Dagur - 17.10.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 17.10.1995, Blaðsíða 14
14- DAGUR - Þriðjudagur 17. október 1995 MINNINC ^ Sr. Þórhallur Höskuldsson Fæddur 16. nóvember 1942 - Dáinn 7. október 1995 Sr. Þórhallur Höskuldsson fædd- ist í Skriðu í Hörgárdal 16. nóv- ember 1942. Hann lést 7. október s.l. Faðir hans var Höskuldur Magnússon, bóndi og kennari í Skriðu í Hörgárdal, f. 8. október 1906, d. 27. janúar 1944. Eftirlif- andi móðir hans og stjúpfaðir eru Björg Steindórsdóttir f. 21. október 1912 og Kristján Sæ- valdsson, f. 24. apríl 1913. Systir sr. Þórhalls er Hulda Kristjáns- dóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 11. ágúst 1950, gift Gesti Jóns- syni bankastarfsmanni og eijga þau þrjá syni, Kristján, Jón As- geir og Arna Björn. Þann 26. september 1962 kvæntist sr. Þórhallur Þóru Steinunni Gísladóttur sérkenn- ara, f. 1. desember 1941, en þau voru sainstúdentar frá M.A. 1962. Börn þeirra eru Björg, hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, f. 27. nóvember 1964, Höskuídur Þór, nemi, f. 8. maí 1973 og Anna Kristín, f. 26. júní 1983. Stjúp- sonur sr. Þórhalls er Gísli Sigur- jón Jónsson, vélstjóri, f. 9. júlí 1958. Unnusta Höskuldar Þórs er Þórey Árnadóttir f. 29. maí 1975. Sonur Gísla Sigurjóns er Bjarni Þór f. 18. apríl 1980. Sr. Þórhallur nam guðfræði við Háskóla íslands 1962-1968 og uppeldisfræði við sama skóla 1966-1967. Hann fór í kynnisferð til Comm. de Taizé í Frakklandi 1967. Hann sótti endurmenntun- arnámskeið við Óslóarháskóla 1988. Árið 1990 dvaldi hann í Noregi þar sem hann vann að rannsóknarverkefni um tengsl ríkis og kirkju á Norðurlöndum. Þar kynnti hann sér jafnframt safnaðarstarf og safnaðarupp- hyggingu norsku kirkjunnar. Þann 17. nóvember 1968 vígð- ist sr. Þórhallur til Möðruvaila- klaustursprestakalls í Hörgárdal og var sóknarprestur þar til 1. júlí 1982. Þann 15. júní 1982 var sr. Þórhallur kjörinn sóknar- prestur í Akureyrarprestakalli þar sem hann þjónaði til dauða- dags en sóknarkirkjur hans þar voru Akureyrarkirkja og Mið- garðakirkja í Grímsey. Samhliða prestsstarfi á MöðruvöIIum stundaði sr. Þórhallur búskap og æ síðan á Akureyri í félagi við stjúpföður sinn. Sr. Þórhallur kenndi samhliða prestsstarfi sínu um lengri og skemmri tíma við Grunnskóla Arnarneshrepps, þar sem hann var skólastjóri um tíma, Þela- merkurskóla, Barnaskóla Akur- eyrar, Oddeyrarskóla, Gagn- fræðaskóla Akureyrar, Iðnskól- ann á Akureyri og Háskólann á Akureyri. Sr. Þórhallur gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir þjóðkirkj- una. Hann sat í Æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar 1969-1975; í stjórn Æskulýðssambands kirkj- unnar í Hólastifti 1971-1985; í starfsháttanefnd Þjóðkirkjunnar 1974-1978; í stjórn Prestafélags íslands 1980-1986; í starfskjara- nefnd presta, skipaðri af kirkju- málaráðherra, frá 1981-1986; í kirkjueignanefnd, skipaðri af kirkjumálaráðherra, frá 1981 og formaður viðræðunefndar kirkj- unnar við ríkið frá 1992 um sömu málefni. Hann sat í héraðs- nefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis frá 1986. Einnig sat