Dagur - 11.07.1995, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 11. júlí 1995
Eyjafjörður:
Ættarmót Helga magra um
verslunarmannahelgiiia
Fjölskylduhátíð sem ber yfir-
skriftina „Ættarmót Helga
magra“ verður haldin að
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit um
verslunarmannahelgina. Að sögn
Jóhannesar Geirs Sigurgeirsson-
ar, bónda á Öngulsstöðum og
eins upphafsmanna hátfðarinn-
ar, eru allir velkomnir, því telja
megi að hver einasti íslendingur
eigi ættir sínar að rekja til Helga.
Ástæðuna fyrir yfirskriftinni seg-
ir Jóhannes vera þá að skammt
frá Hrafnagili sé einmitt land-
námsjörð Helga magra og hafi
þótt tilvalið að kenna hátíðina
við hann og er ætlunin að vera
með dagskrá tengda landnáms-
manninum á sunnudeginum.
Töluverður fjöldi fólks hefur
dvalið á tjaldstæðinu að Hrafna-
gili um verslunarmannahelgar
undanfarin ár án þess að nein
skipulögð dagskrá væri í boði, en
nú ætlar félag sem nefnir sig Lif-
andi land h.f. að bæta úr því. Til
dæmis verður boðið upp á góða
afþreyingu fyrir böm, gönguferðir
og á laugardeginum verður aðalat-
riðið sýning, þar sem torfæru-
kapparnir Einar Gunnarsson og
Helgi Schiöth sýna listir sýnar á
sandeyrunum við Eyjafjarðará.
Sagði Jóhannes að hann hefði
sterkan grun um að þeir hefðu í
hyggju að verða fyrstir til að aka
yfir Eyjafjarðarána án þess að
snerta botninn. Einnig verður
sýndur kajakaróður og dráttavélar-
atriði. Á laugardagskvöldinu verð-
ur grill og skemmtidagskrá, meðal
annars mun þolfimifólk sýna.
Sunnudagurinn hefst með
helgistund sr. Hannesar Arnar
Blandon og síðan verður farin
pílagrímsferð að meintu leiði
Helga magra og Þórunnar hymu
undir leiðsögn Haraldar Bessason-
ar. Þegar henni lýkur verður
skemmtidagskrá á svæðinu og um
kvöldið verður heilmikil harm-
onikuveisla þar sem hljómsveit
undir stjórn Þuríðar Schiöth á
Hólshúsum sér um fjörið. Hljóm-
sveitin hefur þegar getið sér gott
orð, en hún gengur undir nafninu
Þuríður formaður og hásetarnir.
Ymsir harmonikuleikarar verða
kallaðir til og öllum er velkomið
að taka nikkuna með og spreyta
sig.
Aðspurður sagði Jóhannes að
ekki væri ætlunin að vera í sam-
keppni við hátíðarhöld á Akureyri,
heldur hefði hann þá skoðun að
hátíðirnar væm vel til þess fallnar
að styðja hverja aðra. shv
Líf og fjör á skátamóti
Um helgina hélt Skátasamband Norðurlands sitt fyrsta skátamót. Reynd-
ar þurfti að fresta mótinu um einn dag vegna veðurs en þegar skátarnir
voru loks mættir á svæðið gekk dagskráin vel fyrir sig. Margt var gert til
gamans eins og sjá má á myndinni, þar sem tvö ungmenni skemmta sér í
tunnuslag. Mynd: BG
Fimm norðlensk skip
í Flæmska hattinum
- Arnarnes með 80 tonn og Sunna með 250 tonn eftir þrjár vikur
A aldarafmæli verslunar
Hvammstangabúar fögnuðu 100 ára verslunarafmæli staðarins sl. laugar-
dag með fjölbreyttri dagskrá. Meðal dagskráratriða var dagskrá í félags-
heimilinu þar sem félagar í Leikflokknum á Hvammstanga rifjuðu upp
sögu verslunar á Hvammstanga í tali og tónum. Meðfylgjandi mynd var
tekin á sýningunni. Mynd og lexii: óþh
Nánar um verslunarafmælið á blaðsíðu 6.
Þrettán íslensk skip eru komin
til veiða á rækjumiðunum í
Flæmska hattinum við Ný-
fundnaland. Þetta eru Sunna SI
og Arnarnes SI frá Siglufirði;
Sigurfari ÓF frá Ólafsfirði, Bliki
EA og Dalborg EA frá Dalvík;
Austfjarðarskipin Brimir SU,
Blængur NK, Otto Wathne NS;
Andvari VE frá Vestmannaeyj-
um; Helga II RE frá Reykjavík
og Vestparðaskipin Guðmundur
Péturs IS, Jöfur ÍS og Hafrafell
ÍS.
