Dagur - 09.06.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 09.06.1995, Blaðsíða 7
KVIKMYNDIR Föstudagur 9. júní 1995 - DAGUR - 7 Kvikmyndaunnendur á Norðurlandi þurfa ekki að leggjast í dvala þó komið sé sumar. Framundan eru viðburðankir mánuðir á hvíta tjaldinu og hjá Borgarbíói á Akureyri hefur nú þegar verið samið um íslandsfrumsýningar á nokkrum stór- myndum í kvikmyndaheiminum. Sú fyrsta þeirra er nú þegar komin á tjaldið en það er þriðja Die Hard myndin með hasarleikaranum Bruce Willis. Meðfylgjandi er stuttlega lýst þeim myndum sem samið hefur verið um og áætluðum frumsýningar- dögum. Þessu til viðbótar segir Jóhann Norðfjörð hjá Borgarbíói að með haustinu verði tekin til sýninga nýjasta mynd Tom Hanks, Appollo 13. Þar er um að ræða mynd sem byggð er á bók eftir geimfarann James A. Lowell og fjallar hún um þrjá geim- fara sem festast úti í geimnum. Samningar standa einnig yfir um frumsýningar á Congo, sem er nýjasta afsprengi Michael Crichton, höfundar Jurassic Park. Hún er væntanleg til sýninga í Háskólabíói í næsta mánuði. Þá er fylgst með nýjustu mynd Mel Gibson, Braveheart, sem frumsýnd var á dögunum í Bandaríkjunum. JÓH 16. júní: Muríels Wedding Gene Hackman og Densel Washington fara meö aöalhlutverkið í Crimson Tide. 1. september: Crímson líde Kvikmyndin „Fjögur brúðkaup og jarðarför" náði hjörtum kvik- myndaunnenda víða um heim á síðasta ári og í ár er komin fram mynd sem fjallar um ekki óskylda hugmynd. Þar er á ferðinni ástr- ölsk mynd um gleðibrúðurina Muriel sem leikkonan Toni Coll- ette leikur. Leikkonan þurfti að Ieggja mikið á sig til að fá hlut- verkið því myndin fjallar um feit- lagna konu sem bíður í sínum draumaheimi eftir að drauma- prinsinn birtist fyrirvaralítið. Þeg- ar Muriel er búin að fá nóg af bið- inni ákveður hún að rífa sig upp úr heimi glansmyndabæklinganna og draumum sínum um að hún verði einhvern tímann eins og dans- drottningin í ABBA-laginu Danc- ing Queen. Muriel er hálfgerður villingur og forfallinn ABBA-að- dáandi og þegar henni fer að leið- ast biðin eftir draumaprinsinum fer hún sjálf af stað og hefur leit- ina. Leikkonan Toni Colette fitaði Toni Collette þurfti aö fitna um meira en 20 kíló til að fá hlutverk áströlsku galsastelpunnar og ABBA-aödáandans Muriel. Og á endanum breyttist hún í hina glæsi- legustu brúöi. sig um rúmlega 20 kíló fyrir myndatökuna og þau kíló fengu svo að fjúka aftur. Höfundur og leikstjóri myndar- innar er P.J. Hogan en hugmynd- ina að henni fékk hann eftir að hafa setið dagpart á kaffihúsi í Sidney, gengt brúðarkjólaleigu þar sem hann sá konur fara inn og breytast á einu augnabliki í hinar glæsilegustu brúðir. Hugmyndin um að gera mynd um líf feitlögnu stúlkunnar Muriel var ekki auð- seld hjá kvikmyndaframleiðend- um en svo fór að franskir peninga- menn fjármögnuðu myndina. Það tók líka tíma sinn að fá félagana úr ABBA, Björn og Benny, til að selja leyfi til að nota ABBA-tón- list í myndina en eftir að P.J. Hog- an hafði sent þeim fax svo vikum skipti létu þeir til leiðast. Muriels Wedding slóg í gegn í Astralíu og í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum hefur aðsóknin farið vaxandi. Reiknað er með að sama verði uppi á teningnum í Evrópu á næstu mánuðum. Gene Hackman og Densel Wash- ington eru aðalleikendur í nýjustu mynd Tony Scott, Crimson Tide. Hún segir frá bandarískum kafbáti sem sendur er af stað vegna upp- reisnar í hinum fyrrum Sovétríkj- um. Þegar kemur svo í ljós að óvinakafbátur býr sig undir að skjóta kjarnorkusprengju á þá leit- ar