Dagur - 19.07.1995, Side 1

Dagur - 19.07.1995, Side 1
„Við sleppum fæst ár þannig að ekki verði einhver áföll og þessar snöggu leysingar í vor gerðu sums staðar talsverðan usla, mjög mik- inn hjá einstaka mönnum. Fyrir utan þessa vatnsskaða held ég að þetta komi þokkalega út, en það er allt miklu seinna á ferðinni en í venjulegum árum,“ sagði Árni. Hann sagi erfitt að segja hvort þaó tjón sem hlaust af vatnavöxt- unum verði varanlegt, en væntan- lega komi fuglamir aftur næsta ár þó þeir hafi misst hreiður sín nú, en auðvitað komi ekki ungar úr þeim hreiörum sem fóru forgörð- um. „Það gengur vel aö selja dún- inn núna og verðió hefur verið á uppleið þannig aó staðan er út af fyrir sig góð.“ Ámi sagist telja að yfir 400 jarðir á landinu öllu séu með eitthvert æðarvarp og tals- verður fjöldi manna sem hefur af þessu umtalsverðar tekjur, allt upp í að hafa nánast sitt lifibraut af dúntekju. Utflutningsverðmæti dúns hefur verið á bilinu 70-140 milljónir og var um 100 milljónir á síóasta ári en eins og Árni benti á er tiltölulega minni kostnaóur af þessu en mörgu öðru sem skapar útflutningstekjur. HA arfélagi Eyjafjarðar, sem staðið hefur að undirbúningi handverks- hátíðarinnar, segir það gert sam- kvæmt óskum gesta á fyrri hand- verkshátíðunum tveimur að fjölga sýningardögum. Opið verður milli kl. 16 og 20 fimmtudaginn 10. ágúst, milli kl. 13 og 20 næstu tvo daga og 13 og 18 á lokadcginum, sunnudaginn 13. ágúst. Aðspuró segir Elín að margir af fyrri sýnendum komi með sína framleiðslu en einnig hafi margir nýir slegist í hópinn, þar á meóal svokallaður Þingborgarhópur á Suðurlandi, sem talinn er einn þróaðasti handverkshópur lands- ins. í tengslum við sýninguna munu verða sýnd gömul vinnubrögð í handverki og sagði Elín að þeir sem áhuga hafa á að sýna slíkt geti sett sig í samband við for- svarsmenn sýningarinnar. Þá verða á útisvæði sölubásar fyrir matvæli og loks má nefna stórt veitingatjald sem sett verður upp. Einnig verður prjóna- og spuna- keppni meðan á sýningunni stend- ur en þátttakendur þurfa að til- kynna sig með fyrirvara til aó- standenda sýningarinnar. JOH Botnlaust að gera hjá Laxá hf.: Unnið allan solarhringinn sex daga vikunnar Ohætt er að segja að þessa dagana sé botnlaust að gera hjá fóðurverksmiðjunni Laxá hf. á Akureyri. Unnið er allan sólar- hringinn sex daga vikunnar og eru starfsmenn nú tuttugu, en voru áður átta. Einar Sveinn Olafsson, verk- smiðjustjóri, segir að helsta skýr- ingin á þessari miklu vinnu sé samningur við norska fyrirtækið Skretting sem muni tryggja fyrir- tækinu mikla vinnu langt fram á haust. Einar Sveinn segir að „sprenging“ sé í fiskeldinu í Nor- egi og það sama sé uppi á teningn- um í Kanada. „Eins og við sjáum fram á haustið höfum við þörf fyrir alla þessa starfsmenn. Við vinnum all- an sólarhringinn sex daga vikunn- ar. Það er nýtt fyrir okkur, við höfóum aldrei áður framleitt meira en allan sólarhringinn fimm daga vikunnar,“ sagói Einar Sveinn Ólafsson. óþh Það hefur verið botnlaust að gera hjá starfsmönnum Laxár hf. að undan- fórnu. í gær var verið að skipa út um 400 tonnum af fóðri upp í samning við Skretting í Noregi. Mynd: BG. Mikill áhugi er á sýningu handverksfólks í ágúst, þeirri þriðju sem haldin er að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Fullbókað er í sýningarsalinn, alls 72 sýningarbása en sýnend- ur eru miklu mun fleiri því í sumum básanna er um að ræða sýningar heilla handverkshópa. Sýningin hefst síðdegis fimmtu- daginn 10. ágúst og stendur í fjóra daga. Elín Antonsdóttir hjá Iðnþróun- Minni sjúkrahús á landsbyggðinni: Spurning hvort þau munu lifa eða deyja - segir Jón Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins á Siglufirði Flatur niðurskurður í heil- brigðiskerfinu hefúr komið hart niður á litlum sjúkrahúsum sem veita lífsnauðsynlega þjón- ustu og geta ekki lokað neinum deildum. Boðaður er þriggja milljarða niðurskurður til við- bótar og