Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 12.09.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 12. september 1995 ÍÞRÓTTI R Staðan 1. deild karla: Leikir 16. umferðar: Fram-ÍA KR-ÍBV Grindavík-Valur P'H-Keflavík Leiftur-Breiðablik 1:2 4:2 1:2 2:2 3:1 IA KR ÍBV Leiftur Keflavík Grindavík Valur Breiðablik Fram FH 16 141 16101 16 16 16 16 16 16 16 16 41:13 43 27:18 31 37:2328 29:29 24 22:24 22 8 19:23 20 8 22:29 20 8 20:22 18 10 16:34 12 11 22:40 9 17. umferð (sunnud. 17/9): FH-Fram, Keflavík-Leiftur, Breiðablik-KR, ÍBV- Grindavík, Valur-IA. 2. deild karla: IR-Víkingur Skallagrímur-KA HK-Stjarnan Þór-Víðir Þróttur-Fylkir Fylkir Stjarnan Þór KA Þróttur Skallagrímur ÍR Víkingur Víðir HK 17132 1711 4 17 8 3 17 6 6 5 5 4 4 3 310 5 9 1:1 2:3 4:4 1:0 2:5 48:21 41 40:1937 28:28 27 22:24 24 27:27 21 21:23 21 23:33 18 23:33 17 13:33 15 31:3614 Lokaumferð 2. deildar verður leikin nk. laugardag. Þá fara fram eftirtaidir leikir: KA-ÍR, Fylkir-Þór, Víðir-HK, Stjaman- Skallagrimur, Vtkingur-Þróuur. 3. deilcl karla: Dalvík-Völsungur BÍ-Fjölnir Höttur-Selfoss Ægir-Þróttur N. Leiknir-Haukar Lokastaðan: Völsungur Leiknir Þróttur N. Selfoss Dalvík P'jölnir Ægir Höttur BÍ Haukar 1812 5 18 12 2 18 100 18 18 18 18 18 18 18 1:1 4:2 1:4 3:6 5:1 1 37:14 41 4 49:24 38 8 32:24 30 8 38:38 28 3 32:22 27 8 34:27 24 9 29:35 23 1121:3217 1126:4415 13 21:5913 „Léttari andi yfir leikmönnum" - segir Þorvaldur Jónsson, Leiftri Pétur Björn Jónsson átti góðan leik með Leiftri. „Við vorum búnir að vera mjög daprir í síðustu leikjum og mesta breytingin fyrir þennan leik var hugarfarið. Það var létt- ara yfir leikmönnum heldur en undanfarið. Menn einsettu sér að hafa gaman af þessu og ég held að það hafí skilað sigrin- um,“ sagði Þorvaldur Jónsson, markvörður Leifturs, eftir sigur- inn á Breiðabliki í Ólafsfirði. Leiftursliðið hafði fengið á sig átta mörk í tveimur leikjum liðsins á undan og aðspurður hvort vömin hafi verið slök, svaraði Þorvaldur: „Eg held að það sé ekki rétt að kenna vöminni um þetta, heldur vamarleiknum. Það eiga allir leik- menn liðsins að leika vörn þegar við erum ekki með boltann. Menn Knattspyrna -1. deild karla: UVIIU llUIIUl Leiftur á beinu brautina á ný eftir sigur gegn Breiðabliki Leiftursmenn unnu langþráðan sigur á Breiðabliki í Ólafsfírði á laugardaginn og festu sig í sessi í 4. sæti 1. deildarinnar. Lokatöl- ur urðu 3:1. Á sama tíma töpuðu helstu keppinautar liðsins um sætið í Toto-keppninni stigum, Keflavík gerði jafntefli og Grindavík tapaði. Blikamir voru þó sterkari aðil- inn fyrstu mínútumar og á 5. mín- útu átti Þórhallur Hinriksson gott skot frá vítateig sem Þorvaldur varði. Eftir þetta komust Leifturs- menn meira inn í leikinn og á 15. mínútu skoruðu þeir fyrsta mark- ið. Jón Þór Andrésson, fékk bolt- ann í vítateignum, óvaldaður og hafði góðan tíma til að setja hann með góðu skoti í bláhomið. Það var eina mark hálfleiksins en heimamenn voru öllu sterkari og í tvígang skapaðist hætta upp við mark UBK þegar Páll Guðmunds- son og Júlíus Tryggvason reyndu skot