Dagur - 11.07.1995, Síða 9
IÞROTTIR
Þriðjudagur 11. júlí 1995 - DAGUR - 9
/
SÆVAR HREIÐARSSON
Sundmeistaramót íslands:
Atta verðlaun Oðins
Sundmeistaramót íslands var
haldið í sundlauginni í Laugar-
dal í Reykjavík um helgina. Tvö
íslandsmet féllu á mótinu, sem
fram fór í fremur misjöfnu
verðri. Árangurinn var líka sam-
kvæmt því og hefur oft verið
betri.
Sundfólk úr Óðni á Akureyri
kom heim með alls átta verðlaun
og samkvæmt venju voru þar á
ferð þremenningarnir Ómar Þ.
Árnason, Baldur Már Helgason og
Þorgerður Benediktsdóttir. Hæst
ber sigur Ómars í 100 m flugsundi
á tímanum 1:00,56 eftir harða
keppni við Davíð F. Þórunnarson.
Þá varð Ómar þriðji í 50 m og 100
skriðsundi á tímunum 25,73 sek.
og 56,24 sek.
Baldur vann til þrennra brons-
verðlauna. Hann synti 400 m fjór-
sund á 5:14,86, 200 m baksund á
Ómar Árnason sigraði með glæsibrag í lOOm flugsundi
2:29,29 og 100 m baksund á 200 m fjórsundi á 2:39,71 og
1:08,67. Þorgerður varð önnur í þriðja í 400 m fjórsundi á 5:38,03.
Golf - opna Coca-Cola mótinu:
Spennandi keppni
Það var skemmtileg keppni í
opna Coca-Cola mótinu í golfi,
sem Golfklúbbur Akureyrar hélt
að Jaðri um helgina. Keppt var
bæði laugardag og sunnudag í
veðurblíðunni og bar fyrir glæsi-
Iegu golfi. Keppnin var jöfn og
spennandi og skemmtilegust í
karlaflokki þar sem eitt til tvö
högg skildu efstu menn að.
I karlaflokki án forgjafar var
það Þorleifur Karlsson sem sigr-
aði. Hann lék á 72 höggum fyrri
daginn og 73 síðari daginn og því
samtals á 145 höggum. Sigurður
H. Ringsted lék á 74 höggum fyrri
daginn en vann sig síðan upp síð-
ari daginn og lék á 72. Hann end-
aði því einu höggi á eftir Þorleifi,
samtals á 146 höggum. Jafnir í
þriðja til fimmta sæti urðu Magnús
Karlsson, Jón Steindór Árnason og
Davíð Georg Barnwell. Allir léku
þeir á 151 höggi samtals og þurfti
því bráðabana til að skera úr um
þriðja sætið. Þar hafði Jón Stein-
dór sigur á 18 holu.
Með forgjöf var keppnin ekki
síður jöfn hjá körlunum. Páll Páls-
son hafði þó sigur á 133 höggum
nettó en Magnús Karlsson kom
næstur með 135 högg nettó. Þriðji
varð Sigurður H. Ringsted á 136
höggum.
í kvennaflokki án forgjafar
sigraði Árný L. Ámadóttir úr GSS
á 169 höggum og átti þá tíu högg í
næstu stúlku, Kristínu Elsu Er-
lendsdóttur úr GA, sem lék á 179
höggum. Þriðja varð Halla B. Er-
lendsdóttir úr GSS á 187 höggum.
Með forgjöf var það hins vegar
Halla B. sem sigraði á 137 högg-
um nettó en Anna Freyja Eðvarðs-
dóttir, GA, varð önnur á 139 högg-
um nettó. Hildur Símonardóttir
varð þriðja á 144 höggum nettó.
í unglingaflokki var það Gunn-
laugur Erlendsson, GSS, sem sigr-
aði án forgjafar á 148 höggum en
heimapilturinn Finnur Bessi Sig-
urðsson varð annar á 165 höggum.