segir Jón Sigurbjörns- son, framkvæmdastjóri sjúkra- hússins á Siglufirði, að stefnan í kerfinu sé að breyta litlu sjúkra- húsunum í hjúkrunarheimili, sem ekki munu veita neina sér- fræðiþjónustu og þá sé voðinn vís. „Möguleikar lítilla sjúkrahúsa til aö draga saman í rekstri eru litlir. Þetta er bráóaþjónusta sem við erum að veita á þessum stöð- Æðarvarp tókst víðast vel - einstaka jaröir uröu þó fyrir verulegum áföllum vegna flóöa ✓ Ihinum miklu vatnavöxtum sem urðu í vor, sérstaklega norðan- og austanlands, varð æðarvarp víða fyrir talsverðum skakkaföllum. f heildina tekið tókst æðarvarp hins vegar nokk- uð vel að þessu sinni, að sögn Árna Snæbjörnssonar, hlunn- indaráðunautar. um og henni verðum við að viðhalda. Flatur niðurskurður kemur því mun harðar niður á okkur en stóru sjúkrahúsunum sem geta einfaldlega lokað deild- um, þó það sé í sjálfu sér ekki gott heldur. Flest litlu sjúkrahúsanna hafa náð botninum, þaó er ekki hægt að komast neðar.“ Jón segir að sjúkrahúsið á Siglufirði hafi síðasta ár verió rek- ið með 2,3 milljóna króna halla, og það er í fyrsta skipti í átta ár sem tap er á rekstrinum. Hann segir að sparnaður hafi náðst hing- að til með hagræðingu og endur- skipulagningu en nú sé komið út í enda; ekki verði hægt að spara meira nema með því að hætta að veita einhverja lífsnauösynlega þjónustu. Þrátt fyrir að kröfur um þjónustu og álag hafi aukist und- anfarin ár hefur ekki verió hægt að bæta við neinu starfsfólki. Talsverð fjárhæó bættist við út- gjöld á þessu ári þar sem sjúkra- húsin fá ekki nema tíu mánaða bætur frá ríkinu vegna nýs kjara- samnings hjúkrunarfræðinga og þurfa því að standa straum af kostnaóinum síðustu tvo mánuð- ina, og nemur hann um þaö bil hálfri milljón fyrir sjúkrahúsið á Siglufirði. „Það hryllilegasta er að það er boðað að sjúkrahúsin héma í kring, Húsavík, Sauðárkrókur og Blönduós eigi einungis að vera hjúkrunarheimili, sem þýðir að þau munu ekki veita neina sér- fræðiþjónustu og hér á Siglufirði sætum við bara eftir með öldrun- ardeildina. Fólk myndi þurfa að sækja lífsnauðsynlega þjónustu langa leið og það liggur í augum uppi að illa getur farió ef ekki næst í hana nógu fljótt. Þetta er líka spuming um það hvort menn fái að búa þar sem þeir vilja, eða hvort þcir eru tilneyddir að flytja á mölina.“ Jón sagði aö hann og starfs- bræður hans innan heilbrigðisgeir- ans vilji sinna skyldum sínum, sem væri að .veita. lífsnauðsynlega þjónustu og hann bjóst við að það yrði látið sverfa til stáls í október- nóvember um það hvort litlu sjúkrahúsin á landsbyggðinni ættu að lifa eða deyja, og þaö væri eng- um blöðum um þaó að fletta að landsbyggðarmenn vildu halda sínu. shv Akureyri: Fyrirhuguö bygging á íbúöum fyrir fatlaða Húsnæðisnefnd Akureyrar hefur borist beiðni frá Landssamtökunum Þroska- hjálp um að nefndin gerist framkvæmdaraðili að bygg- ingu íbúða fyrir samtökin. Svæðisskrifstofa fatlaðra fór þess á leit við Landssam- tökin að þau sæktu um lán í byggingasjóð verkamanna til byggingu leiguíbúða fyrir fatl- aða á Akureyri, en skrifstofan hefur ekki tök á aö sækja um slík lán þar sem hún er opinber stofnun. Lánið var veitt en samtökin sjá sér ekki fært aó fjarstýra byggingaframkvæmd- um og því hefur húsnæðis- nefnd verið beðin um að gerast framkvæmdaraóili að umrædd- um byggingum. Bæjarráð hefur tekið já- kvætt í aó nefndin taki verk- el'nið að sér, en telur ekki eðli- legt að Akureyrarbær taki á sig ábyrgð á kostnaói umfram við- miðunarmörk. Bæjarráð hefur falið forstöðumanni húsnæðis- nefndar að ganga til viðræðna við Landssamtökin og gera drög að samningi, en niður- stöðu er ekki að vænta fyrr en í ágúst. shv Handverkshátíð á Hrafnagili í ágúst: Fullbókað í alla 72 sýningarbásana Skandia Ijfandi samkeppm w - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 * Sími 461 2222 Akureyri, miðvikudagur 19. júlí 1995 136. tölublað

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.