Dagur - 17.10.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 17.10.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 17. október 1995 Hryllingssaga Mynd: BG VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 2.040.850 2 ma-'5íi » o 311.452 3. 4af5 63 8.520 4. 3af5 1.879 660 Heildarvinningsupphæð: 4.129.202 m ; 4mSSÍf BIRT MEÐ FVRIRVARA UM PRENTVILLUR Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, sími 462 6900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 20. októ- ber 1995 kl. 10, á eftirfarandi eignum: Bakkahlíð 35, neðri hæð, suðurhl. Akureyri, þingl. eig. Ampon Ban- sung, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins. Borgarsíða 12, Akureyri, þingl. eig. Helgi Stefánsson og Hjördís P. Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Akureyr- arbær. Glerá, Akureyri, þingl. eig. Magnús Oddsson, gerðarbeiðandi Skulda- skil h.f. Glerár-Holt 1, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig. Pétur Freyr Pétursson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Grundargerði 6h, Akureyri, þingl. eig. Þórunn Pálsdóttir, gerðarbeið- andi Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Hafnarstræti 17, Akureyri, þingl. eig. Hólmsteinn Aðalgeirsson, gerðarbeiðendur Akureyrarbær, Lífeyrissjóður Norðurlands og Líf- eyrissjóður múrara. Helgamagrastræti 47a, Akureyri, þingl. eig. Fjóla Hersteinsdóttir og Ari Svavarsson, gerðarbeiðandi Líf- eyrissjóður verslunarmanna. Hrafnabjörg 8, Akureyri, þingl. eig. Birgir Agústsson, gerðarbeiðandi Hekla hf. Jörvabyggð 3, Akureyri, þingl. eig. Guðmundur Þórhallsson og Aslaug Freysteinsdóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarbær. Rauðamýri 22, Akureyri, þingl. eig. Ásdís Jóhannsdóttir, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður Norðurlands. Skipagata 5, Akureyri, þingl. eig. Baldur Örn Baldursson og María Arnfinnsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfa- deild, og íslandsbanki h.f. Skriðuland, Arnarneshreppi, þingl. eig. Halldóra L. Friðriksdóttir og Kristján Guðmundsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Búnaðarbanki Islands og Lífeyris- sjóður Norðurlands. Veigastaðir 2, Svalbarðsstrandar- hreppi, þingl. eig. Haukur Halldórs- son, Jóhannes Halldórsson, Jónas H. Jónasson og Halldór Jóhannes- son, gerðarbeiðandi Samvinnu- sjóður Islands h.f. Sýslumaðurinn á Akureyri, 16. október 1995. Föstudaginn 13. september frumsýndi Leikfélag Akur- eyrar uppsetningu sína á verkinu Drakúla, sem er leikgerð írans Michaels Scotts á skáldsög- unni Dracula eftir Bram Stoker. Uppsetningin er heimsfrumsýning verksins. Tónlist í sýningunni er eftir Michael Scott og lýsing sýn- ingarinnar er einnig unnin af hon- um í samvinnu við Ingvar Björns- son, ljósamann Leikfélags Akur- eyrar. Búningar og leikmynd eru verk Pauls McCauleys, en leik- stjóri uppsetningarinnar er Micha- el Scott. Leikgerð Michaels Scotts er fagmannlega unnin og krefst í mörgu mikils af þeim, sem að henni koma. Sviðshönnuðir verða að leysa ýmsar þrautir, leikendur margir verða að skipta um brag og persónur með stuttum fyrirvara, mikill fjöldi effekta verður að ganga upp og vekja tilætluð hug- hrif og blær salar og sviðs verður að falla að verkinu og anda þess. í þessum efnum hefur verið vel unnið. Lýsing er mjög við hæfi og gefur góðan brag, tónlist og önnur leikhljóð eru víða sterk, svo sem í upphafsatriði, þar sem magnaður blær er skapaður, leikmynd er fjöl- hæf og vel fullnægjandi, móðufyllt rýmið gefur yfirskilvitlegan blæ og leikendur gera almennt vel í persónuskiptum sínum. í leikgerð sinni er Michael Scott afar trúr skáldsögu Brams Stokers. f raun felst í þessu Akki- lesarhæll sýningarinnar. Skáld- saga Stokers, sem kom út árið 1897, er langdregin og verk síns tíma. Leikgerðin líður fyrir það sama. Þrátt fyrir hraðar skiptingar, sem ganga vel fyrir sig, er lítið um samfellda og stígandi spennu. í heild tekið hefði ekki sakað að stytta verkið og gefa því samfelld- ari stíganda, sem hefði leitt af sér meiri mögnun óhugnaðar og myrkra afla. Vissulega tekst þó að ná upp spennu í einstökum atrið- um, svo sem í ýmsum kastalasen- um Hrakers - ekki síst í senunni á kastalaþakinu; í óveðurssenunni; í allmörgum atriðum Drakúla greifa, til dæmis í samleik við Jónathan og Minu Hraker; í atrið- um í grafhvelfingunni og í ýmsum senum Renfelds. Stígandin hverf- ur hins vegar um of af því hve hæg frárás verksins er. Guðmundur Haraldsson leikur Jonathan Harker. Hann kemur í upphafi fram sem nokkurs konar sögumaður, þar sem hann er á leið til kastala Drakúla. Sú atriðaröð, sem