Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 16
KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 462 3565 Akureyri, þriðjudagur 12. september 1995 safnaðu gulli og taktu ÞÍKÓd“,kÉ"lpr"“ cPedíomyndir’ Skipagata 16 ■ 600Akureyri • Sími 462 3520 Glæsibæjarhreppur: Nýr leikskóli hefur starfsemi Leikskólinn Álfasteinn í Glæsibæjarhreppi var opnaður formiega uin helgina, í þcssu rúmlega 100 fermetra húsi. Á innfelldu myndinni tekur Oddur Gunnarsson, oddviti Glæsibæjarhrepps, t.v. við blómvendi úr hendi Elíasar Höskuldsson- ar, fulltrúa verktakans, Kötlu hf. á Árskógs- strönd, við opnunina á laugardag. Myndir: BG Leikskólinn Álfasteinn í Glæsi- bæjarhreppi í Eyjarfjarðar- sveit var opnaður formlega um helgina en starfsemi hófst þar fyrir um mánuði síðan. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem leik- skóli er starfræktur í hreppnum. Leikskólinn er rúmlega 100 fer- metrar og hægt að taka við 14 bömum þar í einu. Mörg bömin eru þó aðeins hluta úr degi og ulls eru á leikskólanum nú milli 16 og 18 böm. Við leikskólann verða þrír starfsmenn í fullu starfi og er Rannveig Oddsdóttir leikskóla- stjóri. Rannveig segir að mikil þörf hafi verið á leikskóla í hreppnum. „Margir sem búa í hreppnum vinna á Akureyri og þeir hafa ekki haft aðgang að leikskólunum þar vegna þess að þeir eru ekki með lögheim- ili á Akureyri. Eins nýta margir sér að leyfa bömunum að vera ein- hvern hluta úr degi þó þeir séu ekki að vinna.“ Að sögn Rannveigar er leik- skólinn nógu stór til að anna eftir- spum í hreppnum og er enn pláss fyrir fleiri böm fyrir hádegi. „Ná- grannasveitimar hafa líka fengið héma inni, bæði Arnarneshreppur og Skriðuhreppur,“ segir Rann- veig. AI Reykjahlíðarrétt: Færra fólk en fé og lömbin falleg Mývetningar voru í göngum sl. föstudag og laugardag og réttuðu síðan í Reykjahlíðarrétt á sunnudag. Göngurnar gengu vel fyrir sig, gott var að smala þrátt lyrir smávegis þoku, veður var sólarlaust og ekki of hlýtt þannig að vel gekk að reka safnið. „Það var heilmargt fólk. en aðeins færra fólk en fé á rétt- inni,“ sagði Jón Ámi Sigfússon í Víkumesi. Jón Ámi er ekki með fé sjálfur en fékk að fara með í göngurnar af því hann á hesthöfuð, að eigin sögn. Hann sagðist hafa séð koma jafnstórt safn af einu svæði afréttarins, eins og nú kom í heildina. En mikil fækkun hefði orðið á fé í sveitinni á undanförnum árum. Áður voru göngumar í þrjá daga, en nú er farið að keyra með hestana á bflum þangað sem smölunin hefst og standa göngur því í tvo daga. Aðspurður sagði Jón Ámi að féð væri fallegt en hann vildi sleppa því að dæma um vænleika þess, það væri þó ekki smátt. Jón Árni sagði að marg- menni hefði verið við réttina og slysavamakonur að venju verið með veisluborð. Hann sagði að í Mývatnssveit væri venjan að skilja gangnapelann eftir heima og þar væri ekki sungið við réttir. IM Sjá nánar myndir frá Reykjahlíðarrétt á bls. 14. Harðbakur EA með 150 tonn úr Smugunni: Erum með skásta fiskinn sem fengist hefur í haust Harðbakur EA-303 kom til Akureyrar í gær með 150 tonn af ísuðum afla úr Smug- unni. Jón Jóhannesson skipstjóri segir túrinn hafa gengið mjög misjafnlega og þeir lent í miklum brælum sem er fremur óvanalegt á þessum árstíma og því hafa orðið nokkrar frátafír vegna þessa meðan skip hafa lónað. Seinni hluta túrsins kom sæmi- legt skot, en fyrri hlutinn var slakur og mjög lélegt fiskerí í botntroll, en síðustu dagana veiddist vel í flottrollið. Harðbakur fór í Smuguna að kvöldi 24. ágúst sl. og ma. vegna þess að megnið af aflanum hefur fengist seinni hluta túrsins ætti það ekki að skaða gæði hans. „Mér skilst að sá fiskur sem við erum með sé sá skásti sem fengist hefur í Smugunni í haust en við höfum að- eins farið þennan eina túr. Ég á ekki von á því að við förum aftur í Smuguna þrátt fyrir að veiði hafi verið ágæt að undanfömu. Sval- bakur „gamli“ EA-302 er að fiska í salt og þarf að fá þokkalega góðan fisk til slíkrar vinnslu,“ segir Jón Jóhannesson. Kolbeinsey