Dagur - 26.08.1995, Side 9

Dagur - 26.08.1995, Side 9
Laugardagur 26. ágúst 1995 - DAGUR - 9 Golfklúbbur Akureyrar 60 ára Inga Magnúsdóttir, til vinstri á myndinni varð Akureyrarmcistari í kvennaflokki tíu sinnum, við hlið hennar standa Andrea Asgrímsdóttir og Björn Axelsson sem bæði hafa borið þann titil. Tveir góðir. Magnús Guðmundsson var óumdeilanlega besti kylflngur landsins á fyrri hluta sjöunda áratugarins og Björgvin Þorsteinsson sem ein- okaði kcppnina í karlaflokki tveimur áratugum síðar. Landsmót: Akureyringar með 18 meistaratitla - þar af Magnús Guðmundsson og Björgvin Þorsteinsson með ellefu titla Magnús Guðmundssun og Björgvin Þorsteinsson hafa haldið merki GA hátt á lofti enda voru þessir afreksmenn injög sigursælir. Samtals hrepptu þeir íslandsmeistaratit- ilinn ellefu sinnum. Björgvin getur státað af sex ís- landsmeistaratitlum í karlaflokki. Sem krakki fór hann að venja komur sínar á völlinn í Þórunnar- stræti ásamt félögum sínum. Hann vann sinn fyrsta íslandsmeistara- titil 1971, þá átján ára og fimm í viðbót áttu eftir að fylgja í kjölfar- ið á árunum 1973- 1977. Magnús Guðmundsson varð fimmfaldur Islandsmeistari í karlaflokki. Fyrsti titillinn kom 1958 og síðan var hann ósigraður á landsmótunum 1963-1966 eða þangað til hann flutti af landi brott 1967. Alls hafa Akureyringar átján sinnurn orðið Islandsmeistarar í karlaflokki í golfi en þeir eru; Sig- tryggur Júlíusson (1946), Jón Eg- ilsson (1949), Birgir Sigurðsson (1952), Hermann Ingimarsson (1955), Gunnar Sólnes (1961 og 1967) og Sigurpáll Geir Sveinsson (1994). Stutt ágrip af sögu GA ■ Helsti hvatamaðurinn að stofnun GA var Gunnar Schram, símstjóri og gegndi hann starfi formanns fyrstu níu árin. ■ Starfi klúbbsins má skipta í þrjú æviskeið: 1. Á Gleráreyrum 1935-46 2. Á nýræktarvelli við Þórunnar- stræti 1946-70 3. Á Jaðarsvelli 1971- ■ Fyrsti golfvöllurinn var lítil leigu- spilda á Gleráreyrum, ekki fjarri því sem Slippstöðin er nú. Hann var að- eins sex holur og þurfti að slá kúluna þrisvar yfir Glerá í hverjum hring. Hann var aðeins 1050 metra langur. ■ Fyrstu ársgjöldin voru krónur 20 fyrir einstaklinga en 30 krónur fyrir hjón. ■ Fyrstir til að fara holu í höggi voru þeir Gunnar Hallgrímsson tannlæknir og Sigtryggur Júlíusson árið 1944 á Glerárvellinum. ■ Fyrsta Akureyrarmótið var haldið árið 1938 og þá sigraði formaðurinn GunnarG. Schrant. ■ Annar golfvöllurinn, við Þórunn- arstræti, var keyptur fyrir forgöngu Helga Skúlasonar og kostaði rúm- lega 55 þúsund krónur. ■ Fyrsta Islándsmótið sem haldið var í golfi á Akureyri var 1946 og sigraði þá heimamaðurinn Sigtrygg- ur Júlíusson. ■ Fyrsti þjálfarinn, Waliy Arnesen kom til starfa níu dögum eftir stofn- un klúbbsins. Kennslan fór að mestu fram bæði úti og ittni þvt rok og rigning var ríkjandi í bænum þessar fyrstu golfvikur. ■ Fyrsta keppnisför íslenskra kylf- inga til útlanda var farin árið 1946 til Svíþjóðar og Dannterkur. Af átta keppendum voru tveir úr GA, þeir Gunnar Hallgrímsson og Jörgen Kirkegaard. ■ Fyrsta keppnisför landsliðsins var til Skotlands árið 1958 og var helm- ingur keppenda frá GA, þeir Magnús Guðmundsson og Hermann Ingimarsson. ■ Þann 17. september 1966 tók Helgi Skúlason fyrstu skóflustung- una að Jaðri. ■ Formaður á þeim merku tímamót- um var Páll Halldórsson. Nýr for- maður 1967, Frímann Gunnlaugsson dreif áfram alla undirbúningsvinnu sem var undir stjóm Magnúsar Guð- mundssonar og Sigtryggs Júlíusson- ar. ■ Nýi völlurinn að Jaðri var form- lega vígður þann 29. ágúst 1970 með heillaóskum og upphafshöggi Gunn- ars Schram. Ráðist var í viðbygg- ingu við íbúðarhúsið að Jaðri, undir stjóm Gísla Braga Hjartarsonar. ■ Árið 1975 var haldið landsmót á Akureyri og vegleg 40 ára afmælis- hátíð. ■ Vt'gður var átján holu golfvöllur 22. ágúst árið 1981 og sló Hafliði