Dagur - 14.10.1995, Síða 17
Laugardagur 14. október 1995 - DAGUR - 17
POPP_______________ MA6NÚS ÚEIR CUÐMUNDSSON
Pönk með meiru
Eftir að nýja ameríska pönkbylgj-
an náði að skjóta rótum á heima-
slóðum á síðasta ári, hefur hún
farið sem eldur í sinu um heims-
byggðina þvera og endilanga. Þar
hafa auðvitað Offspring og Green
Day farið fremstar í flokki, en
ekki langt á hæla þeim hafa síðan
komið sveitir á borð við Bad Rel-
igion, (sem reyndar tilheyrði fyrri
tíma pönkbylgjunni í Bandaríkj-
unum líka), NOFX, Pennywise og
nú síðast, en ekki síst, Rancid.
Kemur Rancid eins og flestar
hinna frá Kaliforníusvæðinu og
sendi síðsumars frá sér sína
þriðju plötu,...And Out Come
The Wolves, á vegum Epitaphút-
gáfunnar þekktu. Hinar fyrri eru
samnefnd fyrsta plata og Let's
Get... Uppítaf hljómsveitarinnar
má rekja til loka síðasta áratugar,
en þá reis hún úr rústum annarr-
ar pönksveitar, Operation Ivy,
sem um nokkurt skeið hafði reynt
fyrir sér með takmörkuðum ár-
angri. Var það gítarleikarinn Tim
Armstrong, sem stærstan hlut átti
þar að máli, en líkt og í Operation
Ivy, er hann í aðalhlutverki hjá
Rancid ásamt söngvaranum og
bassaleikaranum, Matt Freeman.
Hinir tveir sem líka eru í hljóm-
sveitinni eru svo trommarinn
Brett Reed og gítarleikarinn Lars
Frederiksen (líkast til danskættað-
ur eins og nafni hans Ulrich,
bumbuslagari Metallica). Til að
byrja með stóð reyndar til að gít-
arleikari ásamt Armstrong yrði
drengur að nafni Billy Joe. Hann
entist hins vegar ekki nema í
nokkrar vikur, en stofnaði ekki
löngu síðar sína eigin sveit, sem
söngvari og gítarleikari. Segja
margir það sem betur fer, því
hljómsveitin, eða öllu heldur tríó-
ið, er nefnilega Green Day.
íslenskir
plötupunktar
Til viðbótar íslenskum plötu-
punktum frá því í síðustu viku,
koma hér nokkrir til viðbótar, en
enn fleiri munu eflaust bætast
við.
• Sigtryggur Baldursson/Bog-
omil Font sendir frá sér um
margt athyglisverða plötu, þar
sem hann túlkar lög þýska laga-
höfundarins þekkta Kurt Weil.
Er platan tekin upp í Bandaríkj-
unum og nefnist, Beyond Repa-
ir.
• Líkt og Unun hefur gert, hafa
stúlkumar í Kolrössu krókríð-
andi nú endurunnið eldri lög sín
og tekið þau upp að nýju með
enskum textum vegna útgáfu er-
lendis. Nefnist platan, sem
einnig kemur ut hér, Stranger
Tales. Þær hafa svo stigið skrefi
lengra, með því að taka sér líka
enskt nafn vegna útgáfunnar.
Kalla þær sig Bellatrix.
• Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leik-
kona, hefur aldeilis sannað að
hún er engu síðri sem söngkona
m.a. með glæsilegri frammi-
stöðu sinni sem Lóa, í leikritinu
Taktu lagið Lóa. Hún hefur líka
fengist nokkuð við það utan
leikhússins að syngja, hæði með
hljómsveit og eins undir eigin
nafni. Hún er nú i haust að
senda frá sér plötu ásamt Tóm-
asi R. Einarssyni, kontrabassa-
leikara, þar sem djassinn verður
að sjálfsögðu við völd.
- Rancid að verða eitt af stóru nöfnunum
Breskur blær
Líkt og stíllinn að nokkru og tján-
ingin hjá Green Day og ímyndin
og áreitnu textarnir hjá Penny-
wise, svipar ýmislegt og raunar
flest hjá Rancid til gamla breska
pönksins, þess upprunalega, frek-
ar en til þess bandaríska. Má þar
t.d. nefna sérstaklega hljóminn á
... And Out Come The Wol-
ves og útlitið, hárskurðinn
o.s.frv. En það er ekki bara
breska pönkið sem þeir Arm
strong og félagar sækja fyrir-
myndir í. Til að krydda pönk-
bræðinginn og gera hann enn
kræsilegri og um leið brjóta form-
ið svolítið upp, eru ein fjögur af
lögunum 19 á nýju plötunni í hin-
um skemmtilega „Ska" stfl, sem
sveitir á borð við Madness og
Bad Maners urðu frægar af end-
emum fyrir. Hefur þetta tiltæki
ekki hvað síst fallið vel í kramið
og gert það að verkum að Rancid
telst hafa nokkra sérstöðu í ný-
pönkinu. Virðist Rancid vera á
góðri leið með að skapa sér svip-
aðan sess og Green Day og Off-
spring og eru sumir farnir að
nefna þá sem „hina bandarísku
Clash".
Green Day. Mikil spenna í kringum þá.
