Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 12. september 1995 FRÉTTIR Samtökum búvélasafnara við Eyjafjörð bætist góður fengur: Gómul skurðgrafa á heimaslóðir Á dögunum tóku Samtök bú- vélasafnara við Eyjafjörð við nýju tæki sem þau hafa nýlega eignast. Kannski er ekki rétt að tala um nýtt tæki í þessu sam- bandi, því um er að ræða gamla skurðgröfu, sem lengi var í eigu Ræktunarsambands Saurbæjar- og Hrafagilshrepps í Eyjafirði, var síðan seld suður á land en er nú aftur komin á heimaslóðir. Grafan mun vera gangfær en þarfnast óneitanlega talsverðrar aðhlynningar, ekki síst í útliti. Það var Búnaðarsamband Eyja- Góðir stó/ar Færð þú þér gódan bakstól þegar bakið þitt er bilað? - eða færð þú þér góðan stól til þess að bakið bili ekki?? tClvutæki Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 k________________Á fjarðar sem veitti Samtökum bú- vélasafnara styrk til kaupa á gröfunni, sem kostaði 50 þús- und, en Eimskip flutti hana til Akureyrar án endurgjalds. Vélina eignaðist Ræktunarsam- bandið árið 1947, en hún er af gerðinni Ruston-Bucyrus, fram- leidd í Englandi, eftir því sem fram kemur í yfirliti sem Eiríkur Bjömsson í Amarfelli hefur tekið saman um feril gröfunnar í Eyja- firði. Grafan kostaði á sínum tíma 76.264,44 kr. og mun ríkið hafa greitt fjórðung. Verkefni voru næg fyrir vélina hjá eyfirskum bænd- um en fjórir menn voru í upphafi ráðnir til að vinna á verkfærinu. Þar af vann einn þeirra, Helgi Sig- urjónsson, á gröfunni í 20 sumur. Vélin reyndist í flesta staði vel, sérstaklega er mótorinn gangviss. Einn galli var þó á tækinu, en bremsur voru mjög lélegar og raunar einskis nýtar þegar árin liðu. Það vara afar bagalegt þegar grafa þurfti í bröttu landi. Kom einu sinni fyrir að lá við stórlysi af þessum sökum. Rekstur vélarinnar varð Rækt- unarsambandinu sífellt erfiðari þegar leið á sjöunda áratuginn, enda vélin búin að vera í stans- lausri notkun í 20 ár. Á stjórnar- fundi félagsins árið 1970 var ákveðið að leggja rekstur gröfunn- ar niður og auglýsa hana til sölu. Kaupendur lágu ekki á lausu og eftir margra ára kyrrstöðu keypti hana verktakafyrirtæki á Kjalar- Helgi Sigurjónsson í gömlu gröfunni, sem er nú komin aftur heim, en Helgi vann á gröfunni í 20 sumur. Mynd: Halldór Menntamálaráöherra: Skipar í stjórn Vetrar- íþróttamiðstöðvarinnar Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, hefur skipað stjórn hinnar nýstofnuðu Vetrar- íþróttamiðstöðvar íslands á Ak- Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 15. september 1995 kl. 10.00, á eftirfarandí eignum: Fagrasíða 15d, Akureyri, þingl. eig. Hreiðar Eyfjörð Hreiðarsson og Elsa G. Sveinsdóttir, gerðarbeið- andi Akureyrarbær. Fjólugata 13, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig. Sigurgeir R. Gissurarson og Anna S. Arnarsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóður Dagsbr. og Fram- sókn og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Geldingsá, íb. 00-01, Svalbarðs- strandarhreppi, þingl. eig. Jó- hannesína Svana Jónsdóttir, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður rfkis- ins, Sýslumaðurinn á Akureyri og íslandsbanki h.f. Hafnarstræti 77, 3. og 4. hæð, Ak- ureyri, þingl. eig. Jóna Ákadóttir og Rolf Jonny Ingvar Svard, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Hafnarstræti 97, hl. 1A, Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind h.f., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður. Hafnarstræti 97, hl. 2H, Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind h.f., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður. Heiðarlundur 2L, Akureyri, þing I. eig. Gyða