Guðmundsson fyrsta höggið. ■ Árið 1985 var félagsheimilið tek- ið í notkun, haldið landsmót og af- mælishóf. ■ Enskur golíkennari, David Barn- well, hóf störf hjá GA 15. apríl 1986. Hann hefur unnið ómetanlegt uppbyggingarstarf fyrir unga kylf- inga og segja má að einkenni síðustu ára séu framsókn nemenda hans. ■ Árið 1986, var í fyrsta sittn haldið hér alþjóðlegt mót - Arctic open. ■ Árið 1988 varð Inga Magnúsdóttir Akureyrarmeistari kvenna, tíunda árið í röð. ■ Fyrsti kvennameistari GA var Karólína Guðmundsdóttir 1973 og 1974. ■ Árið 1989 var gerður lítill bráða- birgðavöllur, suður við Melgerðis- mela, stundum nefndur „Villa park.“ Hann var gerður sökum mikilla snjó- þrengsla í bænum þetta vor. ■ Árið 1992 hélt hinn heimskunni kylfingur, Jack Nicklaus, sýningu við Jaðar. ■ Árið 1995 vann Björgvin Þor- steinsson það einstæða afrek að keppa 32. skiptið í röð á lslandsmóti. - HS Dátinn var skotinn niður Fyrsta klúbbhúsið sem Gollklúbbur- inn eignaðist var aðeins 3X5 fer- metrar að stærð. Það kom við sögu í síðari heimsstyrjöldinni þar sem einn hermaður var skotinn niður. Breskur dáti gægðist framhjá húsinu til að virða fyrir sér leikinn og kaup- maður nokkur sem var að leik hæfði hann með golfkúlu og hné hann nið- ur. Hann hresstist þó brátt og næstu vikurnar fékk hann góða og ódýra þjónustu í Versluninni Esju, svo góða að hann taldi þetta golfliögg kaupmannsins í Esju hafa verið sitt stóra „lucky strike.“ Góðar gjafír á afmælinu Gollklúbbi Akureyrar bárust góðar gjafir á afmælinu. Fjölskylda Ragn- ars Steinbergssonar, fyrrverandi for- manns færði klúbbnum fagran veggskjöld í minningu lians, með þökkum fyrir þær mörgu ánægju- stundir sem hann átti í stjórnarstörf- um og keppni á vegum klúbbsins. Þá fékk klúbburinn að gjöf golfsett frá Sverri Ragnars. Settið var eitt af þeim fyrstu sem bárust til Akureyr- ar. Tölurnar 9 og 18 Tölumar 9 og 18 eru nátengdar golfíþróttinni enda eru vellir yfir- leitt með níu eða átján holur. Þessar tölur tengjast einnig sögu GA á margan hátt. Upphafsárið, 1935 hef- ur þversummuna 18. Fyrsti formað- ur klúbbsins sat í níu ár og Helgi Skúlason, sá næsti eftir í sama árafjölda og sömu er að segja um Frímann Gunnlaugsson sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra hjá Golfsambandinu. Þá kom fyrsti þjálfarinn til klúbbsins, níu dögum eftir stofnun hans. Karólína Guðmundsdóttir: Gunnar Schram. Golfið er eilífðarglíma, en óskaplega skemmtilegt Ragnar Steinbergsson. „Það var mikið búið að suða í mér að læra þetta, en þá var ég ennþá að keppa á skíðum og fannst lítið „fútt“ í því að læra golf. Svo kom annað á daginn þegar ég fór að glíma við þetta. Golfið er eilífðar- glíma, en óskaplega skemmtilegt,“ segir Karólína Guðmundsdóttir, fyrrum íslandsmeistari á skíðum og fyrsti Akureyrarmeistarinn í kvennallokki. Karólína segir að fyrstu kynni sín af golfinu hafi verið 1971 en hún hafi síðan byrjað að spila fyrir alvöru næstu ár á eftir. „Við vorum aðeins fjórar eða fimm konumar sem spiluð- um golf, en ég fann aldrei annað en vinsamlegt hugarfar í okkar garð. Karólína Guðmundsdóttir. Sjálfsagt hefur ekki öllum körlunum litist á þetta; hvað við værum að flækj- ast þama, en konum hefur fjölgað mikið frá því að ég steig mín fyrstu spor á golfvellinum.“ Karólína segist leika mikið golf og eftirvæntingin fyrir að komast út á golfvöll hafi ekkert breyst frá því fyrir rúmum tveimur áratugum þegar hún fyrst byrjaði að slá hvíta boltann. En er einhver munur á golfinu þá og nú? „Eg mundi segja að andinn sé öðruvísi. Það er allt orðið miklu frjáls- legra og léttara yftr öllu. Margir karl- amir tóku þetta fullalvarlega og þegar unglingamir voru að byrja niður á gamla velli voru þeir stundum reknir heim; sagt að vera ekki að flækjast fyrir.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.