Dagur - 29.06.1995, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 29. júní 1995
FRETTIR
■£í ífKs.í,'1,/í; /
I
A*. s
[!1 R
I
'flölrn
29. júní til 2. júlí
'flllláfll
Frönsk smábrauö
500 g kr. 95,-
Vínber, græn
kr. 198,- kg
Perur
kr. 68,- kg
Daim skafís 1 ltr
kr. 249,-
Kims skrúfur m/papriku
65 g kr. 79,-
Kims skrúfur m/salti
65 g kr. 79,-
Coca Cola 2 ltr x 6
kr. 698,-
Svínarif
kr. 325,- kg
•'
Silhouettes Ultra
kr.189,-
Silhouettes Ultra normal
kr. 189,-
1
kr. 500,-
Þegar jþú verslar ódýrt
MHSHÉSii
Raufarhöfn:
Atlanúpi ogSlétta-
núpi fagnaö með sigl-
ingu og kaffisamsæti
íbúum Raufarhafnarhrepps var
sl. sunnudag boðið til kaffisam-
sætis af útgerðarfélaginu Jökli
hf. en þá lágu í höfn þeir tveir
bátar sem Atlanúpur hf., útgerð
sem stofnuð var í kringum
kaupin á bátunum en er í eigu
Jökuls hf., festi kaup á í vetur en
þeir voru að koma úr mikilli
„skveringu“ í Slippstöðinni hf. í
Reykjavík. Áður hafði gestum
verið boðið að skoða bátana og
síðan í siglingu með þeim.
Þetta eru Ásgeir Guðmunds-
son, 214 lesta bátur, sem keyptur
var frá Hornafirði og heitir nú
Atlanúpur ÞH-270, en hann fer á
rækjufrystingu eftir breytingar
sem fólust m.a. í niðursetningu á
vinnslubúnaði, upptekt á aðal- og
Ijósavél, málun o.fl. en hann var
áður á línu. Hinn er Gústi í Papey,
138 lesta bátur, sem einnig var
keyptur frá Hornafirði en heitir nú
Sléttanúpur ÞH-272 og fer hann
einnig á rækjuveiðar en ísar afl-
ann, sem unninn verður hjá rækju-
verksmiðjunni Geflu hf. á Kópa-
skeri.
Sjómannaverkfallið hafði engin
áhrif á starfsemi frystihússins á
Raufarhöfn. Þangað hefur borist
karfi af færeyskum togurum sem
hafa stundað veiðar á Reykjanes-
hrygg og eins hafa smábátarnir
aflað ágætlega og þessir tveir
þættir hafa tryggt hráefnisöflun-
ina.
Umræður um sameiningu út-
BDffBÐaflfflDBl Eltj
BCD flaB* •QQOpafil
Fimmtudagur 29. júní.
Söngvaka - Tónlistarmennirnir Rósa Krist-
ín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson
tlytja íslensk sðnglög í kirkju Minjasafns-
ins. Miðað er við að erlendir ferðamenn
geti notið dagskrárinnar og verður hún
flutt tvisvarí viku kl. 21.00. Aðgangur kr.
600,-
Klúbbur Listasumars og Karólínu í Deigl-
unni frá kl. 22. Sigurður Flosason og fé-
lagar leika djass. Aðgangur ókeypís.
Föstudagur 30. júní
Glugginn - Jónas Viðar Sveinsson sýnir
myndlist við Vöruhús KEA.
Útiskákmót á vegum Skákfélags
Akureyrar. Göngugötunni kl. 16.00.
Tónleikar danska kórsins Vocalerne
undir stjórn Mogens Hellmer Petersen.
Glerárkirkju kl. 20.30.
Uppboð í ketilhúsinu. Boðið upp verkið
Minningar eftir illan (llluga Eysteinsson),
til styrktar ferðasjóði fatlaðra. Kl. 20.30.
Myndirnar verða til sýnis kl. 18-20.
Laugardagur 1. júlí
Ustasafnið á Akureyri opnar sýningu á
lágmyndum eftir Jón Gunnar Árnason
og einnig sýningu á teikningum og
grafikverkum eftir Jan Knapp.
Lofthrœddi Örninn hann Örvar -
Gestaleikur frá Þjóðleikhúsinu fyrir börn i
Deiglunnikl. 11.00 og 17.00.
Aðgangur kr. 600.
gerðarfyrirtækisins Jökuls hf.,
Fiskiðju Raufarhafnar hf. og
rækjuverksmiðjunnar Geflu hf. á
Kópaskeri hafa legið niðri síðan í
vetur en helsti kostur sameiningar
var talinn vera sá að eitt öflugra
fyrirtæki fengi meiri slagkraft,
innri skipulagning á störfum, sam-
nýting á skrifstofu og meiri sér-
hæfing á starfsfólki yrði mun auð-
veldari. Viss andstaða hefur verið
gegn þessari sameiningu af hálfu
minnihlutaeigenda í Geflu hf.,
m.a. að sameiningin mundi auka
líkur á því að löndunarskyldan á
Ekki hefur tekist að ráða i allar
auglýstar kennarastöður á Norð-
urlandi en ástandið er þó þokka-
legt og horfurnar svipaðar og
undanfarin ár.
