Dagur - 09.06.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 09.06.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 9. júní 1995 FRÉTTIR Hróðný Lund og Þórhildur Kjartansdóttir tilbúnar að ganga í sjóinn. Myndir: IM Húsavík: Ungir björgunarsveit- armenn æfa köfun Ríkisendurskoöun gerir athugasemdir við meðferð fjármuna hjá Brunamálastofnun: Stjórnin segir að öllum líkindum af sér í dag - ástæðan eru langvarandi samstarfsörðugleikar við brunamálastjóra Gríðarlegur áhugi á björgunar- sveitarstarfl er hjá ungliðum í Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Um helgina var haldið grunnnámskeið í köfun og þar æfðu sig 12 ungir og efnilegir kafarar. Auk liðsmanna Garðars sóttu námskeiðið tveir björgunarsveitar- menn frá Dalvík og einn frá Grenivík. Fyrst var búnaðurinn prufaður í Sundlaug Húsavíkur en síðan var haldió í fjöruna sunnan Suðurgarðs og kíkt í sjóinn. Unga fólkinu fannst fínt aö prufa þessa grein og strákamir fá ekki lengur að sitja einir að slíkum æfíntýrum því tvær ungar Garðarskonur, Hróðný Lund og Þórhildur Kjart- ansdóttir, tóku virkan þátt í nám- skeiðinu. IM Um nokkurn tíma hafa staðið deilur milli stjórnar Brunamála- stofnunar ríkisins og bruna- málastjóra og verulegir sam- starfsörðugleikar verið milli þessara aðila. í dag er fundur hjá stjórn Brunamálastofnunar og er búist við að þar muni öll stjórnin segja af sér, þar sem hún treystir sér ekki til að starfa áfram meðan núverandi bruna- málastjóri er við völd og taka ábyrgð á hans verkum. Valið standi m.ö.o. milli brunamála- stjóra og stjórnar og ef félags- málaráðherra ætli ekki að hreyfa við brunamálastjóra muni stjómin segja af sér. Raun- ar hefur Hulda Finnbogadóttir, formaður stjórnarinnar, þegar ákveðið að segja af sér. Einnig er talið sennilegt að skólanefnd Brunamálaskólans segi af sér af sömu ástæðu. í lok síðasta árs ritaði stjóm Brunamálastofnunar félagsmála- ráðherra bréf þar sem hún telur sig ekki geta framfylgt lagalegum skyldum sínum við eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar sökum samstarfsörðugleika við bruna- málastjóra. í bréfí stjómarinnar segir einnig að af þessum sökum hafi ekki verið hægt að sannreyna óstaðfestan grun um fjarmála- óreiðu. Félagsmálaráóherra fól Ríkisendurskoðun að kanna mál- ið, sem skilaði skýrslu sinni á dögunum. Ríkisendurskoðun segir í niður- stöðum sínuni að ágreiningur milli stjómar og brunamálastjóra snúist annars vegar um framlagningu bókhaldsupplýsinga á stjómar- fundum og eftirlitsskyldu og ábyrgð stjómar. Hins vegar snýst deilan um Brunamaálskólann. Ríkisendurskoóun telur að ágrein- ingur stjómar Brunamaálstofnunar og brunamálastjóra standi rekstri stofnunarinnar fyrir þrifum og brýnt sé að leysa hann. Að mati Ríkisendurskoðunar er ástæða deilna um Brunamálaskólann m.a. til komin vegna ósamræmis í lög- um um Brunamálastofnun ríkisins og reglugeró um Brunamálaskól- ann. Þá er tekið fram að í lögum um brunamál er ekki að finna ná- kvæma skilgreiningu á hlutverki og störfum stjómar stofnunarinnar og brunamálastjóra. Bergsteinn Gizurarson, brunamálastjóri, hefur lýst því yfir að hann sé tiltölulega ánægður með niðurstöður Ríkis- endurskoðunar. Það er sá kafli skýrslunnar sem fjallar um fjármálalega stjómun Brunamálastofnunar sem vekur hvaó mesta athygli, en þar koma fram athugasemdir á það hvemig haldið hefur verið á málum og far- ið með almannafé. Þaó er ekki síst af þeim sökum sem stjómin segist ekki treysta sér til áframhaldandi setu. í stjórn Brunamálastofnunar sitja fimm aóilar. Formaður er til- nefndur af félagsmálaráðuneyti, en einnig tilnefnir Landssamband