Dagur - 11.07.1995, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 11. júlí 1995
MINNINC
Björgvin Bjarnason
Fæddur 7. febrúar 1911 - Dáinn 29. júní 1995
Björgvin Bjarnason er fallinn frá,
ekki svo að segja að það ætti að
koma nokkrum á óvart, því síð-
ustu ár hans hafa verið erfið. Mig
langar til að minnast þessa mæta
manns með örfáum orðum. Björg-
vin var fæddur á Kambsstöðum í
Ljósavatnsskarði og ólst þar upp.
Hann fór til Akureyrar ungur
maður, þá kvæntur Þorgerði
Helgadóttur frá Húsavík. Þorgerð-
ur og Björgvin eignuðust þrjú
börn. Elstur er Bjarni, kvæntur
Kristínu Sigurðardóttur og eiga
þau þrjú börn, þá Jónína, kvænt
Arnaldi Bjarnasyni og eiga þau
þrjú börn, og yngstur er Árni Pét-
ur, kvæntur Laufeyju Vilhjálms-
dóttur og eiga þau þrjú börn.
Ég hef heyrt sögur frá mínu
fólki um gestrisni þeirra hjóna á
Akureyri. Heimilið stóð öllu vina-
fólki opið, enda húsráðendur vin-
samlegir, húsbóndinn nokkuð al-
varlegur en hlýr og húsráðendur
glaðir og kátir. Þetta þekkti ég
líka því ég gisti oft hjá þeim á leið
minni frá Fosshóli til Reykjavfkur
og vil ég þakka það. Ég kynntist
Björgvini og Toggu fyrst þegar
Arnaldur stjúpsonur minn giftist
Jonnu dóttur þeirra. Hann og
Togga komu oft í Fosshól og eins
Björgvin eftir að hann var orðinn
einn. Þar áttum við oft góðar
stundir saman, ekki síst þegar við
Togga og Jonna tókum Iagið sam-
an. Björgvin var glæsilegur maður
og mikið snyrtimenni, hann var
hógvær í allri framgöngu og flík-
aði ekki mikið sínum hæfileikum
en þeir voru allmiklir. Hann var
sérlega hagur í höndum og hef ég
séð margt eftir hann. Hann var
Sími 462 3002. fax 462 4581
Bændurl
Verktakar!
Við eigum til á lager
úrval búvéla- og vinnuvéla
dekkja á hagstæðu verði,
beint frá framleiðanda.
(ISO 9002 gaaftastaSall)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5815 1 2.029.350
2.^4 & 1 1.203.060
3. 4al5 114 4.280
4. 3 af 5 3.126 360
Helldarvinningsupphæð:
4.845.690
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
líka með afbrigðum vandvirkur
bókbindari en þá iðju stundaði
hann mikið eftir að hann hætti
verslunarstörfum sökum veikinda.
Hann vann lengi hjá frænda sínum
Kristjáni á BSA og þekktu flestir
Akureyringar Begga Bjama á
þeim árum. Ég þakka þeim hjón-
um Toggu og Björgvini góð kynni
og sendi börnum þeirra og fjöl-
skyldum samúðarkveðjur.
Sigurbjörg Magnúsdóttir.
í nokkrum orðum vil ég minnast
tengdaföður míns, Björgvins
Bjarnasonar frá Kambsstöðum í
Ljósavatnsskarði.
Björgvini kynntist ég fyrst
haustið 1960 þegar ég hóf bifvéla-
virkjanám á BSA verkstæðinu á
Akureyri en Björgvin starfaði þá
hjá Bílasölunni hf., en bæði þessi
fyrirtæki voru í eigu náfrænda
hans, Kristjáns Kristjánssonar og
fjölskyldu hans. Ég minntist þess
frá þessum tíma að vinnufélagar
mínir töluðu um Begga Bjarna af
hlýhug og trausti, enda var hann
mikils trausts verður, hjálpsamur
og umfram allt samviskusamur.
Björgvin hafði lengi unnið hjá fyr-
irtækjum Kristjáns við bifreiða-
akstur og ýmis störf en á þessum
tíma starfaði hann við varahluta-
verslun Bílasölunnar að Geisla-
götu 5.
