Dagur - 28.09.1995, Síða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 28. september 1995
Sjúkrahúsið á Húsavík:
Þetta er síúkra-
hús Þingeyinga
- „en íbúarnir þurfa að segja sinn hug,“
segir Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri
Á laugardaginn verður haldinn
á Húsavík fundur um framtíð
héraðssjúkrahúsa, sem sjúkra-
hús á landsbyggðinni boða til.
Tilefni fundarins er að forsvars-
mönnum þessara sjúkrahúsa
flnnst óeðlilega staðið að
skýrslugerðum um málefni
sjúkrahúsanna og lítið sem ekk-
ert samráð haft við fólkið sem
vinnur á viðkomandi stofnun-
um. Eitt þessara sjúkrahúsa er
Sjúkrahúsið á Húsavík og þang-
að brá Dagur sér í heimsókn til
að afla upplýsinga um hvað
viðamikil starfsemi fer fram á
slíkri stofnun. Til viðbótar við
efnið í þessari opnu verður á
næstu dögum birt viðtal við
Gunnar Rafn Jónsson, yfír-
lækni. Samkvæmt tölulegum
upplýsingum kom í ljós að á ár-
inu 1994 voru framkvæmdar
538 minni háttar skurðaðgerðir
á sjúkrahúsinu og 154 meirihátt-
ar aðgerðir. Þar fæddust 58
börn, en 2.341 manns fór í
röntgenskoðun, 22.903 rann-
sóknir voru framkvæmdar, óm-
skoðanir voru 203 og skopíur
207. í sjúkrahúsinu eru 60 rúm,
þar af 32 á langlegudeild, en 28
samtals á lyflæknis- og hand-
læknisdeild, fæðinga- og kven-
sjúkdómadeild. Legudagar á ár-
inu reyndust 18.206. Við sjúkra-
húsið er sambyggð heilsugæslu-
stöð og einnig er innangengt í
Hvamm, dvalarheimili aldraðra,
og samvinna milli stofnananna
góð.
„Það hafa komið blaðagreinar
frá fagfólki í Reykjavík og gerðar
hafa verið tvær skýrslur í nafni
Heilbrigðisráðuneytisins. Það
kemur mjög sterk fram í ræðu og
riti hjá þessu fólki að því finnst
stóra málið að loka sjúkrahúsum
úti á landi og breyta þeim í hjúkr-
unarheimili. Þetta á að vera fag-
lega rétt og peningalega hag-
kvæmt, þar sem óverjandi sé að
vera með þessa þjónustu úti á
landi á litlum stöðum þar sem lítið
sé að gera og menn því ekki í
þjálfun. Þetta sé því falskt öryggi
og látið er í það skína að fólkið
sem vinnur við þjónustuna sé ekki
hæft til þess og tækin séu ekki
nógu góð. Þetta höldum við að
standist engan veginn. Og aðalat-
riðið er hvað fólkinu sem býr utan
Reykjavíkur finnst og hvað það
lætur bjóða sér. Er heilbrigðis-
þjónustan á hverju svæði kannski
grundvallaratriði þess að fólk vilji
búa þar?“ segir Friðfinnur Her-
mannsson, framkvæmdastjóri, að-
spurður um tildrög fundarins.
Lítið á okkur hlustað
„En þessi fundur er hvorki upphaf
né endir á neinu, hann er liður í
umræðunum og til þess ætlaður að
koma sjónarmiðum fólks utan
Reykjavíkursvæðisins á framfæri.
Við erum tilbúin að ræða þessi
mál á alla kanta en hingað til hef-
ur okkur fundist að lítið væri á
okkur hlustað. Við vitum að það
eru kostir og gallar við svona lítil
sjúkrahús. Kostirnir eru margir
mjög miklir og við vitunr að
margt fólk vill frekar vera hjá
okkur en á stóru sjúkrahúsunum.