„Við vitum að það vantar enn
kennara í einstaka skóla en þegar
á heildina er litið er staðan þokka-
leg. Reyndar rann út umsóknar-
frestur um nokkrar stöður á
sunnudag og við vitum ekki hvað
kemur upp úr þeim potti,“ sagði
Guðmundur Þór Ásmundsson,
skrifstofustjóri á Fræðsluskrif-
stofu Norðurlands eystra, en er þó
frekar bjartsýnn á að vel gangi að
manna þær stöður sem eftir eru.
„Það gengur einna verst á Norð-
austurhorninu að fá kennara til
starfa en best á Akureyri og næsta
nágrenni," sagði Guðmundur.
Á Fræðsluskrifstofu Norður-
lands vestra eru umsóknir enn að
berast í hús og því erfitt að fá
heildarmynd af því hver staðan er.
Guðmundur Ingi Leifsson sagði
að umsóknirnar hafi ekki komið í
gusum en þó hægt og bítandi og
þetta sé ósköp svipað og venju-
lega. „Ég er ekki enn búinn að sjá
almennilega hvað er komið í höfn
því skólastjórar sjá nú alfarið um
ráðningar og senda mér svo til
Hafísinn heldur
á undanhaldi:
Næst landi um
30 sjómílur frá
Straumnesi
Landhelgisgæslan fór í ískönn-
unarflug sl. mánudag út af Vest-
fjörðum og Norðvesturlandi og
reyndist ísjaðarinn vera næst
landi um 30 sjómflur norðvestur
af Straumnesi.
ísjaðarinn var svo enn fjær
landi út af Vestfjörðum; um 50
sjómílur norðvestur af Barða og
72 sjómílur vestnorðvestur af
Blakk. Þéttleiki hafíssjaðarins var
víðast 7- 9/10. Hætta á því að sigl-
ingaleiðin fyrir Horn teppist
vegna hafíss eða hafíssreks er því
mun minni en hún var í byrjun
júnímánaðar. GG
innfjarðarrækjunni úr Öxarfirði
hyrfi að einhverju leyti frá Kópa-
skeri til Raufarhafnar.
Vegna þessarar andstöðu hefur
verið reynt að finna leiðir til sam-
einingar fyrirtækjanna sem allir
gætu sætt sig við, en sú umræða
hefur reyndar Iegið niðri að und-
anförnu. Jökull hf. á 63% hlut í
Geflu hf. á móti aðilum í Öxar-
fjarðarhreppi; Raufarhafnarhrepp-
ur á 90% í Jökli hf.; Jökull hf. á
síðan 60% hlut í Fiskiðju Raufar-
hafnar hf. á móti 40% hlut Raufar-
hafnarhrepps. GG
staðfestingar." Guðmundur sagði
að nokkur samdráttur hafi orðið í
skólum á Norðurlandi vestra und-
anfarin ár því nemendum hafi
fækkað. Það sé samt alltaf einhver
hreyfíng á kennurum, sérstaklega í
bæjunum en það sé sjaldgæfara að
kennarastöður séu auglýstar í
sveitaskólunum. AI
Dalvík:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráð hefur, samkvæmt
tillögu bæjarstjóra, mælt með
að Jóhann I. Magnússon, aðal-
bókari, verði ráðinn í starf bæj-
arritara til eins árs.
■ Bæjarráð hefur, samkvæmt
tillögu bæjarstjóra, mælt með
að Kristján Þorvaldsson verði
ráðinn í starf aðalbókara. Um
starfið sóttu auk Kristjáns
Gunnar Alfreð Jensen, Jón
Þórisson, Sigurður Ámason og
Þórður Guðbjörnsson.
■ Bæjarráð hefur samþykkt er-
indi Sjóferða hf. um 500 þús-
und króna styrk úr Atvinnuþró-
unarsjóði til markaðsátaks.
■ Bæjarstjóra hefur verið falið
að ganga til samninga við for-
ráðamenn Þernunnar, Ás-
vídeós, ílex og Töru um kaup á
hluta af húsinu Hafnarbraut 7.
■ Félagsmálanefnd hefur veitt
Hólmfríði G. Jónsdóttur,
Reynihólum 6, og Ingibjörgu
Maríu Ingvadóttur, Dalbraut
14, dagmóðurleyfi til bráða-
birgða í eitt ár.
■ Stjóm Dalbæjar hefur veitt
Lilju Vilhjálmsdóttur, hjúkrun-
arfræðingi, launalaust leyfi frá
störfum í eitt ár frá 1. septem-
ber nk.
Kennararáðningar á Norðurlandi:
Þokkalegt ástand