Dagur - 17.10.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 17.10.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 17. október 1995 FRÉTTIR Reglugerð um kattahald á Akureyri í undirbúningi: Heimiliskettir skulu vera innan dyra eða tjóðraðir á lóð að næturlagi Umhverfisnefnd Akureyrarbæj- ar vinnur að gerð samþykktar um kattahald á Akureyri en um- hverfisstjóri, Árni Steinar Jó- hannsson, lagði fram á fundi nefndarinnar 20. september sl., drög að samþykkt um kattahald í lögsagnarumdæmi Akureyrar. Aðeins eitt sveitarfélag, Reyðar- ljörður, hefur samþykkt reglu- gerð um kattahald. Stefán Erlingsson, formaður umhverfisnefndar, segir að nefnd- inni hafi borist margar kvartanir vegna katta, bæði villikatta og heimiliskatta, og því hafi verið talið nauðsynlegt að hafa að baki sér reglugerð þegar ráðist yrði í aðgerðir gegn fjölgun katta og vandamálum sem því fylgja. Stefnt er að því að allir heimilis- kettir verði merktir eiganda með hálsbandi auk bjöllu en ekki verð- ur krafist gjalds líkt og er með hundahald. Að einhverju marki verða þó kattaeigendur gerðir ábyrgir fyrir því tjóni eða miska sem þeir verða sannir að. Frumdrög reglugerðarinnar eru svohljóðandi: 1. gr. Bæjarstjóm Akureyrar er heimilt að takmarka eða banna kattarhald í lögsagnarumdæmi bæjarins sem talin er brýn þörf á að mati heilbrigðisnefndar, hér- aðslæknis, héraðsdýralæknis og umhverfisnefndar. Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er aldrei heimilt að halda fleiri ketti en tvo eldri en þriggja mánaða á sama heimili og allir heimiliskettir skulu bera merkta hálsól með bjöllu þar sem fram kemur nafn eiganda, heimili, nafn og símanúmer. Eigendum katta er skylt að gæta þess að kett- ir þeirra valdi ekki nágrönnum ónæði, en geti að öðrum kosti sætt takmörkunum um kattarhald hafi borist skriflegar kvartanir um ónæti og hættur sem kettir þeirra sannarlega valda samkv. 1. grein. Heimiliskettir skulu vera innan dyra eða tjóðraðir á lóðum eig- enda frá klukkan 20 að kvöldi til 7 að mrogni. Umhverfisnefnd Akur- eyrar er heimilt að láta eyða ómerktum flækings- og villikött- um enda hafi framkvæmdin verið auglýst með áberandi hætti í sveit- arfélaginu í a.m.k. tvo sólarhringa áður en hún er framkvæmd. Ef kattareigandi brýtur gegn sam- þykktum þessum eða öðrum regl- um sem um kattarhald gilda skal hann sæta skriflegri áminningu um minni háttar brot en vegna annara brota getur umhverfisdeild krafist aflífunar dýrsins eða dýr- anna. írekuð brot gegn samþykkt Eyflrskt kvöld verður á Hótel fs- landi nk. föstudagskvöld, 20. október. Þar koma fram Karla- kór Akureyrar/Geysir, sem syngur nokkur létt Iög undir stjórn Roars Kvam við undirleik þessari geta valdið sektum eða varðhaldi. Með brot skal farið að hætti laga. Drögum að reglugerðinni verð- ur vísað til umsagnar bæjarlög- manns, Baldurs Dýrfjörð, svo hún samrýmist lögum landsins en það er svo á valdi bæjarstjómar að samþykkja reglugerðina. GG Richards Simm. Einnig láta fjórir af bestu hag- yrðingum Eyjafjarðar gamminn geysa