Örlögin höguðu því síðan
þannig að ég varð tengdasonur
hans.
Björgvin var að jafnaði alvöru-
gefinn maður en glaður á góðri
stund. Hann var fremur vinfastur
en vinmargur. Vafalaust hafa áföll
sem hann hentu á blómaskeiði
lífsins haft á hann mikil áhrif, en
hann veiktist af hinni svokölluðu
Akureyrarveiki. Þó hann bæri ekki
með sér hið ytra áhrif þeirra veik-
inda á þessum tíma varð mér síðar
ljóst að veikindi hans háðu honum
mjög og mótuðu fas hans og við-
mót.
Eiginkona Björgvins var Þor-
gerður Helgadóttir frá Húsavík,
elskuleg kona, næm og hlý. Fólk
Miðvikudaginn 5. júlí efndi þrjá-
tíu manna stúlknakór frá Dan-
mörku til tónleika í Listasafninu á
Akureyri.
Kórinn starfar á norðanverðu
Jótlandi og dregur nafn sitt af því.
Stjórnandi hans er Gunnar Peter-
sen og hefur hann verið það frá ár-
inu 1982. Kórinn á sér hins vegar
miklu lengri sögu, en hann var
stofnaður á fjórða áratugnum.
Norðurjóski stúlknakórinn hef-
ur sungið víða við góðar undir-
tektir. Hann hefur komið fram í
útvarpi og sjónvarpi í Danmörku
og út hefur verið gefinn mikill
fjöldi hljóðritana með söng kórs-
ins. Friðrik, krónprinsinn af Dan-
mörku, er verndari kórsins.
Efni það, sem kórinn hefur til-
tækt til flutnings á tónleikum, er
mikið að vöxtum og fjölbreytt.
Það spannar sviðið frá dægurlög-
um og alþýðuvísum til klassískra
kórverka, nýrra og frá fyrri tíð.
Verk, sem kórinn getur tekið til
flutnings með litlum fyrirvara,
skipta hundruðum samkvæmt því
sem segir í kynningarriti sem fylg-
ir tónleikum kórsins.
Kórinn söng allt efni sitt án
undirleiks. Hann hóf tónleika sína
í Listasafninu á Akureyri á nokkr-
um sálmum. Þegar kom í ljós af
laðaðist mjög. að henni vegna
glaðværðar hennar en einnig
vegna þess trausts sem það bar til
hennar og hve hún átti auðvelt
með að deila trúnaði og samhug.
Þau voru samhent hjón þó ólík
væru á ýmsa lund. Það varð
Björgvini annað og meira áfali er
Togga veiktist og lamaðist fyrir-
varalaust sumarið 1950. Náði hún
aldrei verulegri heilsu á ný og
dvaldi löngum á sjúkrastofnunum
frá heimili og börnunum hennar
þremur, Árna Pétri, Jónínu Helgu
og Bjarna, sem voru frá 3 ára aldri
að fermingu er hún veiktist. Það
varð því hlutskipti Björgvins að
hafa umsjá heimilisins og annast
uppeldi barnanna að miklu leyti
ásamt fullu staifi. Þorgerður lést
1972 aðeins 59 ára.
Afleiðingar langvarandi veik-
inda drógu úr starfsþreki Björg-
vins og getu til að stunda iaunaða
vinnu. Óstyrkur og minnistap
sóttu á. Það var aðdáunarvert hve
hann barðist með ýmsum ráðum
Þriðjudaginn 4. júlí voru jazztón-
Ieikar í veitingaskálanum Vín í
Eyjafjarðarsveit. Aðalnúmer
kvöldsins var færeysk jazzsveit
skipuð ungum spilurum, en einnig
kom fram Stórsveit Lúðrasveitar
Akureyrar undir stjórn Atla Guð-
Iaugssonar.
Stórsveit Lúðrasveitar Akur-
eyrar hóf leikinn, eða hitaði upp
fyrir færeysku sveitina, eins og
Átli Guðlaugsson orðaði það.
