Dagur - 28.09.1995, Qupperneq 3
FRETTIR
269f '.9dnieJos8 8S itJDBbutiTirnR -RU0AO-S
Fimmtudagur 28. september 1995 - DAGUR - 3
Veiöireglur hertar í Flæmska hattinum:
Veiöileyfi fyrir
18 íslensk skip
Samkvæmt samkomulagi aðild-
arþjóða NAFO, fískveiðinefndar
Norðvestur- Atlantshafsins, fá
18 íslensk skip að stunda rækju-
veiðar á Flæmska hattinum við
Nýfundnaland á næsta ári og
mega þau veiða í alls 1.200
daga. Þetta svarar til þess að
hvert það skip sem sótt hefur á
þessi mið að undanförnu megi
veiða á þessum slóðum í 60 til 70
daga.
Islendingar fluttu tillögu um
hámarkskvóta og tímabundið
veiðibann en henni var hafnað, en
áðumefnd tillaga var flutt af
Norðmönnum, Færeyingum,
Grænlendingum, Eistlendingum,
Lettum og Litháum. í tillögunni er
m.a. ákvæði um að nota verði 40
mm rækjuskilju. Engar ákvarðanir
Útvarp Norðurlands:
Ekki gert
ráð fyrir
breytingum
á útsend-
ingartíma
Eins og
komið hefur
fram, eru
uppi nokk-
uð stíf
sparnaðar-
áform hjá
Ríkisút-
varpinu og
er við það miðað að skera
niður um sem svarar 13
milljónum króna til áramóta.
Arnar Páll Hauksson, deild-
arstjóri Utvarps Norðurlands á
Akureyri, segir að ekki sé gert
ráð fyrir að skera niður þjón-
ustu við hlustendur, útsending-
artíminn verði eftir sem áður
sá sami; morgunútsending eftir
áttafréttir fréttastofu útvarps
og síðdegisútsending á sínum
stað kl. 18.35. Hins vegar segir
Arnar Páll að ekki sé fyrirhug-
að að senda út þátt kl. 11 á
laugardögum eins og á síðasta
vetri, þar sé um að ræða sparn-
aðarráðstöfun.
Sem liður í sparnaðaráform-
um RÚV er ætlunin að stokka
upp morgunútsendingu Rásar
2 og 1 að því leyti að á eftir
áttafréttum og til Ícl. 8.30 verð-
ur svokallað „fréttamagasín"
þar sem fréttastofa útvarps
kemur við sögu á samtengdum
rásum. Þetta þýðir það í raun
að hlustendur hafa nú val, þeir
sem ekki vilja hlusta á svæðis-
útsendingu Útvarps Norður-
lands á tíðni Rásar 2, geta stillt
viðtækin á tíðni Rásar 1 og
hlustað á fréttatengt efni á
samtengdum rásum.
Arnar Páll sagði að rekstur
Útvarps Norðurlands hafi á
liðnum árum verið í jafnvægi
og svo væri enn. Hins vegar
sagði hann að Útvarp Norður-
lands eins og annar rekstur
RÚV hafí orðið fyrir niður-
skurðarhnífnum á undanföm-
um ámm. óþh
hafa verið teknar í sjávarútvegs-
ráðuneytinu um hvernig veiðum
íslensku skipanna verði stjórnað
innan áðurnefndra marka. Sumir
útgerðarmenn telja að með sam-
komulaginu sé ekki verið að þjóna
hagsmunum strandríkja eins og
Kanada enda komi tillagan frá
ríkjum sem hafi mesta veiði-
reynslu á þessum slóðum og þann-
ig þjóni þau best eigin hagsmun-
um.
