Dagur - 13.10.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 13. október 1995
FRÉTTIR
Mánabergið í flotkvínni
Nóg er að gera hjá Slippstöðinni-
Odda hf. þessa dagana og mikil
umferð skipa. Þessi mynd var tek-
in af Mánaberginu ÓF-42 frá Ól-
afsfirði í flotkvínni og í dráttar-
brautinni var Akureyrartogarinn
Harðbakur EA-303. Við kantinn
lágu risatogarinn Hannover, sem
verið er að breyta til lýsingsveiða
við Namibíu, aftan við hann lá
Snæfugl-SU 20 frá Reyðarfirði og
aftastur var Amar HU-1 frá
Skagaströnd, sem senn verður af-
hentur nýjum eigendum á Græn-
landi. Að sögn Inga Bjömssonar,
framkvæmdastjóra Slippstöðvar-
innar-Odda, er fyrirsjáanleg mikil
vinna fram í a.m.k. miðjan næsta
mánuð og hefur fyrirtækið fengið
talsvert af aukamannskap frá öðr-
um fyrirtækjum, auk undirverk-
taka. HA/Mynd: BG
Helgi Stefánsson hjá DNG og Aðalsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Sjafn-
ar hf., við nýja hreinsikerfíð. Mynd: Sigurður Bogi.
Efnaverksmiðjan Sjöfn hf. og DNG:
Selja hreinsikerfi til
fiskvinnslu í Nambibíu
Efnaverksmiðjan Sjöfn hf. á Ak-
ureyri hefur gert samning um
sölu til Namibíu á hreinsikerfi
og ræstivörum sem notaðar eru í
fískvinnslustöðvum. Nokkur
samskonar kerfí hafa verið sett
upp í íslenskum fiskvinnslu-
stöðvum og í skipum, en síaukn-
ar kröfur eru gerðar um hrein-
Iæti í fískiðnaðinum.
Það eru Sjöfn hf. og DNG á
Lónsbakka í Glæsibæjarhreppi
sem hannað hafa þetta hreinsikerfi
í sameiningu. Flestir hlutar þess
eru aðfengnir, en hönnunin og
samsetningin er íslensk. Kerfin
eru tengd háþrýstidælum og um
vinnslusali eru lagnir sem hægt er
að fara inn á, þar sem henta þykir.
Þar eru lagnir fyrir spúlbyssur.
Dælumar sem tengdar eru við
kerfið fara í gang, ein af annarri,
eftir álagi hverju sinni.
Sölusamningurinn til Namibíu
hljóðar upp á 3,5 millj. kr., en í
þeirri tölu eru dælikerfið, helstu
aukahlutir og nokkurra mánaða
birgðir af hreinsiefnum.
Þegar hafa nokkur fiskvinnslu-
hús tekið í notkun áðumefnt
hreinsikerfi, svo sem Utgerðarfé-
lag Akureyringa hf., Búlandstind-
ur hf. á Djúpavogi og Ámes hf. í
Þorlákshöfn, en auk þess eru kerf-
in komin í nokkur af nýrri hér-
lendum fiskiskipum. -sbs.
Þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar:
Verið að svíkja gefin loforð
- segir Þórarinn B. Jónsson, bæjarfulitrúi Sjálfstæðisflokks
Þórarinn B. Jónsson, bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokks, var sá eini
sem greiddi atkvæði gegn
þriggja ára áætlun Akureyrar-
bæjar um rekstur, íjármál og
framkvæmdir bæjarsjóðs á ár-
unum 1996-1998, en áætlunin
var samþykkt á bæjarstjórnar-
fundi sl. þriðjudagskvöld. Þórar-
inn segir alveg skýrt hvað liggur
til grundvallar afstöðu sinni.
„Fyrir síðustu kosningar voru
allir flokkar með úrlausnir fyrir
íþróttamenn á sinni stefnuskrá.
