Dagur - 17.10.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 17.10.1995, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. október 1995 - DAGUR - 3 Lttndsfuntiur JU&ý&ubanclcilcigsins Margrét Frímannsdóttir bar sigurorð af Steingrími J. Sigfússyni í formannskjöri í Alþýðubandalaginu: „ Alþýðu bandalagið er móður- skip á vinstri vængnunf - segir Margrét Frímannsdóttir, nýkjörin formaður Með allnokkrum meirihluta sigraði Margrét Frímannsdóttir Steingrím J. Sigfússon í for- mannskjöri í Alþýðubandalag- inu, en úrslit þess efnis voru kunngerð á landsfundi flokksins sem haldinn var um helgina. Margrét Frímannsdóttir sagði í samtali við Dag í gær að á næstu vikum færu af stað við- ræður um samstarf flokka á vinstri vængnum þá t.d. með sameiginlegum tillöguflutningi á Alþingi. „En það verður ekki mitt fyrsta verk að leggja Al- þýðubandalagið niður, enda lít ég svo á að það verði alltaf ákveðið móðurskip í hugmynda- fræði íslenskra vinstri flokka. Okkar stefna byggist á jöfnuði og réttlæti,“ sagði Margrét í samtali við Dag. Margrét Frímannsdóttir segir að kosningar þessar séu dæmi um hvemig Alþýðubandalagið vilji í raun standa að jafnréttismálum. Að karl og kona takist á og það á fullkomlega sama grundvelli. „Ég er mjög ánægð,“ sagði Margrét „Lengst af reiknaði ég með því að sigra í þessu formannskjöri. Gaf auðvitað kost á mér með því hugarfari að bera sigur úr býtum. Hins vegar er þetta ákveðinn léttir, að standa utan forystusveitar flokksins. Nú hef ég meiri tíma til að sinna minni fjölskyldu og mín- um hugðarefnum í stjómmálum Margrét Frímannsdóttir. sem eru atvinnu- og byggðamál sem og öryggis- og friðarmál. í þessu svari felst þá líka að ég mun nú hafa aukinn tíma til að sinna mínu kjördæmi. Með þessu er ég þó ekki að segja að nú á gamals aldri í pólitík ætli ég að leggjast í fyrirgreiðslu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðu- bandalags á Norðurlandi eystra. Steingrímur segir að ósigur þessi sé sér persónulega tilefni til endur- mats á sínu eigin stjómmálastarfi. Hann geti nú endurskipulagt störf sín og um frjálst höfuð strokið; en Steingrímur J. Sigfússon. sé ekki endalaust bundinn af mála- miðlunum og samkomulagsgerð- um, sem forystumenn stjómmála- flokka séu bundnir af. Um sameiningu félagshyggju- afla í landinu segir Steingrímur að enn séu margar djúpar gjár í mál- efnum sem óbrúaðar séu. Hann bendir þó á að úti á landsbyggð- inni sé landslagið í stjómmálum annað en á Reykjavíkursvæðinu og skoðanir manna í Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi úti um land ekki ósvipaðar. Þessa tvo stjóm- málaflokka segir Steingrímur í Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki: „Hef miklar væntingar" „Ég hef miklar væntingar til hins nýja formanns Alþýdu- bandalagsins. Þetta markar tímamót og ég vænti þess að Margrét geti leitt góða sam- vinnu meðal þeirra sem skipað hafa sér í raðir flokksins. Það var góður andi meðal allra með- an á kosningabaráttunni stóð - og að halda því starfi áfram er sjálfsagt,“ sagði Anna Kristín Gunnarsdóttir, kennari á Sauð- árkróki, en hún skipaði sér í hóp einna dyggustu stuðnings- manna Margrétar Frímanns- dóttur í formannskjörinu. Að mati Önnu Kristínar er Anna Kristín Gunnarsdóttir. sjálfsagt mál að reyna að sam- eina krafta fslensks félags- hyggjufólks eða stuðla að sam- starfi þess. Til slíks fékk hin nýja flokksforysta fullt umboð landsfundar. „Það kom fram í ntáli Ólafs Ragnars á landsfundinum að óbreytt ástand í íslenskum stjómmálum væri í raun að færa Sjálfstæðisflokknum áfram lykil- inn að Stjómarráðinusagði Anna Kristín. Hún sagði þó jafn- framt að sameining tslenskra stjómmálaflokka væri snúið mál, línumar í flokkunum væru þver- pólitískar og í þeim er kenna sig við einstaklingshyggju væru miklir félagshyggjumenn - og aftur öfugt. -sbs. Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri: „Ég studdi Steingrím" „Það er alveg ljóst að ég studdi Steingrím Jóhann, en bæði hann og Margréti tel ég valda því verkefni sem staða for- manns er,“ sagði Sigríður Stef- ánsdóttir, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins á Akureyri. Sigríður segist hvergi fara leynt með að hún hafi stutt Steingrím í fomiannskjörinu og það hafi allflestir Norðlendingar einnig gert. Hún vill þó ekki Sigríður Stefánsdóttir. meina að niðurstaða kosning- anna séu sér vonbrigði, „en alltaf vill maður að kosningar fari eins og maður sjálfur kýs,“ sagði Sig- ríður. Um samvinnu - eða samein- ingu hinna svonefndu félags- hyggjuflokka segir hún það vera gott mál, enda hafi umboð til könnunar á þeim möguleika ver- ið samþykkt nær samhljóða af fulltrúum á landsfundi. -sbs. raun vera þá einu „... sem taki því að tala um.“ Þá hafi stjórn Þjóð- vaka sent hálfgildings inntöku- beiðni í Alþýðubandalagið inn á landsfundinn. Margrét Frímannsdóttir segir að í öllu tali um sameiningu eða samstarf stjórnmálaflokka muni hún hafa að leiðarljósi það sem hér að framan segir; að Alþýðu- bandlagið sé móðurskip á vinstri vængnum. „Það verður ekki mitt fyrsta verk og aldrei það sem ég stefni að, að leggja flokkinn nið- ur,“ sagði Margrét. Félögum í Alþýðubandalaginu á Norðurlandi eystra fjölgaði tals- vert í baráttunni um formannssæt- ið - og það má um margt túlka sem stuðning við Steingrím. Hið sama gerðist á Suðurlandi en Sunnlendingar stóðu þétt að baki Margréti í formannskjörinu. Steingrímur segist sjálfur hafa fundið góðan stuðning í kosninga- baráttunni - og jafnframt frá mörgum öðrum í kjördæminu, sem bindi trúss sitt við aðra flokka. Þann stuðning segir Stein- grímur að sér hafi þótt vænt um - og við þetta fólk vilji hann segja; að í formannskjörinu hafi enginn tapað, allra síst hann. -sbs. . Trusf COMPUTER PRODUCTS BQI Vönduð tölva á góðu verði sem hentarvel í námið 486 DX2/80 MHz 850 MB diskur-8 MB minni Geisladrif, 4x - 240 UJ hátalarar LUindouus 95 Verðkr. m.900stgr. tClvutæki Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 Suzuki Vitora V6 Eðaljeppi með V6 álmótor Laufsásgötu 9, Akureyri, sími 462 6300 Eldisfiskur - fiskeldisstöð Úr þrotabúi Svarthamars hf., Haukamýrargili við Húsavík eru til sölu ca. 420.000 bleikjuseiði. Nánari stærðarflokkun: 1-6 grömm 280.000 30-100 grömm 30.000 90-150 grömm 70.000 200-300 grömm 30.000 400-500 grömm 10.000 600 grömm 1.500 Ef áhugi er fyrir áframhaldandi rekstri fiskeldisstöðvar- innar á staðnum er vakin athygli á því að stöðin er í eigu Framkvæmdasjóðs íslands hf. Tilboðsfrestur er til kl. 13.00 fimmtudaginn 19. október nk. Nánari upplýsingar veitir skiptastjóri þrotabúsins, Ólafur Birgir Árnason, hrl., Lögmannsstofu Akureyrar hf., Geislagötu 5, 600 Akureyri, sími 462 4606, fax 462 4745.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.