Dagur - 29.06.1995, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 29. júní 1995
ÍÞRÓTTIR
SÆVAR HREIÐARSSON
Knattspyrna - 3. deild karla:
Volsungar i2. sætið
- lögðu Þrótt á Neskaupstað 1-0
Völsungur gerði góða ferð til
Neskaupstaðar á þriðjudag, þar
sem leikið var gegn heimamönn-
um í liði Þróttar. Völsungar
snéru heim með öll stigin eftir
1:0 sigur og eru nú komnir upp
fyrir Dalvíkinga og í 2. sæti 3.
deildar með 13 stig.
Spilað var á gamla malarvellin-
um í Neskaupstað. Völlurinn er
lítill og þetta var dæmigerður mal-
arleikur þar sem baráttan var gíf-
urleg og knattspyrnan ekki upp á
marga fiska.
Heimamenn voru meira með
boltann og sköpuðu sér fleiri færi
í leiknum, sérstaklega í fyrri hálf-
leik, en eftir hlé var meiri barátta í
Völsungsliðinu og þeir tóku völd-
in þegar líða tók á leikinn. Sigur-
markið skoraði Guðni Rúnar
Helgason utarlega úr teignum
þegar um hálftími var liðinn af
síðari hálfleik. Aðeins þremur
mínútum síðar sauð upp úr á veli-
inum. Slakur dómari leiksins
sýndi Ásmundi Arnarssyni, Völs-
ungi, gult spjald og í kjölfarið það
rauða þar sem Ásmundur lét í Ijós
óánægju sfna með dóminn. Sig-
urður Lárusson, þjálfari Völsungs,
og Arnar Guðlaugsson, aðstoðar-
maður hans, fengu einnig rautt
spjald fyrir að mótmæla dómnum.
Heimamenn gerðu örvæntinga-
fulla tilraun til að skora og voru
nærri því í eitt skiptið en Ásgeir
Baldurs bjargaði glæsilega á síð-
ustu stundu.
Besti maður vallarins var Ás-
geir Baldurs, sem stóð sig mjög
vel í vörninni hjá Völsungum. Þá
var Björgvin Björgvinsson örugg-
ur í markinu og varði oft vel.
Knattspyrna - Mjólkurbikarkeppni KSI:
Leiftur og Fyikir
mætast í kvöld
- yngra 115 Þórs á Skaganum
Það verða stórleikir í 16-liða
úrsiitum Mjólkurbikarkeppni
KSÍ í kvöld. í' Ólafsfiröi tekur
Leiftur á móti Fylki og má bú-
ast við fjörugum Ieik enda eiga
heimamenn 'harma að hefna
eftir að hafa verið slegnir út af
Fylki tvisvar á síðustu þremur
árum. Lið Þórs, skipað leik-
mönnum 23 ára og yngri, leik-
ur á Akranési, gegn U23 ára
liðiÍA.
Fyrir þremur árum sigraði
Fylkir 5:2 í Ólafsfirði í 16-liða
úrslitum og aftur lágu Leifturs-
menn í því í fyrra þegar Fylkir
sigraði 2:0, aftur í 16-liða úrslit-
um. Nú eru Ólafsfirðingar stór-
huga og ætla ekki að láta söguna
endurtaka sig.
Á Akranesi verða ungu og
efnilegu strákarnir í Þór í eldlfn-
unni en liðið stóð sig mjög vel
gegn HK í síðustu viku. IA er
einnig með sterkt lið enda mikil
knattpsymuhefð á Akranesi og
virðist alltaf nægt úrval að góð-
um leikmönnum. Það kemur
sennilega til með að há Þórsur-
um hvað hópurinn er lítill en
þeir eru þó til alls líklegir.
Aðrir leikir í kvöld eru: FH-
Grindavfk, Stjaman-KR og Val-
ur-Þróttur Reykjavík.
Gunnar Már Másson verður í
eldlínunni metí Leiftursmönnum í
kvöld þegar Fylkismenn koma í
hcimsókn.
Frjálsar íþróttir:
Goð þatttaka i viða-
vangshlaupum HSÞ
Guðni Rúnar Helgason var hetja Völsunga þegar hann skoraði sigurmarkið
á Neskaupsstað og kom Húsvíkingum upp fyrir Dalvíkinga í stigatöflunni.
