Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. september 1995 - DAGUR - 9 FROSTI EIÐSSON Svart-hvítt hjá Þór gegn Víði Andri Marteinsson lék vel með Þór gegn Víði. Hér er hann í baráttu við Njál Eiðsson. „Þetta er búið að vera svona í ijórum síðustu leikjum hjá okk- ur. Hífandi gangur í fyrri hálf- leiknum og þegar komið er í seinni er eins og menn séu komnir í allt annan leik. Ég held að það sitji enn svolítið í mönn- um að eiga ekki möguleika á að komast upp. Vissulega er hægt að keppa að því að verða í þriðja sætinu, og verða fyrir ofan KA. Það er hins vegar ekki að eins miklu að keppa eins og var. Það er eins og menn þurfi alltaf að hafa gulrót fyrir framan sig og það er erfitt að búa hana til þeg- ar fyrstu deildar sætin eru þegar bókuð,“ sagði Andri Marteins- son, leikmaður Þórs, eftir sigur- inn gegn Víði 1:0 á Akureyrar- vellinum á sunnudaginn. Leikur Þórs var mjög kafla- skiptur, svo ekki sé meira sagt. Liðið lék oft á tíðum mjög skemmtilega í fyrri hálfleiknum og hafði þá undirtökin gegn Suð- umesjaliðinu sem oftast var í ein- Knattspyrna - 2. deild karla: Sigurmark KA kom í lokin KA hafði heppnina með sér í Borgarnesi þegar liðið sigraði Skallagrím 3:2. Þorvaldur Mak- Þorvaldur M. Sigbjörnsson skoraði tvívegis fyrir KA. 3. deild karla: Jafnt á Dalvík íslandsmótinu í 3. deild lauk s.l. laugardag. Á Davík léku heima- menn gegn deildarmeisturum Völsungs. Leikurinn hafði enga þýðingu fyrir liðin en samt var hann oft hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Strax á 4. mínútu átti Sverrir Björgvinsson Dalvík gott skot af stuttu færi en markmaður Völs- ungs, Björgvin Björgvinsson, sem er á leið til Akureyrar að spila handbolta með KA, varði meist- aralega. Dalvíkingar voru frískari í leiknum en herslumuninn vant- aði eins og oft áður í sumar. Besta færi leiksins fékk Viðar Sigur- jónsson Völsungi á 25. mín. en beið of lengi og vamarmaður komst á milli. Viðar kom svo Völsungi yfir í síðari hálfleik og þannig stóð allt til loka leiksins er lón Þórir Jónsson jafnaði fyrir rieimamenn. Bestu menn leiksins an Sigbjörnsson, skoraði sigur- mark KA úr vítaspyrnu einni mínútu fyrir leikslok eftir að heimamenn höfðu verið heldur sókndjarfari. KA beitti vel útfærðum skyndi- sóknum með góðum árangri í fyrri hálfleiknum og náði tvívegis að setja knöttinn í mark Skallagríms- manna. Fyrsta markið kom á 23. mínútu. Þorvaldur Sigbjörnsson skoraði þá af stuttu færi eftir að hafa sloppið inn í vítateig Skalla- gríms og tíu mínútum síðar bætti Akureyrarliðið við sínu öðru marki. Einn varnarmanna Skalla- gríms hugðist senda á markvörð- inn en sendingin var of laus. Þor- valdur komst á milli og renndi knettinum fyrir á Dean Martin sem ekki var í vandræðum með að koma knettinum í netið. Skallagrímur sótti meira í síð- ari hálfleiknum og minnkaði mun- inn á 68. mínútu þegar Alfreð Karlsson skallaði í netið af stuttu færi. Þremur mínútum síðar urðu KA-menn fyrir áfalli þegar Her- manni Karlssyni var veitt sitt