Dagur - 09.06.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 09.06.1995, Blaðsíða 9
MANNLI F Föstudagur 9. júní 1995 - DAGUR - 9 Fannar, sumarstrákur í Gerði, Ásta Björgvinsdóttir, Steinunn Eggertsdóttir, Guðrún Jónasdóttir, húsfrcyja í Gerði, Björn Pálsson, bóndi í Flögu og sonur afmælisbarnsins og Guðjón Steindórsson, útibússtjóri íslandsbanka og verðandi hestamað- ur, ræða saman í sólskáianum í Bug. Myndir: KK Jóhann Jóhannsson, þjónustustjóri í íslandsbanka, ræðir við Sigurð Aðalsteinsson, framkvæmdastjóra Flugfclags Norður- lands, í veislunni heima í Bug. Einnig eru á myndinni, Hclena Dejak, kona Sigurðar og framkvæmdastjóri Ferðaskrifstof- unnar Nonna, og Ólafur Skaftason, bóndi í Gerði í Hörgárdal. Jónas Þorsteinsson, skipstjóri, kona hans Matthea Kristjáns- dóttir, bróðir hennar Snorri Kristjánsson, bakari, og Ólafur Halldórsson, læknir, spjalla saman í Smiðjunni. Páll Arason áttræður Ferðamálafrömuðirnir Páll Arason, framkvæmdastjóri í Bug, og Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu íslands hf., ræða málin í Smiðjunni en Kjartan brá sér norður og heiðraði Pál með nærveru sinni á afmælisdaginn. Páll Arason, framkvæmdastjóri í Bug í Hörgárdal, fagnaöi áttræö- isafmæli sínu í hópi góðra vina og kunningja sl. föstudag. Páll, sem er nú enginn venjulegur maöur, lét ekki duga að vera aö- eins með eina veislu, heldur hafði þær tvær. Fyrr um daginn var gestum boöiö í Smiöjuna en um kvöldið var opið hús heima í Bug. Fjölmargir gestir heiðruðu Pál með nærveru sinni og bárust honum margar góðar gjafir og heillaóskaskeyti á þessum tíma- mótum. Páll Arason er landsþekktur maður og mikil lífskúnstner. Hann er frumkvöðull í ferða- þjónustu hér á landi, bæði hvað varðar ferðalög hérlendis og er- lendis. Páll byggði sér snoturt hús í Hörgárdalnum fyrir u.þ.b. Herdís Jónsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson og Liija Hjaltadóttir spiluðu „dinnermúsík“ í upphafi veislunn- ar. Söngclsk fjölskylda tekur lagið. A myndinni eru Aðal- björg og Lúðvík Áskelsbörn, systkini Jóns Hlöðvers. Fjær eru foreldrar þeirra, Áskell Jónsson og Sigurbjörg Hlöðversdóttir. Hálfrar aldar aímælí Vcitingarnar voru fjölbreyttar og glæsilegar. Hér má sjá nokkra gcsti fá sér á diskana. Mikið var um dýrðir þegar Jón Hlöðver Askelsson, tónskáld á Akureyri, fagnaði hálfrar aldar afmæli sínu í góðra vina hópi í Alþýðuhúsinu á Akureyri á hvítasunnudag. Veitingarnar, í mat og drykk, voru glæsilegar og skemmtidagskráin var löng og. fjölbreytt. Að sjálfsögðu setti tónlistin mark sitt á veisl- una, enda vel við hæft því tón- listin er aldrei langt undan þeg- ar tónlistin er annars vegar. Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælisveislu Jóns Hlöðvers. Myndir og texti: óþh Tveir hressir á góðri stundu, Steingrímur St. Th. Sigurðsson, listmálari, lét sig ekki vanta í afmælisveislu Páls og mætti bæði í Smiðjuna og heim í Bug. 10 árum síðan og hann býr þar eins og hann segir oft sjálfur, mestan hluta ársins. Þrátt fyrir „hver hefur það betra en ég?“ háan aldur, er kallinn eldhress og KK Afmælisbarnið, Jón Hlöðver Áskelsson, og eiginkona hans, Sæbjörg Jóns- dóttir, lyfta glösum. Páll Skúlason, heimspekingur, átti líka 50 ára afmæli á hvítasunnudag. Þeir Jón Hlöðver eru fæddir mcð nokkura klukkustunda millibili og svo skcmmtilega vill til að þeir hafa verið hinir mestu perluvinir frá fæðingu. Sigurður Hallmarsson á Húsavík var mættur á svæðið og stjórnaði fjöldasöng.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.