Dagur - 29.06.1995, Síða 3

Dagur - 29.06.1995, Síða 3
Fimmtudagur 29. júní 1995 - DAGUR - 3 FRETTIR Hugmyndir um sölu á Rafveitu Sauöárkróks: Akvörðun verði borin undir bæiarbúa - segir Hilmir Jóhannesson, formaöur veitustjórnar og bæjarfulltrúi K-lista Tillaga framsóknarmanna í bæj- arstjóm Sauðárkróks um að bærinn selji Rafveitu Sauðar- króks svo lækka megi skuldir bæjarins hefur fengið misjöfn viðbrögð og ljóst að ekki eru all- ir jafn hrifnir af hugmyndinni. Einn af þeim sem ekki líst á þetta er Hilmir Jóhannesson, bæjarfulltrúi af K-lista óháðra, en hann er í meirihluta ásamt Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- flokki og jafnframt formaður veitustjórnar. Hann segir ýmis rök fyrir því að Rafveitan verði ekki seld og líst til að mynda ekki á þá hug- mynd að RARIK verði boðin Raf- veita Sauðárkróks til kaups. „Þessi tillaga er sorglega barnaleg að því leyti, að ef þú ætlar að selja ein- hvem hlut þá byrjarðu ekki á að setja í blöðin að þú ætlir að selja einhverjum ákveðnum hann. Ef við ætíum að selja samkvæmt þessu hávísindalega framboðs- og eftirspurnarkerfi, þá eigum við að bjóða hlutinn út og selja síðan hæstbjóðenda,“ sagði Hilmir. Hann segir ljóst að miðað vió taxta Rafveitu Sauðárkróks og RARIK muni Sauðkrækingar þurfa að borga umtalsvert meira sé rafmagnið keypt af RARIK, þar sem taxtar RARIK séu hærri. Hilmir segir það afar flókið Lágheiðin opnuð, lokuð og opnuðá ný Dagur skýrði frá því í gær að Lágheiðin hefði verið opnuð á þriðjudag. Ekki var liðinn sólar- hringur er henni var lokað aftur. Umferð var hleypt á heiðina skömmu eftir hádegi á þriðjudag, en ekki voru liðnir nema um tólf tímar þegar aftur þurfti að loka heiöinni. Mála- og vatnavextir voru þeir að fyrr í sumar voru heilmikil flóð í Þvergili, Ólafs- fjarðarmegin og fór þá sundur vegurinn. Vegagerðarmenn veittu vatninu framhjá til bráðabirgða, þar sem of miklar framkvæmdir þurfti til að hægt væri að gera við veginn til frambúðar. „Þeir luku vió verkið í gær (þriðjudag) og umferð var hleypt á heiðina. Svo fór bara framhjá- hlaupið okkar fina seint um kvöld- ið og vegurinn í sundur. Þetta var heldur stutt gaman þama á Lág- heióinni,“ sagói Einar Brynjólfs- son hjá Vegagerðinni á Akureyri. Góðar fréttir eru þær að við- gerð er lokið á ný og umferð leyfi- leg um heiðina, ökutækjum allt að fjögurra tonna þungum. shv Nöfn feðganna sem létust í bílslysinu Feðgamir sem létust í hinu hörmulega bílslysi á Sval- barðsströnd sl. mánudags- kvöld hétu Auðunn Ingi Haf- steinsson, 37 ára, fæddur 27. október 1957, og Oddur Auð- unsson, 6 ára, fæddur 24. febrúar 1989. Þeir voru til heimilis að Narfastöðum í Skagafirði. óþh mál, bæði efnahagslega og tilfinn- ingalega, að selja Rafveituna. Að- ur en slíkt sé gert verði aó fara fram löng og ítarleg umræða. „Meö fullri virðingu fyrir bæjar- stjóm held ég að það jaóri við að vera einræóishneigðir ef sjö menn í bæjarstjóm taki einir þessa ákvörðun. Eg vil segja að svona dramatíska ákvörðun verði að taka á þeim nótum að bera hana undir atkvæði bæjarbúa, eða beinlínis verði látið reyna á hana í bæjar- stjómarkosningum," sagði Hilmir og bætti við að hann hafi dregið málið fram í síðustu bæjarstjóm- arkosningum, en þá hafi enginn viljað koma með þau rök á móti að það ætti að selja Rafveituna. „Ef meirihluti bæjarstjórnar tekur þá ákvörun aö ræða þetta í alvöru þá mun ég leggja dæmið þannig upp aö við berum þetta undir eig- endur fyrirtækisins, sem eru bæj- arbúar.