Dagur - 19.07.1995, Síða 11
IÞROTTIR
Miðvikudagur 19. júlí 1995 - DAGUR - 11
SÆVAR HREIÐARSSON
Þórsarar stefna á annað sætið
Það verður stórleikur í kvöld á
Akureyrarvelli þegar að Þórsar-
ar taka á móti Fylkismönnum,
sem nú eru í öðru sæti 2. deild-
ar. Þórsarar eru í þriðja sæti,
tveimur stigum á eftir Fylkis-
mönnum. Þórsarar eiga mögu-
leika á að komast í annað sæti
deildarinnar með sigri í kvöld.
í gær tók dómstóll KSÍ fyrir
Drengjalandslið íslands í knatt-
spyrnu, skipað leikmönnum 16
ára og yngri, tekur þátt í Norð-
urlandamóti í Svíþjóð 2.-6. ágúst
n.k. Nú hefur verið valinn sex-
tán manna hópur til að keppa
fyrir íslands hönd og eru þrír
efnilegir knattspyrnumenn úr
Akureyrarliðunum KA og Þór í
hópnum.
Þetta eru þeir Þorleifur Árna-
son og Jóhann Hermannsson úr
KA og Jóhann Þórhallsson úr Þór.
Þorleifur er reyndar Dalvíkingur
og spilaði sinn fyrsta deildarleik
með KA gegn Skallagrími í síð-
ustu viku og stóð sig vel. Þorleifur
var í drengjalandsliðinu í fyrra-
sumar en nafnarnir Jóhann Her-
mannsson og Þórhallsson koma
nýir inn í hópinn í sumar.
kæru Stjörnunnar vegna leiks
hennar gegn Þrótti þann 2. júlí sl.,
en þeim leik lyktaði með 4-2 sigri
Þróttara. Dómstóllinn komst að
þeirri niðurstöðu að óhjákvæmi-
legt væri að túlka ákvæði 4.4.1. í
reglugerð KSÍ um knattspyrnumót
þannig að „með öllu sé óheimilt
að nota í kappleik leikmann, þjálf-
ara eða forystumann í leikbanni,
Jóhann Hermannsson er einn
þriggja Akureyringa í drengja-
landsliðinu.
enda er hvergi að finna heimild
fyrir því, að leikbann skuli tak-
markast við tiltekna þátttöku í
leiknum, svo sem varnaraðili vill
meina.“ I þessu ljósi dæmdi dóm-
stóll KSI í gær Stjörnunni sigur í
leiknum gegn Þrótti 3-0 2. júlí sl.
og það þýðir að fyrir leikina í
kvöld er Stjarnan á toppnum með
19 stig. Fylkir er í öðru sæti með
16 stig og Þór í því þriðja með 15
stig. Skallagrímur er í fjórða sæti
og KA hefur lyft sér upp í fimmta
sæti. Síðan koma Þróttarar með 11
stig í sjötta sæti. Þetta þýðir með
öðrum orðum að Þórsarar geta
ekki komist á topp deildarinnar
með sigri í kvöld, hins vegar geta
þeir skotist upp fyrir Fylkismenn í
annað sætið með því að leggja þá
að velli í kvöld. „Við munum
leggja allt í sölurnar og ætlum
okkur sigur í þessum leik. Síðan
verðum við bara bíða og sjá hver
úrslitin í hinum leiknum verða,“
sagði Þórir Áskelsson, fyrirliði
Þórs, í samtali við Dag.
Akureyringar geta búist við
fjörugum leik þar sem Þórsarar
virðast búnir að finna réttu leiðina
í netið og hafa skorað grimmt að
undanförnu. „Við erum búnir að
skora þrjú til fjögur mörk í leik að
undanförnu en á móti kemur að
við höfum fengið óþarflega mörg
mörk á okkur. Við höfum þó skor-
að fleiri en andstæðingurinn og
það er það sem gildir,“ sagði Þórir.
Radovan Cvijanovic cr farinn aö
koma boltanum í netið og það gefur
Þórsurum aukna möguleika.