Stórsveitin lék fímm lög og gerði
talsvert vei. Best tókst henni í
boogie, sem var fremst á efnisskrá
hennar. Þar var góð sveifla og líf-
legur leikur. Róleg lög tókust
heldur lakar og voru ekki nógu
samhæfð í áherslum og jafnvel
tóntaki. Þó var spilamennska í
talsvert góðu lagi í hinu rólega
Mood Indigo. Þar náðist ljúflegur
hve miklum metnaði er unnið í
kórnum. Söngurinn er afburða
jafn og vel mótaður. Raddir falla
sérlega vel saman og mynda heild,
sem er þétt og svo feyrulítil, að
tæplega er unnt að nema nokkra
misfellu. Hver rödd er vel skipuð
og samfelld. Sópraninn er hreinn
og heiður og undirraddir sérlega
fullar og þéttar.
Vald kórsins á túlkunarlegum
atriðum er stórgott. Þetta kom vel
fram í flutningi hans á Pie Jesus
eftir Schubert, þar sem kórinn lék
sér að því að móta einstaka
hljóma með hnitmiðuðum og jöfn-
um styrkbreytingum og áherslum.
Hið sama var áberandi í Locus
iste eftir Bruckner. Þar var ekki
síður vel unnið og af nákvæmni,
en við borð lá, að ofgert væri, svo
að flutningur var ekki frír við
nokkra tilgerð og tilfinningaleysi,
þar sem tæknin var tekin að þvæl-
ast fyrir og varpa skugga á anda
þessa fallega verks.
Norðurjóski stúlknakórinn
hafði þrjú íslensk lög á söngskrá
sinni. Þau voru Ríðum og ríðum,
Barnagæla og Maístjarnan. Öll
þessi verk fórust kórnum vel úr
hendi, en best þó Maístjarnan,
sem kórinn söng afar agað og fal-
lega. Ekki var flutningur síðri á
tveim dönskum sálmum: Den lyse
gegn áhrifum veikindanna og hve
hann gerði sér Ijósa grein þess hve
minnistapið sótti á. Eitt af þessum
ráðum sem hann beitti var að lesa
ljóð og læra utanað. Gat hann síð-
an munað og farið með heilu
ljóðabálkana. Þetta fann hann að
styrkti minnið og vann gegn
ásókn hrörnunar.
Björgvin hélt eigið heimili svo
lengi sem stætt var og sér til af-
þreyingar stundaði hann bókband
og nýtti hagleik sinn og smekkvísi
andi, sem hélt allt lagið á enda, en
brást þó nokkuð í kóda og loka-
kadensu, sem var ekki alveg sam-
taka og hrein.
Stjórnandi færeysku sveitarinn-
ar, Eiríkur Skáli, virtist hafa hina
bestu stjórn á sínum mönnum.
Hreyfingar hans og bendingar
voru líflegar og talandi og mjög í
TÓNLIST
HAUKUR ÁCÚSTSSON
SKRIFAR
nat og Yndigt dufter Danmark,
þar sem inniieiki í flutningi var
hrífandi og túlkun fínleg.
Til þess að sýna á sér aðra hlið,
flutti Norðurjóski stúlknakórinn
nokkur létt lög og þar á meðal
nokkur í „Barber shop“ útsetning-
um. Þessi lög voru flutt í fjórum
röddum, en annars voru útsetning-
ar allar fyrir þrjár. í nokkrum
þessara laga komu fram smávægi-
legir gallar, þar sem henti, að ein-
stakar stúlkur héldu tóni heldur of
Iengi í hendingalok.
Kórinn lauk söngskrá sinni á
What the World Needs Now.
Flutningur var ákveðinn og
vekjandi. Tónninn í þessu lagi var
þykkur og mjög frá brjóstinu, en
hann féll vel að því alþýðlega
ákalli um frið og elsku manna á
milli, sem fram kemur í þessu
lagi. í þessu verki kom fram ein-
söngvari úr neðstu rödd og gerði
mjög fallega.
Tónleikarnir voru ekki nema
rétt bærilega sóttir og var þó að-
gangur ókeypis. Tónlistarunnend-
ur, sem létu þennan tónlistarat-
burð fram hjá sér fara - og ekki
síst þeir, sem gaman hafa af vönd-
uðum kórsöng - mega harma fjar-
veru sína. Þeir misstu af eftir-
minnilegum tónleikum.
og fékk útrás fyrir starfsþörf sína.