Ný plata Green Day
sveipuð spennu
I beinu framhaldi af umfjöllun
um Rancid og plötu þeirrar sveit-
ar, er ekki úr vegi að skýra frá
fregnum af nýrri plötu Green
Day, Billy Joe og félaga, sem nú er
Rancid. Pönkarar á hraðri uppleið.
um það bil að koma út. Fyrir utan
að vera beðið með mikilli eftir-
væntingu tónlistarinnar vegna,
eftir gríðarlega velgengni Dookie,
hefur mikil spenna verið í kring-
um útgáfu nýju plötunnar vegna,
samkvæmt háværum sögusögn-
um, heldur vafasams útlits henn-
ar. A myndinni, sem prýða á
framhlið plötunnar samkvæmt
jessum sögusögnum, er pönkpar,
?ar sem karlmaðurinn beinir
jyssu að höfði sér og eiga þama
að vera komin engin önnur en
þau Kurt Cobain og Coumey Lo-
ve. Vont ef satt væri, en það sem
hefur orðið til að ýta undir þessar
getgátur, er að hönnuninni hefur
verið haldið tryggilega leyndri.
Hafa eintök ætluð blaðamönnum
og fleirum í kynningarskyni, jafn-
vel verið án útlitsbæklingsins og
hefur viðkomandi verið tjáð að
hann fáist ekki fyrr en á útgáfu-
degi. Nafnið á plötunni er hins
vegar ekkert launungarmál, þótt
erfitt reynist sumum að bera það
rétt fram. Insomniac heitir hún,
en það mun vera fræðiheitið yfir
svefnleysi á enskri tungu, eða
eitthvað í þá áttina.
Erlendir
punktar
• Sterkur orðrómur er nú
uppi í Bandaríkjunum um að
söngvari Stone Temple Pilots,
Scott Weiland, hafi verið lát-
inn taka pokann sinn. Á
ágreiningur milli hans og
annarra meðlima sveitarinn-
ar, sem myndaðist í kjölfar
eiturlyfjamáls Weilands fyrr
á árinu, að hafa náð vissu há-
marki og hann sem sagt verið
látinn flakka. En þetta á eftir
að fást staðfest.
Garbage þykir myrk, en til
alls líkleg.
• Garbage, fjögra arma rokk-
sveit, vekur nú gríðarlega at-
hygli með sinni fyrstu sam-
nefndu plötu. Það er ekki
hvað síst vegna þess að
trommuleikari í henni er eng-
inn annar en „Goðsögnin í
lifanda lífi" Butch Vig, upp-
tökustjórinn sem stóran þátt
átti í uppgangi Nirvana. Þá
skartar sveitin líka athyglis-
verðri söngkonu, Slrirley
Manson, sem Vig gróf upp í
Edinborg í Skotlandi.
• Safn bestu laga nýróm-
antíkursveitarinnar góðu,
Human League, er nú að
koma á markað innan fárra
daga. Verður af þvi tilefni
endurútgefinn smellurinn
mikli frá 1981, Don't You
Want Me, í nýrri útsetningu.
Á plötimni, sem nefnist ein-
faldlega, Greatest Hits, verð-
ur einnig eitt nýtt lag, Stay
With Me Tonight, sem gefið
verður út á smáskífu í byrjun
næstaárs.
Leikurinn endurtekinn?
Eftir að hafa selt um tvær millj-
ónir eintaka af fyrstu plötunni
sinni, Definatly Maybe, þar af
rúma eina í heimalandinu Bret-
landi og platan, frá því hún kom
út í fyrra, setið nær stöðugt á
topp 20 þar, eru Oasis með gítar-
- önnur plata
leikarann og aðallagahöfundinn
Noel Gallagher og Liam Gallag-
her söngvara í fararbroddi, nú að
freista áframhaldandi gæfu með
nýrri plötu, What's The Story
(Morning Glory). Ofurhávaði,
ærandi gítar og ofsakraftur að
Oasis komin út
hætti sveita á borð við Who,
Stooges (Iggy Pop og félagar) og
Sex Pistols, blæbrigði á við The
Smiths og „Bítlaðar" ballöður,
var sá margslungni matseðill
sem Oasis bauð upp á með Def-
inatly Maybe og hitti beint í
mark. Nú hins vegar eru laga-
smíðarnar að mestu hávaða-
minni og útsetningarnar áferðar-
fallegri, strengir og þess háttar,
eins og reyndar smáskífan vin-
sæla frá því fyrr í sumar, Whate-
ver, boðaði. Bítlaáhrifin eru aftur
á móti svo sannarlega ekki minni
og eru jafnvel meiri og áþreifan-
legri en fyrr. Nafn plötunnar er
t.d. fengið frá samnefndu lagi
eftir George Harrison af plöhmni
hans, Wonderwall, og í allavega
tveimur lögum skírskotar Noel
Gallagher greinilega til Bítlanna,
í öðru tilfellinu beint til lagsins
fræga, With A Little Help From
My Friends. (Sem sumir segja
reyndar að hafi ekki orðið sígilt
fyrr en Joe Cocker sló í gegn með
það.) Hefur breska popppressan
tekið þessu nokkuð misjafnlega,
en flestir eru sammála um að
platan muni seljast vel, jafnvel
betur en Definatly Maybe, þann-
ig að hljómsveitin verði áfram í
fararbroddi í hinu svonefnda
nýja breska poppi og þá vænta-
lega ásamt Blur.
Oasis. „Bítlaðir" í bak og fyrir.