Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 12. september 1995 - DAGUR - 11 Minnisvarði um sr. Friðrik Friðriksson afhjúpaður Síðastliðinn sunnudag afhjúpaði Guðrún Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Hálsi, minnisvarða um sr. Frið- rik Friðriksson, stofnanda KFUM og KFUK, skammt frá fæðingar- stað hans, að Hálsi í Svarfaðardal. Fjölntargir voru viðstaddir afhjúp- unina. Við þetta tækifæri fluttu ávörp sr. Jón Helgi Þórarinsson á Dalvík og Halldór Blöndal, samgönguráðherra. Sr. Birgir Snæbjörnsson flutti blessunarorð og þrír félagar í KFUM lásu ritn- ingargreinar. Þá leiddi Kór Dal- víkurkirkju, undir stjórn Hlínar Torfadóttur, almennan söng. Séra Friðrik Friðriksson fædd- ist að Hálsi í Svarfaðardal 25. maí 1868 og lést í Reykjavík 9. mars 1961. Foreldrar hans voru Guðrún Pálsdóttir og Friðrik Pétursson, sntiður og skipstjóri. Að loknu stúdentsprófi nam hann við Há- skólann í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist staifi KFUM. Árið 1899 stofnaði hann KFUM í Reykjavík. Séra Friðrik leiddi starf KFUM síðan næstu áratugi og í tengslum við þessa kristilegu æskuhreyfingu efndi hann til margs konar félagsstarfs, knatt- spymu, íslenskrar skátahreyfingar, kórsöngs og kristilegra sumar- búða. I samantekt dr. Gylfa Þ. Gíslasonar um sr. Friðrik segir m.a.: „Séra Friðrik var gæddur óræðum persónutöfrum. Þeir gerðu hann heillandi jafnt í augurn bama sem fullorðinna, lærðra manna og fáfróðra, góðra og vondra. Hann kunni allt jafnvel, að greina milli gamans og alvöru, að skilja þýðingu hvors tveggja og tengja það saman með glampa í augum, sem gat táknað glettni eða Jón Oddgeir Guðmundsson var einn þriggja félaga í KFUM sem annaðist ritningarlestur. Sjálfur steinnin er tekinn úr Háls- landi, en lágmyndina gerði Jónas S. Jakobsson, myndhöggvari. Kór Dalvíkurkirkju leiddi almennan söng. Að sjálfsögðu voru sungnir sálm- ar við ljóð sr. Friðriks. áminningu, -með brosi á vör, sem gefning. Séra Friðrik var einn ýmist gat verið hvatning eða fyrir- þeirra manna, sem þurfti ekki að Meðal fjölmargra gesta við afhjúpun minnisvarðans voru dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, og eiginkona hans. Dr. Sigurbjörn flutti skemmtilegt erindi um sr. Firðrik í hófi sem haldið var í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju að afhjúp- uninni lokinni. Myndir: óþh Eins og sjá má voru fjölmargir viðstaddir afhjúpun minnisvarðans enda veður eins og best gerist í september. Víst er að sneiðingur sá sem Vegagerð- in hefur gert fyrir neðan minnisvarðann verður kærkoininn áningarstaður ferðafólks, enda útsýni fagurt. BBBBHBOHOBHnBnBnnnHBOBBBBBnaBBBH!! tala til þess að láta í ljós skoðun sína. Hann gat gert það með því að vera, -horfa, brosa, hreyfa sig. Hann gat látið hlýða sér, án þess að segja orð.“ I ávarpi sr. Jóns Helga Þórar- inssonar við alhjúpunina kom fram að um árabil hafi sá draumur búið um sig í brjósum ýmissa þeirra er þekktu Friðrik og starf hans, að reisa honum tninnisvarða við Háls, þar sem hann fæddist. Fyrir svo tæpu einu ári komu sam- an fáeinir áhugamenn og ákváðu að stefna að því að láta þennan draum verða að veruleika. Færði sr. Jón Helgi ábúendum á Hálsi sérstakar þakkir fyrir hversu vel þeir tóku þeirri beiðni að láta í té landrými undir minnis- varðann. Þá gat hann þess að allar sóknarnefndir í Dalvíkurpresta- kalli, Dalvfkurbær, Svarfaðardals- hreppur, Sparisjóður Svarfdæla, Eyjafjarðarprófastdæmi og Lands- samband KFUM og K hafi stutt myndarlega við gerð minnisvarð- ans auk þess sem fjölmargir hafi gefið vinnu sína. Sr. Jón Helgi færði einnig Halldóri Blöndal, samgönguráðherra, þakkir fyrir áhuga á málinu, en hann fól Vega- gerðinni að gera áningarstað við minnisvarðann. I ávarpi samgönguráðherra kom fram að þeir sem að þessum áningarstað unnu voru Teiknistofa H.J., Jarðverk, Garðverk og hafði Guðmundur Heiðreksson, tækni- fræðingur Vegagerðarinnar á Ak- ureyri, yfirumsjón með verkinu. Þeir sem sáu um að láta reisa þennan minnisvarða voru: Jón Oddgeir Gumundsson á Akureyri, sr. Jón Helgi Þórarinsson á Dalvík og Júlíus Kristjánsson á Dalvík. Að afhjúpun aflokinni var há- tíðarsamkoma og kaffiveisla í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Þar l'lutti m.a. dr. theol Sigurbjörn Einarsson, biskup, hátíðarræðu um séra Friðrik Friðriksson. Dr. Sigurbjörn flutti síðan predikun í hátíðarmessu í Dalvíkurkirkju. I tilefni af atlijúpun ntinnis- varðans var gefinn út bæklingur með æviágripi sér Friðriks sem dr. Gylfi Þ. Gíslasons skrifaði. óþh Snjóbræðslurör, mótar og tengi Hagstætt verð Verslib vi& fagmann. [ DRAUPNISGÖTU 2 • AKUREYRI j SÍMI 462 2360 Op/ð ó laugardögum kl. 10-12. jj HOHOHHHHyHHyHBSaHOUOOOHBOOQHBHHa VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 09.09.1995 (Í6)(24) (27)(30) (37) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 1 2.027.790 r\ 4 af 5 £ 4Í.PIÚS H ÉT1 352.660 3. 4af 5 64 9.500 4. 3af 5 2.494 560 Heildarvinningsupphæð: 4.385.090 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Meistarakeppni Bikamneistanan KA og íslandsmeistanar \/als í KA-heimilinu miðvikudaginn 1 3. septemben kl. 20. KA-menn! Hvetjum okkar lið! Áfnam KA!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.