hann í stjórn Kirkjumiðstöðvarinnar við Vest- mannsvatn frá upphafi. Hann var kirkjuþingsmaður frá 1986 og sat ávallt í löggjafarnefnd Kirkjuþings og oft sem formaður hennar. Þá var hann í milliþinga- ncfnd Kirkjuþings er fjallaði um tillögur um Þjóðmálaráð þjóð- kirkjunnar. Sr. Þórhallur beitti sér fyrir stofnun Þjóðmálanefnd- ar kirkjunnar 1989 og var for- maður hennar æ síðan og stjórn- aði mörgum ráðstefnum og fund- um á vegum nefndarinnar. Hann var nýlega skipaður Kirkjuráðs- maður eftir að hafa verið vara- maður í Kirkjuráði frá 1986. Hann átti sæti í starfshópi, sem skipaður var af félagsmálaráð- herra nýverið, til að fjalla um greiðsluvanda heimilanna, til- nefndur af Biskupi íslands sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Sr. Þórhallur var hvatamaður að stofnun Miðstöðvar fólks í at- vinnuleit á Akureyri og Lög- mannavaktar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju er veitti ókeyp- is lögfræðiráðgjöf fyrir almenn- ing. Sr. Þórhallur gegndi jafn- framt fjölmörgum félagsstörfum. Hann sat í stúdentaráði Háskóla íslands 1963-1964; í fræðsluráði Norðurlands eystra 1974-1982; í þjóðhátíðarnefnd Eyjafjarðar- sýslu 1974; í skólanefnd Arnar- neshrepps 1974-1982; í barna- verndarnefnd Arnarneshrepps 1974-1982, formaður 1978-1982. Hann átti sæti í stjórn SÁÁN 1989-1995 og sat í stjórn Sorgar- samtakanna á Akureyri frá stofnun þeirra 1989. Eftir sr. Þórhall liggur fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Hann flutti erindi og fyrirlestra jafnt í fjölmiðlum og á ráðstefn- um bæði hér á landi og erlendis, iðulega sem fulltrúi íslensku þjóðkirkjunnar, m.a. á merkri ráðstefnu um skipulag kirkjunn- ar á Norðurlöndum, haldin í Turku 1992. Hann sat í ritstjórn Æskulýðsblaðsins í nokkur ár, Tíðinda Prestafélags hins forna Hólastiftis 1971, 1975 og 1979 og Safnaðarblaðs Akureyrarkirkju frá 1984. Jafnframt var hann hvatamaður að útgáfu á ræðum og ritum Þórarins Björnssonar skólameistara og sat í ritncfnd er annaðist útgáfu bókarinnar „Rætur og vængir“ 1992. Sr. Þórhallur stóð fyrir útgáfu rita um efni málþinga sem haldin voru á vegum Þjóðmálanefndar kirkjunnar en þau komu út und- ir heitinu „Staða fjölskyldu og heimilis í íslensku þjóðlífi“ 1993 og „Berið hvers annars byrðar: Um málefni atvinnulausra“ 1994. Útför sr. Þórhalls fór fram frá Akureyrarkirkju í gær, mánu- daginn 16. október. Að kveðja náinn ástvin er ekki auð- velt. Það vitum við öll. Það er held- ur ekki auðvelt að kveðja elskuleg- an bróðurson og frænda. Hann var í senn kær vinur sem við höfum allt- af litið á sem son og bróður og hef- ur ætíð verið sem einn af okkar fjölskyldu. Nú verðum við að horf- ast í augu við þann raunveruleika að okkar kæri Þórhallur er horfinn á braut. Það eina sem við erum megnug, er að biðja honum bless- unar á æðri tilverustigum. Hann fæddist í Skriðu í Hörgár- dal. Sá staður hefur alltaf verið fastur punktur í tilveru okkar allra sem ólumst þar upp, hvort sem var til lengri eða skemmri tíma. Átti það einnig við um hann sem bjó þar fyrstu æviár sín. Fyrst með for- eldrum sínum báðum, en síðar með móður sinni