Nú er Árni Þór Árnason kom-
inn til heilsu á ný eftir að hafa
meiðst gegn KR-ingum á dögun-
um og verður fróðlegt að sjá hvort
hann kemst í liðið á ný. Þá er
Birgir Karlsson búinn að ná sér af
veikindum og tilbúinn í slaginn en
á móti kemur að Eiður Pálmason
og Guðmundur Hákonarson, tveir
af efnilegri leikmönnum Þórsara,
eru meiddir.
Aðrir leikir í kvöld eru: Þrótt-
ur-Víkingur, Skallagrímur-Stjarn-
an og HK-Víðir. ÍR og KA léku í
gær og verður sagt frá leiknum í
blaðinu á morgun.
Knattspyrna -
4. deild karla:
KS langefst
Leikið var í c-riðli 4. deildar
fyrir og um helgina og komu
úrslitín lítið á óvart KS er
með afgerandi forystu í riðl-
inum með fúllt hús stiga eftir
sjö leiki en Tindastóll er í
öðru sæti með 16 stíg.
SM fékk Hvöt í heimsókn á
fimmtudaginn og tapaði 1:8.
Ásgeir Valgarðsson var í bana-
stuði og skoraði glæsilega
þrennu. Eitt markið kom með
hjólhestaspyrnu og annað af
um 30 metra færi í stöngina og
inn. Hörður Guðbjörnsson
skoraði einnig þrennu og Gísli
Torfi Gunnarsson var með tvö
mörk. Magnús Skarphéðinsson
skoraði fyrir SM.
Tindastóll sigraði Þrym
nokkuð auðveldlega á Sauðár-
króki 10:0. Gunnar Gestsson
skoraði tvö mörk og þeir
Sveinn Sverrisson, Helgi Már
Þórðarson, Smári Eiríksson,
Guðbrandur Guðbrandsson,
Stefán Pétursson, Orri Hreins-
son, Grétar Karlsson og Ingi
Þór Rúnarsson eitt hver.
KS sigraði Neista 4:0 á
Hofsósi þar sem Mark þjálfari
Duffield skoraði tvö möric. Ha-
seta „Mitsa" Miralem skoraði
eitt og Baldur Benónýsson eitt.
Knattspyrna - drengjalandslið:
Þrír frá Akureyri
Sumarmót Kraftlyftingasambands íslands:
Fimm Islandsmet fellu
Ingimundur Ingimundarsun er sterkur sem uxi og var stigahæstur á mótinu
í samanlögðu. Hann sigraði í hinum feiknarsterka 100 kg flokki.
Sumarmót Kraftlyftingasam-
bands íslands var haldið þann 8.
júlí í íþróttahöllinni á Akureyri.
Fjórtán keppendur mættu til leiks
og mótið var hið glæsilegasta en
framkvæmdaraðili var Kraftlyft-
ingafélag Akureyrar. Árangur á
mótinu var góður og fimm ný ís-
landsmet litu dagsins ljós.
Fimm ungir drengir voru að
keppa í fyrsta skipti og ber að óska
þeim til hamingju með góðan ár-
angur. Reyndar var einn þeirra
óheppinn og féll úr í bekkpressu
en það er mjög eðlilegt þegar
menn eru að keppa í fyrsta skipti.
Eftirfarandi eru úrslit og árang-
ur keppenda í hverjum flokki og á
eftir nöfnunum kemur hnébeygja,
þá bekkpressa, réttstöðulyfta og
samanlagt.
60 kg flokkur:
Ólafur Ottósson 110 - 90 - 150,5 = 350
Bjarki Pétursson 105 - 75 - 110 = 290
Ólafur og Bjarki koma frá Akra-
nesi og voru að keppa í fyrsta skipti
enda aðeins 16 ára gamlir. Ólafur setti
tvö íslandsmet drengja. Það fyrra var í
bekkpressu þegar hann tók 90 kg og
Gunnar Ólafsson er einn sá efnileg-
asti í kraftlyftingunum í dag enda
tröll að burðum.
bætti gamla metið um 10 kg. Seinna
metið var í réttstöðulyftu og þar sem
hann bætti gamalt met Jóns Guð-
mundssonar um hálft kg.