“ HÐfl|Stiaasif0Gl 04* flCQ 0Q0« «0000081 Djass á Café Karolínu í kvöld Eitt af því sem naut mikillar aðsóknar á Listasumri ’94 var djassklúbbur sem Lista- sumar stóð fyrir i samvinnu við Gafé Karolínu. Hann var á hverju fimmtudagskvöldi í Deiglunni og er ætlunin að halda uppteknum hætti í sumar. Auk djass verður boð- ið upp á dagskrár með t.d. söngleikatónlist, gömlum dægurlögum, Kurt Will o.fl. I kvöld leikur kvartett skip- aður þeim Sigurði Flosasyni á saxofón, Gunnari Gunnarssyni píanó, Jóni Rafnssýni kontra- bassa og Pétri Grétarssyni á trommur. Sigurður Flosason er einn af fremstu saxofónleikurum þjóðarinnar og hefur leikið með mörgum þekktum djass- istum. Allir meðlimir kvar- tettsins eru vel þekktir hljóð- færaleikarar og þá ckki aðeins á sviði djasstónlistar heldur hafa þcir einnig leikið m.a. popp, kirkjutónlist og klass- íska tónlist með Sinfóníu- hljómsveit íslands og Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Jón og Sigurður eru báðir deildar- stjórar í alþýðutónlistardeild- um hvor I sínum landshluta. Pétur Grétarsson hefur ckki áður spilað djass í Deiglunni en hann hefur eins og hinir komið víða viö í heimi tónlist- arinnar. Deiglan verður opnuð kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Söngvaka.Tónlistarmenn- imir Rósa Kristín Baldursdótt- ir og Þórarinn Hjartarson flytja íslensk sönglög í kirkju Minja- safnsins. Miðað er við að er- lendir ferðamenn geti notið dagskrárinnar og verður hún flutt tvisvar í viku kl. 21. Að- gangur kr. 600. Að hans sögn eru allir fylgjandi því aó lækka skuldir, en spuming- in sé hvemig það sé gert. Þegar skuldir Sauðárkróksbæjar eru skoðaðar verói Iíka að taka með í reikninginn aó þær eru allar taldar fram í bæjarreikningunum og sýn- ast því hærri en ella í samanburði Rækjuvlnnslan Dögun hf. á Sauðárkróki: Fyrirhuguð bygging nýrrar frystigeymslu og móttöku Fyrirhugað er að byggja nýja frystigeymslu og mótttöku við Rækjuvinnsluna Dögun hf. á Sauðárkróki og er stefiit að því að hefja byggingarfram- kvæmdir í sumar svo taka megi stækkunina í notkun fyr- ir vetrarvertíð á rækjunni 1995/1996. Þessi viðbót þýðir ekki sömu hlutfallsaukningu í afkastagetu verksmiðjunnar, en þessar framkvæmdir eru orðnar mjög aðkallandi. Fyrir dymm stendur að bjóða verkiö út og verður væntanlega gengið frá því í þessari viku. Vinnsla er hafin að nýju í verk- smiðjunni eftir sjómannaverkfall og hafa bátarnir aflað sæmilega en rækjan er þó fremur smá. Bátamir hafa aðallega sótt á Skagafjarðardýpi og austur á Bakkaflóa- og Héröaðsflóadýpi. Rækjan sem fengist hefur fyrir austan er fremur smá, eóa 300 stk. eða meira í kg, en stærri fyr- ir Norðurlandi, eða 150-200 stk/kg, sem teljast verður all- þokkalegt. Áður en verkfallið skall á var rækjan mjög góð, en cðliiega verða nokkrar sveiflur í stærð og gæðum rækjunnar frá viku til viku. GG vió sum önnur bæjarfélög. „í rauninni er ég afskaplega glaður yfir þessari tillögu framsóknar- manna því þeir eru að draga fram hvað við erum í raun og veru rík. Maður er auðvitað alltaf þakklátur þeim sem hælir manni, jafnvel þó þaó séu framsóknarmenn,“ sagði Hilmir Jóhannesson. HA Nataðar tölvur Eigum nokkrar 386 tölvur ti! sölu T#LVUTÆKI Furuvöllum 5 • Akureyrl Sími 462 6100 k______________A Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1977-2.fi. 10.09.95 -10.09.96 kr. 1.132.545,60 1978-2.fl. 10.09.95 -10.09.96 kr. 723,521,80 1979-2.fl. 15.09.95 -15.09.96 kr. 471.684,80 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1985-1.fl.A 10.07.95 - 10.01.96 kr. 68.812,30 1985-1.fl.B 10.07.95 - 10.01.96 kr. 33.817,00** 1986-l.fl.A 3 ár 10.07.95 - 10.01.96 kr. 47.431,40 1986-l.fl.A 4 ár 10.07.95 - 10.01.96 kr. 54,138,00 1986-l.fl.A 6 ár 10.07.95 - 10.01.96 kr. 56.555,10 1986-1.fl.B 10.07.95 - 10.01.96 kr. 24.941,30** 1986-2.fi.A 4 ár 01.07.95 -01.01.96 kr. 44.582,70 1986-2.fl.A 6 ár 01.07.95 -01.01.96 kr. 46.484,00 1987-1.fl.A 2 ár 10.07.95 - 10.01.96 kr. 37.127,10 1987-1.fl.A 4 ár 10.07.95 - 10.01.96 kr. 37.127,10 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. júní 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.