Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 6
yjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiniii 6 - DAGUR - Þriðjudagur 12. september 1995 VEIf>IKLOIN Allt fyrír veiðimanninn MITCHELL Veiðileyfi ^Abu Garcia Laxá í Aðaldal Múlatorfa Staðatorfa Fnjóská 1 Daiwa I Eyjafjarðará Hörgá Reykjadalsá Húseyjarkvísl Presthvammur Opið á laugardögum Blanda VEIÐI- SPORThf. Kaupvangsstræti 21 Sími 96-22275 .. Jú, baé er alveg rétt hjá |)ér, | vio seljum all t nema fishinn... I Fljótaá: Stefiiir í toppsætið í silungsveioinni - þrjár vikur eftir af veiðitímabilinu og 5000 bleikjur komnar á land Fljótaá stefnir hraðbyri í að verða sú á sem gefur bestu bleikjuveiðina í ár. Veitt verður til 1. október þannig að þrjár vik- ur eru eftir af veiðitímanum og þegar komnar um 5000 bleikjur á land. Laxveiðin er einnig mjög góð í ánni. Að sögn Trausta Sveinssonar á Bjamargili í Fljótum, en hann hef- ur Fljótaá á leigu, veiddust um 7000 bleikjur í ánni í fyrra þannig að veiðin í ár mun nálgast hana. „Þá var áin full af fiski þegar veiði- tímabilinu lauk og þannig gæti þetta líka orðið núna,“ sagði Trausti og bætti við að lax sem veiðist þessa dagana í Fljótaá sé lúsugur og nýgenginn. Varðandi laxveiðina segir hann að nú séu komnir um 100 fiskar á land sem er nokkru meira en allt sumarið í fyrra. Mikil aðsókn og lof erlendra gesta Trausti segir að góð aðsókn hafi verið að ánni og til að mynda er hún sem næst fullbókuð út veiði- tímabilið. Hann segir að miðað við viðbrögð veiðimanna í sumar megi reikna með sömu hollum á ný að ári en til viðbótar hafi bæst 15 ný holl við fyrir komandi sumar. Þar af leiðandi sé ekki hægt að segja annað en útlitið sé gott og það sé mikilvægt því veiðimennimir í ánni skili miklum arði inn á svæðið. Erlendir veiði- og ferðamenn hafa lofað Fljótaá, að sögn Trausta, og til að mynda kom á dögunum Odd Elíasen með bleikju úr Fljótaá. Erlendir veiðimenn bera mikið lof á ána. maður frá Sviss sem ferðast um einstaka perlu sem undirstrikar í heiminn og tekur út veiðiár og hvaða flokki hún er,“ sagði Trausti. vötn. „Hann sagði Fljótaána vera JÓH Laxá í Aðaldal: Ein glæsilegasta veiði- vöruverslun norðan- lands. Allt fyrir veiðimanninn á einum stað. Verið velkomin! fCssoj NESTILEIRUVEGI, sími 461 3008 - 9. Heildarveiðin um 1100 laxar - fyrsta tímabil í langan tíma sem ekki kemur 20 punda fískur á svæði Laxárfélagsins Tuttugu og fimm punda laxinn sem Otto Wincelman frá Venezu- ela veiddi á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal stendur upp úr þegar lit- ið verður yflr veiðitímabilið. Veið- inni lauk á laugardag og komu um 1100 laxar á land úr ánni. i miklu urvali Stanglr Vöðlur Spúnar Hjól Flugur Maðkar Bæði vantaði stóra fiskinn í veiðina þetta sumarið og óhætt er að segja að í heild hafi vantað fisk í ána því oft hefur hún skilað mun meiri veiði en í sumar. Margrét Kristinsdóttir á Akur- eyri var meðal þeina sem enduðu tímabilið í Aðaldalnum og sagði hún alltaf sérstaka stemmningu fylgja því að kveðja Laxá í Aðaldal á haustin. Margrét komst í góðar tökur síðdegis á föstudag og stóri laxinn lét vita af sér þó ekki hafí 20 punda laxinn komið sem Laxárfé- lagsfólk hafði beðið eftir. Samt fengu menn sting á föstudagsmorg- uninn þegar vænn fiskur kom á land en hann náði aðeins 16 pundum og þar við sat. A Laxárfélagssvæðinu komu 805 laxar, 230 á Nessvæðinu og að viðbættu Hraunssvæðinu mun heildarveiðin hafa verið nálægt llOOfiskum. JÓH Sa stærsti Þessi fallega 25 punda hrygna reyndist vera stærsti lax sumarsins úr Laxá í Aðaldal en hana veiddi Otto Wincelman, sem er til vinstri á myndinni, í lok júlí. Með honum er Árni Pétur Hilmarsson, leiðsögumaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.