Knattspyrna - Mjólkurbikarkeppni KSÍ:
Frestað í Eyjum
Leik „eldra“ liðs Þórs gegn ÍBV
í Vestmannaeyjum var frestað í
gær þar sem ekki var hægt að
fljúga til Eyja. Þetta er annar
leikurinn á tveimur dögum sem
hefur verið frestað í Eyjum
vegna þoku en á þriðjudags-
kvöld átti kvennalið IBA að
leika þar í 1. deild kvenna.
Leikur ÍBV og Þórs verður
leikinn í kvöld ef flugveður verð-
ur skaplegt og hefst Ieikurinn kl.
20.00 eins og aðrir leikir í kvöld.
Leikur ÍBA og ÍBV í
kvennaflokki var settur á annað
kvöld.
Víðavangshlaupum HSÞ í ár er
lokið og var þátttakan mjög góð
í hlaupunum að þessu sinni. í
fyrsta hlaupinu á Grenivík
hlupu 120, í öðru hlaupinu í
Mývatnssveit hlupu 148 og í
þriöja hlaupinu í Vaglaskógi
voru 176 þátttakendur. Alls
tóku 260 manns þátt í hlaupinu
að þessu sinni og er það tölu-
verð aukning frá síðustu árum.
Urslit í einstaklingskeppninni
voru eftirfarandi:
10 ára og yngri:
1. Friðgeir Bergsteinsson, Völ. 28 stig
2. Jón H. Jóhannsson, Völ. 25 stig
3. Asgeir Logi Ólafsson, Rey. 22 stig
1. Heiða B. Pétursdóttir, Mag. 30 stig
2. Hafdís Sigurðardóttir, Bja. 22 stig
3. Rakel Hinriksdóttir, Efl. 21 stig
11-12 ára:
1. Þorsteinn Björnsson, Mag. 30 stig
2. Jóhann S. Björnsson, Mag. 26 stig
3. Haraldur Gíslason, Gei. 16 stig
1. Soffía Kr. Björnsdóttir, Mýv. 29 stig
2. Alma Þorsteinsdóttir, Mag. 25 stig
3. Hildigunnur Sigvarðsd., Völ. 18 stig
13-14 ára:
1. Andri Rúnarsson, Rey. 25 stig
2. Árni R. Garðarsson, Rey. 23 stig
3. Kristján Júlíusson, Völ. 20 stig
1. Hulda Sigmarsdóttir, Völ. 29 stig
2. Sigríður D. Þórólfsd., Rey. 25 stig
3. Heiðrún Sigurðardóttir, Bja. 22 stig
15-18 ára:
1. Stefán Jakobsson, Eil. 30 stig
2. Eyþór Rúnarsson, Rey. 27 stig
3. Ólafur H. Kristjánsson, Mýv. 24 stig
1. Erna D. Þorvaldsdóttir, Völ. 30 stig
Skotfimi:
Knattspyrna
- 2. deíld kvenna:
Tindastóll
sigraði Dalvík
Kvennaliö Tindastóls og Dal-
víkinga mættust í b-riðli 2.
deildar kvenna á Sauðár-
króki á þriðjudag. Tindastóll
sigraði í leiknum, 4:2, og eins
og tölurnar bera með sér var
leikurinn fjörugur.
Mörk heimaliðsins skoruðu
þær Kristjana Jónsdóttir, sem
skoraði tvö niörk, og Heba
Guðmundsdóttir og Sigríður
Hjálmarsdóttir settu eitt hvor.
Sunna Björk Bragadóttir var á
skotskónum og skoraði bæði
mörk Dalvíkur.
Tvö mót í Olafsfirði
Um síðustu helgi fóru fram tvö
mót í flugskífuskotfimi í Ólafs-
firði. Það fyrra var svokallað
Miðnæturmót en þá hófu skytt-
urnar að skjóta um kl. 10.00 á
föstudagskvöldið og mótinu
lauk rúmum fjórum tímum síð-
ar þegar keppendur höfðu notið
miðnætursólarinnar. Síðara
mótið var á sunnudag og þar
var bæði keppt í einstaklings- og
liðakeppni.
Keppnin á föstudagskvöld var
skemmtileg og þar voru mættir
auk Ólafsfirðinga kappar frá
Keflavík, Blönduósi og Reykja-
vík. Þetta var 75 dúfu mót og sig-
urvegari varð Víglundur Jónsson
úr SR en hann náði samtals 65
dúfum. Ævar Sveinsson, SR, hitti
62 dúfur og Hreimur Garðarson,
SÍH, varð þriðji með 61 dúfu.
