- ið að gærdagurinn var heit- asti dagur sem af er á þessu ári á Akureyri, og eflaust víðar á Norðurlandi. Um miðjan dag í gær sýndi hitamælirinn á Lögreglustöðinni á Akureyri 21,5 °C. Nokkrir ökumenn voru full þungstígir á bensíngjöfina í hitan- um og var til að mynda einn tekin á Hámundastaðahálsinum sunnan Dalvíkur á 125 km hraða. Þrjú minni háttar umferðar- óhöpp urðu á götum Akureyrar en sem betur fer slasaðist enginn al- varlega. KLJ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.