Það er t.d. búið að lofa yfirbyggðu
skautasvelli síðastliðin 20 ár, það
er búið að lofa úrbótum fyrir
knattspyrnumenn og margir töl-
uðu um yfirbyggða aðstöðu í því
sambandi fyrir síðustu kosningar.
Síðan er þriggja ára áætlun sett
fram núna og það er ekkert á eign-
færða fjárfestingu til íþrótta- og
tómstundamála nema Sundlaugin.
Ég er vissulega mjög ánægður
með uppbygginguna á Sundlaug-
inni því þetta er mjög gott varð-
andi t.d. ferðamálin. En mér finnst
hún ekki beint tengjast íþróttamál-
um í bænum því keppnisíþróttirn-
ar þar eru aðeins lítill hluti af
starfseminni. Þetta er allt öðruvísi
en þegar þú byggir t.d. íþróttahús.
Ég var einn af þeim sem stóð að
því hjá Sjálfstæðisflokknum að
þessi mál væru á okkar stefnuskrá
og ég vil ekki svíkja það,“ sagði
Á Sauðárkróki hafa menn haft
af því nokkrar áhyggur að of lít-
ið sé um að ferðamenn stoppi í
bænum. Eru ferðamálayfirvöld
á staðnum nú með ýmislegt á
prjónunum í þeim efnum.
„Við vildum gjaman að fleiri
ferðamenn kæmu, skoðuðu bæinn
og hefðu aðeins lengri viðdvöl.
Menn hafa verið að velta fyrir sér
hvernig við getum bætt úr því.
Við erum með mjög fjölsóttan
stað hér í nágrenninu sem er
Glaumbær. Við vildum gjaman fá
fleira af þessu fóki hingað á Sauð-
árkrók til að sýna því hvað bærinn
hefur uppá að bjóða. Hér hefur
Þórarinn B. Jónsson.
Þórarinn.
Hann segir menn vissulega
spyrja hvar taka eigi peningana og
hann telur ýmsar leiðir færar í
þeim efnum. „Ég vil láta fara ofan
í hina ýmsu rekstrarþætti hjá bæn-
um. T.d. athuga hagkvæmni þess
að sameina veitumar, ég vil láta
skoða Punktinn og er hjartanlega
sammála tillögum ÍTA um að
stofna eina tómstundamiðstöð í
bænum. Ég vil láta fara ofan í
rekstur Tónlistarskólans og við
verðum að skoða þar hvaða þjón-
ustu við ætlum að veita, svo nokk-
ferðamönnum vissulega fjölgað,
t.d. með tilkomu Aningar og
hótelin hafa einnig verið dugleg
að fá til sín fólk, en við söknum
þess að menn hafi ekki meira við
að vera hér á staðnum,“ sagði
Bjöm Sigurbjömsson, formaður
bæjarráðs Sauðárkróks.
I þessu sambandi hafa menn að
hans sögn verið að velta fyrir sér
t.d. að koma upp einhverjum söfn-
um. Hann bendir einnig á að ferð-
um í Drangey hefur verið að
fjölga og á því sviði gætu verið
ónýttir möguleikar, t.d. að bjóða
upp á sjóstangveiði og fleira slíkt.
HA
uð sé nefnt. í sambandi við hag-
ræðingu og spamað í rekstri bæj-
arins þá dugar ekki að tala bara
endalaust um þess hluti, menn
verða að láta verkin tala.“
Hann segir ekki sjálfgefið að
þó eitthvað sé samþykkt í dag
verði það þannig til eilífðarnóns.
