Dagur


Dagur - 14.10.1995, Qupperneq 11

Dagur - 14.10.1995, Qupperneq 11
Laugardagur 14. okróber 1995 - DAGUR - 11 Sigmundur Sigfússon, geðlæknir: TQ3L Æmm 1 # m W mmmmm ■ # TV^ *«1 0 IlLLöba % vonxna Mynd: Guðjón Ketilsson. „Konur taka oft á sig ábyrgð fyrir hönd Qöl- skyldunnar og vel getur verið að konan sé ekki mesti sjúklingurinn á heimilinu. Kún hefur kannski einhver ein- kenni eins og svefntrufl- anir og kvxða en þegar spurt er ítarlega um heimiUshagi kemur kannski i Ijós að annar einstaklingur á heimil- inu er ekki síður hjálpar þurfi og jafnvel frekar.“ beðinn um viðtal eins og þetta því mér finnst mér beri skylda til að fræða aðra um það sem við erum að gera.“ Ákveðinn hugsunarháttur nauðsynlegur Þegar fólk á við geðræn vandamál að stríða mæðir oft mikið á nán- ustu aðstandendum og segir Sig- mundur mikilvægt að gefa því fólki gaum en því miður vilji það oft sitja á hakanum. „í þeim tilvik- um sem fólk lendir í kreppu vegna áfalls, sem oft er hægt að vinna sig út úr á nokkrum vikum eða mánuðum, legg ég gjaman til að nánustu aðstandendur fái að vera með í viðræðum að hluta. Þegar um langvinn veikindi er að ræða, þar sem fólk veikist í köstum ára- tugum saman, eða er haldið geð- veiki eins og geðklofa, verður seint nógu vel gert í að vinna með aðstandendum og styðja þá. Stundum er það hins vegar svo að þegar einhver er búinn að vera lengi veikur á hann oft fáa að- standendur og þeir sem vistast varanlega á geðsjúkrahúsum eða á sambýlum eru gjarnan þeir sem eiga fáa að. En það er mjög mikil- vægt að gefa aðstandendum gaum. Það verður samt að segjast eins og er að oft skortir okkur tíma til þess.“ Sigmundur segir að stuðningur sé mikið fólginn í því að fræða um sjúkdóminn, viðbrögð við ein- kennum og um mögulegar horfur. „Það má aldrei missa vonina um að sjúklingur fái betri heilsu. Til að vinna með langvinna geðsjúk- dóma sem setja mjög mark sitt á sjúklinginn, persónuleika hans og möguleika í lífinu þarf að hafa ákveðinn hugsunarhátt. Það þarf að taka ósigrum og fagna litlum sigrum. Maður þarf að vera raun- hæfur en þetta er mikill jafnvæg- isgangur því svartsýni smitar sjúk- linginn. Það þarf að hafa metnað fyrir hans hönd og hjálpa honum að njóta þeirra réttinda sem hann á, ekki bara í heilbrigðiskerfinu, heldur líka í félagslegu þjónust- unni og menntakerfinu og þar höf- um við kannski ekki alltaf staðið okkur nógu vel.“ - Er hugsanlegt að fólk veigri sér við að leita til geðlæknis vegna kostnaðarins sem er því samfara? „Jú, það getur verið. Fólk kann betur við að borga fyrir sig en hluti þeirra sem leitar til mín utan spítala þarf að sleppa við gjald- töku. Því er ekki að leyna að taxt- inn sem Tryggingastofnun ákveð- ur finnst mér of hár. Allt of margt fólk hefur bágan fjárhag. Stundum er fjárhagurinn svo slæmur að um lítið annað er rætt en fjárhags- áhyggjur og ekki hægt að ræða um tilfinningamál að öðru leyti. Þegar fólk vantar peninga til að kaupa föt á bömin sín eða borga rafmagnsreikninginn yfirgnæfir það þann vanda sem það er komið til að leysa hjá geðlækninum." Gleyma stundum sjálfum sér - Geðlæknar starfa við að hjálpa fólki sem á við erfiðan tilfinninga- legan vanda að etja. Er þetta erfitt starf andlega? „Jú, oft hafa sjúklingar mínir áhyggjur af því að þeir séu mér byrði en ég bendi þeim á að þetta „Til að vinna með lang- vinna geðsjúkdóma sem setja mjög mark sitt á sjúklinginn, persónu- ieika hans og möguleika i Uflnu þarf að hafa ákveðinn hugsunarhátt. Það þarf að taka ósigrum og fagna litlum sigrum. Maður þarf að vera raun- hæfur en þetta er mikill jafnvægisgangur þvi svartsýni smitar sjúklinginn. Það þarf að hafa metnað fyrir hans hönd og hjálpa honum að njóta þeirra réttinda sem hann á, ekki bara í heilbrigðiskerfinu, held- ur lika í félagslegu þjón- ustunni og menntakerf- inu og þar höfúm við kannski ekki aUtaf stað- ið okkur nógu vei.