Dagur - 09.06.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 09.06.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 9. júní 1995 - DAGUR - 11 Sýning á verkum Ingvars Hauks Stefánssonar í Listasafninu á Akureyri: Litið um öxl Nú stendur yfir sýning á verkum Ingvars Hauks Stefánssonar í Listasafninu á Akureyri. f tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út bók um málarann, með ljósmynd- um af ýmsum verkum hans. í for- mála bókarinnar segir: „Það er ekki síður nauðsynlegt að líta um öxl en horfa fram á veginn. Það gerir Listasafnið á Akureyri með því að efna til sýninga á verkum þeirra sem á einn eða annan hátt má telja að hafi rutt braut þessarar listgreinar í Akureyrarbæ eða náð sérstökum árangri. Þannig öðl- umst við tengsl við fortíðina og skiljum ef til vill betur þá þróun sem að baki okkar liggur.“ Haukur fæddist á Rjúpnafelli í Vopnafirði en sigldi tæplega tveggja ára með móður sinni og móðursystur til Vesturheims og eyddi uppvaxtarárum sínum í Kanada. Hann bjó fyrst í Winni- peg í Manitoba en fluttist til Sask- atchewan árið 1908 með móður sinni og fósturföður. Haukur hafði snemma gaman af að teikna og mála og undi löngum við litina. I æsku las hann allt sem hann komst yfir og voru það einkum ís- lendingasögurnar og íslenskar þjóðsögur sem til voru af bókum á heimilinu, en mörg viðfangsefna hans eru einmitt sprottin frá þeim. Haukur stundaði nám veturinn 1921 við myndlistarskóla í Winnipeg og hluta vetrarins 1922. Á árunum 1923-1929 var hann við nám í þremur myndlistarskólum í Chicago. Alþingishátíðin 1930 var merk- isatburður í hugum Vestur-íslend- inga og heimsótti allstór hópur gamla landið í tilefni hennar, þar á meðal Haukur. Sú heimsókn olli straumhvörfum í lífi hans því hann kynntist verðandi eiginkonu sinni, Ástríði Jósefsdóttur hjúkr- unarkonu. Ástríður fylgdi Hauki aftur vestur um haf og gengu þau í hjónaband 1931. Árið 1932 fluttu þau heim til íslands og bjuggu í fyrstu í Borgarfirði, en settust að á Ákureyri 1933. Þau hjónin eign- uðust fjögur börn og eru tvö þeirra látin. Á Akureyri hófst samfellt lífs- starf hans að húsamálun og teikni- kennslu. í fyrstu starfaði Haukur hjá Vigfúsi Þ. Jónssyni málara- meistara, en fór fljótlega að starfa sjálfstætt. Haukur var einn af hvatamönnum þess að málarar bundust samtökum til að bæta kjör sín, því að á þessum tíma var tímakaup málara lægra en ræst- ingakvenna. Þó brauðstritið gengi fyrir var listamaðurinn alltaf köllun sinni trúr. Listmálunin hafði verið hugðarefni hans frá bernsku og það kemur á óvart hversu miklu hann hefur fengið áorkað þrátt fyrir langan vinnudag. Málverk hans og teikningar þóttu aðdáun- arverð og voru eftirsótt. Haukur auglýsti þó aldrei verk sín sem söluvöru og hann færðist undan að halda sýningu á myndunum. Haukur tók einnig að sér nemend- Sjálfsmynd, 1930. Olía á striga. Það leikur enginn vafí á því að þessar glaðbeittu stelpur í Oddeyrarskóla eru bestar! NBA-snillingar framtíðarinnar spreyta sig í hinu nýja íþróttahúsi Oddeyrarskóla. Vorhátíð í Oddeyrarskóla Sunnudaginn 28. maí sl. efndi foreldrafélag Oddeyr- arskóla á Akureyri til vorhátíðar í Oddeyrarskóla þar sem að sjálfsögðu var mikið um dýrðir. Þátttakendur gengu fylktu liði í skrúðgöngu um Oddeyrina og síð- an var safnast saman við Oddeyrarskóla þar sem farið var í leiki. Þegar rigningin tók völdin flutti fólk sig inn í hlýjuna og hélt áfram að skemmta sér. Forsvarsmenn foreldrafélagsins voru ánægðir með hvernig til tókst, þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera betra. Þess má geta að foreldrafélag Oddeyrarskóla er öflugur félagsskapur sem hefur stutt vel við skóla- starfíð. Til marks um það hefur félagið gefið skólan- um þrjú borðtennisborð og jafn mörg bobbborð. óþh Gengið fylktu liði austur Tryggvabraut. Krakkarnir kunnu vel að meta nýju borðtennisborðin sem foreldrafélag Oddeyrarskóla færði skólanum að gjöf. Snorri Sturluson, 1933. Þessi mynd vakti mikla aðdáun á sínum tíma og ger- ir enn. ur í listmálun. Honum var gleði- efni að leiðbeina og hvetja ungt fólk. Nemendurnir voru sjö fyrsta veturinn en þeim fjölgaði fljótt og voru að jafnaði 18-20 nemendur í kvöldskóla hvert ár, því annan tíma hafði Haukur ekki aflögu. Meðal viðfangsefna Hauks var að fegra og skreyta guðshús, jafnt sem einkaíbúðir. Hann málaði gömlu timburkirkjuna að Munka- þverá í Eyjafirði fyrir 100 ára af- mæli hennar 1944, og timbur- kirkjuna að Möðruvöllum í tilefni aldarafmælis 1948. Einnig málaði hann Akureyrarkirkju og mynd af Hallgrími Péturssyni sem hangir í Húsavíkurkirkju. Sjá má vegg- skreytingar Hauks um bæinn, meðal annars að Hafnarstræti 85 í húsnæði Hótels Hörpu, en hann fékkst talsvert við að mála beint á veggi og leiktjöld. Haukur vakti með ævistarfi sínu áhuga samborgaranna á list- málun og leiddi marga unga lista- menn fram á veginn. Hann lagði mikið af mörkum til að Akureyri mætti verða gróðurreitur listarinn- ar. Hann dreymdi meðal annars um að Akureyri myndi eignast sitt eigið myndlistarsafn, þar sem al- menningur gæti notið fagurra mál- verka og annarra mynda. Haukur lést í lok mars 1953, aðeins rúmlega fímmtugur. shv Heimild: Haukur Stefánsson, f. 1901, d. 1953. Útg: Fjölsk. listamannsins ( samv. við Listasafnið á Akureyri. ^^Hrísalundi Afgreiðslutími: Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30 laugard.kl. 10.00-18.00 reiiMmió® ét PatadeðOdl o verð kr. 199 o verð kr. 499 o verð kr. 999 o verð kr. 1499 ZSý©®8Cn3© 41 8 8 Mikið úrval af herrafatnaði frá LosCfit á góðu verði m AflRncm ac nmi i mat a nnnn u

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.