Dagur - 26.08.1995, Síða 13
Laugardagur 26. ágúst 1995 - DAGUR - 13
POPP
MACNÚS CEIR CUÐMUNDSSON
FRÆGÐARDRAUGUR
VAKINN UPP
Eitt af því sem einkennt hefur
breska popp- og rokktónlist a.m.k.
á seinni árum og jafnframt gert
það heillandi, eru hinar ýmsu
bylgjur, straumar og stefnur, sem
komið hafa og hnigið á vissum
tímaskeiðum. Má segja aó árin um
og eftir 1980 séu einna mest áber-
andi í þessum efnum, en á því
tímabili var sköpunargleðin og
gróskan gríðarlcg. Nýrómantíkin
með sveitir á boró vió Depcche
Mode, OMD, Human League og
Ultravox í fylkingarbrjósti og
Nýja breska þungarokksbylgjan
með Iron Maiden, Judas Priest
o.fl. fremstar í flokki, eru tvö ólík
dæmi um tónlistarstefnur sem risu
upp til hæstu hæða á þessu tíma-
bili og þriðja dæmið er svo hið
svokallaóa „nýpopp“, melódískt
og léttleikandi gítarpopp, sem
hljómsveitir á borð við Heaven
17, Haircut 100, ABC og síðast en
ekki síst Orange Juice.
12 ára hlé
Orange Juice náði töluverðum
vinsældum og komst m.a. í innsta
hring, þáttinn fræga Top Of The
Pops, með lagið Rip it up árió
1983 m.a. Þetta var árið 1983 og
þótti framtíð hljómsveitarinnar
vera björt. En aðeins um tveimur
árum seinna var hún hins vegar öll
og má raunar segja að fyrir utan
Haircut 100 hafi örlög hinna ný-
poppssveitanna orðið svipuó. Nú á
þessu ári, 1995, tólf árum eftir að
Orange Juice voru síðast í sviðs-
ljósinu, hefur söngvari þessarar
skoskættuðu sveitar, Edwyn Coll-
ins, allt í einu eins og hendi hafi
verið veifað, slegið í gegn svo um
munar. Lagið hans A Girl Like
You hefur á undanfömum vikum
verið eitt það vinsælasta í Bret-
landi, smáskífan meö því selst í
yfir 200.000 eintökum og víðar,
m.a.s. hérlendis, hefur það cinnig
slegið rækilega í gegn. Platan meó
laginu, Gorgeous George, hefur
svo selst vel, eða í yfir 200.000
eintökum á aðeins um mánuði frá
því hún kom út.
Ekki sóst eftir frægðinni
En þótt frægðarljóminn leiki nú
aftur um Edwyn Collins með
þessum sérstæða hætti, virðist
honum ekki hafa verið svo mjög
umhugað að ná fyrri athygli. Hef-
ur hann lítið borist á þau tíu ár
sem liðin eru frá því Orange Juice
hætti. Hann hefur að vísu ekki
hætt í tónlistinni, gefið út tvær
aðrar einherjaplötur, en þær fóru
ekki hátt og voru „óháðar“ útgáfur
í smáu sniði. Gorgeous er líka gef-
in út á litlu merki, en meiri pen-
ingum og tíma í hana eytt, sem nú
hefur margborgað sig þrátt fyrir
að Collins hafi samt ekki búist við
því. Segir hann að sitt viðhorf hafi
aldrei verió í þá átt að vcrða popp-
stjarna. Þess vegna hafi hann kos-
ið aó gefa út hjá litlum merkjum í
stað stærri, sem hann heföi átt
kost á. „Eg met sköpunarfrelsi
mitt meira heldur en frægð, ríki-
dæmi og frama,“ segir Collins í
nýlegu viðtali og vísar til hremm-
inga George Michael, sem nú hafa
reyndar fyrir skömmu tekið enda,
máli sínu til stuðnings. (Michael
var sem kunnugt er í fjötrum
vegna deilna við risaútgáfuna
Sony og gat sig hvergi hrært
vegna samningsákvæða). Collins
horfir þó samt upp á það að
„frægðardraugurinn" vaknar nú
upp að nýju, en án skilyrða auk
þess sem ágóðinn er nú að lang-
mestu hans eigin. Viðurkennir
hann það fúslega að það sé ekki
slæm tilfinning.
Edwyn Collins. Hefur búið með konu og barni í eins herbergis íbúð síðustu
ár, en nú blasir við frægð og frami að nýju.
