Dagur


Dagur - 02.09.1995, Qupperneq 12

Dagur - 02.09.1995, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 2. september 1995 DÝRARÍKI ÍSLANDS Fuglar 66. þáttur HIMBRIMI (Gavia immer) SR. SICURÐUR ÆCISSON Himbrimi í suniarbúningi. (Hjálmar R. Bárðarson: Fuglar fslands, Himbriminn er af ættbálki sundkaf- ara, en tilheyrir þaðan brúsaættinni. Sú ætt hefur á liðnum jarðsöguöld- um verið afar fjölskrúðug, en hefur nú til dags einungis á að skipa fjór- um tegundum, sem eru, auk him- brimans: svalbrúsi (Gavia adamsii; stærstur brúsanna), glitbrúsi (Gavia arctica; þriðji í stærðarröðinni), og lómur (Gavia stellata; minnstur). Einkenni þessarar ættar eru þau helst að búkur fuglanna er mjög langur og hálsinn sömuleiðis, nefið rýtingslagað, vængir litlir og stélið, og fætur staðsettir aftarlega á búkn- um. Fyrir bragðið eru þetta af- bragðs sundfuglar, er geta þó lítið farið um á þurrlendi. Hér áður fyrr var siður að tala um lómaætt, þegar fuglana bar á góma, en svo var brúsaheitið tekið upp hér, en það var áður notað stað- bundið yfir himbrimann á Norður- landi (í Þingeyjarsýslu). Af þessum fjórum brúsategundum verpa ein- ungis tvær hér á landi, þ.e.a.s. him- briminn og lómurinn. Himbriminn er 69-91 sm á lengd, á.a.g. 3-4 kg á þyngd, og með 127-147 sm vænghaf. 1 varpbúningi er fuglinn svart- og hvíttíglóttur að ofan, gljásvartur um koll og niður hálsinn, að því undanskildu, að undir kverk er fín- gert svart-hvítt rákamynstur, annað um miðjan hálsinn (öllu lengra og breiðara og meira áberandi, og nær stundum allan hringinn, eins og kragi), og hið þriðja rétt ofan og til hliðar við skjannahvíta bringuna. Nefið er þykkt, svart á lit; augu dökkbrún; fætur mósvartir. Vetrarbúningurinn er mun skrautlegri: dökkgrábrúnn að ofan, en hvítur að neðan, á framhálsi og á vöngum. A mörgum fuglanna er nefið þá blágráhvítt, einkum við rótina. Vængjatök eru hæg, og flugið þunglamalegt. Nú á tímum verpir himbriminn að staðaldri einungis á heimskauta- svæðum N-Ameríku (og þ.m.t. á S- Grænlandi), e.t.v. á Bjamarey, Jan Mayen, og Svalbarða, og loks á ís- landi. Annars staðar er hann bara stopull gestur. Deilitegundir eru engar, en svalbrúsi (Gavia adamsii), er verpir í Finnmörku í Noregi, og þaðan austur um íshafsstrendur Sí- beríu, var þó fyrrum talinn litaraf- brigði (undirtegund) himbrimans, enda fuglarnir sláandi líkir ásýnd- um (í fljótu bragði er nefið það eina, sem greinir á milli; á sval- brúsa er það ljóst og virðist upp- sveigt (eins og á lómi), en á him- brima dökkt og beint (svipað og á glitbrúsa, sem hér fyrr á tímum var nefndur litli himbrimi). Síðar áttuðu menn sig á, að ýmislegt annað skildi í millum, að hér var því í raun um sitt hvora tegundina að ræða. Islenski himbriminn er ýmist staðfugl eða farfugl; hluti stofnsins dvelur hér vetrarlangt, og er þá á sjó, kringum allt land (oftast stakir eða örfáir fuglar, þótt fyrir komi 20-40 saman í einu), ásamt him- brimum ættuðum frá N- Ameríku og/eða Grænlandi, en aðrir leita til stranda V- Evrópu yfir kaldasta og myrkasta tímann. Jafnskjótt og ísa leysir, er him- briminn kominn upp á hin stærri, dýpri og fisksælli vötn landsins, einkum á heiðum og til fjalla. Og seint í maí eða í byrjun júní, á bökkum eða úti í hólmum þessara yfirleitt afskekktu vatna (en hin gróðurmiklu, nteð auðugu fuglalífi, líst honum ekki á, enda styggur að eðlisfari, eða hálfgerður einfari, sbr. áðurnefnt), er síðan laut (stór, en grunn, 37-47 sm í þvermál, 4-10 sm djúp) bæld ofan í svörð, mjög nærri vatnsyfirborðinu, hún stundum fóðruð með blautri sinu og öðrum jurtaleifum, og í hana verpt dökk- brúnum eða ólífugrænum, aflöng- um eggjum, yfirleitt 2 (en þó stund- um 1-3), með strjálum, mósvörtum dflum. Utungunartími er um 30 dagar og sjá bæði foreldri um áset- una. Ungarnir eru hreiðurfælnir, komnir út á vatnið 1-2 daga gamlir. Þeir verða fleygir á.a.g. 45 dögum eftir ábrot. Þegar hér er komið sögu líkjast þeir fullorðnum himbrimum í vetrardragt. Ungfuglar eru allan ársins hring á sjó, en geldfuglar í fullorðinsbún- ingi koma á stöðuvötn. Himbriminn er fyrirferðamikill á varpstöðvum sínum, og er kröftugt gól hans eða söngur - langdregin, angurvær óp, og óhugnanlegur, titr- andi „hlátur" - eitt af þeim náttúru- hljóðum, sem hve mest einkenna áðurnefnd vatnasvæði landsins. Hann getur verið árásargjarn á þessum tíma, ef svo ber undir, og ver oft eggin af mikilli hörku, og það