Dagur - 29.07.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 29.07.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 29. júlí 1995 - DAGUR - 3 Snorri Snorrason útgerðarmaður á Dalvík: Auglýsir fasteignir til sölu og íhugar búferlaflutninga frá Dalvík Bæjarráð Dalvíkur ákvað á fundi sínum 27. júlí sl. að vísa erindi Snorra Snorrasonar út- gerðarmanns á Dalvík um leyfl til að malbera og lengja veg frá Böggvisbraut eða Skógarhólum að Böggvisstöðum aftur til skipulagsnefndar. Formaður bæjarráðs Dalvíkur hafði óskað eftir greinargerð frá Finni Birgissyni arkitekt um málið, en hann er höfundur aðalskipulags Dalvíkurbæjar. Einnig lá fyrir bæjarráðsfund- inum greinargerð frá Bjama Reykjalín hjá Formi hf. á Akur- eyri en hún var unnin samkvæmt beióni Snorra Snorrasonar. Eftir nokkra umræðu var málinu vísaó aftur til skipulagsnefndar og er stefnt að fundi í nefndinni innan Viking hf.: Salan á nýja léttölinu framar björtustu vonum Rúmir tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að Viking hf. Ak- ureyri hóf framleiðslu og sölu á þremur nýjum léttölstegundum. Að sögn Baldvins Valdemars- sonar, framkvæmdastjóra verk- smiðjunnar, hefúr sala þessara drykkja gengið mjög vel og í raun framar björtustu vonum. „Við erum búnir að selja eitt- hvað nálægt 260 þúsund lítrum sem eru um 500 þúsund flöskur og dósir eða um 1 lítri á hvert mannsbarn á aðeins tveimur mánuðum.“ Þær nýju tegundir sem um ræð- ir eru tvær tegundir af léttum bjór; Viking og Thule og ein af maltöli. „Við reyndum að ná í tvo hópa. Viking er fyrir þá sem vilja svona meiri alvöru bjór í léttölinu, hann er mun bragðmeiri. Thule bjórinn er hinsvegar meira gosdrykkur með bjórbragði, tilvalinn til að drekka við þorsta, kaldur og sval- andi. Maltölið okkar er framleitt eftir alveg nýrri upppskrift. Þetta er öðruvísi en maltölið sem fyrir er á markaðnum, bragðmikill drykkur, þó það sé bruggað eins og Islendingar eiga að venjast.“ Aðspurður um hvemig salan á þeim sterku bjórtegundum sem Viking hf. framleiðir hafi gengið sagði Baldvin söluna ekki hafa tekið miklum breytingum. Magn sölunnar væri mjög svipað og í fyrra en þó sagði Baldvin að því væri ekki að neyta að hlutdeild stærstu tegundanna hefði minnkað og sagði það aðallega vera vegna aukins framboðs á nýjum minna þekktum tegundum. „Viking bjór- inn er hinsvegar ennþá í vexti því það er eins og þessar litlu tegundir trufli tímabundið en kúnnamir okkar virðast síðan skila sér aftur og ég held að ástæðan fyrir því sé að fólk er að læra það að innlendi bjórinn er ferskastur á markaðn- um. I fyrsta lagi er hann náttúru- lega bruggaður úr hreinu og tæru vatni og þarf ekki að fara í gegn- um þann mikla hreinsunarferil sem er nauösynlegur erlendis. Að lokum eldist bjór ákaflega illa og sá bjór sem framleiddur er hér- lendis er vitanlega ferskastur." GH - tengist erindi Snorra um lagningu vegar að Böggvisstöðum tíóar, en næsti bæjaráósfundur er áformaður 3. ágúst nk. og þá stefnt að því að taka málið fyrir að nýju. Þess má geta að