Guðmundsdóttir, gerð- arbeiðendur Einar Sigurjónsson, Helga Rósantsson Pétursdóttir og Pétur Pétursson. Karlsbraut 21, Dalvík, þingl. eig. Guðrún Benediktsdóttir, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður Austur- lands. Langahlíð 5D, Akureyri, þingl. eig. Árni Gunnarsson og Ingunn Jóns- dóttir, gerðarbeiðendur Akureyrar- bær og Whaleys (Brandford) Ltd. Melgata 9, Grenivík, þingl. eig. þrb. Kaldbaks h.f., gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Múlasíða 1a, íb. 101, Akureyri, þingl. eig. Lilja Sigurðardóttir, gerð- arbeiðendur Akureyrarbær og Byggingarsjóður verkamanna. Norðurgata 17, suðurhl. Akureyri, þingl. eig. Jóna Ingibjörg Péturs- dóttir, gerðarbeiðandi Akureyrar- bær, Byggingarsjóður ríkisins, Landsbanki Islands, Vátryggingafé- lag íslands h.f. og íslandsbanki h.f. Oddeyrargata 34, neðri hæð, eign- arhluti Akureyri, þingl. eig. Þröstur Ásmundsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður ísl. námsmanna. Vanabyggð 6d, Akureyri, þingl. eig. Björk Dúadóttir og Jón Carlsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Norð- urlands. Sýslumaöurinn á Akureyri, 11. september 1995. ureyri, en sem kunnugt er var hún stofnuð síðastliðinn vetur. Eins og fram hefur komið verð- ur Þórarinn E. Sveinsson for- maður stjórnarinnar en hann var tilnefndur af Akureyrarbæ. Varaformaður stjómar verður Tómas Ingi Olrich, sem er skipað- ur án tilnefningar, Benedikt Geirs- son, sem er tilnefndur af íþrótta- sambandl íslands, Steingrímur Birgisson, sem er tilnefndur af Akureyrarbæ og Þröstur Guðjóns- son, sem er tilnefndur af Iþrótta- bandalagi Akureyrar. Varamenn í stjóm eru Guð- mundur Stefánsson og Logi Már Einarsson, báðir tilnefndir af Ak- ureyrarbæ, Ellert B. Schram, til- nefndur af Iþróttasambandi Is- lands, Jón Bjömsson, tilnefndur af Iþróttabandalagi Akureyrar og Margrét Baldvinsdóttir, sem skip- uð var í stjómina án tilnefningar. JÓH Rauðinúpur ÞH: Seldi þorsk fyrir 9,5 milljónir kr. ísfisktogarinn Rauðinúpur ÞH frá Raufarhöfn, seldi um 100 tonn af „Smuguþorski“ í Eng- landi í gærmorgun, fyrir samtals 9,5 milljónir króna. Meðalverðið var rétt um 95 kr. á kílóið. Rauðinúpur kemur til heima- hafnar undir helgina. Ekki er gert ráð fyrir að togarinn fari fleiri ferðir í Smuguna að sinni, heldur fari aftur á karfa og grálúðu, sem reyndar gekk ágætlega sl. vetur og vor. KK nesi, þaðan sem vélin var nú keypt. Ekki hefur verið tekið sam- an hversu margir rúmmetrar komu upp úr þeim skurðum sem vélin gróf á ríflega 20 ára ferli í Eyja- firði, en merki um hana má víða finna á bújörðum á svæðinu. Fyrst um sinn fer grafan í geymslu, en síðan bíður mikið verk við endur- bætur hennar. HA Hollustuvernd ríkisins: Ingunnn St. Svavarsdóttir stjórnar- formaður Guðmundur Bjarnason, um- hverfisráðherra, hefur skipað Ingunni St. Svavarsdóttur for- mann stjórnar Hollustuverndar ríkisins. Ingunn er sveitarstjóri í Öxarfírði. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar er Hermann Sveinbjörnsson, líffræðingur. Ráðherra skipar stofnuninni fímm manna stjórn, en stofnun- in heyrir öll undir umhverfis- ráðuneytið. „Ég tel vel valið að fá Ingunni sem stjómarformann Hollustu- vemdar og er ánægður með að hún hefur tekið þetta að sér. Ing- unn er með menntun og þekkingu sem ætti að nýtast henni vel og hún hefur reynslu af sveitarstjóm- annálum en Hollustuvemd þarf að hafa mikið samstarf við heilbrigð- isnefndir sveitarfélaga," sagði Guðmundur Bjamason í samtali við Dag. Hollustuvernd ríkisins hefur yfirumsjón með heilbrigðiseftir- liti, mengunarvamaeftirliti á landi, lofti og legi, eiturefnaeftirliti, og rannsóknum sem þessu tengjast. Eftirlitið