Dagur - 29.07.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 29.07.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. júlí 1995 - DAGUR - 15 UTAN LANDSTEINA SÆVAR HREIÐARSSON £/ískutryllir ◄ Michael og Diandra Douglas hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu. «y^íiljarða skilnaður Leynilegur ástafundur leikarans Michael Douglas á hóteli í Los Angeles gæti kostað hann 10 milljarða króna. Ef svo fer sem horfir verður skilnaður hans við eiginkonuna sá kostnaðarsamasti í langri sögu stjömuskilnaða í Hollywood. Diandra Douglas mun ekki fara alsnauð úr hjónabandi sínu við leikarann því samkvæmt lögum í Kalifomíufylki fær hún helming allra eigna þeirra hjóna. Diandra yfirgaf Michael í júní eftir að hafa komið að hinum kynóða Mikka í rúminu með ástkonu sinni á Be- verly Wilshire hótelinu í Los Angeles. Fyrir þremur árum kom Diandra að honum í bólinu með sömu konu á sama hóteli en þá lofaði hann öllu fögru og fór í meðferð vegna kynlífsþráhyggju sinnar. Frú Dougías hefur farið fram á að fá 3,5 milljaróa af bankabók eiginmanns síns auk þess sem hún vill fullt forræði yfir 15 ára syni þeirra, Cameron. Þar við bætist að hún heimtar Iandar- eign þeirra á Majorca, sem metin er á 500 milljónir, 350 milljón króna glæsibýli þeirra í Santa Bar- bara og fjallakofann þeirra við skíðasvæðið í Aspen í Colorado- fylki, sem metinn er á 100 milljón króna. Þetta er þó ekki allt því hún Christy Turlington í Evuklæðum. Fyrirsætumar Elle Macpherson, Claudia Schiffer og Naomi Camp- bell opnuðu í sumar nýjan veit- ingastað í New York sem kallast The Fashion Cafe og ef vel tekst til er ætlunin aö í framtíðinni verði veitingahúsakeðja sem ber þetta nafn. Með þessu eru þær að feta í fótspor leikaranna Bruce Willis, Amold Schwarzenegger og Sly Stallone, sem reka saman Planet Hollywood keðjuna og fá þar vænan vasapening. Rétt eins og hjá Hollywood-hetjunum er The Fashion Cafe skreytt með þekktum munum úr starfsgrein- inni og nú er ætlunin að slá þeim Bruce, Amie og Sly við. Nú er í smíðum talandi gína sem er ná- kvæm eftirlíking af ofurfyrirsæt- unni Christy Turlington. Gínan sú mun bjóða gesti velkomna á stað- inn auk þess sem hún fræðir nær- stadda.um allt það nýjasta í tísku- heiminum. ulldrengurinn genginn út Gulldrengurinn Brad Pitt hyggur á hjónaband á næstunni. Sú heppna heitir Gwyneth Paltrow en þau kynnust við tökur á myndinni Se- ven fyrr á þessu ári. Hann hefur ekki sagt frá þessu sjálfur opinbcr- lega en tilvonandi tengdamamma hans, Blythe Danner, gat ekki þagað yfir trúlofun dóttur sinnar. Hann er sá indælasti af þeim drengjum sem dóttir mín hefur kynnt fyrir mér, sagði tengdó. fer einnig fram á að fá helming hagnaðar af næstu 12 myndum kappans og er það talinn stóri vinningurinn. Stuttu áður en upp úr hjónabandinu slitnaði skrifaði Michael undir samning um að framleiða tólf myndir ásamt við- skiptafélaga sínum, Steve Reut- her. Saman söfnuðu þeir 35 millj- örðum til að fjármagna kvik- myndageróina og er reiknað meó um 3 milljörðum á hverja mynd. Ef vel tekst til gæti hver mynd fimmfaldað þessa upphæð. Diandra er sögð eitilhörð í við- skiptum og fái vanalega það sem hún vill. Það er ekki að ástæðu- lausu sem hún gengur almennt undir viðumefninu hnetubrjótur- inn