Við teljum okkur þjóna þessu
svæði mjög vel. Við leggjum
áherslu á að allir á svæðinu geti
sótt til okkar í minni skurðaðgerð-
ir og fæðingarhjálp ef þeir velji að
gera það.
Kostir fylgja smæðinni
Sjúkrahúsið hér er byggt um 1970
og er mjög vel byggt. Húsinu hef-
ur verið haldið vel við þó viðhald
Guðrún K. Aðalstcinsdóttir, röntgentæknir.
Myndir: IM
Friðfínnur Hermannsson, framkvæmdastjóri.
hafí verið í lágmarki. Það er mjög
gáfulega fjárfest í þeirri stein-
steypu sem hér er. Rekstur er hag-
kvæmur. Ár eftir ár hefur þetta
sjúkrahús tekið á sig niðurskurð,
samt hefur tekist að halda sig inn-
an fjárlaga. Það var aðeins halli í
fyrra en við erum vonandi að
borga það upp núna. Það er sjálf-
sagt hægt að gera betur, en menn
hafa gert mjög vel.
Þessi sjúkrahús eru á stöðunum
og spumingin er hvort ekki megi
nýta þessar fjárfestingar enn þá
betur. Hvort það sé ekki í alla
staði sniðugra og ódýrara að einn
sérfræðingur komi og geri aðgerð
á 100 sjúklingum í heimahéraði
heldur en að 100 sjúklingar ferðist
til sérfræðingsins til að fara í að-
gerð.
Eg er ánægður að starfa við
fyrirtæki sem er ekki stærra en
þetta. Ég held að við séum vel í
stakk búin til að reka þetta á eins
hagkvæman hátt og kostur er.
Mikil ófærð sl. vetur
Þeir í ráðuneytinu spyrja sérfræð-
inga í Reykjavík hvernig málum
skuli hagað en þeir virðast ekki
þekkja til aðstæðna úti á landi og
kunnáttu starfsbræðra sinna sem
þar starfa.
Það er annað sem ekki er litið
til við gerð skýrslnanna, það er
hvað þessar einingar eiga vel sam-
an. Það er alltaf verið að reikna út
meðalkostnað en ekki er litið á
jaðarkostnaðinn, aukakostnaður af
að hafa skurðstofu og fæðingar-
deild er ekki svo mikill þegar
gmnnkostnaðurinn af hjúkrunar-
deild er til staðar. Ef mikið á að
spara gerist það ekki með því að
loka skurðstofu og fæðingardeild.
Rekstur þeirra kostar bara bara
smáaura til viðbótar við grunn-
kostnaðinn."
- Minnug veðurfars síðasta
vetrar er ekki alltaf hlaupið milli
staða þó vegasamgöngur hafi
batnað. Hafið þið orðið vör við
ótta fólks við að missa bráðaþjón-
ustu af þessum sökum?
„Við hér á Húsavík viljum
halda í bráðaþjónustuna fram í
rauðan dauðann. í fyrravetur
komu margir dagar þar sem ekki
var fært til Akureyrar en í gulu
skýrslunni er Víkurskarðið ekki
inni sem fjallvegur. Þessir menn
eru að tala um annan veruleika en
við búum við.
✓
Alit íbúanna skiptir máli
Það er ekkert sem segir að Sjúkra-
húsið á Húsavík verði til staðar að
eilífu. Ef á að vera sjúkrahús hér í
framtíðinni verður það ekki nema
Þingeyingar séu sammála um að
svo verði og að þeir séu sammála
um að styðja við bakið á sjúkra-
húsinu og nota þjónustuna. Þetta
er Sjúkrahús Þingeyinga, og mætti
gjaman heita það. Við teljum okk-
ur vera með góða stofnun í alla
staði, en það sem skiptir máli er
hvað íbúunum fínnst. Framtíð
stofnunarinnar ræðst af því. Ég
hvet fólk því til að mæta á fundinn
sem verður án efa skemmtilegur
og fræðandi," sagði Friðfinnur.