Björgu, því föður sinn Höskuld missti liann ungur. Hann ólst upp í stórum hópi skyldmenna þar sem á heimilinu bjuggu afi hans og amma ásamt tveimur föður- bræðrum með fjölskyldum. Síðar flutti hann til Akureyrar með móð- ur sinni og stjúpföður Kristjáni. Hann hélt alltaf tryggð við gamla bemskuheimilið sitt Skriðu, enda fjölskylduböndin sterk. Við minnumst margra góðra stunda með honum. Bæði tengdum starfi hans í kirkjunni, þar sem hann var alltaf mildur og gefandi, og öðrum samverustundum sem snéru að fjölskyldunni. Hann var alltaf boðinn og búinn til hjálpar ef með þurfti, hvort það var sorgin sem knúði dyra eða gleðin sem réði ríkjum við giftingar, fermingar eða skírnarathafnir. I daglegu lífi virtist hann vera mjög alvörugefinn og frekar hæglátur maður. En það var stutt í kímnigáfuna og frásagnar- gleðina, enda oft glatt á hjalla þar sem hann var á meðal. Hann var geysilega fróður og kunni frá mörgu að segja. Ekki munum við verða margorð um lífsstarf frænda okkar því það munu eflaust aðrir gera. Mannkost- ir hans voru miklir, það vissu allir er til þekktu. Hann var starfssamur og gekk oft nærri sér. Skyldurækn- in og samviskusemin gagnvart öðr- um réði ríkjum, og hann gat aldrei sagt nei við nokkum mann og mátti ekkert aumt sjá. Hann hugsaði ætíð meira um aðra en sjálfan sig. Svo einfalt var það. Umhyggjusemi hans fyrir móður sinni og stjúpföð- ur var einstök, svo og allri fjöl- skyldu sinni. Við viljum þakka alla hlýju, ein- lægni og hjálpsemi sem okkar fjöl- skylda varð aðnjótandi af hans hálfu. Við minnumst hans með sökn- uði og trega. En almættið ræður og við mann- legar verur verðum að lúta vilja þess. Elsku Steina og böm, Bogga, Kristján, Hulda og fjölskylda. Guð styrki ykkur og blessi. Finnur, Sverrir, Friðbjörg, Sigga og fjölskyldur. Það tók nokkum tíma að skilja orð- in, þegar vinkona mín hringdi að morgni laugardagsins 7. október s.l. og sagði: „Ertu búin að frétta að Þórhallur dó í nótt?“ Eftir smá tíma áttaði ég mig og þá skildi ég loks að vinur okkar, frændi, nágranni og samstarfsmaður var dáinn. Hann sem enn var ungur og átti svo margt ógert, fullur af eldmóði, áhuga og eljusemi, hvort sem kirkj- an eða náunginn átti í hlut. Alltaf boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd, hvemig sem á stóð hjá honum sjálfum. Hann hafði farið tiltölulega hress til Reykjavíkur til að takast á hendur ábyrgðarmikið starf fyrir kirkjuna, en innan hennar gegndi hann mörgum trúnaðarstörf- um. Missir kirkjunnar er því mjög mikill, það er söknuður að sjá á bak svo traustum og gefandi starfs- manni. Síðustu mánuði höfum við starfað saman, sem starfsmenn kirkjunnar og sakna ég þess nú að fá ekki að njóta þeirrar samfylgdar lengur, en vil þakka fyrir það sam- starf. Sjúkrahúsið á Akureyri hefur í mörg ár notið þjónustu hans og þakkar af alhug störf hans þar. Við sem störfuðum með honum höfðum tekið eftir að hann gekk ekki heill til skógar, og vissum reyndar að hann fékk aðvörun fyrir nokkrum vikum, en þegar rætt var við hann um að hvíla sig eða fara heldur hægar, brosti hann aðeins og sagði: „Elskurnar mínar, það eru svo mörg verk sem á mér hvíla, ég bara get það ekki. Hafið ekki áhyggjur af mér.