Dagur


Dagur - 13.10.1995, Qupperneq 16

Dagur - 13.10.1995, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 13. október 1995 Utlit fyrir miðlungs kartöfluuppskeru Kartöflubændur á Eyjafjarð- arsvæðinu er flestir langt komnir með að taka upp og margir búnir. Vætutíð í síðustu viku setti strik í reikninginn hjá mörgum þar sem garðar urðu víða ófærir. Eins hafa menn ver- ið að vonast til að eitthvað myndi hlýna í veðri þar sem ekki er mjög heppilegt að taka upp þegar hitastigið er ekki nema rétt við frostmark. Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sagði útlit fyrir að uppskera yrði ntjög nálægt því að vera í meðal- lagi á svæðinu. „Mér sýnist að það verði niðurstaðan á endanum þrátt fyrir allt. Þetta má að sjálfsögðu þakka þeim hlýindum sem voru nánast allan ágústmánuð. Þannig að þó þetta væri allt afskaplega seint á ferðinni í júlílok er ótrúlegt hvað getur gerst á einum til einum og hálfum mánuði ef tíðin er hag- © VEÐRIÐ Ekki eru horfur á mjög miklum breytingum á veðrinu næstu daga. I gær var norðlæg átt á Akureyri og hitinn rétt yfir frostmarki. í dag er áfram spáð norðlægri átt, en líklega verður eilítið bjartara en í gær. Á morgun, sunnudag og mánudag spáir Veðurstofan austlægri átt og búast má við éljum úti við ströndina. Frem- ur svalt verður í veðri. stæð. Það var helst að hitinn nýtt- ist ekki í görðunt sem eru mjög þurrir, þar sem lítil úrkoma var í ágúst,“ sagði Ólafur. Hann sagði ekki ólíklegt að einhverjar frost- skemmdir hefðu orðið en það ætti eftir að koma betur í ljós. Varðandi kartöflubirgðir á landinu öllu sagist Ólafur ekki hafa staðfestar fréttir. Hann hefði heyrt að uppskera á Suðurlandi væri misjöfn, en þaðan kemur ntjög stór hluti framleiðslunnar. „Eg myndi meta stöðuna þannig að framleiðsla yrði nálægt því sem innanlandsmarkaður þarf, sem gæti skapað meiri ró á markaðin- um en var t.d. á síðasta ári,“ sagði Ólafur Vagnsson. HA stig 10 Verð frá kr. 569 lítri KAUPLAND Kaupangi ■ Simi 462 3565 BÍLASÝNING laugardaginn 14. október og sunnudaginn 15. október kl. 13-17 ’96 árgerðirnar af Ford Escort til sýnis og reynsluaksturs! Bílarnir eru glæsilegir jafnt innan sem utan og hlaðnir öllum þeim búnaði sem prýða á góðan bíl. Sjón er sögu ríkari. Sem dæmi um búnað má nefna: - Vökvastýri - Útvarp/segulband - Samlæsing - Upphituð framrúða - Upphitaðir, rafstýrðir hliðarspeglar - Litað gler - Krumpsvæði í fram- og afturhluta - og ótal margt fleira. - fyrir alla! Laufásgötu 9, Akureyri, sími 462 6300 Brimborg Faxafeni 8, Reykjavík, sími 515 7000

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.