Um tíma voru verkefni hans veru-
leg og sóst var eftir handbragði
hans og vandvirkni. Ekki varð
þessi iðja stunduð til tekjuauka
því verðlagningin var vart fyrir
efniskostnaði en hún gaf honum
tilgang og stofnaði til samskipta.
Síðustu 16 árin bjó Björgvin á
Dvalarheimilinu Hlíð. Þar gat
hann enn í nokkur ár stundað bók-
bandið og var búin aðstaða til
þess. Vil ég fyrir hönd fjölskyldu
hans þakka starfsfólki Hlíðar þann
aðbúnað og umhyggju sem það
veitti honum öll þau ár sem hann
dvaldi þar.
Hin allra síðustu ár var þrekið
þorrið og minninu mjög farið að
förlast. Það hefur verið erfitt hlut-
skipti hins stolta manns að finna
svo til vanmáttar síns, manns sem
bar andstreymi sem honum mætti
og brostnar vonir af þolgæði, sem
ætíð vildi standa sem best á eigin
fótum og fátt þiggja af öðrum.
Honum er því hvíldin kærkomin.
Vinátta okkar Björgvins var
traust og heil þó ekki þyrfti um
hana mörg orð. Á kveðjustund vil
ég minnast hans með virðingu og
þakka honum góða samfylgd.
Arnaldur M. Bjarnason.
anda þeirrar tónlistar, sem flutt
var, en hún var að mestu sígildir
standardar frá blómatíma jazzins.
Leikur hljómsveitarinnar var mjög
í samræmi við bendingar stjórn-
andans. Hann var líflegur og
sveiflaðist fallega í flestum þeim
lögum, sem leikin voru. Hending-
ar voru jafnan vel mótaðar og vel
nýttar áherslur og styrkbreytingar.
Það virðist vera stefnan innan
þessarar færeysku stórsveitar, að
gefa sem flestum tækifæri til þess
að spreyta sig á sólóum. Fram
komu flestir úr hornahluta hljóm-
sveitarinnar og margir úr flokki
saxafóna. Einnig tóku hljóm-
borðsleikari sveitarinnar og
trommuleikari hennar sóló. Vissu-
Iega voru þessi einleiksatriði mis-
jafnlega af hendi leyst, en stefnan
er góð og mjög til fyrirmyndar.
Hljómsveitin var nokkurn tíma
að komast í fullan gang. í fyrstu
lögunum á efnisskránni bar smá-
vegis á því að hljóðfæraleikarar
væru ekki alveg samtaka, þó að
sveiflan væri í lagi þar sem víðast
annars staðar. Eftir svo sem þrjú
til fjögur fyrstu lögin voru tónlist-
armennirnir orðnir heitir og í
fímmta Iagi, sem var Waterloo
Blues, var leikurinn orðinn þéttur
og lífmikill. Önnur lög, sem tók-
ust sérlega vel, voru til dæmis It’s
O so Nice, sem sveiflaðist fagur-
lega, Birdland, þar sem sólóisti á
básúnu gerði góða hiuti og hljóm-
sveitin öll virtist í essinu sínu, og
blues, sem leikinn var sem auka-
lag og gaf hljómborðsleikaranum
kost á að sýna hvað hann gat.
Færeyska stórsveitin reyndi sig
líka á Night Train, en náði ekki að
fullu anda lagsins. Hið sama var
um hið hugljúfa lag Georgia, en
það leið reyndar hvað mest fyrir
heldur vandræðalega útsetningu,
sem ekki gerði laginu viðhlýtandi
skil.
Þetta voru ánægjulegir tónleik-
ar og sýndu gjörla, að vinir okkar
og frændur í Færeyjum eru vel
færir um það að leika jazzinn
þannig, að fætur komast á hreyf-
ingu og líkaminn iðar. Áheyrend-
ur, sem sneisafylltu Blómaskálann
í Vín svo, að talsverður hópur
fékk ekki sæti, sýndu það líka, að
þeir kunnu vel að meta flutning
tónlistarinnar, sem í boði var, sem
táknar örugglega, að Færeyingarn-
ir em velkomnir aftur.
Færeysk jazzsveit