“ Osérhlífni hans var alkunn. Hugsanir hvörfluðu aftur í tím- ann til þeirra daga, sem við höfum átt samleið. Árin eru orðin mörg. Við erum alin upp á Brekkunni og höfum gengið í sömu skóla. En fyrstu alvörukynnin mynduðust þegar hann gegndi prestskap í sveitinni okkar, á Möðruvöllum í Hörgárdal, þangað var gott að leita styrks og hlýju á erfiðum tímum. Þá fundum við hve það er mikils virði, að geta treyst þeim, sem leit- að er til, þegar sorgin ber að dyr- um. Síðan flögraði hugurinn að prestskosningum árið 1982 en í kjölfar þeirra flutti sr. Þórhallur með fjölskyldu sína til Akureyrar og hefur gegnt þar prestsþjónustu síðan. Hann hefur átt þátt í að efla safnaðaruppbyggingu í Akureyrar- prestakalli og oftar en ekki var það hann sem átti frumkvæðið að auknu starfi þar. Fyrir nokkrum árum atvikaðist það svo að við urðum nágrannar, við það efldist vinátta fjölskyldn- anna og umgengni varð meiri og nánari. Við vissum að starfsdagur hans var oft langur, það var ekki til í honum að segja nei, hvort heldur sem fjölskyldan, náunginn eða kirkjan átti í lilut. Hann eyddi drjúgum tíma í garðinum sínum, sem honum og fjölskyldunni er sómi af. Einnig var honum umhugað um skepnumar og ræddi um að ómann- úðlega væri staðið að slátrun sauð- fjár, en til búskapar og garðvinnu sagðist hann einna helst sækja auk- inn þrótt. Hann var í eðli sínu víð- sýnn sveitamaður og bóndi. Það er mikils virði að eiga góða granna og ósjaldan hefur verið leit- að yfir í 24, þegar þurft hefur ráð, það var sama hvort þau lutu að málrækt, garðrækt eða mannrækt, Þórhallur átti ráð við hvers kyns vanda. Það verður erfitt að hugsa sér Hamarsstíginn án hans. Með þessum kveðjuorðum vilj- um við þakka samfylgdina, allar ánægjustundimar, hvatningu og styrk sem hann hefur gefið. Við erum ríkari að hafa átt hann sem vin. Góður Guð, blessa þú minningu sr. Þórhalls Höskuldssonar, lát þitt eilífa ljós lýsa honum. Styrk þú Þóru Steinu, Björgu, Hössa, Önnu Kristínu, móður, systur og alla aðra ástvini hans, í þeirra miklu sorg. Þeir sem átt hafa mikið, missa mikið, þeirra er sorgin mest. Valgerður, Gísli og börn, Hamarsstíg 22. I veröld okkar eru mörg mikil- menni. Sum verða mikil af verkum sínum. Önnur verða mikil af því hvemig þau sigrast á erfiðleikum lífsins. Svo eru þau sem eru mikil ekki bara af verkum sínum eða sigrum heldur hinu sem öllu skipt- ir: Af því að elska lífið skilyrðis- laust, á hverju sem gengur. Til- gangur lífsins er þeim einfaldur og augljós: Sá að gefa af sjálfum sér. Endalaust. Uns yfir lýkur. Án þess að hlífa sér. Vera heill til hinstu stundar. Sú hinsta stund reið yfir alltof skjótt þegar Þórhallur Hösk- uldsson kvaddi þennan heim þann 7. október s.l. Alltof skjótt fyrir fjölskyldu hans, vini og vandamenn og kirkjuna, söfnuðinn allan sem hann þjónaði og helgaði líf sitt. Alltof skjótt. Hvaðan kom Þórhalli krafturinn til að gefa? Frá sorginni. Árs gamall missir hann föður sinn. Höskuldur Magnússon varð aðeins þrjátíu og sjö ára að aldri. Hvers manns hugljúfi. Giftur Björgu Steindórsdóttur. Þau