slökkvilismanna, Samband ísl. tryggingafélaga, Samband ísl. Fólksfjölgun á Skagaströnd Talsverð fólksfjölgun hefur orð- ið á Skagaströnd á tuttugu ára tímabili, frá 1975-1994. I nýútkomnu fréttabréfí Höfða- hrepps er greint l'rá því að fjölgað hafi um rúm 13,2% á Skagaströnd á síóustu tuttugu árum. Ibúar 1975 voru 605 en voru í lok ársins 1994 orðnir 685. Flestir skráðir íbúar á þessu tímabili voru á árunum 1985 og 1988, um 700. shv sveitarfélaga og Brunatæknifélag Islands fulltrúa í stjómina. Er jaíhvel búist við að þessir aðilar muni ekki tilnefna fulltrúa í nýja stjóm á næstunni. HA Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á fund bæjarráðs í gær kom hita- og vatnsveitustjóri og bæj- arlögmaður og ræddu við bæjar- ráó um útleigu á jörðinni Reykj- um I í Fnjóskadal. Bæjarráð samþykkti að leggja til að sagt verði upp leigusamningi við Guðmund Hafsteinsson um jörðina Reyki I, dags. 23. mai 1991, í samræmi við ákvæði ábúöarlaga. ■ Félagsmálstjóri gerði grein fyrir umsóknum um verkefni í sambandi við reynslusveitarfé- lög, viðræðum, sem fram hafa farið um verkefnin við ráðuneyt- in og stöðu þeirra mála. ■ Lagt var fram bréf frá Ey- þingi, dags. 7. júní sl., og fylgdi því skýrsla um sorphreinsun og sorpeyðingu á Norðurlandi eystra, scm Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen hefur unnið. Jafnframt er boðað til kynning- arfundar uni skýrsluna fyrir sveitarstjómarmenn á Hótel KEA mánudaginn 12. júní kl. 16.30. ■ Bæjarráð samþykkti að fallast á aó afskrifaöar verðí skuldir sem ekki fengust greiddar við nauðungarsölu á þrcmur félags- legum kaupleiguíbúðum, sam- tals að upphæð kr. 1.933.951. ■ Lögð var fram til kynningar skýrsla (drög), sem Anette Wolthers og Valgerður Bjama- dóttir hafa tekið saman eftir fyrstu viðræður við bæjarráðs- menn, sviðsstjóra og starfsmenn á stjómsýslu- og fjármálasviði í tengslum vió vericefnið AUÐ- UR, nám í starfi hjá Akureyrar- bæ. Valgerður Bjamadóttir kom á fundinn og ræddi skýrsluna við bæjarráð. ■ Með bréfi, dags. 10. maí sl„ frá Jóhanni T. Sigurðssyni, Fjólugötu 8, er leitað eftir styrk frá Akureyrarbæ til greiðslu kostnaðar við þátttöku í Olymp- íuleikum í cðlisfræði, sem fram eiga að fara í Canberra í Ástralíu í júlímánuði nk. Bæjarráð samþykkti að styrkja bréfritara um kr. 30 þús- und. ■ Bæjarráð samþykkti að heim- ila bæjarstjóra að sclja hlutabréf Framkvæmdasjóðs í Skinnaiön- aði hf. fyrir allt að kr. 5 milljón- ir að nafnverði. Jafnframt lýsir bæjarráð því yfir að stefnt verði að því að selja allan eignarhluta bæjarins í félaginu fyrir lok kjörtímabilsins. ■ Forseti bæjarstjómar lagði fram á bæjarráðsfundinum gjafir sem Akureyrarbæ vom afhentar í kvöldvcrðarboði bæjarstjómar I tilefni af 100 ára afmæli Hjálp- ræðishersins á íslandi, ásamt bréfi með kveðjum frá Clyde- bank District Council í Skot- landi, en þaðan var lúðrasvcit, sem kom hingað í tilefni afmæl- isins. STÓRSVEITIN SALSA PICANTE ÁSAMT SÖNGKONUNNI BERGLINDI BJÖRK I SUÐRÆNNI SVEIFLU LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 10. JÚNÍ HÓTEL KEA Sími 462 2200 LETTIR mtUREYRI Firmakeppni Léttis verður á Hlíðarholtsvelli laugar- daginn 10. júní og hefst hl. 13.30. Keppt verður í þremur flokkum: Barna- og unglingaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Á keppnisstað verða seldar veitingar: Pylsur, gosdrykkir og sælgæti. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Óvæntar verðlaunaveitingar. Hver fær óvænta-bikarinn? Gimilegt kaffililaðborð í Skeifunni, félagsheimili Léttis, í Breiðholti, að keppni lokinni. Firmakeppnisnefnd Léttis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.