Snorri Snorrason, útgerðar-
maður Dalborgar EA-317 frá Dal-
Leigir út spildur að Hálsi:
„Hefur gengið mun betur
en við áttum von á“
Skógræktarfélag Eyfirðinga
hefúr hafið leigu á spildum
til skógræktar að Hálsi, Eyjar-
VEÐRIÐ
Samkvæmt spá frá Veður-
stofu íslands má reikna
með austangolu á Norður-
landi í dag og skýjað verður
með köfium. Hiti á bilinu 10-
17 stig.
Miðvikudag til föstudags
er spáð NA kalda eða stinn-
ingskalda, skýjuðu veðri og
víða súld um norðanvert
landið. Hiti 6-10 stig.
fjarðarsveit. Hallgrímur Indriða-
son, skógræktarstjóri, segir að
mjög vel hafi gengið að leigja
spildurnar. „Við friðuðum þetta
land í fyrra og svo hófst útleiga
núna í vor. Þetta eru í kringum
30 spiltíur sem við ætlum ein-
staklingum og svo erum við með
svæði sem við ætlum að leigja
félagasamtökum. Þetta hefur
gengið mun betur en við áttum
von á og flestar spildur til ein-
staklinga farnar.“
Hallgrímur sagði þær spildur er
ætlaðar væru til einstaklinga vera
um 1-2 hektara og leigt væri til 40
ára með möguleika á framleng-
ingu, en spildurnar sem fyrirhugað
er að leigja félagasamtökum yrðu
stærri. „En þetta er reyndar bara
helmingur þess lands, sem við
leigjum af Landbúnaðarráðuneyt-
inu. Við erum búin að friða þarna
fyrsta áfanga og ætlunin er að
friða hinn helming landsins á
næsta ári ef allt gengur eftir.“
Skógræktarfélagið mun sjálft
koma til með að sjá um friðun
landsins, viðhald girðinga, bygg-
ingu göngustíga og í framtíðinni
er fyrirhugað að koma upp þjón-
ustumiðstöð að Hálsi. Aðspurður
um hverskonar skógur kæmi til
með að rísa á staðnum sagði Hall-
grímur að þetta yrði blandaður
skógur, þar sem fólk hefði alger-
lega frjáísar hendur varðandi val á
trjám. GH
vík, segir að þarna hafi verið
ágætis reytingur en ekki er gott að
segja til um stærð rækjunnar því
afli Dalborgar EA er ekki flokkað-
ur um borð heldur blokkfrystur,
enda er enginn rækjubúnaður um
borð. Snorri segir að ekki hafi ver-
ið forsvaranlegt að taka sumarið í
það að koma rækjubúnaði um
borð í skipið, en Snorri keypti
skipið í síðasta mánuði frá Fá-
skrúðsfirði, en það hét áður Ottar
Birting. Dalborgin verður í
Flæmska hattinum í sumar og
landar aflanum í gáma í Argencia
á Nýfundnalandi. Skipið hefur
reynst vel það sem af er.
Ólafur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma hf.,
sem gerir út Sunnu SI og Arnar-
nes SI, segir að aflabrögð hafi ver-
ið nokkuð góð, reytingsveiði, og
rækjan hafi flokkast nokkuð vel.
Arnarnes SI landaði 80 tonnum í
Argencia sl. laugardag eftir tæp-
lega þriggja vikna veiði, og segir
Ólafur það mjög ásættanlegan
afla, sérstaklega í Ijósi þess að
fyrstu vikuna voru aflabrögð
fremur treg.
Bílvelta í Reykjadal:
Bíll ónýtur
Bflvelta varð í Reykjadal að-
faranótt laugardags. Bfllinn
er talinn ónýtur en ekki urðu
alvarleg meiðsl á fólki.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Húsavfk voru í bílnum
þrjú ungmenni og voru þau öll
flutt á sjúkrahús til skoðunar.
Ökumaður, sem var ung stúlka,
handleggsbrotnaði en farþegarnir
hlutu mar og skrámur. AI
Sunna SI landaði 250 tonnum í
Argencia í lok júnímánaðar eftir
þriggja vikna veiði, en afli skip-
anna fer í gáma og þaðan beint á
markað, aðallega til Japan og As-
íu. Sunna SI landar aftur í Argenc-
ia 24. júlí nk. GG
Akureyri:
15 útköll hjá
slökkviliði
Annasamt var hjá slökkviliði
Akureyrar um helgina en 15
útköll voru frá fostudegi til
sunnudagskvölds sem er óvenju-
mikið.
Allir túrarnir voru sjúkratúrar,
þar af fjórir vegna slysa en ekkert
útkall var vegna elds. AI
Allt fyrir garðinn
í Perlunni við
0
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565