Dagur


Dagur - 13.10.1995, Qupperneq 1

Dagur - 13.10.1995, Qupperneq 1
78. árg. Akureyri, föstudagur 13. október 1995 Verið yiðbúin 197. tölublað Utanverður Eyjafjörður verði lýstur eitt atvinnu- svæði Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um að sveitarfé- lög séu að knýja fólk til að flytja lögheimili sitt ef það á að fá at- vinnu á viðkomandi stað. Um þetta var rætt á samráðsfundi framkvæmdastjóra sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð, sem haldinn var á dögunum. Hálfdán Kristjánsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, segir þessa um- ræðu vissulega vera eðlilega á vettvangi sveitarfélaganna, því um sé að ræða þeirra megin tekju- stofn, þ.e. skatttekjur. Á fundinum komust menn að þeirri niðurstöðu að búseta sem skilyrði fyrir at- vinnu væri ekki réttlætanleg. Ákveðið var að beina því því til sveitarstjórnarmanna að huga að því að lýsa Ut-Eyjafjarðarsvæðið eitt atvinnusvæði. „Ef menn eru að huga að samstarfi á þeim nót- um sem við erum að gera, er full ástæða til að hverfa frá því að bú- seta sé skilyrði fyrir atvinnu og lýsa því yfir að svæðið sé eitt at- vinnusvæði," sagði Hálfdán. Hann segist ekki vita um um- talsverða árekstra vegna svona mála, en dæmi séu um að menn sem vinna á einum stað en búa á öðrum hafi fengið vinsamleg til- mæli um að breyta lögheimili sínu. Umrædd yfirlýsing frá fund- inum geti verið eitt skref í frekara samstarfi sveitarfélaga við utan- verðan Eyjafjörð, en menn eru einmitt að huga að slíku þessa dagana. HA Tignit gestir á frumsýningu Eins og kom fram í Degi í gær frumsýnir Leikfélag Akureyrar í kvöld Drakúla greifa, leikgerð Irans Michael Scott úr hinu heimsþekkta verki breska rit- höfundarins Bram Stoker. Þessi leikgerð Scotts, sem er jafnframt leikstjóri sýningarinnar, hefur ekki áður verið færð á svið og því er hér um heimsfrumsýningu á þessari leikgerð að ræða. Meðal gesta á frumsýn- ingu Leikfélags Akureyrar í kvöld verða forseti Is- lands, Vigdís Finnbogadóttir, Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra, og eiginkona hans, Rut Ingólfs- dóttir, Stefán Baldursson, leikhússtjóri Þjóðleikhúss- ins, og eiginkona hans, Þórunn Sigurðardóttir. Á meðfylgjandi mynd er Viðar Eggertsson, leik- hússtjóri LA, í essinu sínu í hlutverki Drakúla greifa. óþh/Mynd: BG. Sýslumannsembættið í Ólafsfirði lagt niður í byrjun árs 1996: Stefnt að því að Ólafsfirðingar sæki sína þjónustu til Dalvíkur - segir Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra Akvörðun stjórnvalda að leggja niður sýslumannsembættið í Ólafsfirði, eins og kemur fram í þeim fjárlögum sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hefur lagt fram á Alþingi, hefur valdið talsverðu umróti í hugum Ólafsfirðinga og bæjarstjórn Ólafs- Qarðar hefur mótmælt þeirri ákvörðun og talið hana skref afturábak í þjónustu við íbúa á landsbyggðinni. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, seg- ir umtalsverðan sparnað fólginn í því að sam- eina embætti sýslumanns í Ölafsfirði cmbætt- inu á Akureyri og þar sé um verulega upphæð að ræða. Þessar breytingar eru fyrirhugaðar í byrjun næsta árs. „Fyrir tveimur árum vorum við með hug- myndir um ntjög róttækar skipulagsbreyting- ar sem lutu ekki aðeins að minnstu embætt- unum eins og í Ólafsfirði og á Bolungarvík, heldur einnig að stærstu embættunum á höf- uðborgarsvæðinu og við töldum að einnig væri hægt að hagræða með sameiningu þeirra. Þær hugmyndir