er í höndum heilbriðgis- nefnda sveitarfélaganna að svo miklu leyti sem Hollustuvemd er ekki falið beint eftirlit með sér- hæfðum verkefnum. Eftirlit stofn- unarinnar er fólgið í eftirliti með innflutningi matvæla og eiturefna og hættulegra efna og eftirliti með iðnaði, sem valdið getur meiri háttar mengun. Stofnunin annast framkvæmd laga um hættuleg efni, vamir gegn mengun og ann- ast eða hefur umsjón með rann- sóknum. Stofnunin hefur enn fremur eftirlit með framkvæmd al- þjóðasamþykkta og samninga sem Island er aðili að og eru á verk- sviði hennar. IM Talsvert var um rúðubrot á Húsavík um helgina og nokkuð um að fólk gerðist brekóttara en góðu hófi gegnir. Á sunnudags- kvöld var ökumaður sviptur ökuleyfi á staðnum, eftir að hann mældist á 105 km hraða á Stangarbakka, þar sem Ieyfileg- ur hámarkshraði er 50 km. Mikið hefur verið um rúðubrot og skemmdarverk vestan við billj- ardstofuna í sumar, bæði á hús- eignum, bílum og öðru. Þessum skemmdarverkum var fram haldið á laugardagskvöldið. Þá fóru sex piltar yfir strikið í ærslum er þeir hentu grjóti í glugga á hólnum. Stofugluggi brotnaði og rúða í öðrum skemmdist svo að skipta þarf um. Lögreglan hljóp piltana uppi, þeir játuðu verknaðinn og munu greiða tjónið. Skemmdir voru unnar í gróðurhúsi í bænum og við hótelið var kveikt í rusla- pokum sem dregnir höfðu verið að frá húsum í nágrenninu. Lögregl- an hafði því í ýmsu að snúast við að stoppa ærsl sem gengu of langt. Á sunnudagsmorgun var látið vita um brotna rúðu í Bahaíhúsinu en það hefur oft orðið fyrir barð- inu á skemmdarvörgum. Sá sem þar var að verki hefur ekki náðst enn, en ábendingar eru vel þegnar. IM Enginsíld í Síldarsmugunni Tveir færeyskir sfldarbátar hafa undanfarna daga leitað sfldar vítt um Sfldarsmuguna austur af landinu en ekki haft árangur sem erfiði það sem af er. Færey- ingarnir munu halda leit áfram enn um sinn, en víst er að marg- ir útgerðarmenn íslenskra sfld- arbáta munu fylgjast grannt með framvindu mála. Margir hafa gert ráð fyrir að senda báta á þetta svæði, ekki síst nú þegar enga loðnu er að finna fyrir norðan land. Þrír bátar hafa verið að leita loðnu en ekki fundið neitt, að undanskildum 170 tonn- um sem Hólmaborg fékk en reyndist vera mjög smátt. Bátamir hafa allir hætt leit. í fyrra hegðaði loðnan sér mjög svipað og hún hefur gert til þessa, góð veiði seinni hluta sumars en síðan ekki söguna meir fyrr en í lok janúar- mánaðar. Hvort það gengur eftir skal ósagt látið enda erfitt að ráða í hegðunarmynstur loðnunnar. GG Sæbergs hf. í Olafsfirði: Smuguafli þriggja togara 1.770 tonn Afli togara Sæbergs hf. í Ólafs- firði í Smugunni á þessu sumri og hausti var í gær orðinn 1.770 tonn. Á síðasta ári var afli tog- ara útgerðarinnar um 2.100 tonn úr Smugunni. Þorskkvóti þeirra þriggja togara útgerðarinnar sem hafa verið á veiðum í Smug- unni er á nýbyrjuðu fiskveiðiári 1.396 tonn, eða 79% af þeim þorskafla sem fengist hefur í Smugunni til þessa, og á því hlutfallið eftir að lækka enn, jafnvel umtalsvert mikið. Frystiogarinn Mánaberg ÓF-42 hélt í Smuguna 1. september sl. og hefur verið á veiðum í sex daga og var veiðin í gær um 66 tonn af frystum afurðum. Þá var gott veð- ur þar norður frá. ísfisktogarinn Sólberg ÓF-12 hélt í Smuguna á sunnudag, en hann kom í síðustu viku með 125 tonna afla þaðan eftir 20 daga veiðiferð, um 10 daga á veiðum. Múlaberg ÓF-32 landaði svo 170 tonnum af ísfiski og fer aftur norður eftir á mið- vikudag. Rækjutogarinn Baldur EA hefur verið á rækjuslóð fyrir norðan land og var aflinn eftir þriggja vikna túr um 100 tonn af rækju á Japansmarkað. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.