“ sé sjálfvalið hlutskipti. En reyndar gæta geðlæknar ekki alltaf að leita sjálfum sér stuðnings og aðstoðar. Við sem erum útlærðir ættum helst að hafa einhvem sem við getum leitað til með okkar eigin vanda í tengslum við starfið. Ég tala nú ekki um ef við lendum sjálfir í geðrænum vanda því það gildir örugglega um geðlækna eins og annað fólk að hluti þeirra eigi í einhverjum vanda sem þeir þurfa hjálp við að leysa. Við verð- um einnig að gæta þess að of- þreyta okkur ekki því verkefnin eru alltaf næg og mörgum lækn- um hættir til að vinna of mikið." Fyrirbyggjandi aðgerðir Þegar Sigmundur er spurður hvað þyrfti helst að gera til að bæta „Þ&ö er ófullnægjandi að við sem rekum geðdeild fyrir þá veikustu séum i hjáverkum að sinna fólki utan spítala sem ekki getur ieitað annað. Bf við fengjum göngu- deild gætum við þjónað mestöllu Norðurlandi og Austuriandi. Best væri ef við værum það vel mönnuð að við gætum einnig verið með útieit- andi þjónustu og farið á staði eins og Húsavík, Sauðárkrók, EgUsstaði og fleiri staði ef eftir þvi yrði óskað.“ geðheilbrigði nefnir hann fyrir- byggjandi aðgerðir. Þar eru tvö at- riði honum ofarlega í huga. Ann- ars vegar skipti gott tilfinningalegt atlæti miklu máli á fyrstu mánuð- um ævinnar og hins vegar sé áfengið mikill skaðvaldur. „Nú er vitað að góð andleg umönnun fyrstu 18 mánuði bamsins getur skipt sköpum fyrir góða geðheilsu á fullorðins árum. Vafamál er hvort nóg tillit sé tekið til þessarar vitneskju úr þroskasálfræðinni,“ segir hann og telur mikilvægt að leggja áherslu á að fræða foreldra og eins þurfi efnahagurinn að vera þannig að foreldrar ungra bama hafi tóm til að annast þau. Um áfengið segir Sigmundur að áfengisneyslu foreldra fylgi gjarnan skortur á öryggi og trausti á heimilinu sem bitni á bömunum. Venjuleg neysla áfengis, þó ekki sé um áfengissýki að ræða, geti líka ýtt undir þunglyndi og aðra kvilla hjá fólki sem er viðkvæmt. „Þannig að það er örugglega sam- hengi milli geðsjúkdóma og áfengisneyslu þó horft sé fram hjá áfengissýkinni sjálfri." Vantar göngudeild Sigmundur telur margt mæla með því að á Akureyri eigi að byggja upp góða geðheilbrigðisþjónustu. „Hér er allt miklu einfaldara í sniðum en á stærri deild. Sam- bandið við aðra hjálparaðila er persónulegt og því auðveldara að samstilla kraftana. Það sem vantar hingað er formleg göngudeildar- þjónusta og miðað við reynslu mína í Noregi tel ég að á göngu- deildinni eigi reyndasta og hæf- asta fólkið að starfa. Það er ófull- nægjandi að við sem rekum geð- deild fyrir þá veikustu séum í hjá- verkum að sinna fólki utan spítala sem ekki getur leitað annað. El' við fengjum göngudeild gætum við þjónað mestöllu Norðurlandi og Austurlandi. Best væri ef við værum það vel mönnuð að við gætum einnig verið með útleitandi þjónustu og farið á staði eins og Húsavík, Sauðárkrók, Egilsstaði og fleiri staði ef eftir því yrði óskað.“ Sigmundur segir að nokkuð hafi borið á því hér á landi að lítt reynt fólk starfi á göngudeildum en að hans mati ætti hæfasta fólk- ið að taka á móti þeim sem eru að koma í fyrsta skipti til að vandinn verði rétt greindur og hægt sé að beina meðferðinni í réttan farveg. „Ég held að hér á Akureyri þurfi ekki svo miklu að bæta við til að fá fullnægjandi þjónustu. Reyndar erum við að taka smá stökk fram á við núna og höfum t.d. fengið leyfi fyrir bama- og unglingageð- lækni í 75% stöðu á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri." AI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.