Dagur - 02.09.1995, Side 20
Akureyri, laugardagur 2. september 1995
FIMMFALDUR
1. VINNINGUR
Landsleikurinn okkar!
1. vinningur stefnir í
20 milljónir króna
HELGARVEÐRIÐ
Veðurstofan spáir breytilegri
eða norðaustlægri átt á land-
inu um helgina sem víðast
hvar verður mjög hæg. Létt-
skýjað verður um mest allt
land en þó lítilsháttar súld við
norðaustur- og austurströnd-
ina. Hiti 8-14 stig þegar best
lætur en hætt við næturfrosti,
einkum í innsveitum norðan-
lands. Kartöflugrösin gætu því
farið að falla hvað úr hverju.
lógað til útflutnings
Forslátrun dilka hjá Slátur-
húsi Kaupfélags Þingeyinga
á Húsavík hefst þriðjudaginn 5.
sept. og stendur til fimmtudags-
ins 7. sept. Reiknað er með að
lógað verði um 2700 lömbum og
er bændum gefinn kostur á að
losa sig þannig strax við lömb
sem hætt er við að felld yrðu í
fituflokk síðar.
Að þessu sinni er áætlað að
slátra um 34 þúsund dilkum úr
héraði og um 4 þúsund af full-
orðnu fé. Hefðbundin slátrun hefst
12. sept. Að þessu sinni er reiknað
með að slátrun standi til 27. okt.
eða lengur en venja er til. Orsökin
er sú að Páll Amar reiknar með að
húsinu berist um 10-11 þúsund
dilkar frá býlum utan héraðsins, til
slátrunar og síðan útflutnings
kjötsins. Sláturhúsið hefur leyfi til
útflutnings á markað í Evrópu og
Bandaríkjunum. Dilkamir koma
úr Oxarfirði, Vopnafirði, Jökuldal,
Héraði, Eyjafirði og Skagafirði.
„Það þarf að bæta við töluvert
mörgum starfsmönnum hjá Kjöt-
iðjunni eftir sláturtíðina, kannski
8-10 manns,“ sagði Páll Arnar.
„Ég er hóflega bjartsýnn varðandi
útflutninginn. Miðað við það sem
við höfum verið að flytja út og
þær áætlanir sem eru í gangi er
hægt að vera hóflega bjartsýnn.
Það er þó ekkert í hendi varðandi
útflutninginn og hlutirnir geta
breyst á einni nóttu. Við verðum
að sýna þolinmæði og sjá hvað
kemur út úr þessu en menn em að
vinna að sölumálunum á fullu. Ég
treysti þeim til að sinna sínu
verki.“ IM
Allt fyrir garðinn
í Perlunni við
Q
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565
^ Fóðurverksmiðjan Laxá hf. rekin með 3,9 milljóna króna hagnaði:
Utflutningur verksmiðjunnar
hefur fjórfaldast milli ára
Velta fóðurverksmiðjunnar
Laxár hf. á Akureyri var á
síðasta rekstrarári um 300 millj-
ónir króna og jókst um liðlega
100 milljónir milli ára. Aðal-
ástæða þessarar miklu veltu-
aukningar er veruleg aukning í
útflutningi, sérstaklega til
Skretting í Noregi. Útflutning-
urinn er nú aðallega til þriggja
landa en var aðeins til Noregs
framan af, og stöðugt ijölgar
fyrirspurnum og beiðnum um
kaup á þurrfóðri og þá um
meira magn en hægt er að sinna.
Uppgjörsár Laxár hf. er frá 1.
júní 1994 til 31. maí 1995.
aukning á útflutningi og hefur
fjórfaldast milli ára. Á þessu
rekstrarári stefnir einnig í tölu-
verða aukningu en nú er unnið all-
an sólarhringinn alla daga vikunn-
ar og því er framleiðsluaukning-
unni takmörk sett. Framleiðslan
nam um 7 þúsund tonnum á árinu
og hefur þrefaldast á sl. þremur
árum, eða úr 2.500 tonnum. Frá
því að verksmiðjan tók til starfa
hefur ekki verið meira að gera við
fóðurframleiðsluna en segja má að
nú standi vertíðin sem hæst, með
haustinu dregur úr eftirspurn þeg-
ar slátrun í fiskeldisstöðvunum
verður langt komin. Auk þess
dregur kólnandi tíð með hausti úr
fóðurþröfinni. Fyrstu þrjá mánuði
þessa rekstrarárs, þ.e. júní, júlí og
ágúst er um tvöföldun á sölu að
ræða.
Veruleg aukning er í fiskeldi í
öllum nágrannalöndunum en nán-
ast engin hérlendis og því má gera
ráð fyrir áframhaldi á þessum
mikla útflutningi Laxár hf. GG
Hagnaður af reglulegri starf-
semi var 12 milljónir króna, fyrir
skatta 6 milljónir króna en 3,9
milljónir króna að teknu tilliti til
tekju-, eignarskatts og fjármagns-
gjalda auk niðurfærslu viðskipta-
krafna og annarra óreglulegra liða.
Laun og launatengd gjöld námu
29,3 milljónum króna en fastir
starfsmenn eru um 10 talsins, en á
launaskrá komu allt að 20 manns.
Guðmundur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri segir að á árinu hafi
söluaukningin verið 69%, lítils-
háttar innanlands en um 300%
Sláturhús KÞ á Húsavík:
Utanhéraðsdilkum
Nú er að
noífl
uekifxnð!
- Leikur einn!
Flugfélag Norðurlands:
Reykjavík-
Kulusuk á
vetraráætlun
- Keflavíkurflugiö aflagt
Vetraráætlun Flugfélags
Norðurlands tekur gildi
mánudaginn 4. september.
Að sögn Sigurðar Aðalsteins-
sonar, framkvæmdastjóra
flugfélagsins, verður vetrar-
áætlunin í aðalatriðum eins
og fyrri vetraráætlanir að
undanskyldum tveimur
veigamiklum breytingum.
Ekki verður að flogið frá Ak-
ureyri til Keflavíkur og síðan
mun félagið heíja áætlunar-
fiug milli Reykjavíkur og
Kulusuk í Grænlandi.
Sigurður segir þetta ekki
lýrsta í skipti sem hætt er að
fljúga til Keflavíkur yfir vetur-
inn og sé ástæðan sú að eftir-
spumin er of lítil en flug þang-
að verður aftur á áætlun næsla
sumar.
Áætlunarflugið milli
Reykjavíkur og Kulusuk verð-
ur 1-2 í viku í vetur og er þetta
í fyrsta sinn scm FN sér um
áætlunarflug til Kulusuk. f
sumar var félagið hinsvegar
með leiguflug til Kulusuk frá
Akureyri og segir Sigurður að
þær ferðir hafi gengið nokkuð
vel og líklegt að boðið verði
upp á sams konar ferðir aftur
næsta sumar. AI