NÝR HUÓMUR,
NÝ HETJA
Hér annars staðar á síðunni í um-
fjöllun um Edwyn Collins er að-
eins getið um þær tónlistarbylgjur
sem sterklega hafa sett svip sinn á
breskt tónlistarlíf, ekki hvað síst á
síðari árum. Þetta á meðal annars
vel við í danspoppinu en það hef-
ur tekið á sig ýmsar myndir í
Bretlandi. Techno ot Trip hop eru
líklega þær tvær tegundir dans-
poppsins sem hvað mest eru áber-
andi og vinsælastar nú, en sú
þriðja, sem kallast „Jungle“, virð-
ist þetta sumarið ætla að bætast í
hópinn. Er þaó eins og nafnið gef-
ur til kynna, taktur frumskógarins
eða eitthvað í þá áttina sem ein-
kennir þennan nýja arm danstón-
listarinnar og eru ásláttarhljóðfæri
og bassi þar víst áberandi. Líkt og
plata Aphex Twin, Selected Am-
blend Works Vol 1 markaði tíma-
mót fyrir Techno og Maxinquaye
með Tricky fyrir Trip hop, þykir
nú ein nýútkomin plata vera að
gera það sama fyrir Jungletónlist-
ina. Nefnist hún Timeless með ná-
unga sem nefnir sig Goldie. Raun-
ar er hrifningin á Goldie og
plötunni hans svo mikil að menn
hafa kallað hann „Jimi Hendrix
frumskógarins", hvorki meira né
minna. Væntanlega er þessi plata
því kærkomin fyrir æsta aðdáend-
ur ferskrar popptónlistar.
Goldic þykir vera snillingur í sinni grein.
Óskar Guönason gefur út plötu í Ástralíu og það með góðri
Bahaitrú.
„FRÓM KVEDJA"
ÚR FJARLÆGÐ
Að undanfömu hefur plata sem nefnist
Wishing Well vakið talsverða athygli
og verið spiluð nokkuð á íslenskum út-
varpsstöðvum. Þaó sem vekur ekki
hvaó síst athygli við plötuna er að á bak
við hana stendur íslendingur búsettur
hinum megin á jarðarkringlunni,
þ.e.a.s. í Ástralíu og er platan unnin að
mestu þar. Nefnist þessi maður Óskar
Guónason og hefur eftir því scm næst
verður komist búið þarna í Eyjaálfu um
nokkurra ára skeiö. Semur Óskar að
meginhluta tónlist og texta plötunnar,
sem samtals telur 10 lög, er upptöku-
maóur, útgefandi og tckur þátt í útsetn-
ingum og útlitshönnun hennar. Það er
svo heldur betur í frásögur færandi að
sér til fulltingis við upptökustjóm o.fl.
hefur Óskar engan annan en burtflutta
Akureyringinn Geir Gunnarsson, sem
fluttist af landi brott á síðasta ári og
setti á stol'n hljóðver í Ástralíu. Fleiri
nafnkunnugir menn hér norðan heiða
koma einnig við sögu á plötunni, þeir
Pálmi Gunnarsson og Kristján Edel-
stein, í laginu There was a time. Texta
með Óskari scmur síðan Ingólfur
Steinsson, en aðrir sem aðstoða Óskar á
plötunni eru erlendir. Þar á meðal
söngvari sem kallast The Phantom, sem
setur sterkan svip á þessa léttpoppuðu
plötu, sem líka hefur tilbrigði við
Reggae, blús og sveiflu í bland.
Punktar
• Ef það skyldi hafa farið fram-
hjá einhverjum, þá hefur nýr
söngvari gengið til liðs við Millj-
ónamæringana í stað Páls Óskars
Hjálmtýssonar. Nunio Miguel
heitir hann sá og er þessa dagana
að syngja aðalhlutverkið í söng-
leiknum Jósep í Reykjavík sem
jafnframt cr sá hinn fyrst sem
Andrew Lloyd Webber samdi.
Verkmenntaskólinn færói ein-
mitt þennan söngleik upp síðasta
vetur, ef ég man rétt.
• Tvær af stærstu sveitum Se-
attlerokksins, Soundgarden og
Alice In Chains, eru nú báðar
komnar vel af stað með vinnu á
nýjum plötum. Um þessa helgi
er Soundgarden að spila á Read-
inghátíðinni, en flýgur svo heim
til Seattle til að hefja upptökur af
fullum krafti. Alice In Chains er
hins vegar komin vel á veg með
að klára upptökur og hafa a.m.k.
tíu lög fyrir plötuna verið tekin
upp. Hefur hún ekki ennþá verið
sídrð, en búist er við að hún
komi út nú einhvem tímann í
haust. Eru sterkar sögusagnir á
kreiki um að þetta verði svana-
söngur sveitarinnar, en Layne
Staley og aðrir meðlimir hafa í æ
ríkara mæli snúið sér að öðrum
verkum.
• Nýja plata Blur, The Great
Escape, er nú væntanleg innan
skamms. Lokar hún hringnum í
þríleik þessarar vinsælu bresku
poppsveitar um áhrifavalda sína
frá sjöunda áratugnum, sem
hingað til hefur gengið glæsilega
upp. Kom þar fyrst Modem life
Is Rubbish, þá Parklife og nú
The Great Escape.
Blur. Hringurlnn að lokast.