Dagur - 19.07.1995, Page 2

Dagur - 19.07.1995, Page 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 19. júlí 1995 FRÉTTIR Bæjarstjórn Akureyrar: Skiptar skoðanir um úthlutun lóða Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar í gær spunnust nokkrar um- ræður vegna úthlutunar bygg- inganefndar á lóðum við Hörpu- lund og Hindarlund á Akureyri. Eins og fram hefur komið voru umsóknir mun fleiri en lóðir sem stóðu til boða og þurfti því að hafna mörgum umsækjendum. Raunar er ár og dagur síðan slíkt hefúr gerst á Akureyri. Á fundi bæjarráðs þann 29. júní mætti formaóur bygginga- nefndar, Hákon Hákonarson, til viðræðu um úthlutunarreglur lóða hjá Akureyrarbæ. Á fundinum kom fram bókun frá bæjarráðs- mönnum minnihlutans, Sigríði Stefánsdóttur og Birni Jósef Am- viöarsyni, þar sem fram kemur að þau eru ekki sátt við þær skýring- ar sem fram komu hjá formanni bygginganefndar og skýróu þau afstöðu sína á bæjarstjórnarfundi í gær. Sigríður sagði þaó alltaf við- kvæmt þegar gera þyrfti upp á milli fólks eins og í þessu tilfelli og fólk ætti rétt á að vita eftir hverju væri farið. Hún rakti þær skýringar sem fram komu á fundi bygginganefndar þann 29. júní, sex dögum eftir að bygginganefnd afgreiddi umsóknimar, þar sem fram kemur við hvað var stuðst við úthlutunina. Þau atriði voru að lóóum sé úthlutað til einstaklinga, umsækjandi sé að minnka við sig húsnæði og tekið var tillit til eldri umsókna og synjana um lóðaum- sóknir. Sigríður gerði ekki athugasemd við fyrsta atriðið en hins vegar við hin tvö seinni. Hún sagði umhugs- unarvert af hverju þeir sem eru að minnka við sig ættu að hafa ein- hvem forgang og ekki síður væri vafasamt að taka tillit til eldri um- sókna þar sem við úthlutanir und- anfarið hefur ekki þurft að hafna umsóknum og ein neitunin sem tekin var inn í dæmið var frá árinu 1977, eða 18 ára gömul. Undir þetta tók Björn Jósef Arnviðarson og sagði bygginga- nefnd ekki hafa tiltekió fjóröa at- riðið í fundargerð sinni 29. júní, sem formaður bygginganefndar hefði sagt bæjarráði að tekió hafi verið tillit til, þ.e. blöndun starfs- stétta. Bjöm Jósef sagðist telja að mistök hafi verið gerö við úthlut- unina og svo virtist sem sem regl- umar sem bygginganefnd segðist hafa farið eftir hafi annað hvort verið búnar til eftirá eóa hafi ekki verið kynntar umsækjendum fyrir- fram. Varðandi það atriði að taka tillit til þeirra sem eru að minnka við sig, sagði Bjöm Jósef að þær eignir sem erfiðast væri aó selja í dag væru þær stóru. Afleióingar þessa skilyrðis væru því að endur- sölueignir sem kæmu á markað frá þeim sem fengu úthlutað í nýja hverfmu væru af þeirri gerð sem erfiðast væri að selja og fólk gæti því setið upp með þær. Bæði Bjöm Jósef og Sigríður Stefáns- dóttir lýstu þeirri skoðun sinni að eðlilegasti framgangsmátinn í %* %* %* %* %* %* %^ %* %* V* V* %^ %* %/* %* %^ %^ %^ %* %* %* %^ %* %/*■ V* %* %* %* %^ V* %<* %* %* %* %* %* %* %* %^ %^ %^ %^ %^ %^ %A Hótel KEA Föstudags jass Þórir Baldursson ásamt Jóni Rafnssyni í léttri sveiflu frá kl. 10-01. Enginn aðgangseyrir. ♦ Laugardagskvöld Danssveitin ásamt Evu Ásrúnu og Stebba í Lúdó Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.30. Miðaverð aðeins kr. 700. sími 462 2200 %* %* %* %/*■ %* %* %* %* %* %^ %* %* %/* %* %* %* %* %* %* %* %* %* %* %^ %/* %* %* %* %^ %* %* %* %* %* %^ %* %*■ %^ %* %^ %^ w* %* %/* %^ svona tilfellum væri aó setja skýr- ar reglur eða ramma og draga síð- an úr hópi þeirra sem falla innan rammans. Gísli Bragi Hjartarson og fleiri tóku til máls og svöruðu þessari gagnrýni. Gísli Bragi hefur ein- mitt manna mest barist fyrir því að bærinn byði upp á lóðir á um- ræddum staó. Hann sagðist hafa óttast að eiga ekki eftir að sitja í bæjarstjóm þann dag sem neita þyrfti umsækjendum um lóðir í bænum, eins og nú hefði reynst nauösynlegt. Það væri spuming hvort fráfarandi meirihluti hefói einfaldlega boðið upp á lóðir sem fólk vildi byggja á. Núverandi meirihluti hefði hins vegar í hyggju að halda áfram á þessari braut, þ.e. halda áfram bjóða upp á eftirsóttar byggingalóðir þannig að allir geti fengið lóðir þar