að marki úr aukaspymum. Síðari hálfleikurinn var frekar tíðindalítill fyrstu fimmtán mínút- umar. Anthony Karl Gregory var nálægt því að jafna leikinn á 76. mínútu þegar hann komst inn að markteigshomi en Þorvaldur Jóns- son, Leiftursmarkvörður varði snilldarlega. Tveimur mínútum síðar fékk Pétur Björn Jónsson knöttinn á hægri kantinum eftir sendingu frá Jóni Þór Andréssyni, hann dró að sér tvo vamarmenn Blika og sendi síðan inn í vítateig- inn á Pál Guðmundsson sem var einn og óvaldaður. Páll tók við knettinum og spymti honum efst í markhomið og kom Leiftri í 2:0. Á 85. mínútu fékk Breiðablik aukaspymu rétt utan vítateigs. Gunnlaugur Einarsson, sem ný- kominn var inná sem varamaður, tók spymuna og skrúfaði knöttinn yfir vamarvegg Leifturs og í blá- homið. Mikið fjör færðist í leikinn á lokamínútunum og meðal annars björguðu Blikar eitt sinn á línu. Á lokamínúnni fékk Leiftur hom- spymu. Ragnar Gíslason tók spyrnuna og sendi á nærhomið þar sem Pétur Björn nikkaði honum aftur fyrir sig, beint á Jón Þór Andrésson sem skoraði þriðja mark leiksins af stuttu færi. Leiftursliðið var öllu meira sannfærandi í þessum leik heldur en í síðustu leikjum og bestu menn liðsins voru þeir Ragnar Gíslason, Þorvaldur Jónsson og Pétur Bjöm Jónsson. Leiftur: Þorvaldur Jónsson, Sindri Bjarnason, Matthías Sigvaldason, Gunn- ar Oddsson, Sigurbjöm Jakobsson, Pétur Bjöm Jónsson, Ragnar Gíslason, Júlíus Tryggvason, Jón Þór Andrésson, Páll Guðmundsson, Sverrir Sverrisson. Dómari: Bragi Bergmann. Hefur átt betri dag. KH tóku sig einfaldlega saman í þess- um leik og náðu að rífa sig upp,“ sagði markvörðurinn. „Það er léttari gangur á þessu núna, eftir tvo tapleiki í röð. Við vorutn að spila betur í fyrri hálf- leiknum en í síðustu leikjum og í síðari hálfleiknum náðum við upp þeirri baráttu sem var að skila okkur stigum framan af mótinu,“ sagði Oskar Ingimundarson, þjálf- ari Leifturs. Úrslit og stig á Greifa- mótinu í körfuknattleik Föstudagskvöld: Tindastóll-Þór 83-73 (35:48) Stig UMFT: John Torrey 19, Lárus Dagur Páls- son 14, Pétur Gubmundsson 14, Hinrik Gunnars- son 14, Amar Kárason 7, Ómar Sigmarsson 5, Atli Þorbjömsson 5, Baldur Einarsson 2. Stig Þórs: Fred Williams 24, Kristján Guðlaugs- son 19, Konráð Óskarsson 9, Kristinn Friðriksson 9, Bjöm Sveinsson 4, Birgir ðm Birgisson 4, Böðvar Kristjánsson 3, Hafsieinn Lúðvíksson 1. Skallagrímur-IA 60:56(33:25) Laugardagur: ÍA-Tindastóll 70:54(28:25) Stig UMFT: Ómar Sigmarsson 21, Lárus Dagur Pálsson 11, John Totrey 10, Hinrik Gunnarsson 7, Amar Kárason 3, Pétur Guðmundsson 2. Þór-Skallagnmur 77:71 (29:38) Stig Þórs: Kristinn Friðriksson 22, Fred Williams 22, Konráð Óskarsson 15, Kristján Guðlaugsson 9, Birgir Öm Birg- isson 7, Hafsteinn Lúðvíksson 1, Böðvar Kristjánsson 1. TindastólLSkallagrímur 88:45 (54:19) Stig UMFT: Láms Dagur Páisson 38, Baldur Einarsson 18, Pétur Guðmundsson 14, Ómar Sigmarsson 9, Páll Kolbeinsson 5, John Torrey 4, Þór-ÍA 88:87 (47:49) Stig Þórs: Fred Williams 30, Birgir Öm Birgis- son 19, Kristján Guðlaugsson II, Böðvar Krist- jánsson 