ÞH-10 frá Húsavík hefur gengið vel þá fjóra daga sem VEÐRIÐ Það var sannkallað sumar- veður á Norðurlandi í gær og samkvæmt spá Veður- stofu íslands verður áfram ágætisveður þó hiti verði líkast til eitthvað lægri. Spáð er fremur hægri suð- austlægri átt, dálítilli rign- ingu í fyrstu en léttir heldur til síðdegis. Hiti verður á bil- inu 7-14 stig. - segir Jón Jóhannesson, skipstjóri togarinn hefur veið á veiðum og aflinn orðinn um 50 tonn af fryst- um afurðum í lest. Stakfell ÞH- 360 frá Þórshöfn hélt í Smuguna sl. laugardag. Tveir togarar Fiskiðjunnar Skagfirðings hf„ FISK, eru í Smugunni; Hegranes SK-2 sem fiskar í salt og Málmey SK-1 sem er á frystingu. Skagfirðingur SK-4 er í slipp í Englandi og Skafti SK-3 landaði í gær 130 tonnum af þorski á Sauðárkróki og fer aflinn til vinnslu hjá frystihúsi FISK á Sauð- árkróki en hann fékkst á heima- slóð. Togarar Skagstrendings hf. eru á veiðum fyrir sunnan og vest- an land, og Amar gamli HU-101 er veiðum fyrir suðvestan land og landar nk. miðvikudag. Síðan verð- ur hann afhentur nýjum eigendum, Samherja hf. á Akureyri. Siglfirðingur SI-150 er í Smug- unni og hefur aflað ágætlega en fyrri túr skipsins á sömu slóðum lánaðist ekki vel. Skipið verður væntanlega á veiðum fram í októ- bermánuð. Siglir SI-250 er hins vegar á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg og hefur aflað þokkalega, en veiði hefur heldur verið að glæðast þar. GG Alþýöubandalagiö á Norðurlandi eystra: Staða flokksins góð - segir Gunnlaugur Júlíusson, nýkjörinn formaður kjördæmisráðs Staða flokksins í kjördæminu er í sjálfu sér góð og menn eru tiltölulega sáttir við útkom- una í síðustu kosningum,“ sagði Gunnlaugur Júlíusson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn og nýkjörinn formaður kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Norður- landi eystra, í samtali við Dag. Aðalfundur kjördæmisráðsins fór fram í Stórutjarnarskóla sl. laugardag. Gunnlaugur sagði að þrátt fyrir að fyrrverandi varaformaður flokksins og varaþingmaður, Svanfríður Jónasdóttir, hafi verið í framboði fyrir Þjóðvaka í kjör- dæminu, hafi Alþýðubandalagið haldið sem næst sínum fyrri styrk. Þá sé staða flokksins einnig góð á landsvísu og því geti menn ekki annað en verið nokkuð sáttir. Framundan er landsfundur, þar sem þau Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður tlokksins í Norður- landskjördæmi eystra og Margrét Frímannsdóttir, þingmaður tlokks- ins á Suðurlandi, munu berjast um formannsstólinn í Alþýðubanda- laginu. Formannskosningin var rædd á Stómtjömum, en eru menn einhuga um Steingrím J. í kjör- dæminu? „Það fór nú ekki fram nein liðskönnun en það tjáðu sig marg- ir stuðningsmanna hans og svo aðrir sem vildu halda sinni skoðun fyrir sig. Ég heyri það samt á per- sónulegum samtölum við fólk að staða Steingríms er sterk í kjör- dæminu.“ Fjöldi fulltrúa einstakra kjör- dæma á landsfund, fer eftir fé- lagafjölda, að sögn Gunnlaugs og þar sem félögum á mjög líklega eftir að fjölga víða, liggur ekki fyrir á þessari stundu hversu margir fulltrúar fara á landsfund fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. KK Akureyri: Petit í greiðslustöðvun Petit hf., Dalsbraut 1 á Akur- eyri, sem rekur alhliða prent- smiðju og gefur út Sjónvarpsdag- skrána, vikulegt auglýsingablað með dagskrá sjónvarpsstöðvanna, hefur verið veitt heimild til greiðslustöðvunar. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðs- dómari hjá Héraðsdómi Norður- lands eystra, segir að heimild dóms- ins feli í sér þriggja vikna greiðslu- stöðvun, til 28. september nk. Samkvæmt upplýsingum Hluta- félagaskrár var Petit hf. þar skráð 22. nóvember 1994, en áður var Pe- tit sameignarfélag. Þrír einstakling- ar eru skráðir eigendur félagsins hjá Hlutafélagaskrá; Trausti Haralds- son, Amald Reykdal og Kristján Árnason. Þann 8. mars sl. var Hlutafélagaskrá tilkynnt um að Kristján hafi dregið sig út úr stjóm félagsins. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.