Viðar Haraldsson, einnig úr GA,
varð þriðji á 167 höggum. Finnur
Bessi fór með sigurinn með for-
gjöf og var á 125 nettó en Gunn-
Páll Pálsson sigraði með forgjöf í
karlaflokki
laugur varð þar annar á 130 nettó.
Baldvin Ö. Harðarson úr GA varð
þriðji á 133 höggum.
Það var gaman að fylgjast með keppninni á Pollinum við Akureyri um helg-
ina og tilþrifin voru oft glæsileg. Myndir: BG
Siglingar:
Opna íslands-
mótið á Akureyri
Opið íslandsmót í siglingum fór
fram á Pollinum við Akureyri á
föstudag og laugardag. Það var
Nökkvi á Akureyri sem hélt mót-
ið en heimamönnum gekk ekki
eins vel og vonast hafði verið til.
Það voru félagar í Brokey úr
Reykjavík og Ymi frá Kópavogi
sem hirtu öll verðlaunin á mót-
inu. Síðast héldu Nökkvamenn
slíkt mót fyrir fjórum árum og
nú vonast þeir til að geta fengið
eitt stórmót á ári til Akureyrar.
Mótið var ekki eins öflugt og
það hefði getað verið ef allir bestu
menn landsins hefðu getað mætt til
leiks. Það vantaði nokkra góða
siglara sem em staddir erlendis um
þessar mundir. Til dæmis eru tíu
strákar staddir í Þýskalandi að
sigla þriggja mastra skútu og Jens
Gíslason, einn sterkasti siglari
Nökkva, er staddur f Finnlandi þar
sem hann keppir með fínnsku liði á
stórri skútu.
AIIs var 21 þátttakandi sem
mætti til leiks. Rótgróin félög voru
í baráttunni um verðlaun og í opn-
um flokki sigraði Magnús Guð-
mundsson úr Ými með 6 stig en
annar kom Kristján Oddsson úr
Brokey með 8 stig. Þriðji varð
Davíð Hafstein úr Brokey með
20,1 stig. f A flokki Optimist var
það Hafsteinn Geirsson úr Brokey
sem sigraði með 3 stig, Ólafur
Víðir Ölafsson, Ými varð annar
með 6 stig og Sveinn Benedikts-
son, Brokey, varð þriðji með 22,8
stig. í B flokki Optimist varð Mart-
in Swift, Brokey, með 3 stig,
Nökkvi Gunnarsson, Brokey, varð
annar og Karl Garðarsson, Brokey,
varð þriðji.
Vindurinn var helst til of lítill
fyrir keppendur. Sunnanátt var
ríkjandi en þegar hafgolan blés að
norðan má segja að átök vindanna
hafi sett mark sitt á mótið. Eitt sinn
kom það fyrir að norðanáttin var
sterkari og varð það til þess að
nokkrir bátar ultu þegar vindurinn
kom öfugu megin í seglin.
Þessi ungi keppandi viröist ekki al-
veg vera meö hugann viö mótið og
geispar hér ógurlega.
Mývatnsmarþon 95:
Glæsilegt og vel heppnað hlaup
Fyrsta Mývatnsmaraþonið fór
fram á sunnudaginn. Þátttöku-
fjöldi fór fram úr björtustu von-
um manna og ekki var verra að
veðrið lék við hlaupara. Hlaupið
var hringinn í kringum Mývatn í
heilu maraþoni auk þess sem
hlaupnir voru 10 km og 3 km.
Hlaupið var réttsælis um vatnið
og hlaupið hófst við bæinn Garð
og komið var í mark við Skútu-
staði. Allir sem luku hlaupinu
fengu verðlaun auk þess sem fjöl-
margir aukavinningar voru í boði.
Sigurvegarar í heila maraþoninu
hlutu ferð til Grænlands í verð-
laun.