hófu lífið saman í Skriðu í Hörgárdal. Þórhallur var frumburður þeirra. Hann elst upp í bjartri og fagurri minningu föður síns. I skjóli ást- ríkrar móður, síðar með góðum og einlægum stjúpa, Kristjáni Sæ- valdssyni, með sterkum og traust- um afa, Magnúsi Friðfinnssyni, með hugulsömum föðurbræðrum, Finni og Skúla og fjölda náinna skyldmenna og vina sem hugsa um hann af hlýju og alúð, vilja allt fyrir hann gera. Ekki má gleyma um- hyggjusamri ömmu hans, Frið- björgu Jónsdóttur í Skriðu, sem fellur frá þegar Þórhallur er fjög- urra ára. Frá sorginni streymir kraftur kærleikans. Þann kraft hlaut Þór- hallur ómældan í uppvexti. Og hann varð án þess að vita það sjálf- ur verkfæri hans og miðill. Strax í æsku. Við vorum fimm sem lékum okkur árum saman í Skriðu. Sverrir Haraldsson, sem nú er bóndi þar, systkini mín, Magnús og Margrét, og svo Þórhallur og ég. Þessi hópur bjó í ævintýraheimi þar sem borgir voru byggðar og heimsmót haldin í íþróttum. Og þar var Þórhallur hrókur alls fagnaðar, gamansamur, hjálpsamur og hlýr þegar á móti blés. Ævinlega tilbúinn að gera gott úr öllu. Þessir eiginleikar áttu eftir að setja svip sinn á lífsstefnu Þórhalls. Eg hef engum kynnst sem vann jafn markvisst að því að líkna þreyttum og þjáðum sálum með- bræðra og systra. Sjálfur skeytti hann engu um eigin þreytu og þján- ingu, heldur gekk fram úr sjálfum sér til móts við hverja kröfu og hvert kall sem til hans var gert. Um ævistarf Þórhalls, verk hans í þágu safnaðar og kirkju munu aðrir dæma. Ég veit að samvisku- semi hans og dugnaði var við brugðið. En hvorugur þessara eig- inleika nægir til að skapa meistara á leikvelli lífsins. Á þeim velli er það framkoman á hverju andartaki sem úrslitum ræðum. Þórhallur hafði einstaka framkomu. Hann birtist heill og óskiptur í hverju orði, hverjum áhyggjusvip og hverju brosi. Svipmikið, hlýlegt og kímið bros hans gat heillað meir en orð fá lýst. I rauninni var hann töframaður andartaksins sem gat galdrað fram gleði og fögnuð í hjörtum manna yfir því einu að fá að taka þátt í kraftaverki lífsins. Slíkir menn veita líkn út yfir gröf og dauða. Þeir hugga og styrkja, þótt þeir séu horfnir á braut, af því að töfrar þeirra halda áfram að leika um okkur, ylja og gleðja og gefa hlutdeild í eilífu lífi. Ég sendi fjölskyldu Þórhalls og ástvinum innilegustu samúðarkveðjur. Páll Skúlason. Kveðja frá Sóknarnefnd A kureyrarkirkju Að morgni laugardagsins 7. októ- ber bárust þau sorgartíðindi, að séra Þórhallur Höskuldsson hefði látist snögglega þá um nóttina. Þessi tíð- indi settu hrímkaldan haustsvip á líf og tilveru okkar sem með hon- um störfuðu, kom sem reiðarslag sem enginn vildi trúa. Séra Þórhallur var kosinn sókn- arprestur við Akureyrarkirkju árið 1982. Áður hafði hann verið þjón- andi prestur í Möðruvallaklausturs- prestakalli um 14 ára skeið, við iniklar vinsældir sóknarbama sinna. Hann var því reyndur og virtur klerkur þegar hann var kosinn prestur í Ákureyrarsókn. Öll embættisverk leysti hann af hendi með einstökum virðuleik, fágun og af ljúfmennsku, svo að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.