undir stjóm Þráins Karls- sonar; Leikhúskvartettinn, sem skipaður er fjómm söngvurum af báðum kynjum, syngur við gítar- undirleik Birgis Karlssonar; Katt- ardúettinn lætur í sér heyra; Michael J. Clarke syngur einsöng við undirleik Richards Simm og norðlenskt jazztríó leikur fyrir matargesti en kynnir verður leik- arinn góðkunni, Þráinn Karlsson. Síðan sér norðlensk hljómsveit, kennd við fjármálastjóra norð- lensks kaupfélags, Geirmund Val- týsson, um þarfir þeirra sem vilja iðka dansmenntina fram á nótt. _________________________GG Sálarrannsóknarfélag Akureyrar: Fjölmenni á dulrænum dögum Um helgina stóð Sálarrannsókn- arfélag Akureyrar fyrir Dulræn- um dögum en þetta er í þriðja sinn sem félagið skipuleggur daga sem þessa. Skúli Lórenzen, formaður Sálarrannsóknarfé- Iagsins, segir að um 450 manns hafi komið á Dulrænu dagana, sumir til að forvitnast og fá sér kaffisopa en tæplega 200 manns fóru í heilun og margir notuðu tækifærið og létu spá fyrir sér. Á föstudagskvöld hélt Þórhall- ur Guðmundsson, miðill, erindi um liti og árur og á laugardag og sunnudag var opið hús hjá Sálar- rannsóknarfélaginu þar sem var heitt á könnunni, boðið var upp á heilun og 3 spákonur voru á staðnum. „Það komu um 90 manns hvorn dag í heilun. Heilun- in felst í því að einstaklingurinn sem fær hana verður umvafinn kærljósi sem er sent til hans að handan til að hann finni betri líðan og nái að slaka á,“ segir Skúli. Spákonumar voru einnig vinsælar og komust færri að en vildu. Að sögn Skúla fer áhuginn á dulrænum málum mjög vaxandi. „Margt fólk á í miklum erfiðleik- um, bæði andlegum og líkamleg- um, og margir sækja í þetta til að finna þennan innri frið,“ segir Skúli Lórenzson. AI Punktar úr Svah barðsstrandar- hreppi ■ Þriðja tölublað af fréttabréfi sveitarstjórnar Svalbvars- strandarhrepps er komið út. Þar kemur fram að skóla- og leikskólamál hafa verið fyrir- ferðarmest í starfi sveilar- stjórnar á undanförnum mán- uðum, enda nýtt skólahúsnæði tekið í notkun í haust fyrir grunnskólann og leikskólinn flutti í húsnæði það sem grunnskólinn var í. Gunnar Gfslason, oddviti og skóla- stjóri, segir í fréttabréfinu að á næstu mánuðum muni áfram fara mikill tími í þessi ntál og þá ekki síst vegna flutnings á öllum tilkostnaði við rekstur grunnskóla frá ríki til sveitar- félaga, sern á að verða 1. ágúst 1996. ■ Nú er unnið að undirbúningi á áframhaldi skólabyggingar. Áætlunin gengur út á að byrja á að ganga frá íþróttasalnum sem er í húsinu og fram- kvæmdum við hann verði lok- ið í febrúar. Síðan verði farið í búningsherbergin, bókasafnið, þar sem einnig verður aðstaða aldraðra, og forstofu að sunn- an. Stefnt er á að þessum áfanga og þar með bygging- unni allri, verði lokið fyrir upphaf næsta skólaárs. Hvort tekst að Ijúka byggingunni að öllu leyti ræðst af því fjár- magni sem til ráðstöfunar verður, en sveitarstjóm telur óráðlegt að taka frekari lán til framkvæmda og auka þannig skuldsetningu sveitarsjóðs. ■ Vatnsveita hreppsins varð fyrir verulegu tjóni sl. vor vegna skriðufaila