Dagur - 29.07.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 29.07.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 29. júlí 1995 í VINNUNNI HJÁ SNÆDÍSI SNÆBJÖRNSDÓTTUR, LEIÐSÖCUMANNI Sumaríð kemur með ferðamönnunum „Ég held aö flestir séu sammála um að langferðimar séu skemmti- legri. Þetta eru 10-12 daga ferðir, sem þýðir lengri fjarvera frá fjöl- skyldu en á móti kemur að tengsl- in viö farþegana verða öðruvísi og andinn skemmtilegri. Leiðsögu- maðurinn kemst í nánari tengsl við fólkið og það kynnist líka inn- byrðis," segir Snædís Snæbjöms- dóttir, leiðsögumaður á Akureyri um starf sitt. Á heimilisfong hjá ótal fólki úti í heimi „Það skapast oft mikil tengsl milli leiðsögumanna og farþega sem haldast áfram. Fólk sendir leið- sögumönnunum póstkort, jafnvel gjafir og sambandið getur haldist í mörg ár. Sjálf er ég ekki dugleg við þetta en samt held ég enn sam- bandi við hjón í Frakklandi sem fóru með mér í fyrstu langferðina mína árið 1989. Þau senda mér jólakort á hverju ári og minna mig á að ég sé alltaf velkomin í heim- sókn til þeirra. Ég hef heimsótt tvær fjölskyldur í Frakklandi sem ég kynntist í gegnum starfið. Svo á ég heimilisföng hjá ótal fólki, út um heim, þó aðallega í Frakk- landi, Englandi og Bandaríkjun- um.“ Spurt um kindur og félagslega kerfið Leiðsögumannsstarfið er fjöl- breytt, enginn dagur eins. Ferðim- ar eru misjafnlega langar og mis- jafnt hvert er haldið. Snædís segir að á dæmigerðum vinnudegi þeg- ar skemmtiferðaskip er í höfn á Akureyri sé haldið af stað með farþegana austur í Mývatnssveit. „Eitt af því sem okkur er kennt í leiðsögumannaskólanum er að kunna að þegja. Leiðsögumenn eru því ekki talandi allan tímann heldur gefa þeir farþegunum færi á aó spyrja. Éf haldið er af stað frá Akureyri þá er vaninn að stoppa á útskotunum á móti bænum og gefa færi á myndatökum. Síðan er ekið að Goðafossi og á leiðinni þangaó er til dæmis hægt að tala um umferðina, veðrið og mótun landsins. Við Goðafoss er tilvalið að tipla á sögunni og tala um Þor- geir ljósvetningagoða, síðan er hægt að tala um fjöllin á leiðinni yfír Fljótsheiðina og í Reykjadal er hægt aó víkja að jarðhitanum eöa skólunum. Þegar komið er í Mývatnssveit kemur að jarðfræð- inni og fuglalífinu. Við göngum um á Skútustöðum, í Dimmuborg- um, skoóum Grjótagjá, Náma- skarð og förum upp að Víti ef tími gefst til. Á heimleiðinni getur fólk svo komið með spumingar og þær eru, fjölbreytilegar eins og vió er að búast.“ - Um hvað er spurt? „Mér flnnst það vera svolítið mismunandi eftir þjóóemum. Frakkamir spyrja til dæmis um fé- lagslega kerfið, þjónustuna og hvað Islendingar hafa í laun og svo framvegis. Síöan koma stund- um spumingar um kindumar sem sjást við vegina og þá kannski hvers vegna þær eru oft þrjár og þrjár saman. Spumingamar snúast oft um eitthvað sem fólk er ekki vant úr sínu umhverfi og stundum getur verið einhver misskilningur á ferðinni og við þurfum að gæta okkar ef þær em miður viturlegar. Stundum koma líka spumingar sem maóur verður hissa á eins og til dæmis fyrir skömmu þegar maður í rútunni spurði mig hvers vegna ég hefði ekki talað um bergmál. Þetta fannst mér skrýtin spuming og svaraði loks að mér hefði aldrei dottið það í hug vegna þess að fyrir mér væri bergmál eitthvað jafn sjálfsagt og himininn og sólin. Skýringin var þá sú að hann hafði farið í ferð til Irlands og þar hafði leiðsögumaðurinn rætt um bergmál.“ Réttindi fengin í leiðsögumannaskóla Leiðsögumenn fá réttindi sín eftir aó hafa gengið í gegnum slíkan skóla í kvöldskóla í Reykjavík í einn vetur. Svæðisbundin réttindi em líka veitt með námskeiðum út um landið. „Síðan er þetta stöðug símenntun. Við reynum að lesa okkur til og við leiðsögumenn fyr- ir norðan höfum verið þokkalega dugleg vió að hittast, halda fræðslufundi eóa fara í ferðir. Þar höfum vió notió góðs af Sérleyfis- bílum Akureyrar sem hafa hjálpað okkur mikið.