Dagur - 14.10.1995, Side 21

Dagur - 14.10.1995, Side 21
Laugardagur 14. október 1995 - DAGUR - 21 Grenndarkynning í bígerð vegna byggingaframkvæmda við Ólafsfjarðarkirkju: Framkvæmdir hefjast næsta vor og lýkur um næstu aldamót Bygging safnaðarheimilis við Ól- afsfjarðarkirkju og stækkun á sjálfri kirkjunni verður boðin út í vetur og er fyrirhugað að hefja framkvæmdir vorið 1996 en upp- haflega var áætlað að hefja fram- kvæmdir á þessu sumri. Stefnt er að lokum framkvæmda um alda- mót að sögn Júlíönu Ingadóttur, gjaldkera sóknamefndarinnar, en auk eigin fjármagns kemur styrkur frá Jöfnunarsjóði sókna. Safnaðar- heimilið og stækkun kirkjunnar er teiknuð af Fanneyju Hauksdóttur, arkitekt hjá Arkitekta- og Verk- fræðistofu Hauks hf. á Akureyri. Stækkun kirkjunnar er aðkall- andi til að geta tekið á móti öllum þeim kirkjugestum sem sækja fjölmennustu kirkjuathafnimar. Fyrirhuguð er grenndarkynning á Félag íslenskra bú- fræðikandidata: Eflið fræðslu, rannsóknir og leiðbeinmgar! Á fundi stjómar Félags íslenskra búfræðikandidata, sem haldinn var í Reykjavík 20. september 1995, var rætt um fræðslu, rann- sóknir og leiðbeiningar í landbún- aði. I framhaldi af umræðunum samþykkti stjórnin eftirfarandi ályktun: „Islenskur landbúnaður hefur á undanfömum tíu árum eða frá gildistöku búvömlaganna 1985, gengið í gegnum mjög miklar breytingar. Staða framleiðenda, afurðastöðva, vinnslu og dreifing- ar er nú allt önnur en áður og ljóst er að þessar breytingar hafa ekki gengið sársaukalaust fyrir sig. Möguleikar aukinnar fræðslu, rannsókna og leiðbeiningar í þess- um miklu breytingum hafa ekki verið nýtttir sem skyldi. Nú em enn fyrirsjáanlegar miklar breytingar í landbúnaði og því áríðandi að nýta nú þessa þætti til hins ítrasta þannig að breytingamar geti orðið sem já- kvæðastar fyrir íslenskan landbún- að og þjóðlífið allt. Félag íslenskra búfræðikandid- ata skorar á landbúnaðarráðherra, Alþingi, forsvarsmenn rannsókna- og menntastofnana og Bændasam- tök Islands að taka höndum saman við eflingu fræðslu, rannsókna og leiðbeininga í landbúnaði og búa þannig í haginn fyrir þróttmikinn landbúnað og gróskumikið mann- líf í sveitum, íslenskri þjóð til heilla um ókomna tíð.“ teikningum og áformum sóknar- nefndarinnar en hún verður tilkynnt innan tíðar og stendur í tvo mánuði þannig að íbúum í næsta nágrenni gefist kostur á að koma sínum athugasemdum á framfæri. Ljóst er að m.a. þarf að fjarlægja skúr sem er á lóðarmörk- unum en ekki er ljóst hvaða kostn- að sóknamefnd ber af því. Fyrir nokkru var teiknuð ný kirkja fyrir Ólafsfirðinga sem fyr- irhugað var að stæði við enda bæj- artjamarinnar gegnt kirkjugarðin- um. Fallið var síðan frá þeim hug- myndum, ekki síst vegna óánægju bæjarbúa með staðarval en kirkjan þótti m.a. skyggja á útsýni fram í Ólafsfjörð. GG Kirkjan í Ólafsfírði, sem verður stækkuð, er lengst til hægri á myndinni, síðan kemur viðbygging sem hægt er að opna inn í kirkjuna þegar mesta fjölmenn- ið er, síðan inngangurinn í safnaðarheimilið og safnaðarheimilið sjálft. Ljósmyndasamkeppni Frissa fríska: Duttu í lukkupottinn