í Degi í dag auglýsir Snorri Snorrason Bögg- visstaði til sölu, en það er þriggja hæóa hús og um 400 fermetrar að grunnfleti. Þar er rekin líkams- ræktarstöð með öllum tækjum og búnaði; um 100 fermetra íbúð og 500 rúmmetra frystiklefi auk geymslupláss. Einnig auglýsir hann íbúðarhús sitt til sölu. Snorri segir að þessi auglýsing tengist Sjúkrahús Húsavíkur: Heilbrigðisráðherra afhentir undirskriftalistar - á annað þúsund manns styður efiingu heilbrigðisþjónustunnar Að lifa eða deyja, er yfirskrift áskorunar á undirskiftaíista sem afhentur var Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra er hún heimsótti Sjúkrahúsið á Húsavík í gærmorgun. f yfirskriftinni er vitnað til ummæla Jóns Sigur- björnssonar framkvæmdastjóra sjúkrahússins á Siglufirði í for- síðufyrirsögn í Degi 19. júlí, en þar ræðir Jón um nauðsyn þess að bráðaþjónustu verði haldið áfram á minni sjúkrahúsum á landsbygðinni og nefnir hann þar m.a. hugmyndir um að Sjúkrahúsið á Húsavík verði ein- ungis hjúkrunarheimili í framtíð- inni. Ráðherra voru afhentir undir- skriftalistamir en um 1000 manns úr sýslunni höfðu ritað nöfn sín á þá. Meðan á heimsókn ráóherra stóö barst símbréf til sjúkrahússins með undirskriftalista frá Kópa- skeri. I áskoruninni segir: „I fjölda ára hefur flötum niðurskurði verið beitt í heilbrigðiskerfinu og nú hef- ur heyrst rætt um lokun bráðaþjón- ustu minni sjúkrahúsa á landinu, m.a. á Húsavík. Því er spumingin: Em menn og konur sammála því að þurfa að fara til Akureyrar til að fæóa böm eða ef aðgerða er þörf? Ekki er alltaf fært á milli þessara staða á vetuma og margt annað mætti telja því til foráttu. Hér á Húsavík höfum við vel menntað og þjálfaó starfsfólk og góða aðstöðu til að veita þessa þjónustu. Því skorum við á heil- brigðisyfirvöld í landinu að láta af hugmyndum um aö draga úr þess- ari þjónustu en heldur aö efla hana.“ IM Veiðistjóraembættiö: Umsóknirnar um veiðikort streyma frá veiðimönnum - búið aö gefa út um fjögur þúsund kort Veiðistjóraembættið á Akureyri hefur gefið út um íjögur þúsund veiðikort til veiðimanna. Sem kunnugt er þurfa veiðimenn nú samkvæmt lögum að hafa þessi kort upp á vasann ef þeir halda til veiða og gerist þeir sekir um veiðar án þess að hafa kortin verður veiði og búnaður gerð upptæk og ólíklegt að menn fái kort á veiðitímabilinu. Til mikils er því að vinna fyrir veiðimenn að hafa fengið kort áður en haldið er á veiðar. Ásbjörn Dagbjartsson, veiði- stjóri, segir að send hafi verið út bréf í sumar til um 18.000 byssu- leyfishafa í landinu. Raunar eru helstu skotveiðitímabilin ekki haf- in, þ.e. gæsa- og rjúpnaveiði, en lundaveiði er hafin og þegar hafa komið upp tilvik þar sem lögregla hefur skipt sér af leyfislausum veiðimönnum. Ásbjöm segist Ásbjörn Dagbjartsson, veiðistjóri, með bunka af umsóknum um veiði- kort á borði sínu. Veiðimenn hafa tekið vel við sér eftir að embættið sendi þeim veiðikortaumsóknir til útfyllingar. Mynd: BG renna blint í sjóinn með hversu margir byssuleyfishafar komi til með aó afla