“ Snædís er leiðsögumaður meö franska og enskumælandi hópa, auk spænskra hópa. Hún hefur lært þessi tungumál og var um tíma bú- sett erlendis. I leiðsögnina fór hún til að nýta tungumálakunnáttuna en líka ti 1 aö fá útrás fyrir ferðaáhug- ann. „Ég held að það fari saman hjá öllum. Þetta verður að bakteríu og manni finnst sumarið ekki kom- ið fyrr en feróimar byrja. Flestir leiðsögumenn fá tómarúmstilfinn- ingu á haustin þegar vertíðinni lýk- ur. Það er óhætt að segja að þetta sé vertíð því þetta er svo stuttur tími sem þetta stendur yfir.“ JOH MATARKRÓKUR Eitthvað létt eftir allan gríllmatínn Dóróthca ásamt Sæunni dóttur sinni. Mynd: BG „Ég ákvað að bjóða upp á eitt- hvað létt eftir allt þetta grill,“ sagði matarkrókskokkurinn okk- ar í dag, hún Dóróthea Elva Jó- hannsdóttir. Dóróthea er nýkom- in í bameignarfrí en hún hefur unnið í 4 ár hjá Fiskmiólun Norðurlands. Maðurinn hennar heitir Þórir Mattíasson, sölustjóri hjá Sæplasti, og eiga þau tvær dætur, Sæunni 5 ára og Kolfinnu 2 mánaða. Dórothea býður lesendum upp á rækjupæ, grænmetis Cous Co- us, ostabrauó og bláberjatertu í eftirrétt. Rækjupæið fékk Dórót- hea upp úr dönskum bækling og er það gott bæði heitt og kalt og mjög vinsælt á hennar heimili. Grænmetis cous cous er réttur frá Frakklandi. „Hann er mjög góður með öllum mat, bæði fisk- og kjötréttum“ sagði Dóróthea. I tilefni þess að tími berjatínslu er á næsta leiti er eftirrétturinn blá- berjaterta. „Rosalega fljótleg en agalega góð.“ Rœkjupœ 500g ópilluð fersk rœkja (ca. 150g pilluð) 200g Fetaostur 'A tsk. organo 1 rif hvítlaukur 3 egg 2 'Adl rjómi Pillið rækjuna og þerrió vel. Myljið fetaostinn og dreifið yfir botninn. Rækjunni raðað ofaná. Egg, rjómi og krydd þeytt létt saman og hellt yfir. Bakað í 35 mínútur við 200° C. Pœdeig 150g hveiti lOOg smjör lOOg súrmjólk Hnoðió öllu saman og breiðið út í eldfast hringlaga mót (ca. 24 cm.). Pikkið botninn og forbakið í 10 mínútur við 200° C. Ef tíminn er naumur má nota til- búiö pædeig úr pakka. Grœnmetis Cous Cous 250g Cous Cous 4 tómatar 1 laukur 1 grœn paprika 1 rauð paprika 'A-l sítróna A tsk. salt 2-2'Adl soðið vatn Cous Cous grjónin sett í stóra skál, sjóðandi vatni hellt yfir og hrært vel í á meðan. Safi af sí- trónu og salt sett útí. Þetta þarf að hræra vel á meðan grjónin eru aö drekka í sig vökvann. Betra að setja ekkí of mikið vatn svo grjónin verði ekki of blaut. Grænmeti brytjað mjög smátt (eins smátt og þú hefur þolin- mæði til). Brytjað grænmeti sett út í og blandað vel. Best að geyma í 2-4 klukku- stundir í kæli í lokuðu íláti áður en borió er fram. Ath! Grjónin drekka í sig vökva af grænmetinu. Því skal passa að hafa þau ekki of blaut áður en grænmetið fer útí. Ostabrauð 25g ger 3 3A dl vatn 1- 2 tsk. salt 2 dl rúgmjöl 6-7 dl hveiti 150g ostur (að eigin vali) 1 lítill laukur rjómi til penslunar Myljið gerið og hrærið þaó útí 1 dl af volgu vatni. Bætið í það salti, vatni, rúgmjöli og hveiti. Hnoðið og látió hefast á volgum staö í 30 mínútur. Hnoðið lauki og osti í deigið . ásamt nokkru hveiti. Mótið deigió í kúptan hleif og látið hefast á ný í u.þ.b. 30 mínútur. Penslið meó rjóma og sáldrið þunnu lagi af hveiti yfir það og bakið í 45 mín- útur á 200° C. Látið kólna á rist. Bláberjaterta (handhrœrð) lOOg smjör 2 dl sykur 2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur 2 egg Fylling: 2- 3 dl fersk bláber flórsykur (til skrauts) Bræðið smjörið og kælið. Blandið öllu útí og handhrærið þar til deigið er kekkjalaust. Hell- ið í smurt form og sáldrið berjum ofaná og bakið við 175° C í 25- 30 mínútur. Látiö kökuna kólna í forminu og sigtið flórsykri yfir áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma eða ís. AI VERÐl YKKUR AÐ GÓÐU!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.