í Flæmska hattinum eru tvö
norðlensk skip á veiðum; Arnar-
nes SI-70 frá Siglufirði og Dal-
borg EA-317 frá Dalvík en auk
þess hefur Sunna SI-67 frá Siglu-
firði stundað veiðar á þessum
slóðum. í Flæmska hattinum eru
nú þrjú önnur skip; Andvari VE,
Klara Sveinsdóttir SU og Ottó
Wathne NS. Guðmundur Péturs
ÍS, sem gerður er út af Básafelli
hf. á ísafirði, er væntalegur til
löndunar á Isafirði nk. laugardag
með um 100 tonn og liggur verð-
mæti aflans nærri 13 milljónum
króna. Básafell gerir einnig út
Hafrafell ÍS sem nýbúið er að
landa 75 tonnum að verðmæti
tæpar 10 milljónir króna. Hvorug-
ur lsafjarðartogaranna fer aftur í
Flæmska hattinn að sinni. GG
Fjallskilamál á Langanesi í höndum félagsmálaráðherra:
Erum aö verja hefð-
bundiö skipulag fyrir bylt
ingarkenndum umbótum
- segir Marinó Jóhannsson bóndi í Tunguseli, einn þremenn-
inganna sem standa að kærunni til félagsmálaráöuneytisins
Marinó Jóhannsson, bóndi í
Tunguseli, sem sæti átti í
fjallskila- og riðunefndinni í
Þórshafnarhreppi, sem hefur
verið sett af, segir að nefndin
hafí aidrei starfað með eðlileg-
um hætti eftir síðustu sveitar-
stjórnarkosningar. Ástæðu þess
telur Marinó fyrst og fremst
vera pólitískan ágreining.
Meirihluti hreppsnefndar hafí
skipað Úlfar Þórðarson á
Syðribrekku formann nefndar-
innar, en pólitískur meirihluti
hafi legið á hinum kantinum.
Bændur hafí verið ákaflega
ósáttir við þá ákvörðun.
„Úlfar hafði einhverja minni-
máttarkennd út af þessu og við
skrifuðum hreppsnefnd bréf í
fyrra og óskuðum eftir því að fá
að kjósa formann, varaformann
og ritara nefndarinnar eins og
gert hefur verið I hálfa öld, eða
jafnvel lengur. Þeirri málaleitan
synjaði hreppsnefndin og féll-
umst við á það og samþykktum
Úlfar sem fjallskilastjóra, en ósk-
uðum eftir því að fá að kjósa
varaformann og ritara, sent ekki
var fallist á. Úlfar taldi nefndina
óstarthæfa og vísaði málinu til
hreppsnefndar. Það var gert
bráðabirgðasamkomulag í fyrra
um göngur og öli tjallskil og síð-
an átti að halda fund í nefndinni,
þ.e. sl. haust, en sá fundur var
aldrei haldinn og við vorum í
sömu sporum í haust þegar átti
að jafna niður. Sagan endurtók
sig því í haust þegar kom að
verkaskiptingu innan nefndarinn-
ar; fjallskilastjóri vísaði málinu
til hreppsnefndar og hún I fram-
haldi þess setti okkur af. Við þrír
sem kærðum hreppsnefndina, er-
um að verja hefðbundið skipulag
fyrir byltingarkenndum umbót-
um og trúum að menn vilji
viðhalda hefðbundinni samvinnu
í þessu máli,“ sagði Marinó Jó-
hannsson í Tunguseli.
Marinó segir málið í hnotsk-
urn vera það hvort fjallskil eigi
að vera í höndum bænda og um
það hafi verið góður samstarfs-
vilji í fyrrum tjallskilanefndum.
Nú hafi pólitíkin hins vegar sett
strik f reikninginn og í nefndinni
sitji m.a. einn „hobbíbóndi",
Halldór Halldórsson, sem búi á
Þórshöfn og eigi um 20 kindur.