ann- að gula spjald og þar með útilok- aður frá frekari þátttöku í leikn- um. Eftir það áttu KA-menn í vök að verjast. Valdimar Sigurðsson, jafnaði leikinn fimm mínútum fyr- ir leikslok. Lokaorðið átti hins vegar Þorvaldur úr vítaspymu, einni mínútu fyrir leikslok. Þor- leifur Árnason, fimmtán ára gam- all nýliði í KA, var í baráttu um knöttinn inn í vítateig Borgnesing- anna þegar knötturinn hrökk í hendi eins vamarmanns og vítaspyrna var dæmd. „Þetta var ágætis fyrri hálfleik- ur hjá okkur en í þeim síðari vor- um við í nokkrum vandræðum, sérstaklega eftir að Hermann fékk að sjá rauða spjaldið mjög ósann- gjamt,“ sagði Pétur Ormslev, þjálfari KA. KA: Eggert Sigmundsson, Bjarki Braga- son, Steingrímur Birgirsson, Halldór Kristinsson (Jóhann Amarsson), Jón Hrannar Einarsson, Dean Martin, Helgi Aðalsteinsson, Bjami Jónsson, Hermann Karlsson, Höskuldur Þórhallsson (Þor- leifur Amason), Þorvaldur Makan Sig- bjömsson. hvers konar fylgdarhlutverki. Það fór hins vegar öllu minna fyrir Þórsliðinu í síðari hálfleiknum, Víðir var þá sterkari aðilinn og fékk þokkaleg færi til að jafna stöðuna, án árangurs. Engu líkara var en Víðisliðið hefði mætt á Akureyrarvöllinn í þeim tilgangi einum að gera markalaust jafntefli. Liðið lá aftar- lega á vellinum og virtist litla burði hafa til annars en að fylgja Þórsurunum eftir í fyrri hálfleikn- um. Þrátt fyrir mikla yfirburði á miðjunni gekk Þórsurum fremur illa að opna Víðisvömina sem oft var þéttskipuð. Hins vegar áttu leikmenn liðsins fjölmörg skot að markinu frá vítateig og utan hans en án árangurs. Eina markið kom þegar rúmlega hálftími var liðinn. Radovan Cvijanovic, fékk þá knöttinn rétt við vítapunkt, sneri sér við og skaut föstu skoti sem að þandi út netmöskva Víðismarksins. Þann stundarfjórðung sem eftir lifði hálfleiksins virtist annað mark liggja í loftinu en það varð aldrei og Víðismenn gátu prísað sig sæla að sleppa inn í búningsklefa með aðeins eitt mark á bakinu. Gestimir voru hins vegar mun ákveðnari í síðari hálfleiknum og voru þá fljótari í flest návígi. Þórs- vömin gaf sig nokkmm sinnum, en þrátt fyrir nokkur góð mark- tækifæri tókst Víði ekki að jafna. Erfitt er að taka einhverja leik- menn út úr Þórsliðinu í fyrri hálf- leiknum. Flestir skiluðu sínu vel og knötturinn gekk þá vel á milli manna. Annað gegnir um síðari hálfleikinn. Lítil hreyfing var þá oft á tíðum á leikmönnum og flest návígi á miðsvæðinu töpuðust. í heild má segja að vamarleikmenn liðsins hafi innt sín hlutverki vel af hendi og baráttan var enn til staðar hjá Ándra Marteinssyni og Radovan Cvijanovic í síðari hálf- leiknum. Þór: Ólafur Pétursson, Páll Gíslason, Sveinbjöm Hákonarson, Sveinn Pálsson (Sigurður Hjartarson 70.), Dragan Vi- torovic (Elmar Eiríksson 70.), Guðmund- ur Hákonarson, Andri Marteinsson, Radovan Cvijanovic, Þórir Áskelsson, Hreinn Hringsson (Árni Þór Árnason 70.). 