„Ég mun halda áfram að berjast
fyrir bættri aðstöðu fyrir íþrótta-
fólk á Akureyri meðan ég er í
pólitík og kem ekki til með að
samþykkja neina áætlun, hvort
sem er til eins árs eða þriggja,
nema hún taki eitthvert mið af
þessum þörfum. Mér finnst ein-
faldlega með þessu að verið sé að
svíkja loforð sem menn voru lokk-
aðir á fyrir síðustu kosningar,“
sagði Þórarinn. HA
Akureyri:
Punktar úr
bæjarráði
Endurmat fasteigna
á Oddeyrartanga
Á bæjarráðsfundi í gær voru
lögð fram bréf, sem ióðar-
skrárritari hefur tekið saman,
vegna endurmats, sem Fast-
eignamat ríkisins hefur gert á
eignum fyrirtækjanna Strýtu
hf., Samherja hf. og Eyrar-
frosts hf. á Oddeyrartanga.
Endunnatið hefur leitt til veru-
legrar lækkunar á fasteigna-
matsverði eignanna umfram
það sem er á flestum öðrum
eignum á svæðinu. Bæjarráð
samþykkti að áfrýja úrskurði
Fasteignamats ríkisins um lóð-
armat hjá ofangreindum fyrir-
tækjum til yfirfasteignamats-
nefndar með ósk um end-
urskoðun matsins. Jafnframt
var bæjarlögmanni og lóðar-
skrárritara falið að taka saman
greinargerð um málið og
fylgja því eftir.
Sækir um 15 millj. kr.
styrk
Á bæjarráðsfundinum í gær
var tekið fyrir bréf frá Kvenna-
deild Slysavamafélags íslands
á Akureyri og Sjóbjörgunar-
sveit SVÉÍ þar sem þess er far-
ið á leit að Akureyrarbær
styrki félögin með kr. 15 millj-
ónum króna til þess að ljúka
smíði félagsheimilis og björg-
unarstöðvar á uppfyllingu
sunnan Strandgötu. Bæjarráð
vísaði erindinu til gerðar fjár-
hagsáætlunar fyrir næsta ár.
Tónmenntaskólinn
sækir um styrk
Einnig var lagt fram bréf í gær
frá Tónmenntaskólanum á Ak-
ureyri þar sem endumýjað er
erindi frá skólanum dags. 26.
október 1994 með beiðni um
styrk til niðurgreiðslu á skóla-
gjöldum nemenda og vísað til
svars bæjarráðs í bókun 29.
desember 1994. Bæjarráð vís-
aði erindinu til gerðar fjár-
hagsáætlunar fyrir næsta ár.
Skólanefnd Siglufjarðar:
Leitar til ráðuneytis
vegna slakrar niðurstöðu
samræmdra prófa
Skóla- og menningarnefnd
Siglufjarðar samþykkti sam-
hljóða í síðustu viku að óska
eftir því við menntamálaráðu-
neytið að það geri úttekt á
öllu skólastarfí Grunnskóla
Siglufjarðar með það fyrir
augum að fínna orsakir slakr-
ar niðurstöðu í samræmdum
prófum í skólanum síðustu ár-
in.
I greinargerð með tillögunni
kemur fram að niðurstaða sam-
ræmdra prófa í Gmnnskóla
Siglufjarðar hafi verið undir
landsmeðaltali árin 1992-1995
og á árunum 1992 og 1995 hafi
niðurstöður verið lakari en
meðaltal á Norðurlandi vestra.
Með hliðsjón af þessu og
væntanlegri yfirtöku bæjarins á
öllum rekstri grunnskólans á
næsta ári er það álit skóla- og
menningamefndar að mikilvægt
sé að fá aðstoð menntamála-
ráðuneytisins við skoðun á
skólastarfinu. Orðrétt segir í
greinargerðinni: „Skólanefnd
vill standa að yfirtöku á grunn-
skólanum á sem bestan hátt og
því leggjum við áherslu á að
vinna við úttektina hefjist hið
fyrsta. Nefndarmenn vænta
góðs samstarfs við mennta-
málayfirvöld, skólastjómendur,
kennara, foreldra og bæjarstjóm
við úttektina og vonast til að
hún verði til þess að efla allt
skólastarf á Siglufirði nemend-
um til heilla." óþh
Sauðárkrókur:
Vilja krækja í
fleiri ferðamenn