Dagur - 28.09.1995, Qupperneq 11
Fimmtudagur 28. september 1995 - DAGUR - 11
IÞROTTIR
FROSTI EIÐSSON
Handbolti - Landslið:
Tap gegn
Rúmeníu
ísland mátti þola tap, 19:21 í fyrri
viðureign sinni fyrir Rúmeníu í
Evrópukeppni landsliða í hand-
knattleik. Leikið var í Rúmeníu en
liðin leika síðari leik sinn í keppn-
inni, nk. sunnudag og fer hann
fram í Kaplakrika.
Blak:
Korneev með
eftir áramót
Ekki er búist við því að hinn
rússneski þjálfari KA í blaki, Al-
exander Korneev, muni leika
með liðinu fyrr en eftir áramót.
Þjálfarinn sem kom til KA um
síðustu áramót meiddist illa á hné
sl. vetur. Liðbönd slitnuðu og
gekkst hann undir aðgerð í vor.
Hann er byrjaður að æfa en skortir
enn nokkuð á fyrri styrk.
Komeev mun þjálfa þrjá flokka
hjá KA í vetur, meistaraflokk
karla, 2. flokk kvenna og 2. flokk
karla. Hafsteinn Jakobsson verður
þjálfari í 4. og 5. flokki karla og
Stefán Jóhannesson í 3. flokki
karla. KA teflir ekki fram meist-
araflokki kvenna á íslandsmótinu
í blaki, eins og undanfarin ár.
Þórsarar veittu viðurkenningar
Knattspyrnudcild Þórs verðlaunaði leikmenn félagsins í yngri flokkum í lokahófi deildarinnar, sem fram fór um síðustu helgi. Valdir voru bestu leikmenn
hvers flokks, verðlaun veitt fyrir mestu framfarir og fyrir þá einstaklinga sem sköruðu framúr með góðri framkomu, innan sem utan vallar. Á myndinni
má sjá þá sem hlutu verðlaun: Fremri röð frá vinstri: Helgi Pétursson (bestur í 5. flokki), Ásta B. Ingadóttir (mestu framfarir í 5. fl. kv.), Brynjar Valþórs-
son (bestur í 6. flokki), Haraldur Haraldsson (mestu framfarir í 6. flokki), Ólafur Torfason (bestur í 7. flokki), Ólafur Jónsson (mestu framfarir í 7. flokki),
Helga Eiðsdóttir (5. flokki kv. fyrir framkomu) og Eva Sigurjónsdóttir (best í 5. flokki kv.). Aftari röð frá vinstri: Ragnar Konráðsson (fékk Jósefsbikarinn
fyrir góða mætingu og framfarir), Þórður Halldórsson (bestur í 4. flokki), Heiða yalgeirsdóttir (best í 3. flokki kv.), Rakel Káradóttir (mestu framfarir í 3.
flokki kv.), Þóra Pétursdóttir (best í 4. flokki kvenna). Á myndina vantar Óðin Árnason (besta leikmann 3. flokks), Inga Heimisson, sem þótti sýna mestu
framfarirnar í 3. flokki, Jón B. Gíslason, sem fékk sömu verðlaun og Huldu Frímannsdóttur, sem sýndi mestu framfarirnar í 4. flokki kvenna.
Júdó - Heimsmeistaramót:
Vernharð keppir
um Ólympíusæti
Vernharð Þorleifsson, júdókappi
úr KA, er nú staddur í Japan
þar sem hann tekur þátt í
heimsmeistaramótinu í júdó sem
fram fer í borginni Makohari,
rétt utan við Tokýó.
Vernharð kom til Japan á mið-
nætti á mánudag, að íslenskum
tfma eftir þrettán tíma flug, fyrst
til Stokkhólms og þaðan var flog-
ið til Tokýó. „Við hefðum átt að
koma hingað mikið fyrr. Það er
níu tíma munur á íslandi og Japan
þannig að líkaminn býst við því
að fara að sofa á sínum venjulega
tíma. Við höfum því reynt að
halda okkur vakandi sem lengst,“
sagði Vernharð í spjalli við Dag í
gær.
„Ef allt gengur upp og þetta
rugl á svefntímanum angrar mig
ekki, þá hef ég alla möguleika til
að „brillera" á morgun (í dag). Að
öðrum kosti ætla ég að standa mig
í opna flokknum."
Vernharð sagði að hann hefði
unnið að því að létta sig, frá því
hann kom til Japans. Hann var 96
kíló í gærdag en verður að vera
kominn niður í 95 kflóin þegar
vigtun fer fram fyrir keppnina, til
að vera löglegur í þyngdarflokkn-
um. Fyrsti keppnisdagur hófst í
nótt og honum lýkur um hádegis-
bilið í dag.
Rúmlega fjörtíu keppendur eru
skráðir til leiks í öllum llokkum
en alls eru keppendur um 600 frá
rúmlega hundrað þjóðum. Þar af
eru þrír íslendingar, auk Vern-
harðs, þeir Eiríkur Ingi Kristins-
son og Halldór Hafsteinsson úr
Ármanni.