þessum hluta fylgir, er nokk- uð daufleg og Guðmundur virðist ekki meira en svo finna sig í hlut- verkinu. Hann sækir í sig veðrið í atriðum í heimkynnum greifans, en dalar heldur í túlkun sinni eftir að til Englands er komið. Rósa Guðný Þórsdóttir fer með hlutverk Minu Harker. Hún gerir víða fallega og nær skemmtilegum hrifum í samleik við Bergljótu Arnalds. Rósa Guðný skilar vel samleik við Drakúla greifa í seinni hluta verksins og ekki síður ör- væntingu persónunnar eftir að hún hefur orðið fyrir biti vampýrunnar. Viðar Eggertsson fer með hlut- verk Drakúla greifa. Hann er í gerfi gamals manns í fyrri hluta verksins, en hefur yngst upp í seinni hluta. Víða nær Viðar góð- um tökum á óhugnaði persónunn- ar jafnt í fyrri sem seinni hluta, en missir þó á stundum tökin í túlkun sinni á greifanum gömlum jafnt í fasi sem raddblæ. Samleikur Við- ars og Guðmundar Haraldssonar er víða góður í kastalasenum fyrri hluta, og samleikur við Rósu Guð- nýju gengur vel upp. Sigurður Karlsson leikur pró- fessor Abraham Van Helsing, sér- fræðing í vampýrum. Sigurður á talsvert góða spretti í hlutverki sínu, en fellur nokkuð í fast fas; ekki hvað síst í handahreyfingum, og spillir það túlkun hans. Bergljót Amalds leikur Lucyju Westernu. Oráðssenur hennar ná verulegum hrifum og eins sena Hjálpræðisherinn á Akureyri fær til sín góða heimsókn nú í vik- unni, en það er 35 manna kór frá Musteris-flokki Hjálpræðishersins í Kaupmannahöfn. Þetta er blandaður kór sem syngur létta trúartónlist, en auk hennar í grafhvelfingunni. Hún nær góðum samleik við Rósu Guðnýju Þórsdóttur, ekki síst í at- riðinu á brautarstöðinni. Dr. Hohn Seward er leikinn af Skúla Gautasyni. Hann er of oft stirðlegur í hlutverki sínu og virð- ist ekki meira en svo komast í samband við það. Einna bestum tökum nær Skúli í nokkrum atrið- um með Valdimari Erni Flygen- ring á geðsjúkrahúsinu. Valdimar Örn Flygenring leik- LEIKLI5T HAUKUR ÁGÚSTSSON 5KRIFAR ur hinn geðveika R. M. Renfeld og einnig Arthur Homwood. Valdimar Örn nær víða verulega eftirtektarverðum tökum á hinum stórtruflaða Renfeld og þá ekki síst í dauðasenu hans, sem er vel útfærð. Sunna Borg fer með hlutverk frú Westemu og hjúkrunarkonu á geðsjúkrahúsinu. Hún gerir hlut- verkum sínum vel fullnægjandi skil, og þá einkum hlutverki held- ur hryssingslegrar hjúkrunarkon- unnnar. Aðalsteinn Bergdal leikur skip- stjóra, ekil, hr. Swales og gæslu- mann. Hann kemst vel frá öllum hlutverkum sínum, en einkum hlutverkum skipstjórans og gæslu- mannsins, en í því síðara bregður fyrir sérlega skemmtilegum tökt- um. Kvenvampýrur era leiknar af Rósu Guðnýju Þórsdóttur, Sunnu Borg og Bergljótu Amalds. Þær koma þessum heldur ógeðfelldu persónum vel til skila. Iris Tanja leikur bam. Leikstjórinn, Michael Scott, hefur unnið gott verk víða í verk- inu. Sviðshreyfingar eru lipurlegar og effektar ganga vel upp, hvort tveggja innan þeirra marka, sem heldur hæggeng leikgerðin sníður því. Uppsetning Leikfélags Akur- eyrar á Drakúla er hluti af írskri menningarhátíð, sem nú stendur á Akureyri með myndlistarsýningu í Listasafni Akureyrar og írskri tón- list í samkomuhúsum bæjarins. Vel er við hæfi, að sem flestir þeir aðilar, sem koma að menningarlífi bæjarins taki höndum saman með þessum hætti. Því er framtak leik- félagsins gott og þakkarvert, en sú hugsun læðist þó að, hvort ekki hefði mátt fá annað verk af írskum uppruna á tjalir Samkomuhússins en þessa leikgerð margfluttrar hryllingssögu, svo vel og fag- mannlega sem hún þó er unnin á margan hátt. þess geta þau myndað unglinga- sönghóp, lúðrasveit og leikhóp. Kórinn kemur fram á tónlistar- samkomum í Glerárkirkju á Akur- eyri í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Þetta verða léttar og fjöl- breyttar samkomur og verður að- gangur ókeypis. Tannlæknir Ég hef hafið störf á tannlæknastofu Kristjáns Víkingssonar, Hofsbót4, Akureyri. Sigrún J. Marteinsdóttir, tannlæknir. Tímapantanir í síma 462 6323. Gamlir skátar og áhugafólk um skátastarf Mánudaginn 30. október nk. verður stofnað nýtt St. Georgsgildi fyrir þá sem vilja styðja við skátastarf og halda áfram tengslum við starfið. Stofnfundurinn verður í sal Dvalarheimilisins Hlíðar við Austurbyggð, og hefst kl. 20.30. Áhugasamir stofnfélagar vinsamlegast hafið samband við einhvern eftirtalinna. Halldór Pétursson, sími 462 1890. Eyrún Eyþórsdóttir, sími 462 2604. Ólafur Ásgeirsson, sími 462 1606. Ása Snorradóttir, sími 462 7752. Baldur Dýrfjörð, sími 461 1275. Hjálpræðisherinn á Akureyri: Kór frá Danmörku í heimsókn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.