í landi Garðsvíkur. Tjónið var metið af starfsmanni Viðlagatrygg- ingar og framkvæmd var bráðabirgðaviðgerð. Nú hefur tjónið fengist bætt frá viðlaga- tryggingu. Fullnaðarviðgerð er fyrirhuguð við fyrsta tækifæri. ■ Svalbarsstrandarhreppur sótti um styrk úr Atvinnuleys- istryggingasjóði til nokkurra atvinnuátaksverkefna í lok apr- íl sl. Þegar svar barst í seinni hluta júní, þar sem samþykkt var að veita styrk fyrir 4 störf í 5 vikur, hafði atvinnuástand breyst og fólk sem horft hafi verið til í þessu sambandi fengið vinnu. Þetta leiddi til þess að verkefninu var frestað að sinni. ■ Aflétting á banni við lausagöngu búfjár á vegsvæði þjóðvegar 1 í hreppnum hefur verið nokkuð til umræðu. Eftir erindi frá Búnaðarfélagi hreppsins var samþykkt að af- létta banninu. Breyting á vega- lögum, þar sem „lausaganga búfjár á vegstæðum stofnvega og tengivega þar sem girt er báðu megin vegar,“ er bönnuð samkvæmt landslögum, leiddi til þess að sveitarstjóm frestaði afléttingu bannsins, meðan frekari gagna væri aflað. í svari VÍS við fyrirspum Bændasamtakana um þessi mál, kemur m.a. fram að al- mennt ber bfleigandi alla ábyrgð á tjóni sem hlýst ef bif- reið ekur á fé og minnt er á að ábyrgðatrygging bænda bæti tjón af völdum búfjár ef eig- andi telst ábyrgur, sem þó ger- ist varla nema í undatekningar- tilfellum. í framhaldi af þessu ákvað sveitarstjóm að fella ekki úr gildi umrætt bann við lausagöngu búfjár á vegsvæði þjóðvegar 1 í hreppnum. VIFTUREIMAR ÞURRKUBLÖÐ PAKKNINGALÍM HÖGGDEYFAR HREINSIEFNI TOPPLYKLASETT RUÐUPISS FYLLIEFNI HJÖRULIÐIR PÚSTKERFI SANDPAPPÍR ÞURRKUBRÉF SMURKOPPAR GLITAUGU KERRUTENGI SNJÓKEÐJUR ÖRYGGI AÐALLJOS TOPPGRINDUR BENSÍNBÆTIEFNI SMUROLÍUR BORVÉLAR SKIPTILYKLAR MIÐSTÖÐVAR PERUR SÆTAÁKLÆÐI BÍLABÓN SKRÚFJÁRN GENGJULÍM BARNABÍLSTÓLAR KÚPLINGAR HÁSPENNUKEFLI RAFGEYMAR RAFKERTI VASALJÓS STRAUMLOKUR HJÓLKOPPAR STÝRISENDAR ÖRYGGISBELTI LOFTSÍUR BREMSUHLUTIR TJAKKAR STARTARAR SMURSÍUR KVEIKJULOK LAKK VATNSDÆLUR SLITHLUTIR Bílavörur og verkfæri U VARTA pólskór, geymasambönd, festingar, sýrumælar, hleöslutæki, startkaplar, álagsmælar, ampermælar voltmælar og fleira. Þórshamar þekkja allir. Og þó... veist þú að Þórshamar er ekki aðeins verkstæði heldur rekur líka eina stærstu verslun sinnar tegundar á landinu? Þar færð þú varahluti í fólksbíla, flutningabíla og vélar, flesta aukahluti sem tengjast bílum s.s. bílamottur, perur, lakk, bón o.fl., verkfæri í ótrúlegu úrvali og ýmislegt annað sem heimilið og bíllinn geta trauðla verið án. ^neqpco*** koparfeiti, smurkoppar, dragliðir, felguboltar, drifkeðjur, ryðolíur, hjöruliðspokar, hjólalegur og fleira. fóðringar, skór, vír, stator, rotor, legur, kol, díóður, viftureimar, kælispaðar, reimskífur, ampermælar o.fl. tengiskór, rafmagnsvír, fóðringar, segulrofar, bendixar, kol, spólur, anker, sviss, relay og margt fleira. Þ0RSHAMAR TRYGGVABRAUT 3-5, AKUREYRI. SÍMI 462 2875. Po/:sA//77//r - /ic'áá/;/ c////r Eyfirskt kvöld á Hótel íslandi nk. föstudagskvöld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.