Ein skilarétt er á þessu svæði,
Hallgilsstaðarétt sunnan Hali-
gilssstaða, og telur Marinó Jó-
hannsson það engan veginn
nægjanlegt að hafa aðeins eina
skilarétt fyrir þetta svæði en rétt-
að sé í aukaréttum, t.d. á Sauða-
nesi og nýlega í Tunguseli. GG
Kristinn Hugason um norðlenska hestamennsku í sumar:
Markvissari vinnubrögð
í kynbótastarfi skortir
„Séð frá sjónarhóli kynbóta-
starfsins þá var nýliðið sumar
frekar tíðindalítið. Þá skoðun
mína hef ég áður látið í ljós að
þátttaka norðlenskra hesta-
manna í kynbótasýningum er of
lítil. Það hefur síst batnað nú í
sumar,“ sagði Kristinn Huga-
son, hrossaræktarráðunautur
Bændasamtaka fslands, í sam-
tali við Dag, aðspurður um álit
hans á framþróun í norðlenskri
hestamennsku nú í sumar.
Kristinn Hugason telur að
markvissari vinnubrögð skorti hjá
norðlenskum hestamönnum, s.s.
hvað varðar að koma með kyn-
bótahross fram til sýninga. Þetta
sé meginskýring þess að þátttaka
og árangur norðlenskra hesla-
manna með kynbótahross sín á
mótum þess árs sé jafn tíðindalítill
og raun ber vitni.
Heildarvirknin þarf
að aukast
„Það vantar að menn gangi mark-
vissar til verks og temji hross sín
með það fyrir augum að sýna þau
og taka síðan ákvörðun um fram-
haldið á grundvelli dóma sem fyr-
ir liggja. Þrátt fyrir mikla fjölgun
hrossa á Norðurlandi, líkt og ann-
arsstaðar, hefur hinsvegar engin
aukning orðið í því að hross komi
til dóms. Framkvæmd sýninga-
halds á Norðurlandi í sumar gekk
hinsvegar vel og nyrðra er margt
góðra sýningarmanna - og einnig
hrossaræktarmenn í allra fremstu
röð. En eigi að síður þarf heildar-
virknin að aukast til muna,“ segir
Kristinn.
Jafnbesta reiðmennskan
er í Eyjafirði
Reiðmennsku norðlenskra hesta-
manna segir Kristinn vera mjög
áþekka því sem hún hafi verið. A
heildina litið sé þróunin jákvæð.
Afgerandi munur sé millli svæða
að því leyti að þar séu góðir reið-
menn. Bestu reiðmennirnir eru, að
mati Kristins, í Eyjafirði og
Skagafirði. „Jafnbesta reið-
mennskan er í Eyjafirði. Margir
góðir reiðmenn eru einnig í
Skagafirði en heilt yfir er reið-
mennska þar mjög misjöfn," segir
Kristinn.
Hrossum má fækka
„Þátttaka norðlenskra hestamanna
í kynbótasýningum þarf að aukast
á næstu árum. Á því er brýn þörf
og hér eru engin héruð norðan-
lands undanskilin. Og ég get líka
alveg sagt það hér sem ég sagði
jafnframt á hestamannamótum í
sumar, að í hrossaræktinni eigum
við enga aðra leið í áframhaldinu
en leið gæðanna. Rækta þarf betri
hross og öðrum þeirn sem síðri
eru má að ósekju fækka,“ sagði
Kristinn. -sbs.
Ekkert upp í
kröfur í þrota-
bú Skeljakletts
Skeljaklettur hf. á Hvammstanga
var úrskurðaður gjaldþrota 9.
febrúar á sl. ári. Skiptum er nú
lokið og fundust engar eignir í bú-
inu. Ekkert fékkst því upp í 55,4
milljóna króna kröfur í búið. óþh
GUNNAR RAFN JONSSON
opnan
m^iverka
SYNINGll
f HeklusaL, GaLLení ALLm Handa,
á GLeKáneymm, Akuneym
pösTudagmn 29. sepremhen 1995 kL.20.00
Við opnumna Leika
AKnlnLduK Eyja SöLvadÓTTiK og
Sigmveig GunnaKsöÓTTiK á gnaK
Á sýningunm venða ypiK 60 vaTnsLiTamyndiK
Opið aLLa ðaga pm kL. 14-19
Sýnmgunm Lýkrn 10. okwkeK
ALLik bjamanLega veLkomnm!