Dagur - 11.07.1995, Side 6

Dagur - 11.07.1995, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 11. júlí 1995 Efnt var til gönguferðar og sagði leiðsögumaöur frá ýmsu markverðu varðandi verslunarsögu Hvammstanga. Myndir: óþh Öldruð hjón gerðu sér ferð á verslunarafmælið á Farmal dráttarvél. Á móti þeim tók Sigurður Davíðsson kaupmaður. 100 ára verslunarafmæJi fagnað á Hvammstanga Síðastliðinn laugardag fögnuðu Hvammstangabúar 100 ára versl- unarafmæli Hvammstanga. Af því tilefni var efnt til fjölbreyttrar dagskrár. Efnt var til útimarkaðar við fé- lagsheimilið þar sem jafnt ungir sem aldnir gátu fundið eitthvað Leikfélagsfólk á Hvammstanga flutti dagskrána „Við búðarborðið - annáll verslunarmanna“ í félagsheimilinu. GLÆSIBÆJARHREPPUR Skógarhlíð, Glæsibæjarhreppi Útboð Glæsibæjarhreppur óskar eftir tilboðum í gatna- gerð, lagningu frárennslislagna, gerð rotþróar og siturlagna fyrir Skógarhlíð, Glæsibæjarhreppi. Helstu magntölur eru: Gröftur um 600 m3 Fylling um 600 m3 Lagnir um 1040 m Brunnar 19 stk. Rotþró 12 m3 Verkinu skal að fullu lokió 15. september nk. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðiskrifstofu Sigurð- ar Thoroddsen hf., Glerárgötu 30, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 11. júlí nk. gegn skilatryggingu kr. 5000,- Tilboð skulu hafa borist Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen, Glerárgötu 30, Akureyri, eigi síðar en miðviku- daginn 19. júlí 1995 kl. 11.00 fh„ og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Oddviti Glæsibæjarhrepps. Fjölmargir lögðu leið sína í þetta hús, en þar er Gallerí Bardúsa og athyglisverö verslunarminjasýning sem þeir sem eiga leið um Hvamms- ◄ tanga ættu ekki að láta fram hjá sér fara. við sitt hæfi. Meðal annars voru á boðstólum ullarpeysur, sælgæti, hákarl, sigin grásleppa, brauð, tertur, blóm og margt fleira. Ekki var annað að sjá en viðskiptin væru blómleg og í sumum versl- unarbásunum seldust vörurnar upp. Boðið var upp á stuttan göngu- túr um Hvammstanga þar sem leiðsögumaður greindi göngufólki frá ýmsu markverðu úr verslunar- sögu Hvammstanga. Þá lögðu margir leið sína í krambúð Sigurð- ar Davíðssonar, kaupmanns, með- al annars komu hjón úr sveitinni í kaupstaðarferð og tók Sigurður sérstaklega vel á móti þeim. Þá var kaffisala í félagsheimil- inu og hápunktur dagsins var sýn- ingin „Við búðarborðið - annáll verslunarmanna“ þar sem rifjuð voru upp ýmis eftirminnileg atvik úr verslunarsögu Hvammstanga. Húsfyllir var í félagsheimilinu á Hvammstanga, þar sem flutt var dagskráin „Við búðarborðiö - annáll verslunarmanna“. Mikil aðsókn var að þessari dag- skrá. Að kvöldi laugardagsins var síðan slegið upp svokölluðu eðal- balli í félagsheimilinu þar sem ungir sem aldnir dönsuðu við harmonikuundirspil. Töluvert margir lögðu leið sína til Hvammstanga á laugardaginn til þess að taka þátt í hátíðarhöld- unum sem óhætt er að segja að hafi í heildina tekist vel. Veðrið hefði að vísu mátt vera ívið betra, en eins og allir vita er ekki á vísan að róa í þeim efnum. óþh Akureyri: Gílitrutt í Gilinu Búið er að opna nýja búð í Gilinu sem heitir Gilitrutt. í búðinni er hægt að kaupa ýmsar heimaunnar handverksvörur s.s. föt, kort úr endurunnum pappír og ýmislegt smádót. Saumastofan HAB á Árskógs- strönd, Hagar hendur í Eyjafjarðar- sveit, Prjónastofan Sif í Olafsfirði og Bára Höskuldsdóttir, sem sést hér á myndinni, standa saman að rekstri búðarinnar sem er opin 10- 18 alla virka daga. Þess má geta að HAB-saumastofa hefur nú flutt starfsemi sína úr húsnæði á L-Ár- skógssandi að Melbrún 2, lyar sem Sparisjóður Svarfdæla á Arskógs- strönd er til húsa. AI/Mynd:B.G.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.