jafnvel stundum með því, að kafa undir aðra vatnafugla, sem eru að þvælast í grenndinni, og honum þykir ógna málum, og stinga þá á hol neðan frá. Himbriminn er strjáll varpfugl, en þó að fínna um land allt. Einna mest er af honum á Veiðivötnum, á Arnarvatnsheiði, á vötnum á Hrúta- fjarðarhálsi, á Skaga, og í grennd við Mývatn. Yfirleitt verpir aðeins eitt par við hvert stöðuvatn, nema hin allra stærstu (Þingvallavatn, Mývatn), þar sem gnægð er rúms og matar. Aðalfæðan á varptíma er ýmist silungur eða hornsfli (en him- brimar, sem verpa í grennd við sjó norðvestanlands eru þó taldir sækja veiði að einhverju leyti til sjávar); einnig er leitað eitthvað í skordýra- og jurtaríkið. Eftir að á sjó er kom- ið, að loknu varpi, þ.e.a.s. allt lrá miðjum ágúst og fram undir vor, eru ýmsar smávaxnar fisktegundir teknar (upp að 28 sm langar) og annað af þeim toga. Magainnihald 38 himbrima, er náðust við Bret- landseyjar að vetri, skiptist þannig t.d., að rúm 55.0% voru fiskur, 24.0% krabbadýr, og rúm 18.0% skelfiskur. Hitt var ógreinanlegt. Fæðunnar er yfirleitt aflað 4-10 m undir yfirborði, en einhverju sinni mun fugl þó hafa náðst á 81 m dýpi, flæktur í net. Islenski varpstofninn er ekki tal- inn vera nema um 300 varppör, í mesta lagi. Elsti merkti himbrimi, sem ég veit dæmi um, varð rúmlega 7 ára gamall, en vafalaust getur hann orð- ið mun eldri, því frændi hans, glit- brúsinn, hefur elstur greinst tæplega Fullkomin kona eða leiðindaskjóða? Eins og áður hefur komíð fram ( þess- um pistlum var vandlifað á þeim tíma þegar hin ágæta bók „Tízkubókin" kom út. Ráðgjafarnir sem þá bók skrifuðu hljóta að vera þunglyndir af því að fylgjast með konum nú til dags enda fátt skylt með þeirra lífi og lífi fyrirmyndar- konunnar sem lýsing „Tízkubókarinnar" á við. Lítum á dæmi. I stressi dagsins í dag er holl lesning fyrir nútímakonuna að lesa eftirfarandi ráðleggingar hvernig konur eiga að halda sálarrónni: „Reynið að verja tveim mínútum á hverju kvöldi, rétt áður en þér sofnið, í það að skilgreina í hljóði við sjálfa yður, með skýrum einföldum orðum, kjarn- ann í þeim áhyggj'um sem hrjá yður - fyrsta atriði, annað atriði o.s.frv,, og rað- ið þeim skipulega í huganum, í glugga- röð, eftir mikilvægi. Hjúfrið svo um yður í rúminu með þeirri hugsun einni, að þér skulið „sofa á viðfangsefnunum til morguns", og að þér hljótið að vakna nokkru nær lausninni á þeim. Þessa tækni munuð þér vafalaust hagnýta á yðar hátt, og komast að raun um að til- lagan er náskyld „hugleiðslu" eða „bæn"." Svo mörg voru þau orð og Ijóst að konurnar hafa á kvöldin í þá daga hallað sér að hugsunum en ekki makanum! Að rata meðalveginn Og nú er komið að íbúðinni. Hver þekkir ekki þá aðstöðu að íbúðin er öll í hálfgerðu rusli þegar skyndilega ber gesti að garði - og það er rokið til meðan makinn tekur á móti gestunum í forstofunni, óhreinu diskunum mokað í bakarofninn, fötunum undir rúm og ábreiðunum þeytt yfir barnarúmin. I gamla daga þótti íbúðarhúsnæði í rusli vera ávísun á að viðkomandi „fengi áfall"! „I fyrsta lagi þurfið þér að reyna að skilja ibúð yðar eftir þannig að þér þurfið ekki að blygðast yðar fyrir að koma með einhvern með yður heim. (Það getur orðið nokkurt áfall fýrir vin yðar, og óþægilegt fyrir yður; að koma að óuppbúnu rúmi, fötum út um allt , óþvegnum diskum o.s.frv.) I öðru lagi - og nú ætla ég að vitna í orð hins „ógleymanlegasta manns", sem ég hef kynnzt , sem er heimsþekktur kvik- myndagagnrýnandi, - hið al- fullkomna heimili, þar sem hvergi sézt rykkorn, allt er fægt og glansandi á sínum stað, og hver púði þar sem honum er ætlað að vera, það heimili bendir til rangra lífsvið- horfa. Með öðrum orðum: Ef þið viljið ekki að vinirnir fái áfall um helgina þá er bara að drífa sig að kústaskápnum, ná í fægilöginn og bónið og hefjast handa. Þið meg- ið ekki láta góma ykkur með röng lífsviðhorf þessa helgina!!! Ráðleggingar í lokin Og þá er komið að lokaráðleggingum höfundar „Tízkubókarinnar" Mary Young: „Þér getið orðið óþolandi leið- indaskjóða, ef hegðun yðar er þóttafull í vissu um fullkomleika. Þegar er þér hafið tamið yður fullkomnun á ýmsum sviðum, þá ættu þær siðvenjur að falla inn í líf yðar á eðlilegan hátt, óafvitandi, sjálfkrafa og jafnvel óhjákvæmilega. Það er þessi sjálfkrafa sameining- sem getur snortið yður töfrasprota aðdáanlegs og sjálfstæðs persónuleika."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.