Dagur - 29.07.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 29.07.1995, Blaðsíða 13
POPP Laugardagur 29. júlí 1995 - DAGUR - 13 MAGNÚS CEIR dUÐMUNDSSON Uxi ’95: Stórhátíð í nánd Eins og fram hefur komið hér á síðunni er nú á döfinni einn stærsti popptónlistarviðburóur, sem fram hefur farið á Isiandi, Uxi ’95, þar sem um 40 hljóm- sveitir, tónlistarmenn og plötu- snúðar munu koma fram. Mun há- tíóin fara fram um verslunar- mannahelgina, næstu helgi við Kirkjubæjarklaustur, í landi Merk- ur skammt ofan við byggðina á Klaustri. Hefjast herlegheitin á föstudeginum 4. og enda á aðfara- nótt þess 7. Meðal þeirra sem fram koma Sem fyrr sagði verða um 40 nöfn sem troóa upp á hátíóinni. Mun skiptingin milli íslenskra og er- lendra þar vera nokkuð jöfn, en þeirra helst eru eftirfarandi: Blue, Drum Club, Prodigy, Chapter- house (ein sú besta í „indio“ poppinu breska), Bandulu og At- ari Teenage Riot (frá Þýskalandi) eru meóal erlendu gestasveitanna, en einnig verða „snúðar" á borð við Chris Needs (hefur m.a. unnió með Primal Scream) og J. Saul Kane/Deptht Charge, einnig á svæðinu. Islensku tónlistarmenn- irnir verða ekki af lakara taginu. Þar ber Björku hæst, hciðursgest hátíðarinnar, en ásamt henni verða Unun ásamt Páli Oskari, Bubbi og Rúnar (GCD), 3tol (Egill Ólafs- son, Sigurður Gröndal og Ingólfur Guðjónsson), SSSól, Exem (nýtt tvíeyki, þar sem Einar Melax fyrr- um Sykurmoli er annar helming- urinn), Funkstrasse, T-World, Bubbleflies og Lhooq (með Emil- íönu Torrini sem gestasöngkonu). Hátíðin er nú þegar farin að vekja fulltrúar margra tónlistarblaða mikla athygli erlendis og hafa m.a. boðað komu sína. Þá mun ÖHEIMII. fólk frá MTV sjónvarpspoppstöð- inni einnig koma og taka upp. Síð- ast en ekki síst mun útgáfufyrir- tækið Volume, sem m.a. gefur út samnefndar safnplötur, taka allt saman upp og gefa út á tvöfaldri safnplötu. Henni mun síðan fylgja vegleg bók um hátíðina, Island og sitthvað fleira. Safnplata Talandi um safnplötur, þá hefur safnplata með 10 af þeim sveitum sem fram koma á Klaustri nú ver- ið gefin út. Nefnist hún Kirkju- bæjarklaustur - Joumey To The Top Of The World og eru á henni 5 íslensk og erlend lög. Islensku lögin eru meó Lhooq, Fu'nkst- rasse, 3tol, SSSól og Popplandi, hljómsveit Björns Jörundar úr Ný dönsk, en þau erlendu eru með Depht Charge, Drum Club, Band- ulu, Blue og Atari Teenage Riot. Verður þessi plata án efa merkur minjagripur um hátíðina þcgar fram líða stundir, en ef vel tekst til er aldrei að vita nema að hægt verði að endurtaka Icikinn. Rage Against The Machine leggur nú síð- ustu hönd á nýju plötuna. ■■■fc ■ ■ ■ - ■ Reioisveitin að rumska Frá því fjórmenningamir í Rage Against Tlie Mac- hine sendu frá sér sam- nefndan fmmburð sinn í ársbyrj- un 1993, hafa vinsældimar vaxió stig af stigi og nafn hljómsveitar- innar orðið þekkt um allan heim. Auk kraftmikillar tónlistar og textanna hárbeittu sem prýða hana, er það ekki hvað síst trú- veróug framkoma og hispursleysi þeirra Zack De La Rocha söngv- ara, Tom Morello gítarleikara, Timmy C. bassaleikara og Wilk trommara í orði jafnt sem á borði, sem hefur skapað