sér korta til veiða enda viti enginn hve stór hópur byssueigenda stundi veiðar reglu- lega. Gæsaveiðitíminn hcfst 20. ágúst næstkomandi og reiknar Ás- bjöm meó að fyrir þann tíma ber- ist mikið af umsóknum og aftur áður en rjúpnaveiðitíminn hefst í haust. Mikið hefur verið rætt um hvemig eftirliti með veiðum verði háttað en Ásbjöm segir það í höndum lögreglu og ekkert bendi til annars en strangt verði fylgt eftir að veiðimenn fari að settum reglum. Til að fá veiðikort þurfa byssu- leyfishafar að senda inn útfylltar umsóknir til veiðistjóraembættis- ins og greiða 1.500 kr. fyrir kort- ið. JOH Fyrirtækin sem borga mest f blaðinu í gær birtust upplýs- ingar um þau tíu fyrirtæki sem greiða mestan tekjuskatt. Eftir- taldir lögaðilar á Norðurlandi eystra greiða mest í ríkiskass- ann, þ.e.a.s. samtals álögð opin- ber gjöld: 1. KEA, Hafnarstræti 91-94, Akureyri. kr. 76.078.968 2. Akureyrarkaupst., Geislagötu 9, Akureyri. kr. 67.383.330 3. FSA, Eyrarlandsvegi, Akureyri. kr. 54.982.316 4. Útgerðarfélag Akureyringa, Fiskitanga kr. 44.524.080 5. Samherji hf., Glerárgötu 30, Akureyri. kr. 34.320.476 6. Celite ísland hf, Túngötu 1, Húsavík. kr. 24.366.078 7. Skinnaiðnaður hf, Gleráreyrum, Akureyri. kr. 23.710.613 8. K.Þ., Garðarsbraut 5, Húsavík. kr. 13.608.557 9. Sæberg hf., Aðalgötu 16, Ólafsfirði. kr. 12.033.571 10. Súlur hf., Oddeyrargötu 5, Akureyri. kr. 11.687.772 shv Kaupfélag Eyflrðinga er það fyrirtæki á Norðurlandi eystra sem grciðir mest í opinber gjöld. Fimm skattahæstu fyrirtækin eru á Akureyri. tregðu bæjarráðs að veita leyfi til lagningar vegar að Böggvisbraut sem stytta mundi aðgengið frá Dalvík verulega. Hann sé orðinn þreyttur á því að fá stöðugt neitun á nánast öllum sínum erindum hjá bæjaryfirvöldum þrátt fyrir að það útheimti engin útgjöld fyrir bæjar- sjóð. Því íhugi hann alvarlega bú- ferlaflutning frá Dalvík. Snorri gerir út togarann Dal- borgu EA-317 sem er á rækju- veiðum í Flæmska hattinum við Nýfundnaland. GG BDffpQai(IQ)2l QO íGD *BDDpafl| Laugardagur 29. júlf: Sýning á verkum eftir Hafliða Hallgrímsson opnar í Listasafn- inu. Hlynur Hallsson og Ásmundur Ásmundsson opna sýningu í Deiglunni. Sunnudagur 30. júlí: Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17. Madrigalkórinn í Heidel- berg syngur. Aðgangur ókeypis. Gönguferö um Oddeyri frá Gránufélagshúsunum kl. 13. Mánudagur 31. Júlí: íslensk sönglokka í Deiglunni kl. 21. Már Magnússon flytur ís- lensk sönglög. Miðvikudagur 2. ágúst: Tríó Reykjavíkur flytur verk eftir Hafliða Hallgrímsson í Listasafn- inu kl. 20.30. Sýningar: Listasafniö á Akureyri: Jón Gunnar Árnason og Hafllði Hallgrímsson. Myndtistarskótinn á Akureyri: Sumar '95 Giugginn: Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir Café Karoiína: Dagný Sif Ein- arsdóttir. r---------^ Faxtæki Fyrir venjulegan pappír Tilbodsverð frá kr. 79.900 Minni faxtæki frá kr. 32.900 tClvutæki Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 L________________A

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.