IM
Heilsugæslustödin á Húsavík:
Þjónustan hér víðtækarí
en á Reykjavíkursvæðinu
- segir Gísli G. Auðunsson, heilsugæslulæknir
„Við þjónum héraði sem er með
tæplega 4500 íbúa. Hér eru
fimm læknar og við störfum all-
ir bæði við heilsugæsluna og á
sjúkrahúsinu, á sjúkrahúsinu á
morgnana en við móttöku sjúk-
linga eftir hádegi. Þó er yfirleitt
einn læknir með móttöku fyrir
hádegi. Viðtöl eru eftir tíma-
pöntunum fyrirfram nema hjá
vaktlækni, sem sinnir bráðum
veikindum og slysum þegar það
ber að,“ sagði Gísli G. Auðuns-
son, heilsugæslulæknir, sem
m.a. starfar sem svæfingalæknir
á sjúkrahúsinu. Sigurður Guð-
jónsson er yfirlæknir Heilsu-
gæslustöðvarinnar.
„Við teljum gott skipulag að
hafa vaktlækninn frían, annað
veldur mikilli röskun," sagði
Gísli, aðspurður um fyrirkomulag
læknaþjónustunnar á Húsavrk.
„Hér er hefðbundin heimilis-
læknisþjónusta. Án þess að gera
lítið úr starfi starfsbræðranna á
Reykjavíkursvæðinu tel ég að
þjónustan hér sé víðtækari. Við
ætlum hverjum sjúklingi lengri
tíma, leysum fleiri verkefni sjálfir
af því að langt er til sérfræðinga.
Það sem skilur aðallega milli
heilbrigðisþjónustu hjá heimilis-
læknum úti í hinum dreifðu
byggðum, er að öll heilsuvá kem-
ur til okkar kasta. Við verðum t.d.
að sinna öllum slysum og fæðing-
arhjálp. Hér við sjúkrahúsið eru
þó sérfræðingar í handlækningum
og fæðingarhjálp ef einhver vand-
ræði koma uppá. En þjónustan
sem við veitum er meiri en í mesta
þéttbýlinu og því þarf fleiri lækna
á íbúa í dreifbýli.
Við sinnum heilsuvernd og
hverskonar fyrirbyggjandi aðgerð-
um, t.d. ungbama- og mæðraeftir-
liti, skólaheilsugæslu og ónæmis-
Gísli G. Auöunsson, heilsugæslu-
læknir.
aðgerðum fyrir fullorðna.
Við erum með móttöku fyrir
sjúklinga tvisvar í viku í Mývatns-
sveit og einu sinni í viku á Laug-
um í Reykjadal.
Hér koma þrír sérfræðingar
reglulega: háls-, nef- og eyrna-
læknir, barnalæknir og augnlækn-
ir. Annað slagið kemur fólk frá
Heymar- og talmeinastöð íslands.
Hér fer öll krabbameinsleit fram
fyrir héraðið. Hér hefur félags-
málastjóri bæjarins aðsetur, tann-
læknar hafa stofur sínar hér og
heilbrigðisfulltrúi sýslunnar.
Þjónusta Heilsugæslustöðvar-
innar markast að miklu leyti af
sambýlinu við sjúkrahúsið. Við
þökkum þessu nábýli þá staðreynd
hvað okkur hefur haldist vel á
læknum. Fyrir mitt leyti get ég
sagt að mér líður miklu betur sem
lækni að hafa sjúkrahúsið við
hliðina á mér. Til Akureyrar eru
90 km og ekki alltaf greiðfært, svo
það veitir ákveðna sálarró að hafa
þessa þjónustu hér. Þetta sambýli
heilsugæslu og héraðssjúkrahúss,
eins og t.d. hér og á Sauðárkróki,
er til fyrirmyndar fyrir læknis-
þjónustu í dreifbýli, og það væri
mikill ábyrgðarhluti að brjóta
þessa þjónustu niður,“ sagði Gísli.
IM