Á sunnudag var keppnin enn
meira spennandi og þar fór Reynir
Reynisson úr SK á kostum. Hann
skaut sig upp í meistaraflokk á
móti í Olafsfirði á síðasta ári og
kann greinilega mjög vel við sig
þar. Reynir setti vallarmet á
sunnudaginn þegar hann skaut 24
af 25 dúfum en skotvöllurinn í Ól-
afsfirði er sennilega einn af fáum
völlum á landinu þar sem aldrei
hefur verið klárað með „fullu
húsi“ þ.e. skotið 25 af 25 dúfum.
Reynir sigraði á sunnudaginn
eftir bráðabana við Víglund. Báðir
enduðu þeir með 65 af fyrstu 75
dúfunum og voru síðan aftur jafnir
með 20 dúfur af 25 í úrslitum. Það
kom því til bráðabana og þar hafði
Reynir betur. Þriðji varð Ævar
Sveinsson með samtals 83 dúfur
af 100 alls.
Keppt var í flokkum, en Reynir
var eini meistaraflokksmaðurinn á
mótinu og vann því sinn flokk.
Víglundur sigraði í 1. flokki en í
2. flokki var það Árni Hrólfur
Helgason frá Akureyri sem hafði
sigur. Gísli Ólafsson, félagi hans
úr SA, varð annar. í þriðja flokki
sigraði heimamaðurinn Dagur
Guðmundsson og annar heima-
maður, Gunnar Gunnarsson, varð
annar. Athygli vakti að ein kona
tók þátt í mótinu en það var Dóm-
hildur Árnadóttir úr SR og varð
hún þriðja í 3. flokki.
Samhliða einstaklingskeppn-
inni var keppt í liðakeppni og þar
voru Reykvíkingar efstir. A-sveit
þeirra var með 185 dúfur samtals
en Akureyringar, sem mættu til
keppni á sunnudag, komu næstir
með 185 stig. A-sveit Ólafsfirð-
inga kom næst með 139 stig.
2. Guðrún Helgadóttir, Völ. 27 stig
3. Jóna Árný Sigurðard., Völ. 23 stig
19-30 ára:
1. Unnsteinn Tryggvason, Rey. 30 stig
2. Ingólfur V. Ingólfsson, Efl. 26 stig
3. Sverrir Guðmundsson, Efl. 9 stig
31 árs og eldri:
1. Jóhann Gestsson, Mýv. 28 stig
2. Kristján E. Yngvason, Mýv. 27 stig
3. Haraldur Bóasson, Efl. 23 stig
1. Freydís A. Arngrímsd., Efl. 30 stig
2. Signður Karlsdóttir, Bja. 26 stig
3. Gréta Ásgeirsdóttir, EH. 19 stig
Verðlaun verða afhent á Sumar-
leikum HSÞ að Laugum laugardag-
inn 1. júlí n.k.
Ákveðið hefur verið að veita
sérstök heiðursverðlaun til eista
karls og konu sem þátt tóku í hlaup-
unum og eru það ÓIi Kristjánsson
úr Mývetningi (fæddur 1920) og
Svanhildur Þorgilsdóttir úr Bjarma
(fædd 1939), sem hljóta þau.
Auk einstaklingskeppninnar er
þetta einnig stigakeppni milli fé-
laga. Reiknað er út hlutfall þátttak-
enda miðað við fjölda félagsmanna.
Stigahæsta félagið hlýtur veglegan
farandbikar.
Úrslit úr víðavangshlaupunum þremur:
1. Reykhverfungur 48,6% 36 einst.
38 einst.
11 einst.
35 einst.
52 einst.
24 einst.
13 einst.
15 einst.
36 einst.
2. Efling
3. Tjörnesingur
4. Bjarmi
5. Magni
6. Mývetningur
7. Geisli
8. Eilífur
9. Völsungur
24,6%
22,0%
16,2%
13,2%
10,0%
9,5%
5,4%
2,8%
Flestir þátttakendur alls miðað
við félagatölu voru frá Reykhverf-
ungi eða 36 manns og er það 75%
félagsmanna. Næst kom Efling
með 38 manns eða 35,5% félags-
manna, síðan Bjarmi með 35
manns eða 31% félagsmanna og
Magni með 52 eða 28,6% félags-
manna.