Fyrir stuttu voru afhent verðlaun í ljósmyndasamkeppni Frissa fríska. Samkeppnin fólst í því að taka mynd af sér eða vinum sínum með Frissa femu, litla eða stóra, og senda til Kaupfélags Eyfirð- inga. Fjölmargir tóku þátt í þess- um leik og barst mikill fjöldi Kampakátar með verðlaunin. Til vinstri er Áslaug Þorvaldsdóttir og <Harpa Ingimundardóttir er til hægri. mynda eð um 2000. Frissi fríski þakkar fyrir frábæra þátttöku. Svo skemmtilega vildi til að fyrstu og önnur verðlaun komu bæði í hlut Borgnesinga. Fyrstu verðlaun, Pioneer hljómflutnings- samstæðu, hlaut Áslaug Þorvalds- dóttir og önnur verðlaun, Sharp hljómflutningssamstæða, kom í hlut Hörpu Ingimundardóttur. Af þessu tilefni var verðlaunaafhend- ingin haldin í Borgamesi og var myndin tekin þegar Áslaug og Harpa tóku við vinningunum. tækniskóli Islands The lcelandic College of Engineering and Technology Höföabakki 9-112 Reykjavík • Sími 577 1400 Bréfasími 577 1401 • Internet heimasíða: http://www.ti.is/ Innritun nýnema Teknir verða inn nemendur á eftirtaldar náms- brautir á vorönn 1996. Aglovv tíl Húsavíkur Aglow eru alþjóðleg kristileg samtök kvenna, sem stofnuð voru í Bandaríkjunum árið 1967 og á íslandi fyrir um það bil 10 árum síðan. Aglow samtökin em ekki bundin kirkjudeildum, heldur vilja þau hvetja sérhverja konu til að tilheyra staðbundnum söfnuði og vera virkur þátttakandi í starfi hans. Markmið Aglow er meðal ann- ars að hjálpa konum að gera sér grein fyrir stöðu sinni samkvæmt því sem Biblían kennir og að vinna að einingu meðal kristinna manna, með því að lofa og tilbiðja Guð á öllum sviðum lífs þeirra. Þúsundir Aglow kvenna um allan heim eru í dag að vinna sam- an að því að ná til: ■ Kvenna frá ýmis konar menn- ingu, ■ eldri og yngri kvenna, ■ giftra og einhleypra kvenna, ■ heimavinnandi kvenna og þeirra sem vinna utan heimilis. Á íslandi eru þrír starfandi Aglow hópar og það stendur til að byrja með fjórða hópinn á Húsa- vík í næstu viku. Konur frá Aglow á Akureyri, sem hafa starfað síð- astliðin fimm ár, munu taka þátt í kynningarfundi ásamt konum á Húsavík. Kynningarfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 17. október kl. 20 í sal verkalýðsfé- laganna. Aðgangur er ókeypis en boðið verður upp á kaffiveitingar, sem kosta kr. 300. Allar konur eru hvattar til þess að vera með. Nánari upplýsingar veita Janice í síma 464 1330 og Auður í síma 464 1317. (Fréttatilkynning) Umsóknarfrestur rennur út 20. október nk. Frumgreinadeild • nám til raungreinadeildarprófs • einnar annar hraðferð fyrir stúdenta sem þurfa viðbótarnám í raungreinum til að geta hafið tæknifræðinám. Rekstrardeild - rekstrarsvið • iðnrekstrarfræði • útflutningsmarkaðsfræði til B.Sc. prófs. Inntökuskilyrði eru próf í iðnrekstrarfræði, rekstrarfræði eða sambærilegu. Rekstrardeild - tæknisvið • iðnaðartæknifræði til B.Sc. prófs. Inntökuskilyrði: raun- greinadeildarpróf eða stúdentspróf af eðlisfræði- eða tækni- braut. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans alla virka daga kl. 8.30-15.30. Rektor.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.