sem þeir vilja og ekki þurfi að vera með einhverjar reglur um hverir fá og hverjir ekki. HA Litliogstóri Eyjafjarðarferjan Sæfari sýnist ekki mjög stór á þessari mynd í samanburði við skemtiferðaskipið Maxím Gorkí, en þó er það langt frá því að vera í hópi stærstu skemmtiferðaskipa. Þessi mynd var tekin á Pollinum á Akureyri í gær. óþh/Mynd: bg Gítarhátíð á Akureyri hefst í dag: Tónleikar Timo Korhonen í kvöld Gítarhátíð hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 19. júlí og stendur hún til nk. sunnudags. Eins og á fyrri hátíðum koma margir snjallir gítaristar til Ak- ureyrar og ber þar hæst nöfn finnska gítarleikarans Timo Korhonen og hollenska Fla- mencogítaristans Eric Vaarzon Morel. Einnig koma fram að þessu sinni Sverrir Guðjónsson kontratenór, Einar Einarsson gítarleikari og Kristinn Árnason gítarleikari að ógleymdum nem- endum sem mæta á gítarnám- skeið sem efnt verður til á hátíð- inni. Gítarhátíðin veróur sett í Akur- eyrarkirkju í kvöld kl. 20.30 og að formlegri setningu lokinni spilar finnski gítarsnillingurinn Timo Timo Korhonen. Korhonen á tón- leikum. Á efnis- skránni eru verk eftir Leo Brou- wér, Luis de Mi- lán, Leo Brou- wer, Jouni Kaipainen, Olli Koskelin og M. Llobet. Timo Kor- honen hélt sína fyrstu einleikstón- leika aðeins 14 ára gamall. Hann stundaði nám við Sibelíusar Aka- demínuna og einnig við Tónlistar- akademíuna í Basel í Sviss hjá Oscar Ghiglia, sem var gestur gít- arhátíðar á Akureyri á síðasta ári. Korhonen er yngsti gítarleikarinn sem unnið hefur gítarkeppnina í Múnchen. Hann var einnig fyrsti evrópski gítarleikarinn til að sigra Latnesk-amerísku gítarkeppnina í Havana 1986. Timo Korhonen er orðinn vel þekktur í heimi gítartónlistarinnar. Hann hefur hljóðritað fyrir Ond- ine útgáfuna og diskur sem hann gaf út árið 1989 var valinn besti diskur ársins af gagnrýnendum finnsku útvarpsstöðvanna. Eins og áður segir verður gítar- hátíðin sett formlega í kvöld og að henni lokinni hefjast tónleikar Korhonen. Annað kvöld verða tónleikar þeirra Einars Einarsson- ar gítarleikara og Sverris Guð- jónssonar kontratenórs, á föstu- dagskvöldið verður Kristinn Áma- son gítarleikari með tónleika, nemendatónleikar verða á laugar- daginn og gítarhátíðinni lýkur með tónleikum Eric Vaarzon Morel á sunnudag. óþh Hálendisvegir: Fært úr Eyjafirði í Lauga- fell og á Sprengisand Vegagerð ríkisins heimilaði í gær umferð upp úr Eyjafirði inn í Laugafell og á Sprengisand. Þessi leið er ein af síðustu hálendisveg- unum sem verða færir en leiðin er aðeins fær jeppum og betur bún- um bflum. Jón Haukur Sigurbjömsson, rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á Akureyri, segir að starfsmenn Vegagerðarinnar hafi verið á Eyja- fjarðardal síðustu vikuna við lag- færingar á veginum en hann var nokkuð illa farinn eftir veturinn. Bæði þurfti að moka snjó og gera við skemmdir sem orðið höfðu í vatnavöxtunum í vor. Sérstaklega var vegurinn illa leikinn neðantil á dalnum. Vegagerðarmenn gistu í fyrrinótt í Laugafelli en héldu í gær áfram lagfæringum á leiðinni. Jafn- framt því að opna leiðina í Lauga- fell hefur leiðin frá Laugafelli og austur á Sprengisandsleið verið opnuð. Þar var tiltölulega lítill snjór en á stöku stað þurfti að lag- færa þar sem mnnið hafði úr vegin- um í leysingum. Flestar leiðir á svæði Vegagerð- arinnar á Akureyri eru að veröa færar en þó er enn ófært í Fjörður og verður líkast til fram til mánaða- móta. Bæði er enn mikill snjór á veginum, auk heldur sem brú hefur gefið sig undan snjóþunga. JÓH Grímseyjarsund SKI: Frestað vegna kulda Grímseyjarsundi skíðamanna, sem sagt var frá í blaðinu í gær, hefur verið frestað fram í ágúst. Samkvæmt upplýsingum Skíða- sambands íslands er ástæðan sú hversu kalt er á Norðurlandi þessa dagana. Ætlunin var að leggja upp frá Ólafsfirði kl. 20 í kvöld og synda norður fyrir Heimskautsbaug. Jafn- framt átti að hefjast fjársöfnun til stuðnings íslensku skíðafólki, skíðafélögunum og SKÍ. Nú er ráðgert að fresta sundinu og söfn- uninni fram í ágúst og freista þess að fá betra veður. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.