náðu ekki fram að ganga. í Ólafsfirði og Bolungarvfk er um að ræða litlar einingar og tiltölulega stutt í næstu þjónustu sýslumanns, bæði til Dalvíkur og Isafjarðar, og það eru aðairökin fyrir því að við erum að grípa til hagræðingar á þessum tveimur stöðum. Samgöngur hafa batnað og tæknin breyst sem gerir þessar breytingar auðveldari, líka fyrir íbúa viðkomandi byggð- arlaga," sagði Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra, í samtali við Dag í gær. Dómsmálaráðherra segir hugmyndir unt stækkun þjónustusvæðis embættisins í Ólafs- firði í þá veru að jrað næði einnig til t.d. Dal- víkur, Svarfaðardals og Hríseyjar ekki hafa komið til greina, þærekki þótt aðgengilegar. „Það er enn ekki afráðið hvemig l'arið verður með þær húseignir sem tilheyra emb- ætti sýslumanns í Ólafsfirði, en líklega verða þær seldar. Við höfum bent á að það er að- eins steinsnar í þjónustu sýslumannsembætt- isins á Dalvík og er stefnt að því að afgreiðsl- an á Dalvík muni þjóna Dalvíkingum, Ólafs- firðingum og fleiri íbúum við utanverðan Eyjafjörð,“ sagði Þorsteinn Pálsson, dóms- málaráðherra. GG Skagafjörður: Samstarf kannað í skólamálum Afundi bæjarráðs Sauðár- króks á dögunum var lagt fram bréf frá hreppsnefnd Skef- ilsstaðahrepps, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarstjórn Sauðárkróks um mögulega aðild Skefilsstaðahrepps að Grunn- skóla Sauðárkróks. Var bæjar- stjóra og formanni skólanefndar falið að ganga til viðræðna við hreppsnefnd Skefisstaðahrepps um málið. Að sögn Björns Sigurbjörns- sonar, fomianns bæjarráðs og skólastjóra Gagnfræðaskólans, er í gangi samstarf við Rípuhrepp sem sent hefur nemendur í elstu bekkj- um grunnskólans til Sauðárkróks og em uppi hugmyndir um nánara samstarf en verið hefur. Björn segir góða reynslu af þessu sam- starfi. „Við erum mjög sáttir við að samstarf eflist og dafni milli sveitarfélaganna, á þessum svið- um sem öðrum.“ HA Akureyrarhöfn: Farið í vestur- bakka Fiski- hafnar 1998 Endurskoðuð framkvæmda- áætlun Akureyrarhafnar fyrir árin 1996-1999 var sam- þykkt á fundi hafnarstjórnar á dögunum. Þar kemur fram að samtals verði varið 255,3 millj- ónum króna til framkvæmda á vegum hafnarinnar á þessum tíma. Bæjarráð á eftir á afgreiða áætlunina. Á næsta ári eru áætlaðar 20 milljónir til að ljúka þeim fram- kvæmdum sem eru í gangi í Krossanesi og 8 milljónir í við- gerð á dráttarbraut. Á árinu 1997 eru áætlaðar 51,1 milljón í leng- ingu Oddeyrarbryggju til austurs og 32,5 milljónir í að lengja Tangabryggju til suðurs. Verður í þeirri framkvæmd rifin trébryggja sem er fyrir framan fóðurvöru- deild KEA. Á árunum 1998-1999 eru áætl- aðar 137 milljónir í fyrsta áfanga vesturbakka Fiskihafnar, þ.e. þar sem nú er Sanavöllurinn. Verður höfnin stækkuð lil vesturs og byggður 100 m viðlegukantur. Einar Sveinn Ólafsson, formaður hafnarstjómar, segir að búið sé að gefa Samherja hf. vilyrði um að farið verði í þennan áfanga, en þar er athafnasvæði fyrirtækisins hugsað. Fram að þeim tíma hefur Samherji fengið aðstöðu á austur- bakka Fiskihalnar, þar sem hús verður sett niður til bráðabirgða. Einar Sveinn segist eiga eftir að sjá hvað framlag ríkisins verð- ur á næstu fjárlögum og þegar það kemur í ljós verði menn að meta hvort þessum framkvæmdahraða verður haldið, þá hugsanlega með auknum lántökum, hvort for- gangsröð verður breytt eða skorið niður miðað við þessa áætlun. HA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.