í Hollywood. Aó undanfömu hefur Michael reynt að friða kellu enda mikið í húfi. Lögfræðingur leikarans segir þau enn vera að leita sátta og ekki sé ólíklegt að þau taki saman á ný enda er þetta í þriðja sinn í 18 ára hjónabandi sem Diandra yfirgefur hann og hótar skilnaói. C^yrir neðan beltisstað Courteney Cox bregður á leik með einum mótleikara sínum í Friends, David Schwimmer. É ^/C hraðri upp'e® Stöð 2 hefur í kvöld sýningar á þáttunum Friends eða Vinir, sem voru í hópi allra vinsælustu sjón- varpsþátta í Bandaríkjunum síó- asta vetur. Þar fer fremst í flokki leikkonan Courteney Cox, sem orðin er 31 árs og er á hraöri upp- leið vestan hafs. Nýlega sagði hún skilið við sambýlismann sinn síð- ustu fimm árin, Michael Keaton, fyrrum leðurblökumann, og er nú laus og liðug og í karlmannsleit. Fyrir skömmu var myndin First Knight frumsýnd vestan hafs og þar var henni og aðalleikaranum Richard Gere vel til vina og sat hún í kjöltu Gere lengi vel. Engar sögur fara af framhaldinu en eitt er víst að þetta uppátæki hennar vakti verðskuldaða athygli: Cox hóf ferilinn sem fyrirsæta en snéri sér síðan að leiklistinni. Stóra tækifærið fékk hún þegar hún lék í tónlistarmyndbandi rokkarans Bruce Springsteen, Dancing in the Dark og í kjölfarið komst hún að í sjónvarpsþáttunum Family Ties, sem nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Síðan fylgdu smáhlutverk í sjón- varps- og bíómyndum allt þar til hún fékk eitt aðalhlutverkið í myndinni Ace Ventura: The Pet Detective. Þar lék hún á móti ann- arri rísandi stjömu, Jim Carrey, og segir sagan að hún hafi verið gæludýrið hans á meðan tökur stóðu yfir. Brad í Legends of the Fall, scm hefur verið til sýninga í Borgarbíói. Það hefur gengió á ýmsu hjá spaugur- unum Tom Amold og Roseanne Barr síðan þau skildu á síðasta ári. Ásakan- ir gengu á víxl og illkvittin ummæli þeirra um hvort annað voru daglegt brauð í bandarískum fjölmiðlum. Roseanne þótti ekki mjög sanngjöm í baráttunni og hitti fyrir neóan beltis- stað í orðsins fyllstu merkingu. Hún kom fram í sjónvarpi og lýsti því yfir aó karlmannleg tól fyrrum eiginmanns sins hafi verið af smærri gerðinni og engan veginn fullnægjandi. Amold tók þessum ummælum með stakri ró. Þegar við vorum gift talaði hún iðu- lega um hversu stór hann var, svaraði Amold þegar þetta var borið undir hann. En eins og ég segi alltaf þá virð- ist jafnvel 747 breiðþota lítil þegar hún lendir í Miklagljúfri, og þótti samlíkingin hitta beint í mark. Amold virðist aðeins hafa þroskast og er hættur að láta stór orð falla um fyrrum eiginkonu. í staðinn eru þaó ljúf- ar kveðjur sem hann sendir Roseanne og þakkar henni fyrir að bjarga sér frá skammlífi þeg- ar hún hjálpaði honum að hætta að drekka og neyta eiturlyfja. Eg átti stefnumót við dauðann og gat ekki stöðvað mig, sagði Tom í viðtali fyrir skömmu. Án henn- ar væri ég sennilega ekki á lífi í dag, sagði Tom, scm að undan- fömu hefur verið í Toronto í Kanada við tökur á mynd- inni The Stupids. Um síð- ustu helgi gekk hann í það heilaga öðru sinni þegar hann giftist háskólaneman- um Julie Lynne Champn- ella, sem er 14 árum yngri en hann. Tom Arnold lætur ekki hæðast að karlmennsku sinni. ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.