skipstjórinn til yfírvalda eftir því hvernig svara skuli. En fjar- skiptatækin eru í ólagi og skip- stjórinn ákveður að gjalda skuli auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 7. júlí: While you where sleeping Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd um stúlku sem bjargar lífi draumaprinsins síns. Hún fylgir honum á spítalann og þar er fjölskyldu hans sagt fyrir mistök að hún sé kærastan hans. Þegar hún hittir svo bróður hans verða þau ástfangin og þá fara málin að flækjast. Með aðalhlut- verk í þessari mynd fara þau Sandra Bullock (Speed) og Bill Pullman (Malice) og Jack War- den. Leikstjóri myndarinnar er John Turteltaub. Þríðja Die Hard hasarmyndin komin Enn á ný berst Bruce Willis viö skúrka í stór- borgunum, nú í þriöju ◄ Die Hard mynd- inni. Þriðja myndin af hinum geysivin- sælu Die Hard hasarmyndum er komin til sýn- inga í Borg- arbíói og hjá Sambíó- unum. Sem fyrr fer Bruce Willis með aðal- hlutverkið, en einnig fara með stór hlutverk þeir Samuel L. Jack- son og Jeremy Irons. Að þessu sinni fer hasarinn fram í verslun- armiðstöð í New York, þar sem búið er að koma fyrir sprengju og að sjálfsögðu er Iögreglumaðurinn John McClane settur í málið. Þessi mynd þykir ekki gefa hinum fyrri neitt eftir þó hér sé á ferðinni sjálfstætt framhald. Hrað- inn, spennan og skemmtilegheitin eru til staðar. Myndinni er leik- stýrt af John McTiernan en hann leikstýrði einnig fyrstu Die Hard myndinni. Die Hard with a Vengance hef- ur nú slegið í gegn í henni Ameríku því hún rakaði inn yfir 20 milljónum dollara á fyrstu þremur sýningardögunum þar. 28. júní: Batman forever Batman er enn á ný kominn á hvíta tjaldið. Val Kilmer er í hlut- verki leðurblökumannsins en kær- ustuna leikur Nicole Kidman. Ný- ir skúrkar sjást einnig í myndinni en þá leika m.a. Tommy Lee Jon- es og stórstimið Jim Carrey, sem hefur slegið rækilega í gegn í kvikmyndaheiminum, sérstaklega með myndunum Mask og Dumb & Dumber. Þá er ótalin hálpar- hellan Kris O’Donnel. Leikstjóri þessarar nýju Batman-myndar er Joel Schumacher en hann gerði einnig Flatliners og Lost Boys. Jim Carrev leikur gátumanninn í Batman-myndinni nýju og þykir k enn einu sinni sýna snilldarleik. r 11. ágúst: Bad Boys Bad Boys rauk upp vinsældar- listana í Bandaríkjunum á dög- unum en hún er spennumynd með þá Martin Lawrence og Will Smith í aðalhlutverkum. Félagarnir leika í myndinni lögreglumenn sem leita glæpa- manna er rændu heróíni úr birgðageymslum stjórnvalda. Á meðan þeir leita að ræningj- unum eru ræningjarnir að leita að þeim. Bad Boys þykir spennumynd af bestu gerð, ein af þeim sem áhorfendur sitja sem fastast yfir. Akureyri: Blómabúð Akureyrar opnuðí gær Síðdegis í gær var opnuð ný blóma- og gjafavöruverslun á Ak- ureyri. Umrædd búð er til húsa á fyrstu hæð Hafnarstræti 88 og nefnist Blómabúð Akureyrar. Eig- endur hennar eru hjónin Sigmund- ur Einarsson og Guðbjörg Inga Jósefsdóttir. Verslunin verður opin kl. 10-21 alla daga. óþh Val Kilmer í hinum 20 kílóa Bat- man búningi. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Stmi 462 6900 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjáifum sem hér segir: Tjarnarlundur 4h, Akureyri, þingl. eig. Sigurlína Snorradóttir, gerðar- beiðandi Akurliljan, 13. júní 1995 kl. 10.00. Þverá í Skíðadal, Svarfaðardals- hreppi, þingl. eig. Ingvi Eiríksson, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, 13. júní 1995 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 8. júní 1995.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.