þeim vinsældimar, en í þeim efnum hafa þeir heldur betur skorið sig úr meðal flestra annarra rokk- sveita. Frægt er það til dæmis orðið þegar þeir félagamir gerðu sér lítið fyrir á Lollapallozzatón- leikaferóalaginu um Bandaríkin í júlí 1993 og komu fram naktir í heilar tólf mínútur til að mót- mæla ritskoðun. Eftir að sveitin tók sér loks frí síðastliðið sumar frá tónleikahaldi í meira en eitt og hálft ár, brá De La Rocha sér síðan frá í april sl. í sjálfboóa- vinnu sem friðargæsluliði milli frumbyggjahópa og stjómvalda í Mexíkó. Vegna þessara starfa hans, sem vart er hægt aó ímynda sér að margir aðrir frægir rokkar- ar myndu hafa sig út í, hversu góðir þeir gæfu sitt út fyrir að vera, hefur útgáfa á annarri plötu RATM tafist nokkuð. Hófu þeir félagamir upphaflega að vinna plötuna í nóvember í fyrra og var þá gert ráð fyrir að hún kæmi út í vor. Nú er hins vegar búist við að hún komi út í október, en loka- upptökur fara nú fram þessa dag- ana í Los Angeles. Aó sögn þeirra sem fengið hafa að heyra, veróur um hraðari og pönkaðari plötu að ræða en þá fyrri, en með ótvíræðum RATM blæ. Ef til vill rappað pönk, hver veit? EMF réttir aöeins úr kútnum. EMF í fimmta sæti breska smáskífulistans Nýbylgjusveitin kraftmikla og breska, EMF, sló rækilega í gegn með plötunni Schubert Dip árió 1991 og það ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Hún hefur síðan ekki náð aó fylgja þeim vinsæld- um fyllilega eftir, en hefur þó haldió ágætlega í horfinu. Nú fyrir einum þremur vikum fór sveitin t.d. beint í fimmta sæti breska smáskífulistans með túlkun sína á Aerosmith, Pixies, Breeders, Min- istry og Extreme, eru allt dæmi um frægar hljómsveitir sem meira og minna eiga rætur að rekja til Bostonborgar í Bandaríkjunum. Um þessar mundir vekur svo enn ein sveitin þaðan mikla athygli og þá ekki hvað síst vegna sérstæðrar hljóðfæraskipunar. Nefnist sveitin Morphine og er tríó, skipað saxa- fónleikara, trommara og tveggja strengja bassaleikara. Er þetta furðuleg samsetning, en kemur glettilega vel út og er tónlistin framsækin, af einhvers konar ný- bylgjumeiði. Kom fyrir stuttu ný plata með Morphine sem nefnist Yes og þar áður smáútgáfa með laginu Honey White ásamt þremur aukalögum. Ættu þeir sem áhuga hafa á að kynna sér eitthvað nýtt, að gefa Morphine gaum. gamla Blow Monkeeslaginu, I’m A Believer. Er þar um bráð- skemmtilega útgáfu aó ræöa sem hristir vel upp í þessum gamla smell. Ný plata frá Blind Melon Eftir miklar vinsældir lagsins Rain og góðrar sölu fyrstu plötunnar, er nú rokksveitin poppaða, Blind Melon, loks að koma meó sína aðra plötu. Ber hún titilinn Soup og er útgáfudagur 7. ágúst. Fyrsta smáskífan með laginu Galaxie, leit dagsins ljós nú á mánudaginn var. Wolfman Jack allur Einn af frægustu og vinsælustu plötusnúðum heims og jafnframt útvarpsmaður, Wolfman Jack, rétt nafn Robert Smith, er nú allur. Lést hann úr hjartaáfalli fyrir skömmu og var 56 ára. Viður- nefnið, Wolfman, Úlfmaðurinn, mun hann hafa fengið vegna radd- beitingar í kynningum, sem voru einhvers konar blanda af öskri og ýlfri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.