4:1 hjá KS gegn Sindra KS tryggði sér 3. sætið í 4. deild með sigri á Sindra, 4:1 á Valbjam- arvellinum í Reykjavík á laugar- daginn. Hafþór Kolbeinsson, Steingrímur Éiðsson, Agnar Þ. Sveinsson og Baldur Benónýsson skoruðu fyrir KS en Hermann Stefánsson mark Sindra. Reynir Sangerði varð meistari 4. deildar- innar með sigri á Gróttu 4:1. Rall: Ásgeir & Bragi bestir Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metro-bíl urðu sigurvegarar á GSM alþjóðarall- inu sem fram t’ór á sv-landi um helgina. Þeir tóku forystuna strax eftir fyrstu sérleiðina og létu hana aldrei af hendi og komu í mark á 2:52,59 mínútum, tæpum fimtrt mínútum á und- an Steingrími Ingasyni og Páli K. Pálssyni á Nissan. Knattspyrna: ÍBV áfram í 1. deild ÍBV heldur sæti sínu í 1. deild kvenna en liðið vann örugga sigra á Sindra í leikjum liðanna um I. deildarsæti. ÍBV sigraði í leik liðanna í Eyj- urn um helgina 6:0 og fyrri leik liðanna lyktaði með 3:1 sigri Eyjastúlkna. Hiti í Njarðvík ÍBK sigraði Njarðvík í leik liðanna á Reykja- nesmótinu í körfuknattleik 105:101. Uppúr sauð í leiknum og þurfti að vísa tveimur leikmönnum í sturtu. Það voru jteir Davfð Grissom hjá Keflavík og Teitur Örlygsson hjá Njarðvík sem fengu að kæla sig á lokamínútunum. Knattspyrna: Landsliðið sigraði pressuna Landslið kvenna í knattspymu sigraði pressu- liðið 4:0 í leik liðanna á Stjörnuvellinum á sunnudaginn. Landsliðið hafði yfirburði í leikn- um og þær Ingibjörg Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir og Jónína Víglundsdóttir skoruðu mörkin. Leikurinn var liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leik gegn Rússum í Evrópukeppninni. ÍA mætir Raith í kvöld íslandsmeistarar ÍA leika fyrri leik sinn gegn Raith Rovers frá Skotlandi í kvöld. Leikurinn fer fram í Skotlandi og verður sýndur í sjón- varpinu. Flautað er til leiks klukkan 18:30. Síð- ari viðureign liðanna fer fram eftir hálfan mán- uð. Fram meistari í 3. flokki Fram varð um helgina meistari í þriðja flokki karla. Framstrákarnir sigruðu Keflavík 3:1 í úr- slitaleik á Valbjamarvellinum. Frarn varð einnig bikanneistari þessa aldursflokks á sv- landi. Liðið lagði Val að velli 3:0. Fram varð einnig íslandsmeistari 4. flokks, Breiðablik er svo til ömggt með sigurinn í 2. flokki karla en ÍA er íslandsmeistari f 2. flokki kvenna. voru Guðni Rúnar Helgason sem var allt í öllu á miðjunni hjá Völs- jngi og Steinn Símonarson hjá Dalvík. GG Lið Völsungs sem varð 3. deildarmeistari í knattspyrnu. Aftari röð frá vinstri: Garðar Jónasson, form. knattspyrnud., Guðlaugur Arnarsson, Ásmundur Gíslason, Baldvin Hallgríinsson, Skúli Hallgrímsson, Viðar Sigurjónsson, Ásmundur Arnarsson, Ingvar Dagbjartsson, Einar Arnarsson, Kristján Magnússon, Sigurður Lárusson þjálfari og Hallgrímur Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Unnar Garðarsson, Dagur Dagbjartsson, Magnús Eggertsson, Angrímur Arnarson, Birgir Skúlason, Björgvin Þ. Björg- vinsson, Guðni Rúnar Helgason, Róbert Skarphéðinsson, Ágúst Baldurs og Ingólfur Freysson, formaður Völsungs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.