9, Hafsteinn Lúðvíksson 7, Konráð Ósk- arsson 6, Bjönt Svcinsson 6. Lokastaðan: Tindastóll 32 1 225:1884 Þór 3 2 1 238:241 4 Skallagrímur 3 1 2 176:221 2 ÍA 3 1 2213:202 2 Ómar Sigmarsson úr Tindastóli og Konráð Oskarsson úr Þór eigast við í leik liðanna í Greifainótinu. Bæði liðin unnu tvo leiki af þremur en Tinda- stóll breppti 1. sætið með sigri í innbyrðisleiknum við Þór. Korfuknattleikur - Greifamót: Tindastóll sigurvegari á hnífiöfnu Greifamóti Tindastóll varð sigurvegari Greifamótsins, 4-liða æfíngamóts í körfuknattleik sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Tindastóll hlaut ljögur stig, eins og Þórsarar en inn- byrðisviðureign liðanna á föstu- dagskvöldið vó þungt. í henni sigraði Tindastóll með tíu stiga mun eftir að Þórsarar höfðu haft fimmtán stiga forskot í leikhléi. „Eg er að sjálfsögðu ánægður með að vinna mótið en er samt ekkert sérstaklega glaður með leik minna manna. Eg var nokkuð ánægður með varnarleikinn gegn Þór, þegar hann gekk sem best í síðari hálfleiknum sigldum við framúr þeim,“ sagði Páll Kol- beinsson, þjálfari og leikmaður Tindastóls. „Annars er ekki hægt að dæma um íslandsmótið út frá þessum leikjum því það eru þrjár vikur í mótið og haustbragur á lið- unum. Við erum til að mynda enn- þá að reyna að púsla liðinu saman með nýjum leikmönnum. Hvað mig varðar þá er ég er ánægður með Pétur Guðmundsson, sem kom frá Grindavík. Hann fellur vel inn í liðið og var maður sem okkur vantaði. Þrátt fyrir að við séum í erfiðum riðli er ég bjart- sýnn og get lofað því að við verð- um erfiðir heim að sækja,“ sagði þjálfarinn. Það er óhætt að taka undir orð Páls að haustbragur hafi verið á körfuboltanum á mótinu enda ekki hægt að búast við að liðin séu komin í sitt besta form. Þórsaram- ir voru til að mynda á hælunum, sem kallað er, í síðari hálfleiknum í opnunarleiknum gegn Tindastóii. Úthald leikmanna virtist á þrotum og leikmenn liðsins hættir að hreyfa sig á iokamínútunum. Leikmenn Tindastóls komust inn í sendingar hvað eftir annað og tryggðu sér sigur 83:73. Liðin fjögur sem þátt tóku í mótinu, Þór, Tindastóll, ÍA og Skallagrímur virtust annars mjög áþekk að getu. Jafnræði var í fíest- um leikjanna ef undanskilin er viðureign Tindastóls gegn Skalla- grími, en Borgnesingar þuiftu að leika hann strax eftir leik sínum við Þór og voru greinilega famir að ganga fullmikið á orkubirgðir sínar. ÍA sekúndu frá sigri Það segir sína sögu um það hversu jafnt mótið var að ÍA, sem hafnaði í neðsta sætinu, var aðeins einni sekúndu frá því að enda í fyrsta sætinu. Lokaleikurinn var á milli Þórs og ÍA. Milton Bell, Banda- ríkjamaðurinn í liði ÍA, náði for- ystunni 87:86 þegar nokkrar sek- úndur voru til leiksloka. Sigur ÍA hefði þýtt að liðið hefði komist uppfyrir Tindastól á hagstæðari stigatölu úr innbyrðis viðureign liðanna. Það varð ekki, því Fred Williams skoraði körfu fyrir Þór í blálokin. Tímaflautan gall sek- úndubrotum eftir að Williams sleppti knettinum í lokaskotinu og það rataði rétta leið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.