„Það setja allir keppendur
stefnuna á að verða ofar en í ní-
unda sæti í sínum þyngdarflokk-
um, því það gefur rétt til að
keppni á næstu Olympíuleikum.
Ég held að ég eigi góða mögu-
leika á að ná því,“ sagði Vern-
harð.
Hann verður einnig meðal
keppenda í opnum flokki sem
fram fer á sunnudaginn en árangur
þar færir keppendum ekki rétt til
að keppa á Ólympíuleikunum í
Atlanta á næsta ári, þar sem ekki
verður keppt þar í opnum flokki.
Vernharð Þorleifsson úr KA er við keppni á HM í júdó í Japan.
Körfuknattleikur - íslandsmótiö:
Þórsarar mæta Skallagrími
Úrvalsdeildin í körfuknattleik hefst
í kvöld, en þá fer fram heil umferð.
Þórsarar sem stilla upp mjög
breyttu liði frá því í fyrra, mætir
Skallagrími og hefst leikur liðanna
klukkan 20 í Iþróttahöllinni.
„Liðið er mjög breytt frá því
sem það var í fyrra, en áherslumar
eru líka aðrar. Annað verður bara
að koma í ljós þegar við förum af
stað og byrjunarliðið hefur verið
breytilegt í æfmgaleikjunum,“
segir Jón Guðmundsson, þjálfari
Þórsaranna.
Nýju leikmennirnir eru Banda-
ríkjamaðurinn Fred Williams, sem
leysir samlanda sinn Sandy And-
erson af hólmi og segir þjálfarinn
að þeir séu mjög ólíkir leikmenn
en hann telji að sóknarlega muni
hinn nýi liðsstyrkur reynast Þórs-
urunum betur. Þá hafa Þórsaramir
fengið tvo leikmenn frá Kellavík,
þá Böðvar Kristjánsson og Krist-
ján Guðlaugsson.
„Ég kvíði alls ekki vetrinum og
ég er heldur ekki viss um að þessi
riðill sem við erum í muni fá eitt-
hvað færri stig heldur en hinn rið-
illinn þó að hann sé sterkari á
pappírnum," segir þjálfarinn sem
vildi lítið tjá sig um spána fyrir
deildina. Þórsarar enduðu keppn-
istímabilið í fyrra í sjötta sæti
deildarinnar en féllu út í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar gegn
Keflavík.
Annars fara eftirfarandi leikir
fram í kvöld í DHL-deildinni:
Tindastól-ÍR, Breiðablik- Njarð-
vík, Keflavík-Haukar, Valur-ÍA
og KR-Grindavík.
Æfingatafla yngri fl. blakdeildar KA veturinn 1995-96
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud.
Stelpur Strákar Stelpur Stelpur Strákar Strákar Stelpur
17.00-17.30 3. fl. 4. fl.
17.30-18.00 3. fl. 4. fl.
18.00-18.30 3. fl. 4. fl.
18.30-19.00 2. fl. 5. fl. 5. fl. 4. fl.
19.00-19.30 5. fl. 2. fl. 5. fl. 2. fl. 5. fl. 5. fl. 4. fl.
19.30-20.00 2. fl. 3. fl. 5. fl. 2. fl. 5. fl. 4. fl. 2,ff. 3. fl.
20.00-20.30 2.0. 3. fl. 4. fl. 2. fl. 3. fl. 4. fl. 2. fl. 3. fl.
20.30-21.00 2. fl. 3. fl. 4. fl. 3. fl.
21.00-21.30 4. fl. 3. fl.
Knattspyrna:
Tap hjá drengjunum
íslenska drengjalandsliðið í knatt-
spymu mátti þola skell, 0:3 gegn
írum, þegar liðin mættust í Dublin
í fyrradag. Leikurinn var liður í
riðlakeppni Evrópumótsins og
mun ísland leika síðari leik sinn í
dag, gegn Noregi.
Golf:
Bændaglíma GA
Síðasta golfmót ársins, Bænda-
glíman fer fram á Jaðarsvellinum
á laugardaginn ef veður leyfir.
Kylfingar eru beðnir um að mæta
á milli níu og tíu árdegis og þá
verður hópnum raðað í tvo lið.
Leikið verður með holukeppnis-
fyrirkomulagi. Bændur verða þeir
Sigurpáll Sveinsson og Þórleifur
Karlsson.
Akureyrarliðin af
stað um næstu helgi
íslandsmótið í 2. deild karla og í
1. deild kvenna í handknattleik
hefst um næsm helgi. Akureyrar-
liðin, Þór og ÍBA leika bæði tvo
leiki á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Þór leikur gegn Ármanni annað
kvöld og gegn HK daginn eftir en
ÍBA stúlkumar leika við stöllur
sínar úr Haukum og KR.
Ný námskeið
hefjast mánudaginn
2. október.
Skráning hafín.
Líkamsrœktin
Hamri
Sími 4612080