Úrslit í hlaupunum urðu sem
hér segir:
3 kni
Stúlkur 12 ára ogyngri 1. Valgerður Árnadóttir, 17,22
2. Soffía Kristín Björnsdóttir, 17,23
3. Ingib. L. Guðmundsdóttir, 17,33
Stúlkur 13 til 17 ára
1. Hildur Bergsdóttir, 12,38
2. Birna Hallgrímsdóttir, 13,55
3. Hrund Jörundsdóttir, 16,30
Konur 18 til 39 ára
1. María Friðgerður Rúriksdóttir, 17,03
2. Dorit Schultes, 18,16
3. Björg Árnadóttir, 19,02
Konur 40 til 49 ára
1. Áslaug Jóhanna Guðjónsdóttir, 16,08
2. Hulda Finnlaugsdóttir, 17,59
3. Þóranna Þórðardóttir, 19,04
Konur 50 til 59 ára
1. Geirþrúður Sigurðardóttir, 18,17
2. Sólveig Illugadóttir, 19,35
3. Ingib. S. Guðmundsdóttir, 22,24
Konur 60 ára og eldri
1. Gerður Benediktsdóttir, 37,31
Piltar 12 ára og yngri
1. Óli Jóhann Friðriksson, 14,16
2. Gísli Gunnar Pétursson, 15,44
3. Guðmundur Helgi Friðriksson, 16,19
Piltar 13 til 17ára
1. Atli Stefánsson, 12,23
2. Hilmar Kristjánsson, 12,39
3. Sigurður H. Hallgrímsson, 12,50
Karlar 18 til 39 ára
1. Einar Jónsson, 14,41
2. Yngvi Ragnar Kristjánsson, 14,41
3. Kristján Þórarinn Davíðsson, 23,04
Karlar 40 til 49 ára
1. Friðrik L. Jóhannesson, 13,49
2. Árni Vésteinsson, 17,24
3. Markús Einarsson, 18,13
Karlar 50 til 59 ára
1. Reynir Rósantsson, 24,03
Karlar 60 ára og eldri
1. Jón Kristjánsson, 23,10
2. Óli Kristjánsson, 28,05
3. Sverrir Tryggvason, 10 km 37,51
Stúlkur 17 ára og yngri
1. Guðrún Helgadóttir, 47,50
Konur 18 til 39 ára
1. Erna Margrét Bergsdóttir, 44,37
2. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, 45,29
3. Margrét Inga Bjarnadóttir, 49,18
Konur 40 til 49 ára
1. Helga Björnsdóttir, 43,05
2. Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, 47,58
3. María Þórarinsdóttir, 53,04
Konur 50 ára og eldri
1. Hildur Bergþórsdóttir, 58,21
2. Hilda Torfadóttir, 70,46
Piltar 17 ára ogyngri
1. Stefáns Jakobsson, 41,33
2. Árni Gunnar Gunnarsson, 44,34
3. Ólafur H. Kristjánsson, 51,53
Karlar 18 til 39 ára
1. Finnur Friðriksson, 35,48
2. Torfi Helgi Leifsson, 38,03
3. Konráð Stefán Gunnarsson, 38,20
Karlar 40 til 49 ára
1. Kristján Gunnarsson, 43,55
2. Kristján E. Ingvason, 46,14
3. Áslaugur Haddsson, 46,20
Karlar 50 ára og eldri
1. Einar Janus Kristjánsson, 46,46
2. Bergur Felixson, 48,59
3. Birkir Fanndal Haraldsson, 51,52
Maraþon
Úrslit í aldursflokkum
Konur
1. Jóhanna Arnórsdóttir, 4,16,58
Karlar
1. Ágúst Kvaran, 3,29,44
2. Guðjón E. Ólafsson, 3,35,32
3. Pétur Ingi Frantzson, 3,36,40
Sveitakeppni 10 km
1. Vargarnir, 1,53,59
Finnur Friðriksson, 35,48
Konráð Stefán Gunnarsson, 38,20
Karl Ásgrímur Halldórsson, 39,51
2. Strútarnir, 2,11,18
Helga Björnsdóttir, 43,05
Yngvi Kjartansson, 43,36
Erna Margrét Bergsdóttir, 44,37
3. Bjargvættir 2, 2,13,47
Leonard Birgisson, 42,29
Karl Friðrik Jónsson, 45,04
Lúðvík Áskelsson, 46,14
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080