75 kg flokkur:
Aðalsteinn Jóhannsson 160 -110 - 190 = 460
Egill Valsson 155 (féll úr keppni)
Aðalsteinn og Egill eru einnig frá
Akranesi og voru að keppa á sínu
fyrsta móti. Árangur Aðalsteins er
mjög athyglisverður en Egill var
óheppinn og féll úr í bekkpressu.
82,5 kg flokkur:
Kári Elíson 172 - 195 - 290 = 657,5
Arnar Gunnarsson 100 - 160 - 220 = 480
Kári Elíson byrjaði að lyfta og
keppa árið 1970 og eru mótin sem
hann hefur keppt á líklegast komin yf-
ir 100. í dag er hann í toppformi og
hlýtur það að teljast góður vitnisburð-
ur fyrir þessa íþróttagrein og afsanna
það að hættulegt sé að stunda Kraft-
lyftingar. Kári setti íslandsmet- í bekk-
pressu þar sem hann bætti sitt eigið
met um 10 kg. Amar setti íslandsmet
unglinga í bekkpressu þegar hann tók
160 kg en gamla metið var 155,5 kg.
90 kg flokkur:
Már Óskarsson 272,5 -142,5 - 255 = 670
Már er bróðir Skúla Óskarssonar,
hins kunna kraftlyftingamanns. Már
átti góðan dag og er að bæta sig jafnt
og þétt í öllum greinum.
100 kg flokkur:
Ingimundur Ingimundarson
310- 192,5-272,5 = 777,5
Alfreð Bjömsson 290 -180-260 = 730
Vilhjálmur Hauksson 220-190 - 270 = 680
Björgúlfur Stefánsson 260 - 200 (féll úr keppni)
100 kg flokkurinn var skemmtileg-
ur enda mannaður af fríðum flokki
sterkra manna. Ingimundur átti glæsi-
legan dag og bætti sinn persónulega
árangur um tæp 40 kg og bar sigur úr
býtum. Alfreð Bjömsson, formaður
Kraftlyftingasambands íslands, er bú-
inn að lyfta síðan elstu menn muna en
hefur aldrei litið betur út og er enn að
bæta sinn persónulega árangur. Vil-
hjálmur reyndi við íslandsmet í bekk-
pressu en mistókst mjög naumlega
með 210 kg. Björgúlfur lenti á slæm-
um degi og féll úr í réttstöðulyftu.
110 kg flokkur:
Völundur Þorbjömsson 65 - 190 - 65 = 320
Völundur er frá Húsavík en hann
er nú í lokaundirbúningi fyrir HM
unglinga. Hann tók því létt á í hné-
beygju og réttstöðulyftu.
125 kg flokkur:
Magnús Magnússon 150 -120 -190 = 460
Magnús var að keppa á sínu fyrsta
móti og setti tvö íslandsmet drengja.
Það fyrra í bekkpressu er hann tók
120 kg og það seinna er í samanlögðu
en það bætti hann um 35 kg.
+125 kg flokkur:
Gunnar Ólafsson 330 - 215 - 280 = 825
Gunnar er án efa einn efnilegasti
kraftlyftingamaður íslands og verður
gaman að sjá hvað hann mun gera í
náinni framtíð.
Veittir voru bikarar fyrir stiga-
hæstu menn í hnébeygju, bekk-
pressu, réttstöðulyftu og saman-
lagt. Ingimundur Ingimundarsson
var efstur með 175,5 stig í hné-
beygjunni, Kári Elíson með 125,5
í bekkpressu og hann var einnig
efstur í réttstöðunni með 186,8
stig. Þrír stigahæstu menn mótsins
f samanlögðu voru Ingimundur
Ingimundarson með 440,0 stig,
Kári Elíson með 423,5 stig og
Gunnar Ólafsson með 421,8 stig.
RF
Bæjar-
skiltið!
Lifandi auglýsing
sem hittir
beint í mark.
Ódýrari en þig grunar.
Uppl. í símum
462 1848 og 461 2080
Kári Elíson er síungur enda hefur hann keppt í kraftlyftingum í 25 ár og er
enn í fremstu röð.